Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. sept. 1955 ] J .1 II WFm Wmt • Læknirinn og ástin nans EFTIR JAMES HILTON a: H HERBERGI ÓSKAST • einhleypur, reglusamur maður í fastri atvinnu óskar eftir ¦ herbergi. Tilboð merkt: „Skilvís —1257", sendist afgr. " ; Morgunblaðsins. Framrialdsssagan 38 Hugsandi um allt þetta, sagði ég: „Það var annars slysalegt, að þér skylduð ekki segja frá þessu, á meðan það gat enn orðið til góðs". „Já, en mér hefði áreiðanlega ekki verið trúað, ég efa þaó a.m.k, stórlega. Jafnvel þér trúið mér ekki". „Má ég endurtaka í þriðja skipti: — ég blátt áfram veit ekki, hverju á að trúa". „Og ég ásaka yður ekkert f j rir það. Enginn okkar veit hvað það er, sem skeður eða hefur skeð. Hinn raunverulegi sannleikur er oft falinn — e.t.v. vegna þess, að það er myrkur og torskilinn sannleikur. Mér finnst eins og við séum öll börn hinna dár.u — hinna dánu, sem hefðu ekki átt að deyja — hinna dánu, sem voru tekin af lífi. Og þau bíða hja okkur allan tímann og vona, að við skiljum og vitum eitthvað, en við gerum það ekki — og við getum ekkert gert í því. Er þetta allt of leyndardómsfullt fyrir yður?" „Ég held að ég skilji yður ekki fullkomlega". Hann hló. „Hvers vegna ættuð þér að gera það?" Ég brosti örlítið, en sagði svo eftir stundarþögn: „Mig langar mikið til að heyra eitthvað um stúlkuna — þýzku stúlkuna". „Hvers vegna?" „Mér fellur svipur hennar og útlit vel í geð. Ég held að ég hafi séð hana einu sinni — áður en ég sá hana í dómssalnum. Venjulega gekk almennings- vagn á milli Shawgate og Lis- sington Hill og sætin í honum snéru hvert á móti öðru. Dag einn sat ég svo andspænis einhverri manneskju, sem ég gat ekki stillt mig um að stara á. — Síðar, þegar ég svo lýsti henni fyrir öðrum, var mér sagt, að það hlyti að hafa verið erlenda .stúlkan, sem ynni í húsi litla ]æknisins. Hún var í brúnni kápu, með dökkan loðskinnshatt á höfðinu. En auðvitað þekktuð þér hana mjög vel. Viljið þér lýsa henni nákvæmlega fyrir mér". Ákafasvipur kom á andlit unga mannsins: „Hún var .... Nei, ég get ekki sagt yður það, kem ekki orðum að því. Minningin um hana og hann, litla lækninn — föður minn — er það í huga mínum, sem er skildast himninum sjálfum, hreint, háleitt, heilagt.... Þau voru sönn — og einmitt af því er svo erfitt að trúa og treysta — en þau voru ávallt sönn. Ættum við ekki að ganga eitthvað út?" „Jú, það er ágæt hugmynd" Við fórum út og gengum um götur Calderbury. Það var kom- ið myrkur og ljós blikuðu í gluggum verzlana og íbúðarhúsa, en langt framundan, efst á brún- um Shawgates, gnæfðu turnar dómkirkjunnar, óraunverulegir til að sjá í hinu sortnandi austri. Calderbury hafði staðið af sér eyðingu tímans og rás viðburð- anna, enda þótt enginn vissi með hve miklum naumindum. Við gengum fram hjá húsinu, þar sem litli læknirinn hafði lif- að og starfað og við gengum tfram hjá fangelsinu, þar sem litli læknirinn hafði dáið. Nú var búið að rífa það niður, líka — það var allt of stórt og lóðin, sem það stóð á, hafði mjög hækk- að í verði. Ég braut enn heilann yfir því, hversu miklu af frásögn Geralds myndi óhætt að trúa, en ég var sannfærður um, að einhver sann- leikur væri í henni, einhvers staðar. „Þegar öllu er á botninn hvolft", sagði ég, ,,þá hafið bér líklega alveg rétt fyrir yður og það er ekki mikið, sem neinn okkar getur gert". „En það ætti þó að vera", svar- aði hann, með svo miklum og örvæntingarfullum Ékafa, að ég hrökk við. „Og, guð minn, ef það aðeins væri___" SÖGULOK. Sonur húsvarðarins Danskt ævintýri. 1. HERSHÖFÐINGINN átti heima á annarri hæð, húsvörður- inn í kjallaranum. Það var mikið bil á milli þessara fjöl- skyldna, öll fyrsta hæð og metorðatilskipunin, en þær áttu heima undir sama þaki og útsýni út á götuna og út í garðinn. í garðinum var grasblettur með blómguðu akasíutré, þeg- ar það var í blóma, og undir því sat stundum uppstrokin barnfóstra með enn uppstroknara barn hershöfðingjans, Emilíu litlu. Litli drengurinn húsvarðarins dansaði fyrir framan þær, berfættur, með stór móleit augu og dökkt hár, og barnið hló við honum og breiddi faðminn á móti honum, og ef hers- höfðinginn sá það út um gluggann, kinkaði hann kolli og sagði: „Charment!" sem þýðir yndislegt. Hershöfðingjafrúin, sem var svo ung, að hún hafði nálega getað verið dóttir manns síns, ef hann hefði kvænzt ungur, leit aldrei út um gluggann út að garðinum, en hún hafði mælt svo fyrir, að drengurinn úr kjallaranum mætti að vísu leika sér við barnið, en ekki snerta það. Barnfóstran fór vandlega eftir fyrirmælum frúarinnar. Og sólin skein inn á efri hæðina og inn í kjallarann, akesíu- tréð bar blóm, og þau féllu og komu á ný árið eftir. Tréð blómgvaðist og litli drengurinn blómgvaðist, hann rann upp eins og fífill í túni. Litla telpan hershöfðingjans varð grönn og föl, eins og ljósrauðu blöðin á akasíublóminu. Hún kom nú sjaldan nið- ur að trénu, hún kom undir bert loft í skrautvagninum. Námsflokkar Reykjavíkur Innirtun hefst mánudaginn 3. október. — Innritað : verður í Miðbæjarskólanum 1. stofu (gengið inn frá norð- ¦ urálmu frá Lækjargötu), kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. ¦ Kennsla hefst mánudaginn 17. október. Upplýsingar ; um stundaskrá og námsgreinar verða gefnar við innritun. : Kennslan fer fram kl. 7.45—10,20 á kvöldin. I Þátttakendur velja sjálfir eina eða fleiri námsgreinar. : Nánari uppl. í auglýsingu síðar í þessari viku. : Frá «(] meo 1. október n. k hækka iðgjöld meðlima samlagsins upp í kr. 30,00 á mánuði. STJÓKN SJÚKRASAMLAGS KÓPAVOGSHREPPS Stúlku vantar í kjötverzlun helzt vana, þó ekki skilyrði, á aldrinum 25—35 ára. Upplýsingar Kjöfverzlun Tómasar Jónssonar Laugavegi 32 / fjarveru minni sinnir hr. læknir Ólafur Helgason, sjúklingum mínum. Svcitin Gunnarsson. 9 Handavinnunámskeið Byrja 3. næsta mánaðar hin venjulegu haustnámskeið í fjölbreyttum útsaumi, flosi, hekli, orkeringu, kúnst- stoppi o. fl. — Verkefni fyrirliggjandi. — Allar nánari uppl. milli kl. 2—7 e. h. Olína Jónsdóttir, handavinnukennari. Bjarnarstíg 7. — Sími 3196. ÞAKPAPPI Byggingarefnav.erzlanir, framleiðum þakpappa inn- an og utanhúss, unninn úr fyrsta flokks hráefni, með nýtízku vélum. Þakpappaverksmiðjan h.f. Silfurtúni 11, við Hafnartjarðarveg, Símar: 9829 og 1759. •n~a Vantar nokkrar vanar flökun Niðursuðuverksmiðjan MATA H.F. Dugleg stúlku óskast í eldhús Kópavogshælis frá 1. okt. n. k. Uppl. gefur matráðskonan í síma 3098. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Heildverzlun óskar eftir STIILKU sem er vön öllum skrifstofustörfum og góð i enskum bréfaskriftum. — Einnig væri æskileg einhver þýzku- kunnátta. — Tilboð merkt: „Strax — 1234', sendist afgr. Mbl. j Skipverjar Hval I II III IV. ; Skemmtifundur verður haldinn í Tjarnarcafé : þriðjudagskvöld 27. sept. Kl. 9. 5 NEFNDIN Nokktur stúlkur geta fengið atvhmu við saumaskap. Verksmiðjan Föt h.f. Hverfisgötu 56 *VM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.