Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 2
f 1 MÓRGUftBLAÐlB Þriðjudagur 27. sept. 1955 "\ , —i FRAftlSeÐSFUNDUR . 'f yjírf, ' væntanlegar bæjárstjórnar- kosningar í Kópavogi var haldinn i barnaskólanum þar s.l. sunnu- dag. Kommúnistar í Kópavogi hafa aldrei fengið slíka útreið á fundi C Kópavogi sem þá. Finnbogi R. hóí umræðurnar með málefna- lausu orðagjálfri. Hann kom ekki að neinu málefni Kópavogsbúa öðru en sameiningunn: við Reykjavík, sem hann taldi sig manna „hlynntastan og líklegast- an til að koma í framkvæmd". Var ekki laust við, að margir kímdu að slíkum málflutningi, minnugir þess, sem sami niaður hefur sagt um stjórn Sjálfstæðis- manna í Reykjavík fram til bessa. En nú er svo komið. að eina málefnið, sem hann leggur fyrir kjósendur í Kópavogi er það, að J>eir féíagar skuli koma Kópavogi undir Reykjavík. Rútur hafði ætl að Eyjólfi á Brúarósi, sem er í 4. sæti á lisíanum hjá kommúnista- sanasteypunni, nokkuð af sínum tíma, en hann eftirlét honum ekki liema 4 mínútur; hefur víst rétti- lega ekki vænst mikils af honum, listanum til framdráttar. En sem kunnugt er, er það vani Rúts að breiða ýmis fölsk flógg yfir fram- bjóðendur lista síns, eftir því hvar hann hefur helzt hug á að láta þá gera strandhögg þannig dulbúna. Eyjólfi þessum er ætlað að villa Framsóknarmönnum sýn, og er hann kallaður Framsóknar- maður á C-listanum. Hann hélt vel þeirri línu „hinna óháðu" að minriast alls ekki á nein af hags- munamálum Kópavogsbúa, enda her víst öllum, sem eru innan- borðs á C-listanum, að vera hlýðn ír og fylgja fast línunni. Eyjólfur var með langa ræðu skrifaða. en varð að stinga henni á sig óles- inni, þar sem hann fékk ekki að nota neitt af tíma G-listans úr eeinni umferðinni Þeim hefur víst ekki fundist hann slíks virði og láir þeim það enginn. TFIRLYSING HANNESAR Hannes Jónsson talaði af hálfu B-listans og lýsti yfir því, aff hana viidi ekki vinna með Al- "þýSuHokkaum. Var ekki einhver að tala um vinstra samstarf og tímamót í íslenzkum stjórnmál- vm fyrr í sumar í sambandi við kosningarnar í Kópavogi? — datt mörgum í hug, undir yfirlýsingu Hannesar. ROKFASTUR MALFLUTN- INGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA Jósafat Líndal talaði fyrst af hálfu D-!istans. Hann flutti rök- fasta rœðu um óstjórn kommún- ista í Kópavogi; ræddi hann um- bótatillögur,' sem Sjálfstæðis- menn hafa borið fram í hrepps- nefnd. Að lokum kom Jósafat með 2 greinar úr blaði Rúts í Kópavogi, fyrst frá 1954, þar sem kommúnistar lýsa því með sínum eterkustu orðum, hve óstjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík sé óskapleg, en í hinni greininni, sem skrifuð er nú rétt fyrir kosn- ingar, er því lýst með mörgum fögrum orðum, að alls eina hags- munamálið sé sameining við Reykjavík, og þar með, að þeir eéu hinir einu réttu aðilar til að semja við Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarstjórnar Reykja víkur. Þessar tvær greinar, sem skrifaðar eru með aðeins 18 mán- aða millibili, lýsa annað tveggja mikilli hugarfarsbreytingu, og er það mjög mikils virði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík og landinu í heild, ef þeir, sem telja sig lengst til vinstri, lýsa jafn miklu trausti á stjórn Sjálfstæðis flokksins í Rvík, sem væri þó ekki nema að maklegheitum. Ef bessi er' ekki ástæðan, þá má véra, að kommúnistar í Kópavogi hafi hugsað sér að nota þessa saraeiningarkenningu sér til framdráttar í kosningunum, fyr- ir fram ákveðnir í því að standa Siólisfæ&ismfiftiifi bar af ú framboðs- undinum í Kópavog' Kommúnistar stóbu uppi rök&mfa og gerðu sameininguna við Reykja- vik oð aðalmáli sínu í lengstu lög í vegi fyrir samein- ingu, ef þeir halda völdum. VANRÆKSLA KOMMÚNISTA J3aldur Jónsson talaði næstur af Ð-listanum, en 3 festu menn listans skiptu fyrstu umferðinni með sér. Baldur ræddi um skóla- mál og þá miklu vanrækslu, sem hreppsnefndarmeirihlutinn hefði sýnt þessu brýna nauðsynjamáli Kópavogsbúa. Þá drap Baldur á verzlunarmálin og rakti hugsun- arleysi og viljaleysi hreppsnefnd- armeirihlutans gagnvart þeim málum. Sveinn Einarsson tók næst til máls fyrir hönd D-listans. Hann deildi mjög rökfast á misfellur hreppsnefndarmeirihlutans. Sveinn rakti síðan ýmsa liði stefnuskrár Sjálfstæðismanna og benti réttilega á, að í öllum við- skiptum við bæjarstjórn Reykja- víkur um hin fjölþættu málefni, sem skipta Kópavog og Reykja- vík sameiginlega, væri sterkast fyrir Kópavog að hafa Sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn Kópavogs til þeirra samninga. Sveinn drap á, að aðeins 3 % af útsvörum, sem lögð væru á vinnandi menn, væru lögð á menn, sem hefðu atvinnu hjá fyrirtækjum í byggðarlaginu. Sveinn taldi, að þarna þyrfti að verða algjör stefnubreyting, hreppsnefndarmeirihlutinn hafi algjörlega vanrækt það að vinna að því að fá fyrirtæki til að setj- ast að í Kópavogi, og þar með skapa atvinnu í byggðarlaginu. Sveinn kvað það eitt af höfuð- markmiðum Sjálfstseðisflokksins að vinna að því að fá fyrirtæki til að setjast að í byggðarlaginu og skapa þar með atvinnu, hvort sem af sameiningu við Reykjavík verður fyrr eða síðar. ÞÁTTUR ÞJÓÐVARNAR í 2. umferð talaði ritstjóri Frjálsrar þjóðar, Jón Helgason, en Þjóðvarnarmenn eru nú óháð- ir í Kópavogi þessa daga. Þótti mörgum sem ritstjórinn væri í þessum félagsskap kominn heim til föðurhúsanna. Fórst honum línudansinn vel. Hann minntist ekki á nein hagsmunamál Kópa- vogsbúa; helzt virtist hann hafa áhyggjur af því, að of margir Kópavogsbúar fengju að láta í Ijósi álit sitt í kosningunum. Finnst ritstjóranum listi hinna óháðu ekki nógu vel mannaður eða málstaðurinn ekki sem bezt- ur? Menn höfðu orð á því, eftir ræðu ritstjórans, að tímabært væri að sameina ritstjórn Þjóð- víljans og Frjálsrar þjóðar. Gætu þeir þá flutt sig að Skólavörðu- stíg 19. Ólafur Jónsson talaði einnig í 2. umferð fyrir G-listann. Hann er þekktur línudansari kommún- ista og tókst honum einnig að sneiða hjá því að ræða hagsmuna mál Kópavogsbúar. HAFNARGERÐARFÁLMII) Jón Gauti talaði fyrir D-list- ann. Ein ádeila kommúnista á Sjálfstæðisflokkinn var sú, að Jón Gauti hefði úthlutað verzl- unarmanni í Rvík 8 lóðum undir hús. Jón upplýsti, að hann hefði látið umræddan mann fá lóðirn- ar af því að hann hefði lagt fram rök fyrir því, að hann gæti lækk- að byggingarkostnað íbúðarhúsa um 30% með byggingaraðferð sinni. Jón benti einnig k, að þarna | hefði hann látið máleínið ráða sínum gerðum, eins og Sjálfstæð- ismenn gera, því að maðurinn, sem um er að ræða, væri flokks- bundinn kommúnisti. Urðu komm ar heldur niðurlútir á fundinum við þessar upplýsingar Jóns. Jón- flutti mjög rökfasta ádeilu á ó- stjórnína varðandi allar fram- kvæmdir hreppsnefndarmeirihlut ans; sérstaklega rakti hann ítar- lega fálmið og stjórrdeysið varð- andi hafnargerðin, sem þegar er búin að kosta Kópavogsbúar ógrynni fjár, en er mjög skammt á veg komin. Finnbogi Rútur talaði í 3. um- ferð fyrir G-listann. Hann gat ekki borið af sér hinar rökföstu ádeilur Sjálfstæðismanna á ó- stjórn hans og félaga hans á mál- efnum Kópavogsbúa. Var heldur lágt risið á oddvitanum, er hann flutti að síðustu nokurskonar kveðjuorð til kjósenda. EINSTÆÐUR MÁLFLUTNINGUR Mun slíkur málflutningur sveitarstjórnarmeirihluta algjör- lega einsdæmi. Þeir ræddu ekki á neinn hátt nein af hagsmuna- málum Kópavogsbúa annað en það, að þeir væru líklegasfir til að ná sem hagkvæmustum samn- ingum um sameiningu við Reykja vík. Málflutningur þeirra var að mestu persónulegar árásir á ein- staka menn. Efsti maður A-listans flutti þar á mílli gamanþátt og skemmtu menn sér vel við það. ÁGÆTAR UNDIRTEKTIR UNDIR RÆÐUR SJÁLFSTÆÐISMANNA Sveinn iEnarsson talaði síðast- ur fyrir D-listann. Var ræða hans þrungin ádeilu á óstjórn og getu- leysi hreppsnefndarmeirihlutans og jafnframt hvatning til allra, að vinna að því, að óstjórninni verði hnekkt n.k. sunnudag. Öruggasta leiðin til þess væri að kjósa D- listann. Báru Sjálfsíæðismenn mjög af um allan málflutning. Þeir ræddu á prúðan hátt máiefnin, en voru ekki með persónulegar árásir á menn. Sátu kommar mjóg hnípn- ir undir hinum rökföstu ræðum þeirra. Ræðumenn D-listans fengu afbragðs góðar undirtektir og eru Sjálfstæðismenn í inark- vissri sókn í Kópavogi. Fundurinn var mjög fjölmenn- ur. Nýfi heffi a! Fjár- má!a!íSisidi!i!i komB úf ÞRIÐJA HEFTI Fjármálatíðinda, sem gefin eru út af hagfræði- deild Landsbankans er nýkomið út. í því er forystugrein eftir ritstjórann, dr. Jóhannes Nordal, grein um Upptök Landsbankans eftir dr. Magnús Jónsson, Sparn- aður og fjárfesting eftir dr.Gylfa Þ. Gíslason, grein urri íbúðárlán- in nýju. Fraraleiðsla, og fjárfest- ing, Um þjóðartekjurnar, frétta- þættir og töflur. Er tímaritið aS vanda hið fróðlegasta. ™ ,™J f " • ¦ " ¦ ¦¦ ' ¦ *""'~i ¦——~—— .....-------'¦*- Agœtur funéur S/tíff- sfœðismanna á Akureyri ^"JALFSTÆDÍSFÉLÖGIN á Akureyri héidu s. 1. sunnudag fjöU >-J mennan fund, þar sem Bjarni Benediktsson dómsmálaráð* herra og Jónas Rafnar, þingmaður Akureyrarkaupstaðar, héldil ræður. Fór þessi fundur i öllu hið hezta fram og ríkti almennj ánægja með hann meðal fundarmanna. Var hann haldinn í sam- komuhúsi bæjarins. Árni Jónsson tilraunastjóri, formaður Sjálfstæðisfélags Ak- ureyrar, setti fundinn og stjórn- aði honum. Bauð hann dóms- málaráðherra sérstaklega vel- kominn til bæjarins. Þá flutti Jónas Rafnar alþing- ismaður ræðu. Gerði hann ýmis hagsmunamál bæjarbúa aðallega að umræðuefni. Síðan flutti Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra ýtarlega ræðu. Ræddi hann aðallega stjórnmálaviðhorfið í landinu urni þessar mundir. Ræðum ráðherrans og þing« mannsins var ágætlega tekið aí fundax-mönnum. Talið er að fylgi Sjálfstæð^ isflokksins á Akureyri stancli nú fastari fótum en oftast áð« ur. Nýtur hinn ungi þ'mg- maður kjördæmisins vaxandl trausts og vinsælda meða] bæjarbúa. Heldur lyrirleslra um orsakir starlsþreytu HÉR Á LANDI er um þessar mundir staddur norskur læknir, dr. Henrik Seif- farth, sem hefir sérstaklega kynnt sér orsakir starfs- þreytu. Hélt hann fyrirlestur í gærkvöldi fyrir Læknafélag Reykjavíkur og í kvöld í Tjarnarbíói fyrir almenning. í viðtali við fréttamenn i gær, komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Við verðum að gæta var- hug við menningu nútímans í mörgum störfum, svo sem í verksmiðjum, þar sem vinnao hættir til að verða vélræn. Afleiðing atvinnuþróunarinnt ar á líðan fólks er ekki alltat augljós öllum almenningi, en læknar sjá þær vel og et þeim sivaxandi áhyggjuefni. Þá bera sjúkdómar í vöðvuiö og beinagrind þess ljósan vott, að menn fara skakkt að vijl þá vinnu, sem þeir stunda. —« Við þurfum að læra að heita, vöðvunum rétt til þess að fyr< irbyggja atvinnusjúkdóma/1 sagði hinn norski læknir. | Bandarískri björgunarv él hlekkist á iiíiiá Kleppsvík IGÆR VAR einn af flugbátum björgunarsveitar bandaríska hers^ ins á Keflavíkurflugvelli að æfa lendingar á sjó á Kleppsvíb* inni. Hlekktist bátnum þá á og varð að draga hann upp í fjöru< Engin slys urðu á mönnum, né neinar verulagar skemmdir £ bátnum. I HJALP BERST Þetta var um kl. 17.30 í gær- dag. Barst flugturninum á Reykjavíkurflugvelli hjálpar- beiðni frá Keflavíkurflugvelli um aðstoð við flugbátinn, og var tilkynnt að kominn væri leki að honum. Var lögreglan látin vita og gerðar ráðstafanir til þess að bátur færi út frá Áburðarverk- smiðjunni til aðstoðar. Þá kom og um svipað leyti þyrilvængja frá Keflavíkurflugvelli á vett- vang. FLOTHOLT LOSNAÐI Bátnum hlekktíst á er hann settist á sjóinn með þeim hætti að annað hliðarflotholtíð losnaði og hallaðist hann því allmjög á sjónum. Dró bátur flugvélina upp í fjóru við Bátanaustina. — Var flugbáturínn þar í nótt. Mun hann mjög lítið hafa skemmst, en einhver leki komíð að hon- um. Hafnsógumenn komu og á vettvang á báti sínum en ekki þurftu þeir að veita aðstoð. Flugbáturinn var af gerðinni Gruman Albatross, tveggja hreyfla flugvél. Gunnar Bprnaii ólasfjóri NÝR skólastjóri hefur verið skip- aður við Vélskólann í Reykjavík, er það Gunnar Bjarnason, sem verið hefur kennari við skólann s.l. 10 ár. Fráfarandi skólastjóri, M. E. Jessen, hafði gegnt skólastjóra- embætfinu s.l. 40 ár, eða frá stofn un skólans. Lætur hann af embætti hinn 1. okt. fyrir aldurs- sakir. Dra Kristinn GoS- 1 mundsson lefeur viS formesinsku í GÆR tók dr. Kristinn Guðn mundsson utanríkisráðherra við formennsku í Norður-Atlants- hafsráðinu. Ráðherrann tók við þessari stöðu af Stephanópoulua( utanríkisráðherra Grikkja. Dr. Kristinn Guðmundsson eu skipaður formaður ráðsins til eins árs. i Úfhlulun skðmmfun-™ arseðia hefs! | á inlSvikiidag \ ÚTHLUTUN skömmtunarseSIa, fyrir næstu 3 mánuði fer fram % Góðtemplarahúsinu miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 28.—30« sept., kl. 10—5 alla dagana. f Seðlarnir verða eins og áðuS afhentir gegn stofnum af núgild-« andi skömmtunarseðli, greinilegsc árituðum. Verður smjörskammt^ urinn óskértur. \ Þá verður um leið úthlutað mjólkurskömmtunarseðlum, me9 því að gert er ráð fyrir að e. t. v, þurfi að skammta mjólk í vetUB eða einhvern hluta vetrarins. j EGGERT CELASSEN .a- \ CtJSTAV A. SVEINSSO« 1 hœstflréttarlSgmenn. JS&zibamri vi6 Templsranal ] Sími 11-1 J !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.