Morgunblaðið - 27.09.1955, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.1955, Side 12
MORGVNBLABIB t>riðjudagur 27. sept. 1955 - Múlakvís! Framh. af bls. 9 — Og þessi bandaríski trukkur hefur staðið sig vel? — Já, þeir fara allt. Það má víst komast allt á þeim, nema ekki verður þeim ekið á hafsbotni til Færeyja. Ef fljótið verður annars mjög djúpt, þá snúum við þess- um snerli þarna, til að hindra að vatn komist í olíukerfið á hreyfl- inum. Bíllinn er af tegundinn Studebaker. 10 hjóla og á að geta borið 4—5 tonn af flutningi. Austasta kvíslin var dýpst. Yfir hana var Ford vörubíllinn frá Hörgsdal dreginn. Ætlaði Jón bíl- stjóri að hafa vél hans í gangi yfir fljóti,, en er hann sá hve hún var djúp, slökkti hann á henni. Stóri trukkurinn dró hann létti- lega yfir. Ferðin hafði gengið eins og í sögu. Uppi á sandöldunni austan kvíslar skiptu farþegarnir um bíl, fóru úr flugbjörgunarbílnum og yfir í venjulega áætlunarbifreið, sem Brandur Stefánsson hefur austan kvíslar. Síðan dreifðist bílalestin, sumir fóru í Álftaver- ið, aðrir í Skaftártunguna eða austur á Síðu. ★ ★ ★ Þegar ég sneri aftur til baka nokkrum dögum síðar voru fram- kvæmdir að hefjast við brúar- gerð yfir Múlakvísl. Þótt strax hefði verið leitað hófanna um efni til brúargerðar, hefur gengið brösótt að fá það. Flutningur þess tafizt. BRÚARSMÍÐI HRAÐAÐ Undir eins og gamla brúin aust an við Höfðabrekku var farin hófst Jón Kjartansson þingmaður V-Skaftfellinga, handa um nýja brúargerð á Múlakvísl. Sneri hann sér til Árna Pálssonar verk fræðings, þar sem vegamálastjóri yar þá erlendis. Árni kom austur daginn eftir hlaupið. Athugaði hann allar að- stæður með sýslumanninum, Val- mundi Björnssyni brúarsmið og Brandi Stefánssyni og voru allir sammála um að ný brú ætti að koma fyrir neðan Höfðabrekku- heiði, enda er það áhugamál allra sýslubúa. Það styttir leiðina að mun og við það losna menn við yetrartorfærur á heiðinni. Jón Kjartansson átti tal við Ólaf Thors forsætisráðherra um þetta vandamál og Steingrím Steinþórsson, sem þá gegndi störfum samgöngumálaráðherra og tóku þeir því máli strax vel, að standa undir kostnaðinum við brúarsmíði. Vegamálaskrifstofan pantaði eftir það í Finhlandi, efni í timb- urbrú, sem skyldi vera nálægt 150 metrar. Var nú leitað fyrst til Eimskips og SÍS um flutning á stólpunum hið bráðasta, en hvor- ugt skipafélagið gat lofað að flytja það. Til að hraða málinu var þá far- ið út á þá braut, að leita eftir flutningi á timbrinu frá Finn- landi til Kaupmannahafnar og síðan með Dronning Alexandrine til Reykjavíkur. Ef þetta hefði verið gert, hefði timbrið komið með Drottningunni til Reykjavík ur 5. september. En þá komu alveg sérstök boð frá forstjóra SÍS, bar sem boðizt var til að flytja timbrið til lands- ins með Helgafelli og var því boði tekið. Þetta reyndist þó ekki eins heppilegt og vonað var, þar sem svo illa var hagað ferðum Helga- fells, þótt stólparnir væru einn stærsti farmurinn, að það fór fyrst til Akureyrar og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en 12. sept. Það munar um slíkan drátt, þar sem flutningaþörfin yfir Múla- kvísl er langsamlega mest að haustinu. Eina vonin er, að með haustfrostunum fari að minnka í Múlakvísl, svo að hún verði ekki til mikils trafala. j ★ ★ ★ Brúarsmíðinni vcrður flýtt eins og kostur er.Og nú þegar i er jarðýta komin á aurana og byrjuð að gera varnargarða og slétta veginn, svo að ekki mun Sigurður Bergsson skorar fyrra mark Reykjavíkur í bæjakeppn- inni við Akranes á sunnudaginn. Markið er skorað með skalla, og þau eru orðin mörg mörkin, sem Sigurður hefur skorað þannig í sumar. Hkrasaes sigra&i í hæjarkeppni 3:2 ÞAÐ var eiginlega miklu meira haust í knattspyrnu- mönnunum en vcðráttunni s.l. sunnudag er bæjakeppnin milli Akraness og Reykjavíkur fór fram. Veðrið var ákjósan- legt til knattspyrnu, fyrst ör- lítil gola af norðri en síðar logn. En æfingaleysi knatt- spyrnumannanna leyndi sér ekki — ekkert sérstakt sást til þeirra og er líða tók á leikinn virtust bæði liðin dtðin út- , haldslaus. Mörkin þrjú sem Akurnesingar skoruðu í f.vrri : hálfleik nægðu því til sigurs, þar sem Reykjavíkurúrvalinu tókst aðeins að skora tvívegis í síðari hálfleik, þrátt fyrir fleiri tækifæri. Og eftir öllum gangi þessa leiks, hefði jafn- tefli ef til vill verið bezta lausnin. Menn höfðu varla komið sér fyrir í sætum og á pöllum eftir að hafa tekið kveðju Akurnes- inga, sem einir liða heilsa áhorf- endum er þeir koma til leiks, er fyrsta markið hafði verið skorað. Jafnvel leikmenn Reykjavíkur- liðsins voru ekki allir komnir á stöður sínar, þegar Akurnesingar sem hófu leik, léku upp og skor- uðu. N Annars voru liðin jöfn í upp- hafi leiksins. Akurnesingar áttu meira í samleiknum, en sóknar- tilraunum þeirra var hrundið áð- ur en bein hætta stafaði af við markið. Þess á milli náðu Reyk- víkingar snöggum upphlaupum, með löngum spyrnum fram, sem 5 sinnum í hálfleiknum sköpuðu hættu við Akranesmarkið. Tví- vegis varði Magnús föst skot af mjög stuttu færi, annað frá Gunn- ari Guðmannssyni leiftursnöggt og fast, og mátti Magnús happi hrósa að sá knöttur lenti innan hans armvíddar. Einu sinni missti Sig. Bergsson af gullnu tækifæri er Gunnar Gunnarsson sendi há- an knött inn að merkinu og tví- vegis sá Magnús sinn kost vænst- an að slá í horn hættulegar mark spyrnur frá Gunnari Guðmanns og Hilmari. En í þessum hálfleik var þó samleikurinn Akurnesingamegin eins og fyrr segir og var það eink um hægra megin með Halldór Sigurbjörnsson sem aðalstoð. líða á löngu þar til þessi úfna straumharða torfæra er úr veg inum og sveitirnar austan sands verða tengdar umheim- inum með öruggum bílaferð- um. En þökk sé þeim, sem stóðu fremstir í flokki að glima við þá gráu. Þeim sem voru traustir og óhvikulir, þeg ar mest á reyndi. Þ. Th. Samleikurinn leiddi þó ekki til sérlegra hættulegra tækifæra við markið utan það að Þórður Þórð- ar átti fast skot rétt yfir þverslá. Tvö síðari mörk sín skoruðu Ak- urnesingar upp úr ahkaspyrnum. Hin fyrri var á 35. mín. frá vall- armiðju. Einhver misskilningur varð á mílli Einars Hall. og Ólafs í markinu og Þórður Þórðar skor- aði. Síðari aukaspyrnan er mark gaf, var er mín. var eftir af hálf- leiknum. Var hún af vítateigs- horni hægra megin — spyrnt var fyrir og skallað í mark. Eins og fyrri hálfleikurinn var Akurnesinga var hinn síðari hálf- leikur Reykvíkinga. Leikurinn varð þófkenndari en áður, en það var sem Reykjavíkurliðið hefði vaknað við vondan draum í hlé- inu og sýndi oft góðan leik og „pressaði“ oft stranglega og lengi að Akranesmarkinu. Fyrra mark ið kom á 8. mín. Þorbjörn lék upp vinstri kantinn gaf vel fyrir og Sig. Bergsson kom aðvífandi og skoraði með skalla, en í þeirri aðferð er hann í dag meistari ísl. knattspyrnumanna, 14. mín. síð- ar skoraði Halldór Halldórsson síðara mark Reykjavíkur með þrumuskoti af 15. mín. færi Fékk hann knöttinn frá Gunnavi Guð- mannssyni og sendi hann við- stöðulaust í netið. Bæði liðin komust eftir þetta í góð marktækifæri. Sjg. Bergs- son var tvívegis frír við mark- teig, en beið í bæði skiptin of lengi. Og Ríkharður sendi knött- inn fyrir mannlaust Reykjavík- urmarkið, en Halldór varð aðeins of seinn til að skalla í netið. Auk þess átti Ólafur góð úthlaup úr markinu sem bundu snöggan endi á leiftursókn Akurnesinga upp vallarmiðjuna. Þannig lauk þessum „síðasta stórleik sumarsins“ eins og stóð í auglýsingunum, með sigri Akra ness. Sanngjarnari úrslit hefði þó verið jafntefli. Enginn liðs- manna sýndi nokkuð það sem getur talizt betra en það er þeir áður hafa sýnt, en hinsvegar sá- ust merki æfingaleysis á mörguna leikmönnum — og verður það að teljast fullsnemmt. Helzta undan tekningin er þó Halldór Sigur- björnsson sem sýndi enn einu sinni hver yfirburðaleikmaður hann er, því undantekning var ef hann missti knött í einvígi. — A. St. Einar Ásmundsson hrl. Hafnursjraeti 5 — Sími 5407 JÍaiÍbaoi. lögfræðistöil '™*’sFastéignasaló Lyklar Tveir smekkláslyklar — bundnir saman með bandi, töpuðust s.l. föstudagskvöld. — Finnandi vinsamlegast skili þeim á skrifstofu Morgunblaðsins. ?=<OÍ<<r*<0=^<P,<Q=<Cr=<C=<<?^Q:=rf<7^C^d^(l=^CP<C^(?:a5Q=íCF=<Q=<ú=<Ci=<ö:::><Qi« Þórscafé Dansleiknr í Þórscafé í kvöld klukkan 9. K K. sextettinn leikur — Söngvari: Sígrún Jónsdóttir. Aðgöngumiðasala frá kl. 5—7. FELAGSVIST Gömlu dansarnir kl. 10,30. Hljómsveit Svavars Gests. — Miðasala kl. 8. Góð verðlaun — Mætið stundvíslega. Donsskóli Guðnýjar Pétursdóttur \ tekur til starfa 3. okt. n, k. ;! Innritun nemenda og upplýs- ingar í síma 80509 : dag og á morgun kl. 2—6. Eingöngu kennt ballet. Ath.: Byrjendur t-yngri en 5 ára ekki teknir. ■kKXnaii. Nómskeið í Espcnmto hefjast í næsta mánuði og undirbúin hópferð til Danmerkur á alþjóðamót esperantista næsta sumar. Lærið málið, sem Sigga ferðalangur notaði! Upplýsingar næstu kvöld, eftir kl. 6, hjá Ólafi B. Steinsen, Rauðarárstíg 7, uppi. a orfflB KEMISK HREINSUN GUFUPRESSUN £fám0í éf&li-'í- Æt HAFNARSTRÆTi 5 LAUFASVEGI 19 Ráðninguskriistofa vor vor er á Skólavörðustíg 3. — Sími 82451. Sameinaðir verktakar ■vo JlJYRLl Ritverk dr. Helga Pjeturss, II. útgáfa er komin í bókaverzlanir. Þetta gagnmerka rit þurfa allir að eignast og lesa. |j Útgefendur. — AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.