Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurbréf: Laugardagur 24. september Korft um öxl til 1. desember 1939 — Þegar Rússar réð-ust á Finna — Samúð islendinga — Hfennirnir, sem sátu heima — 99Finnagaldur66 kommúnista — 99Helg- Ást kommúnisía á Finnum ALLMIKLAR umræður hafa orðið um Finnland í íslenzkum blöðum undanfarna daga. Á- stæða þeirra er sú, að Finnum liefur nú tekizt að fá Rússa til ]þess að skila sér aftur Porkkala- skaganum, sem þeir tóku af þeim með vopnahlésskilmálunum árið 1944. Hinsvegar halda Rússar ennþá þeim landsvæðum, sem |>eir tóku af Finnum á Kyrjála- eiði og í Petsamohéraðinu í Norður-Finnlandi. Hafa þeir gert þar rammgerar herstöðvar ®g hreiðrað um sig til frambúð- ar. Eru kommúnistar nú farnir að tala um þessa hluta Finn- lands sem „rússneskt land.“ Er það furðuleg blekking, sem eng- inn getur ginið við, sem eitt- hvað þekkir til finnskrar sögu <og viðskipta Finna við Rússa fyrr <og síðar. Svo einkennilega bregður nú við, að íslenzkir kommúnistar þykjast vera hinir einu sönnu „vinir“ Finna og lands þeirra. Eiga þeir ekki nógu sterk orð til þess að lýsa ást sinni á þessari „norrænu bræðraþjóð". Af þessu tilefni er ástæða til þess að skyggnast nokkuð um öxl <og athuga dálítið samhengið í rás viðburðanna í finnskri sögu s. 1. 16 ár. 1. desember 1939 f>AÐ ER 1. desember árið 1939, fullveldisdagurinn, sem haldinn er hátíðlegur sem þjóðhátíðar- dagur. ísland er ennþá konungs- ríki en íslenzkir stúdentar hafa forgöngu um að minnast full- veldisviðurkenningarinnar frá 1. desember 1918. En þennan dag árið 1939 eru fáir íslendingar í hátíðaskapi. — Við háskólastúdentarnir höfum ákveðið að fella niður hátíðahöld okkar. Hver er ástæðan? !1 Hún er sú, að sorglegur at- burður hefur gerzt út í heimi: Rússland hefur ráðist á Finn- land. Ein hinna norrænu frændþjóða úthellir blóði sínu i hetjulegri baráttu fyrir frelsi sínu og tilveru. í dag eru rússneskar flugvélar að kasta sprengjum yfir sveitir og borgir Finnlands. Stór- skotalið 200 milljóna stór- veldis er að skjóta á Viborg, eina stærstu borg Finnlands. Og stjórnin í Moskvu segir að hún geri þetta vegna þess að Finnar, fjögra milljóna smá- þjóð, hafi ráðist á Sovétríkin! Það er vegna þessara atburða, sem íslenzkir stúdentar hætta við hina árlegu skrúðgöngu sína frá <Garði niður að Alþingishúsi. í stað hennar er efnt til göngu að skrifstofu finnska ræðis- mannsins í Reykjavík. Okkur langar til þess að votta honum og þeirri þjóð, sem hann er full- trúi fyrir, samúð okkar og allr- ar íslenzku þjóðarinnar. Stúdentarnir safnast saman við Garð. Hópurinn verður stærri en nokkru sinni fyrr. — Mörg hundruð íslenzkra mennta- manna safnast þarna saman, ung ir og gamlir. Við skipum okkur undir þrjá fána: Okkar eigin þjóðfána, finnska fánann og stúdentafánann með fallegu bláu stjörnunni. Svo leggur fjölmenn- asta stúdentaskrúðganga, sem farin hefur verið á íslandi af stað niður í bæinn. Þeir, sem heima sátu EN ÞAÐ vantar samt nokkra íélaga okkar í hópinn. Þeir sitja heima hjá sér, bæði á Garði og út í bæ. Hvaða menn eru þetta? Það eru kommúnistarnir í háskól- anum og út í þjóöfélaginu. \ asta skyldan66 — Ferðalög forsælisráðherrans Ríkur hljómgrunnur sjálfstæðisstefreunnar finnsku landi eftir að Porkkala hafi verið rýmt. Kommúnistar halda að íslend- ingar séu minnislausir. Þeir halda að almenningur muni ekki ein 16 ár aftur í tímann. Eng- inn stjórnmálaflokkur á íslandi hefur hlotið jafn almenna fyrir- litningu fyrir afstöðu sína og kommúnistaflokkurinn hlaut haustið 1939. Ein af afleiðingum afstöðu hans varð líka sú, atS annar formaður flokksins, Héð- inn heitinn Valdemarsson, sagði sig úr honum 7 dögum eftir að Rússar réðust á Finna. Hana hafði flutt tillögu um það í stjórn flokksins, að hann lýsti yfir andúð sinni á árásinni. En línukommúnistarnir snerust gegn. henni og þeir urðu í meirihluta. Þá sagði Héðinn sig úr flokkn- um, ásamt nokkrum fleiri mönn- um. Hann átti þangað ekki aft- urkvæmt. Ferðalög forsætisráð- herrans í sumar HÉRAÐSMÓTUM Sjálfstæðis- manna er nú að verða lokið á þessu sumri. Um síðustu helgi voru haldin þrjú mót Norðan- lands, á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Sótti Ólafur Thors for- sætisráðherra þau öll, ásamt konu sinni. Þessi héraðsmót Sigl- firðinga og Eyfirðinga voru öll hinar glæsilegustu samkomur, geysilega f jölsótt og vel heppnuð. Forsætisráðherra gerði þar íslenzkir stúdentar og almenningur í Reykjavík vottar ræðismanni Finna samúð sína vegna árásar grein fyrir starfi og stefnu Sjálf- Rússa á Finnland. Myndin er tekin af mannfjöldanum við ræðismannsskrifstofuna 1. desember stæðisflokksins, rakti stjórn- 1939. — Islenzkir kommúnistar sögðu að Finnar hefðu ráðizt á Rússa. ekkert til Finna þeir þá með Finnum? Nei. Þeir gera sér allt aðra hugmynd um það, sem er að gerast en við. Rússar hafa ekki ráðizt á Finna, segja þeir. Finnar hafa ráðizt á Rússa. Sovétríkin eru að verja sig, en um leið eru þau að „frelsa" finnsku þjóðina. Þetta segja þessir félagar okk ar, sem ekki vilja vera með göngunni til finnska ræðismanns- ins. Þeir segja meira að segja að við séum fífl og förum með „Finnagaldur“. Sjálfir séu þeir einkar vel gefnir, allt að því gáfaðir. Þeir skilja það, sem við ekki skiljum, þeir hafa „af- klæðst persónuleikanum" og það er leiðin til hins sanna þroska og skilnings. Hjá ræðismanni Finna FINNSKA ræðismannsskrifstof- an er í Hafnarhúsinu. Þar og í nálægum götum hefur safnazt saman geysilegur mannfjöldi, sennilega fleira fólk en áður hef- ur sézt saman safnað í Reykja- vík. Fólkið í höfuðborginni vill líka sýna finnsku þjóðinni sam- úð sína. Það trúir því ekki að Finnar hafi ráðizt á Rússa. Þess- vegna kemur það þarna. For- maður stúdentaráðs flytur stutt ávarp. Hann tjáir finnsku þjóð- inni samúð íslenzkra mennta- manna og allrar íslenzku þjóð- arinnar í þeim hörmungum, sem nú dynja yfir Finnland. Hann biður ræðismanninn að flytja kveðjur okkar til fólksins, sem rússneskar fallbyssur og flug- vélar eru að skjóta á. Að lokum árnar hann finnsku þjóðinni allra heilla í baráttunni fyrir frelsi hennar og sjálfstæði. Ræð- ismaður Finna þakkar. Svo eru þjóðsöngvar Finnlands og íslands leiknir og mannfjöld- inn drúpir höfði. Þannig vörðu íslenzkir mennta menn og almenningur í höfuð- borg íslands fullveldisdeginutn árið 1939. Um kvöldið fluttu forsetar Al- þingis Finnum samúðarávörp frá þingi og þjóð í útvarp. Við það tækifæri komst Pétur Ottesen, fyrri varaforseti Sameinaðs Al- þingis, m. a. þannig að orði: „Við biðjum þess af heilum hug, að þessari kjarnmiklu menningafþjóð megi auðnast að komast sem fyrst út úr þessari eldraun með óskertu frelsi og manntaki". Fundur er haldinn í íslands- 1 deild þingmannasambands Norð- Ölafur Thors forsætisráðherra. — Hefir flutt ræður á sjö hér- aðsmótum og fundum Sjálfstæð- ismanna í sumar við frábærar móttökur. urlanda. Þar er samþykkt með atkvæðum allra þingmanna nema fjögra kommúnista að reka þingmenn kommúnistaflokks ís- lands úr þingmannasambandinu. Brynjólfur Bjarnáson, Einar Ol- geirsson og ísleifur Högnason túlka sinn málstað. Þeir segja að Sovétríkin hafi enga árás gert á Finna. Rauði herinn sé að „frelsa“ Finnland. Svona innilega þykir ís- lenzkum kommúnistum vænt um Finna á fullveldisdaginn árið 1939. „Helgasta skylda kommúnista" Hvað gerðist svo fleira, sem í frásögur sé færandi þessa daga? M. a. þetta: Sjö landflótta finnskir komm- únistar settu á laggirnar finnska „ríkisstjórn" í Terajoki, smá- þorpi rétt hjá rússnesku landa- mærunum. Þessi „stjórn“ naut skjóls rússnesku fallbyssnanna, sem voru að skjóta á Viborg. — Forsætisráðherra hennar var maður að nafni Kuusinen. Hann lýsti því yfir, að „stjórn" sín, „skoðaði það sem helgustu skyldu sína að hjálpa hinum rússneska her til þess að brjóta andstöðu Finna á bak aftur, svo rauði fáninn fái sem fyrst að blakta yfir höfuðborginni". Þennan mann studdi „Þjóð- viljinn", blað kommúnista á íslandi, af heilum hug. Dag eftir dag birti þetta blað níð um finnsku þjóðina, sem hafði ætlað sér að leggja •Rússland undir sig. Finnlandsstyrjöldinni lauk. — Smáþjóðin bognaði fyrir ofur- eflinu eftir hetjulega vörn. Stór finnsk landsvæði voru lögð und- ir Sovétríkin. Þau eru hluti af þeim enn þann dag í dag. Og! kommúnistar á íslandi segja að þau séu „rússneskt land“. Þegar slitnað var upp úr vináttu Stal- ins og Hitlers nevddu nazistar Finna til þátttöku í styrjöldinni. Þeirri þátttöku þeirra lauk í september árið 1944. Þetta er baksvið Porkkala- málsins. Það er nauðsynlegt að íslendingar þekki það, muni rás atburðanna, sem liggja aðeins 16 ár aftur í tímanum. Herstöðvarnar, sem Rússar hafa byggt á Kyrjála málaþróun síðustu ára og ræddi. hið mikilvæga forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins í framfara- sókn þjóðarinnar undanfarin ár. Flokkurinn væri hið sameinandi afl íslenzku þjóðarinnar um leið og hann væri þróttmesta tæki hennar í baráttunni fyrir betra og fegurra lífi. Ólafur Thors hefur í sumar sótt 7 héraðsmót og fundi Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi, Vestfjörðum og á Austurlandi. Hefur ræðum hans ekki aðeins verið frábærlega vel tekið all- staðar, heldur hefur hann og kona hans hlotið einkar hlýlegar og innilegar móttökur hjá fólk- inu. Morgunblaðið hefur haft fregnir af því, að eitt af því, sem vakið hefur mikla at- hygli í ræðum forsætisráð- herrans er það, hversu ger- samlega þær hafa veriff sneyddar allri hneigð til per- sónulegra ádeilna. Hann hef- ur fyrst og fremst túlkaff hina víðsýnu og þjóðhollu stefnu Sjálfstæðisflokksins, látiff staðreyndirnar tala sínu máli um starf fiokksins í þágu al- mennings til sjávar og sveita. Slíkur málflutningur er for- manni stærsta stjórnmála- flokks íslendinga vissulega til sóma. Og hann vísar veginn um það, hvernig stjórnmála- menn eiga að haga baráttu sinni og vopnaburði. En þvl miður brestur nokkuð á það ennþá að við íslendingar höf- um lært að láta hina pólitísku baráttu í landi okkar mótast fyrst og fremst af málefna- legum rökræðum. Hin mikla aðsókn að héraðs- mótum Sjálfstæðismanna í sum- . _ . , _.. ar er vissulega tákn þess ríka e»ði og a Petsamosvæðmu eru hljómgrunns sem stefna þeirra arangur svivirðilegasta aras- á hjá fólkinu. Þjóðin vill ska arstnðs, sem hað hefir venð aukið heilbrigði og festu í stjc á siðari öldum, og er þá mikið sagí. Fordæmi Héoins V aldemarssonar OG NÚ þykjast íslenzkir komm- únistar alltaf hafa verið einlæg- ir vinir Finna. Og „Þjóðviljinn" hamrar á því dagl.ega, að engar rússneskar herstöðvar séu á málalíf sitt. Hún gerir sér það ljóst, að beinasta leiðin til þess er að efla stærsta og víðsýnasta stjórnmálaflokkinn í landinu. — Reynslan hefur sýnt henni, að þess meiri sem áhrif Sjálfstæð- isflokksins eru, þeim mun mark- vísar er unnið að því að bæta hag hennar og tryggja framtíð hennar, út á við sem inn á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.