Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1955, Blaðsíða 16
VeMiIi) í úm N-gola eða kaldi. Skýjað. 219. tbl. — Þriðjudagur 27. septcmber 1955 Töframaðurinn Sjá bls. 8. Verður Eiðastöðin gerS að EINS og Mbl. hefir skýrt frá hafa Færeyingar í hyggju að reisa útvarpsstöð í Þórshöfn á næstunni og hefir frumvarp þess efnis nýlega verið samþykkt í Xögþinginu. Menntamálaráð- herra Færeyja E. Mitens, dvaldist hér á fslandi nýlega til þess að kynna sér íslenzk útvarpsmál, bæði tæknilegu hlið þeirra og dagskrárfyrirkomulagið. • Samkvæmt viðtali sem Mbl. hef- ir átt við Vilhjálm Þ. Gísla- son útvarpsstjóra, hefir verið rætt um, að hin nýja færeyska útvarpsstöð verði kcypt héðan frá íslandi. Kom Mitens svo málum sínum. Úr öðrum stað hefir blað- ið fregnað, að til tals hafi komið að Eiðastöðin yrði seld til Fær- eyja. Hún er 5 kw., en það er ein- mitt stöð af þeirri stærð, sem Færeyingar þarfnast. Ekki kvað útvarpsstjóri enn neitt ráðið um það, hvort einhver íslenzku endurvarpsstöðvanna færu til frænda vorra, en málið væri í athugun. Munu Færeying- ar hafa í hyggju að sníða útvarps- „útvnrp Þórshöin"? Ræningjasíöð í Saar angrar Ausfflrðinga starfsemi sína mjög- eftir þeirri íslenzku, rekstur stöðvarinnar, dagskrá o. fl. ÞÁ skýrði útvarpsstjóri blaðinu einnig frá þvi, að undanfarið hafi Ríkisútvarpið látið fara fram itarlegar mælingar og rannsóknir á miklum truflunum, sem verið hafa á útvarpssendingum á Aust- urlandi, frá Eiðastöðinni. Stafa þær af því að stöð ein í Saar- briicken, höfuðborg Saar, sendir á sömu bylgjulengd og Eiðasöðin. Sú stöð er hinsvegar ólögleg með öllu, hálfgerð ræningjastöð, og hafa Austfirðingar mjög horn i síðu hcnnar. Útvarpar hún helzt auglýsing- um í fjárgróðaskyni. Hefir útvarpið kvartað undan þessu framferði, bæði beint til Saar, og gegn um utanríkísráðu- neytið. Enginn er árangurinn þó enn. Veldur stöð þessi einnig truflunum á útvarpssendingum víða á Norðurlöndum. Mun mál þetta tekið til um- ræðu á alþjóðlegum útvarpsfundi sem haldinn verður í Rómaborg á næstunni. Ekki er þó víst að neinn fulltrúi Rikisútvarpsins geti komið þvi við að sitja fund Ríkisútvarpið hefir nokkur áform á prjónunum til þess að bæta úr þessu vandræðaástandi . um útsendingar á Austfjörðum og mun málið vonandi Ieysast á næstunni. Hanna Friðriksdóttir að loknu flugprófinu á laugardaginn. j 19 ÁRA STÚLKA LÝKUR FLUGPRÓFI Friðrik teflir einvígi við stórmeistarann Pilnik Níu íslcnzkir skákmenn keppa á mótinu 2.-25. okt. NÚ HEFIR það verið ákveðið, að argentínski stórmeistarinn, Hermann Pilnik, komi brátt hingað til Reykjavíkur og tefli víð íslenzka skákmenn. Er það Taflfélag Reykjavíkur, sem að komu hans stendur. Mun hann tefla hér á skákmóti við 9 íslenzka skák- menn og mun mótið standa í hálfan mánuð. Þá teflir hann einn- ig úti á landi. KEPPIR UM HEIMSMEIST- ARATITILINN Hermann Pilnik er þýzkur að aett og uppruna. Varð hann inn- lyksa í Argentínu er ityrjöldin hófst og hefir dvalizt þar síðan. Er hann einn af beztu skákmönn- vm veraldar og varð hann 6.—9. á mótinu nýlokna í Gautaborg. Öðlast hann því rétt, sem einn af þeim 10 beztu þar, til að keppa við heimsmeistarann Botvinnikk næsta ár. Er Pilnik örugglega sterkasti taflmaðurinn, sem ís- land hefir sótt heim að fyrrv. beimsmeistaranum Euwe, sem hingað kom 1948, undanskildum. FRIÐRIK VEIKUR Níu íslendingar keppa á mót- inu. Meðal þeirra verða þeir Baldur Möller, Guðínundur Pálmason og Ingi R. Jóhannsson. Friðrik tekur ekki þátt í mótinu vegna veikinda. Mótið hefst 2. október og verð- ur í Þórskaffi. Verður snið þess nokkuð nýstárlegt. Keppnin mun standa í 5 klst. í einu í stað fjög- vrra áður. Fyrri hátturinn tíðkast á öllum stórmótum erlendis. — Fjórar umferðir verða tefldar á viku, og lýkur mótinu 25. októ- ber. EINVIGIÖ Pilnik mun að auki tefla fjöl- skákir hér og úti á landi og ráð- gert er að hann tefli stutt einvígi við Friðrik Ólafsson, þegar hann liefir hlotið fullan bata. Líkur eru á erlendir stórmeist- arar muni koma hingað til að tefla í vetur, líklega nissneskir. Samið var um komu PiJniks hingað fyrir milligöngu Frey- steins Þorbergssonar, en skák- stjórar á mótinu verða þeir Guð- mundur Arnlaugsson og Birgir Sigurðsson. lys í GÆRDAG varð maður fyrir bifreið á Tryggvagötunni. — Meiddist hann lítilsháttar, var fluttur á Slysavarðstofuna en ' síðan heim til sín. Þá fékk maður aðsvif á Hverfisgötunni í gær. ' Meiddist hann eitthvað við fall- ; ið, var fluttur á varðstofuna og síðan heim til sín. Allmjög bar á ölvun í bænum j í gærdag, greinilegar eftirstöðv- ar eftir svall helgarinnar. Var það lögreglunni nokkurt verk- efni. Spiiakvöld Sjálfstæðis- félaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík hefja vetrarstarf- semi sína annað kvöld með spilakvöldi í Sjálfstæðishús- inu. Spiluð verður félagsvist, en siðan flytur Sveinn S. Ein- arsson verkfræðingur, formað ur Félags Sjálfstæðismanna í Kópavogi, ávarp, en hann er einn af frambjóðendum flokks ins í hönd farandi bæjarstjórn arkosningum i Kópavogi. Þá verður happdrætti og kvik- myndasýning. Spilakvóld Sjálfstæðisfélag- anna hlutu mjög miklar vin- sældir s.I. vetur. Voru þau sótt af fólki á öllum aldri úr félögunum og einnig utanfé- lagsmönnum. Núna má og bú- ast við mikilli aðsókn. Mið- arnir verða afhentir í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins eftir kl. 5 í dag. Er vissulega örugg ara að mæta tímanlega. — Spilakvöldið hefst kl. 8,30, en húsið verður opnað kl. 8. ALAUGARDAGINN tók ung stúlka flugpróf hjá Flugskól- anum Þyt. Er hún þriðja íslenzka stúlkan, sem lýkur slíku prófi, svonefndu soloprófi, sem gefur réttindi til þess að fljúga einn síns liðs. Þessi unga stúlka er aðeins 19 ára gömul, Hanna Friðriksdóttir að nafní, dóttir Friðriks Sigurbjörns sonar framkvstj. í Reykjavík. Hanna hefir lengi haft áhuga á f lugi og hyggst hún halda áf ram að læra að fljúga og ljúka einka- flugprófi síðar meir. Helzt kveðst hún vilja eignast sína eigin flug- vél þegar fram líða stundir. • Nú eru 27 nemendur í flugskól- anum Þyt. Luku einn daginn 5 þeirra sóloprófi, en alls hafa 11 lokið því á skömmum tíma. Nokkuð dýrt er að læra að fljúga, kennsla undir sólopróf mun kosta tæpar 2000 krónur, en þeim fjölgar þó óðum. sem leggja stund á hina skemmtilegu íþrótt sem flugið er. Framkvæmdarstjóri Þyts ei Karl Eiríksson flugmaður. Ftiðtik Ólafsson skotinn upp við kviðsliti og bofnlangabólgu FYRIR íjórum dögum var Frið- rik Ólafsson skákmeistari skor- inn við kviðsliti og botnlanga- bólgu á Hvítabandinu.Samkvæmt viðtali sem Mbl. átti við sjúkra- húsið í gær, er hann nú á góðum batavegi, Friðrik mun líklegast hafa kviðslitnað, er hann var úti í Osló að keppni í Norðurlandamót- inu í skák nú fyrir skömmu, að því er einn skákfélagi hans skýrði blaðinu frá. Við það bættist svo að hann veiktist af uotnlanga- bólgu ogf var hann þá skorinn upp við báðum meinsemdunum. Þetta hefir í för með sér, að Friðrik getur ekki keppt á skák- móti við stórmeistarann Her- mann Pilnik, sem hefst 2. októ- ber. Varð því að ráði hjá Tafl- félagi Reykjavíkur að efnt verður til stutts einvígis milli þeirra, þegar Friðrik hefur náð sér eftir sjúkrahússleguna, siðar í október. Vængir hefja áætlunarferðir til 7 byggðarlaga Eiga fjórar flugvélar ] HIÐ NÝJA flugfélag, Vængir, ætlar nú að fara að hefja reglu- bundnar flugferðir til ýmissa staða úti á landi, sem ekki hafa áður verið í loftferðasambandi við höfuðborgina. Er það mikil og góð samgöngubót og vonandi að vel takist. Félagið hefir nfl yfir að ráða 4 flugvélum og starfa þrír flugmenn á þess vegum. jj I Dragon, sem er 8 sæta vél og loka TIL 7 STASA Vængir hafa þegar byrjað fast áætlunarflug til Búðardals og er flogið þangað tvisvar í viku. Á næstunni verða hafnar áætlunar ferðir til Djúpuvíkur, Grundar- fjarðar og Ólafsvíkur. Verður flogið þangað tvisvar í viku. Þá hefjast ferðir í Álftaverið og Með alland strax og f lugvöllurinn, sem þar er i byggingu, er orðinn fær. Enn fremur verður farið þrisvar á dag til Borgarness og til Akra- ness strax og þar er lendingar fært á landi. FJÓRAR FLUGVÉLAR Hið nýja flugfélag hefur yfir að ráða þessum vélum: tvær tveggja sæta vélar af tegundinni Cessna 180, tveggja hreyfla De Havilland aðra tveggja hreyfla Beechcraft vél. ( Flugfélagið Vængir var stofn* að fyrir misseri og hefir það skrifstofur sína hjá flugskólanunj Þyt á Reykjavíkurflugvelli. —. Framkvæmdastjóri flugfélagsina er Karl Eiríksson flugmaður. i ------------------------------. | Krjúsjef! !er lia 1 NEW York, 26. sept.: — Eins og áður hefir verið skýrt frá í frétt- um, fer Bulganin forsætisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna í opin bera heimsókn til Indlands seint í næsta mánuði. í dag var tilkynnt í Moskvu, að Nikita Krusjeff verði í för með Bulganin. ,' — Reuter j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.