Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. sept. 1955 MORGVNBLAÐIB Bílalesi íer ¦ Framh.'"'af fclt . hægt að byggja brú þarna með stuttum fyrirvara. Flutningar á sjó voru óframkvæmanlegir. Eina útleiðin virtist flugflutningar, sem eru miklum mun kostnaðar- samari. HUGKVÆMNI OG ARÆÐI JÆYSTI VANDANN Nú eru næstum þrír mánuð- ir liðnir síðan þetta var. Og ; það að betur tókst til er að þakka hugkvæmni, þreki og áræði nokkurra manna. Sam- göngum hefur verið haldið uppi, á landi enda þótt Múla- kvísl ygldi sig. Flutningnum hefur verið komíð áfram, svo að Skaftfellinga hefur ekkert skort. Jafnvel byggingafram- kvæmdum hefur verið haldið áfram. T. d. hefur Verzlunar- félag Vestur Skaftfellinga f iutt á 3. hundrað tonn af varn ingi austur. Það er til að segja ; þessa sögu dugnaðar og áræð- is, sem fréttamaður Mbl. skrapp snögga ferð austur í | Skaftafellssýslu til að fylgjast FYRSTA FERÐIN úlnkvisl : ,*&?¦ :: Hinir risavöxnu bandarísku trukkar hafa reynzt frábærlega vel í átökunum við Múlakvísl. Hér draga vörubíl Jóns í Hörgsdal yfir fljótið. Dýpið sýnist minna fyrir það hve þetta farartæki er ur verið vatnsmest í sumar náði vatnið upp á vélarhlífina. með þessum flutningum. Það er satt, að Múlakvísl er ekkert árennileg. Kolmórauð er tiún af jökulleir og straumþung- inn svo mikill, að hún ber með sér steinhnullunga, veltir um aur- unum og breytir í sífellu um far- veg. Þó segja hinir vönu bílstjór- ar mér, að núna sé lítið vatn í Og strax þremur dögum eft- ir hlaupið var fyrsta ferðin farin yfir Múlakvísl. Var það bifreiðalest frá Verzlunarfé- lagi Vestur Skaftfellinga og og voru bifreiðastjórar þeir Bjarni Sæmundsson, Valdimar Tómasson og Guðmundur Jó- hannesson. Einnig var með í reiðalest komst heilu höldnu yfir fljótið. og !Á sandöldunni fyrir austan Múlakvísl skipta farþegar um bíl. — Þeir fara úr bifreið Flugbjörgunarsveitarinnar í áætlunarbíl Brands Stefánssonar. Brandur er t. v. á myndinni. henni. Hún getur átt það til í dýpstu strengjunum, að snúa bíl- um við svo að framendinn snúi aftur, en hinir harðgeru bifreið- arstjórar glotta bara í glímunni eins og ekkert sé um að vera. „TRUKKURINN" Jæja, fyrst eftir jökulhlaupið í júní-mánuði sátu þeir saman á fundi Ragnar Jónsson verzlunar- stjóri í Vík og nokkrir samstarfs- menn hans og ræddu þessi vand- ræði og hvað hægt væri að gera til að koma nauðsynjavörunum til félagsmanna. Þá fer einn þeirra að tala um það, að hann hafi séð „fyrir sunnan" risastóra trukka, sem varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli eigi. Muni þeir geta komizt yfir allar torfærur. Reynandi væri að fá þá lánaða yfir þessa torfæru. Þeir orð- lengdu ekki um það, en Ragnar Jónsson verzlunarstjóri hringdi íaíarlaust suður til stjórnarráðs- ins í Reykjavík, og sagði því öll vandræðin og bað það um að gera ffyrirspurn hjá varnarliðinu um lán á þessum risa-trukkum. Mun ráðuneytið samdægurs hafa hringt til Keflavíkur og ffengu tilmælin framúrskarandi góðar og vinsamlegar undírtektir. hjá Colonel Bailey, sem með far- artækin hafði að gera. Var ákveð- áð að lána tvo trukka, annan til Verzlunarfélagsins í Vík og hinn til Kaupfélagsins. Þessir trukkar hafa síðan verið traustustu farar- tækin. Þótt aðrir bílar hafi verið notaðir samhliða, hefur verjð treyst á það, ef þeir stöðvuðust, að stóri trukkurinn drægi þá upp. förinni Brandur Stefánsson hinn kunni vatnamaður og bifreiðastjóri. Þegar þessi fyrsta ferð var farin lá Múla- kvísl í að minnsta kosti 40 kvíslum og sumum þeirra sannarlega stórum. Þurftu þeir bilstjórarnir hvað eftir annað að vaða út í ána til að kanna dýpið og tók ferðin yfir fljótið nærri 2 klst. £n ferðin gekk slysalaust og með þessu varð sýnt að samgöngum yrði haldið uppi yfir Múlakvísl. Má ímynda sér, að fólkið aust- an sanda fagnaði því einlæg- lega, þegar þessi fyrsta bif- HIN VIKULEGA AÆTLUN Þegar ég kom austur í Vik í Mýrdal í fyrri viku var ein bif- reiðalestin frá Verzlunarfélaginu að leggja af stað austur yfir. Þetta var á fimmtudegi, en. þá er farið vikulega eftir fastri áætlun. Um þrjú-leytið voru vagnarnir hlaðnir af flutningi og ýmiskonar pinklum og pökkum. í leíðangrinum voru þessír bíl- ar: Stóri bandaríski trukkurinn, sem Bjarni Sæmundsson ók. Ann ar meðalstór vörubíll frá Verzl- unarfélaginu, sem Sigurður Kjart ansson ók. Bíll frá flugbjörgun- arsveitinni, sem Brandur Stefáns- son rútubílaeigandi hefur að láni til þess að geta haldið uppi far- þegaflutningum austur yfir kvísl. Ökumaður var Runólfur Sæ- mundsson. Þá var minni farþega- bill af Dodge-gerð, sem Brandur ók sjálfur. Um 10 farþegar voru með bílum Brands. Að lokum vörubíll eign Jóns Bjarnasonar í Hörgsdal á Síðu. Hann hafði unn- ið með bíl sínum úti í Mýrdal, en var nú á leið heim til að hjálpa bræðrum sínum við að keyra heim hey. AUSTUR SANDINN Svo var tafarlaust lagt af stað austur sandinn frá Vík. Áður lá vegurinn upp með Kerlingardalsá upp á Höfðabrekkuheiði langa leið norður hana og síðan niður aftur að brúnni sem var við Léreftshöfða. En nú er sú leið ekki farin, heldur áfram beint austur sandinn og þar byltist Múlakvísl fram fyrir suðaustur hornið á Höfðabrekkuheiði. ! — Mér þykir sjálfsagt, segir Bjarni Sæmundsson bifreiðas- tjóri, að nýja brúin á Múlakvísl verði byggð hér niðri á sandinum Höfðabrekkuheiðin er svo mikil snjókista, að hún teppist í fyrstu snjóum á haustin. Hún er öll í dalskorningum og kvosum, veg- urinn brekkóttur og erfiður. Sé brúin niðri- á sandinum, þá ætti að mega aka austur yfir Mýr- dalssand allan veturinn. Þetta er því það sem mest kallar að í samgöngumálum okkar. Bjarni hefur verið bílstjóri í 22 ár. Hann byrjaði hjá Brandi Stefánssyni, en gerðist síðan bil- stjóri hjá Halldórsverzlun og seinna hjá Verzlunarfélaginu. Bjarni Sæmundsson bifreiðar- stjóri. Hann hefur reynzt einn öruggasti vatnamaðurinn i ferð- um yfir Múlakvísl í sumar. Hann er mjög vel kynntur senj bifreiðarstjóri og einkanlega hef- ur það komið í ljós, að hann er góður vatnamaður. EINS OG SKIP í STÓRSJÓ Nú erum við komnir á aur- A yfirlitsmynd þessari má sjá, hvar Múlakvísl rennur meðfram austurhliðum Höfðabrekkuheiði suður í hafið. Áður lá vegurinn upp Fagradal og Kerlingardal upp á Höfðabrekkuheiði, en nú á I stjórnklefann að flytja hann niður á sandinn og byggja þar nýja brú yfir Múlakvisl. 1 sést trukkur Verzlunarfélagsins risastórt. En þegar kvíslin hef- ana vestan við Múlakvísl. Hérna flæddi hún yfir, þegar mest var í henni og hefur húm umturnað sandinum. Eru þar malarhryggir og þurrir far- vegir til skiptis, mjög ógreið- færir og stórgrýttir. Hinir bíl- arnir velta eins og skip í stór- sjó, hallast sitt til hvorrar átt- arinnar, klóra sig upp á sand- kambana og strita svo hvín í aflvélunum. Trukkurinn tek- ur sér þetta léttara, því að hann hefur sérstakan umbún- að á öxlunum sem auðveldar honum för yfir mishæðótt land. — Þetta þarf að fara að laga, segir Bjarni. Við erum hér á hættusvæði Kötlu og meðan aur- arnir eru svona ósléttir erum við allt að hálftíma að skrönglast yfir þá. Ef hér væri kominn sléttur vegur og brú þá værum við ekki nema 5 mínútur að þjóta yfir þetta og að öðru leyti svo skamman tíma á hættusvæðinu, að það ætti ekki að vera svo mjög alvarlegt, þótt sú gamla undir jöklinum færi að* bæra á sér. Við ættum alltaf að geta komizt upp í Höfðabrekkuheiði eða Hafursey. LEIKNI VATNAMANNSINS Nú erum við komin að Múla- kvísl. Hún greinist að þessu sinni í þrjár aðalkvíslar, en f jölda af minni rásum. Mér virð- ist hún all straumþung, en bíl- stjórarnir fullvissa mig um, að frekar sé lítið í henni núna. Samt vilja þeir velja góð vöð yfir hana og er mjög at- hyglisvert að fylgjast með því, hvernig þessir vönu vatna- menn geta metið og mælt fljót ið með augunum. Þeir þurfa. nú ekki lengur að fara út í og vaða rásirnar til reynslu, heldur sjá þeir af straumhrað- anum, bylgjuföllunum og vatnsrákunum, hve mikið dýpið er og jafnvel hvort stór- grýtt er í botninum. Á eyrun- um í kring og grjótinu á þeim má nokkuð ráða, hvort sand- bleyta sé í botninum og brotin sjást greinilega fram af eyrar- oddum. Er þá einnig gott aff velja stað, þar sem kvíslin breiðir úr sér og dreifist eða skiptist í smærri kvíslar. Allt virðist þetta vera eins og heil fræðigrein, sem þessir vösku menn hafa lært af reynslunni. •Og eitt ráð er að sjálfsögðu algilt. Það er að fara yfir vatnið á ská undan straumi og láta straumþungann þannig hjáípa sér áfram. ÞOLIR MIKID DÝPI — Það hefur komið fyrir í sum- ar, segir Bjarni, að vatnið hefur flotið upp yfir vélhlífina hjá mér. Þá hefur það einnig flætt inn í Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.