Morgunblaðið - 27.09.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. irganra> 219. tbl. — Þriðjudagur 27. september 1955 PrentsmiBJa Mergunblaðsiiu Vörubifreið frá Verzlunarfélagi Vestur Skaftfellinga sést hér liggja í einn strangasta ál Múla- kvíslar. Þetta straumharða fljót hefur nú verið torfæra fyrir Skaftfellinga í þrjá mánuði. En flutn- ingum hefur þrátt fyrir allt verið haldið áfram með öflugum bifreiðum. Donir oflýso Bósslandsierð Kosfnaðurinn oimikill — eða um 12 þús. krónur KAUPMANNAHÖFN, 26. sept. RÁÐGERT var, að ferðafólk færi á vegum ferðaskrifstofunnar DAS til Rússlands 29. sept. n.k. Nú hefir ferðinni verið frestað. Ferðaskrifstofan hefir einnig ráðgert Rússlandsferðir hinn 9. og 13. október, en óvíst er, hvort þær verða farnar. Klakksvík- ingar þybbast vié OF DÝR Ástæðan til þess, að Rúss- landsferðinni hefir verið aflýst er sú, að mönnum þykir hún heldur dýr. Er áætlað, að ferða- kostnaðurinn verði aldret undir 12 þús. íslenzkra króna. Mikill undirbúningur hefir ver ið undir ferðirnar, en nú lítur út fyrir að hann hafi allur ver- ið unnin fyrir gíg. Fyrir hugkvæmni þrek og áræði nokkurra manna hefur ferðum verið haldið uppi yfir Múlakvísl Frásögn af ferð yfir jökulfljófið, sem sprengdi brúua í júní s.l. Laugardagskv. 25. júní í sumar urðu einhverjar þær hræringar undir hinni breiðu jökulbungu Mýrdalsjökuls, sem orsökuðu geysimikið jökulhlaup í einu ‘helzta fljótinu, sem þar á upptök sín, Múlakvísl. Hafði þetta þá þýð ingu, að allar samgöngur frá Vík í Mýrdal til sveitanna austan sanda stöðvuðust um sinn. og var uppbólgin og illúðleg. Um þjóðveginn frá Vík ligg- ur flutningaæð til hinna fjöl- mennu sveita austan Mýrdals- sands. Það eru blómlegar sveitir eins og Skaftártunga, Síðan, sem er tveir fjölmennir hreppar, Fljótshverfið og nið- ur á láglendinu Álftaver, Með- alland og Landbrot. Ib Schönberg látinn KAUPMANNAHÖFN, 26. sept.: — Aðfaranótt hins 24. september íézt í Danmörku einn kunnasti leikari Dana Ib Schönberg, aðeins 53 ára að aldri. Dauða hans bar þó ekki skjótt að, því að hann hefir legið rúmfastur nokkra hrlð. Múlakvísl á upptök sín í Höfða brekkujökli, sem er skriðjökull úr §uðaustur-horni Mýrdalsjök- uls. Rennur hún beint í suður meðfram austurhlíð Höfðabrekku heiðar, um 15 km til sjávar. í Kötlugosum hefur Múlakvísl breiðst eins og hafsjór um allan vesturhluta Mýrdalssands. Og þó allt hafi verið með felldu, hefur hún jafnan verið eitt hinna ströngu jökulfljóta, sem Skaftfell ingar hafa orðið að berjast við frá ómunatíð. BRÚNNI SÓPAÐ BURT Hlaupið í sumar reyndist ekki samjafnanlegt við hin stóru Kötluhlaup, Engu að síð- ur fór það eins og fljóðbvlgja niður árfarveginn með feikna jakaburði og braut brúna á Léreftshöfða í spón — eins og hún hefði verið gerð úr eldspýtum. Síðan breiddi hún úr sér i ótal kvíslum um sand- inn suður af Ilöfðabrekkuheiði SAMGÖNGUR TEPPTAR Svo vegurinn til Kirkjubæj- arklausturs var lokaður. Þetta var þvi ekki skemmtiieg til- hugsun fyrir fólkið, sem þar býr. Menn bjuggust jafnvel við, að Múlakvísl yrði svo slæm, að illmögulegt eða ó- fært yrði að komast yfir hana, það sem eftir var sumars. Og myndi þá ríkja vandræða- ástand fyrir austan. Að vísu var áburðarflutning- um að mestu lokið til sveitanna. En lokun flutninga hefði þýtt að allar byggingar hefðu stöðvast, þar yrði ekkert til af sementi eða járni, engar teljandi birgðir af matvörum, því að ekki er venja að birgja sig upp nema á haust- in. Öll ull var óflutt frá þessum mestu sauðfjárræktarhéniðum á landinu og einnig allmikið magn af nautgripakjöti. Sýnt virtist, að sveitirnar yrðu einangraðar, því að ekki var Framh. á bls. 9 ÞÓRSHÖFN, 26. sept. — Ekki er annað að sjá en Klakksvíkur- deilan ætli að gjósa upp aftur. Ástæðan er sú, að ákveðið hefir verið að setja tvo nýja lækna við Klakksvíkursjúkrahús í stað þeirra, sem leystu Halvorsen af hólmi. Borgarafundur í Klakksvík samþykkti í dag að skora á stjórnina að halda loforð Kampmanns ráðherra. Það var á þá leið, að Halvorsen verði skipaður sjúkrahús- læknir í Klakksvik, eins og íbúarnir þar hafa farið fram á. Raeder látinn laus BONN, 26. sept. — Raeder, fyrr- um flotaforingi Hitlers, var í dag látinn laus úr fangabúðunum í Spandau, þar sem hann hefir verið í haldi í 9 ár ásamt stríðs- glæpamönnum Þjóðverja. — Raeder var dæmdur í ævilangt fangelsi í Núrnberg 1946. Malenkov með hjartasjúkdóm BONN, 26. sept.: — Einn aðalleið- togi jafnaðarmanna í Vestur- Þýzkalandi, Carlo Schmid, er var með Adenauer í Moskvuförinni, hefir skýrt frá því, að Malenkóv, fyrrum forsætisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna, líði af hjarta- sjúkdómi. Lýsir hann sér í því, að Malenkóv þolir enga áreynslu, og ef svo ber við, að hann þarf að leggja að sér, stendur hann á öndinni og má sig hvergi hræra. Schmid segir enn fremur, að ekki sé hægt að sjá annað en hann sé í miklum metum í Rúss- landi, t. d. standa aðrir komm- únistáíeiðtogar upp fyrir honum, þegar hann gengur inn í herbergi og er.það óvenjulegt Nýjor flllegur Bondaríkjamannu am someining Þýzkalands Þannig eru aurar Múlakvíslar, þar sem fljótiö hefur umturnað sandinum, breytt í sífellu um farvegi, grafið farvegi og hlaðið upp malarhryggjum. Bílarnir í lestinni velta eins og skip í stórsjó. WASHINGTON, 26. sept. STJÓRNMÁLAFRÉTTARITARAR hér segja, að Bandaríkjastjórn hafi gert drög að tillögum um sameining Þýzkalands og varn- arbandalag allrar Evrópu. Mun Dulles leggja tillögirr þessar fyrir fund utanríkisráðherra Vesturveldanna, sem haldinn verður í næstu viku. — Reuter. I ---------------------------- Með Ib Schönberg er fallinn í MEXICÓ: — Allt getur nú gerzt. valinn einn bezti leikari Dana. Tveir vörubílar hlaðnir sprengi- Hann var eins og eitt dönsku efni urðu fyrir járnbrautarlest í blaðanna komst að orði, þegar fyrradag með þeim afleiðingum það gat um lát hans — vinsælasti að 70 menn létu lífið. — Lestin listamaður Danmerkur. i var á leið til Gomes Palacío. Vilja ekki Bevan LUNDÚNUM, 26. sept.: — Félag járnbrautarmanna í Englandi hefir lýst yfir því, að það vilji ekki, að Bevan verði leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur Hugh Gaitskill. Ársþing" brezka Verkamanna- flokksins verður haldið í næsta mánuði og er þá búizt við, að Attlee segi af sér formennsku í flokknum. — Reuter. Efna gfs CATANÍA, 26. sept.: — íbúar í tveimur þorpum við rætur Etnu urðu skelfingu lostnir í gær, þegar það barst út, að eldfjallið væri byrjað að gjósa. — Er hræðsla íbúanna skiljan leg, þegar þess er gætt, að i um 500 gosum eldfjallsins hef- ir næstum því ein milljón manna farizt. — Reuter. Líðon Eisenhoweis bsánlpn •wa uvj DENVER, 26. sept.: — Eisen- hower forseta Bandaríkjanna líð- ur nú bærilega. Einn frægasti hjartasérfræðingur Bandaríkj- anna, dr. Paul Dudley í Boston, rannsakaði forsetann í dag og sagði, að líðan hans væri góð eft- ir atvikum og væru góðar vonir um skjótan bata. — Reuter. SaSk-feéla- efnið hefir reynzf vel WASHINGTON, 26. sept. — Ekki er annað að sjá en bólu- setning með bóluefni dr. Salks ætli að bera góðan á- vöxt, segir í heilbrigðis- skýrslu sem út var gefin í dag. í skýrslunni segir, að bólu- efnið hafi koinið að góðu gagni í New York-ríki og Oregon, þar sem lömunar- veikifaraldur herjaði í sumar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.