Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 1
lé síður 42. árgangai 220. tbl. — Miðvikudagur 28. september 1955 Prentsmiðjs Morgunblaðsiu Dönsku ntstiórariiir ímm ^anga Finn- ^ar í Norður- spiiraiiigiim sinnm svara — en kváðu illt að una við hina strongu ritskoðun í Rússlandi KAUPMANNAHÖFN, 27. sept. — Reuter-NTB CJJÖ RITSTJÓRAR nokkurra danskra blaða komu í dag heim til ™ Kaupmannahafnar eftir að hafa ferðast um Ráðstjórnarríkin í rúman hálfan mánuð í boði rússnesku fréttastofunnar Tass. Sefzf Petón oð í Sviss? • BUENOS AIRES, 27. sept.: Fallbyssubáturinn Humanita frá Paraguy liggur enn á La Plata- fljótinu úti fyrir Buenos Aires — um þrjár sjómílur frá landi. Einasti farþeginn um borð, er fyrrverandi forseti Argentínu, Juan Perón, og bíður hann leyfis um að hverfa úr Jandi. • Hin nýja stjórn A.rgentínu hefir samþykkt, að Perón megi halda til höfuðborgar Paraguy, Asuncion, en hins vegar hefir skipinu verið neitað um heimild til að sigla vegna ósamkomulags milli stjórnarinnar og sendiherra Paraguy í Buenos Aires, Juan Chavez. Sendiherrann fylgdi Perón um borð í Humanita, er byltingin varð. • Fréttaritarar í Argentínu álíta, að ekki muni samt líða á löngu, þar til Perón siglir til Asuncion. Óstaðfestar fregnir herma, að Perón muni aðeins dvelja um nokkurra vikna skeið í Asuncion, en halda þaðan til Sviss. • Svissneska stjórnin í Bern, hefir ekki staðfest þessa frétt, og kvaðst engar fregnir hafa fengið um, að Perón ætlaði sér að leita hælis í Sviss. -¥¦ Hinn nýi utanríkisráðherra Argentínu, Julio Amadeo, vann í dag embættiseið sinn. Þrjú lönd í viðbót hafa nú viðurkennt bráðabirgða stjórn Argentínu, ísrael, Danmörk og Holland. Skæðasti fellibylur í manna minnum geisar á Kyrrahafi ¦fr TÓKÍÓ, 27. sept. — Mikill fellibylur, sem skírður hefur ver- ið Lovísa, nálgaðist í dag strend- ur Japans, fer hann með 20 km hraða á klukkustund. — í gær lagði fellibylurinn flotastöð Bandar'kjamanna á Iwo Jima í eyði. Iwo Jima er suð-vestur af Japan. • Reyna Japarár búsettir við ströndina að búa sig eftir föngum undir komu fellibylsins, sem sennilega nær þangað á morgun. Vindhraði Lovísu er 270 km á klukkustund, og er þetta skæð- 'asti fellibylur, sem geisað hefur á Kyrrahafinu í manna minnum. ¦^- Nær fellibylurinn yfir um 480 km svæði frá norðri til suð- urs. •^- Japanskir f iskimenn vinna að því í óða önn að koma bátum sínum á land, en bændurnir ótt- ast mjög uppskeruberst. Að öllu óbreyttu heíði orðið metupp- Bkera í Japan í ár. Reuter — NTB Að ósk dönsku ritstjóranna fengu þeir að heimsækja betrun- arhus skammt frá Moskvu, og voru þar 870 fangar. Var ritstjór- unum sagt, að þetta væri eina fangelsið í Moskvu og nágrenni hennar, en þar búa um 15 miiljónir manna! • • • Einn ritstjóranna Naesselund að nafni sagði, að Rússar sýndu þeim fjölmöigu útlendingum, sem nú heimsækja Rússland ein- staka gestrisni. Öllum spurning- um væri svarað af greiðasemi og að því er virtist einlægni, sem stingi mjög í stúf við þá tor- tryggni, sem útlendingar áttu til skamms tíma að mæta í Ráðstjórn arríkjunum. Sagði Naesselund, að þessi greiðvikni í svörum væri í mikilli mótsögn við þá ströngu ritskoð- un, sem blaðamenn á ferðalagi um Rússland og fréttamenn vest- rænna landa verða að sætta sig við. • • • Augljóst væri, að Rússar al- mennt byggju við mun verri kjör en almenningur í vestrænum löndum, sagði Naesselund. Enda gerðu ráðamenn Ráðstjórnarríkj- anna sér greinilega far um að læra af vestrænum löndum. DENVER, 27. sept. Reuter-NTB EISENHOWER forseti er stöðugt á batavegi. Paul Dudley White, einn kunnasti sérfræðing- ur Bandaríkjanna í hjartasjúk- dómum, hefir stundað Eisen- hower. Sagði hann í dag, að for- setinn yrði sennilega fær um að taka aftur upp sín fyrri störf að nokkru leyti eftir þrjár vikur. Taldi hann líklegt, að forsetinn hefði náð fullri heilsu, áður en kosningar fara fram næsta haust. Og mundi hann því geta boðið sig fram í kosningunum, ef hon- um byði svo við að horfa. landaráðið? SÍÐAN PAASIKIVI, forseti Finnlands, og Kekkonen for- sætisráðherra voru í Moskvu lyrir skemmstu, hafa verið uppi fregnir um þa3, að þátt- töku Finna í Norðurlandaráð- inu hafi borið á góma í við- ræðunum við Rússa. Hefir heyrzt, að Rússar hafi tjáð sig samþykka því, að Finnar gerð ust aðilar að \essum samtök um norrænna þjóSa, þó með þeim skilyrðum, að þeir taki ekki þátt i neinum hcrnaðar- skuldbindingum í þvi sam- bandi. Norðurlandaráðið hefur eins og kunnugt er, alðrei fjallað um nokkur mál hernaðarlegs eðlis, enda þótt Rússar hafi þrásinnis haldið þvi fram. Klukksvíkingnf vilja fá fiolvor- sen afíur • KLAKKSVIK, 27. sept.: Iiæknadeilan i Klakksvik, sem vakti mikla athygli, er hún stóð sem hæst i vor, virðist ætla að hafa nokkur eftirköst. Læknarnir tveir, sem sendir voru þangað til að taka við af Halvorsen lækni, vilja nú komast frá Klakksvík sem fyrst. •k Stjórn sjúkrahússins í Klakks- vík hefir ákveðið að athuga mögu leika á að fá tvo nýja lækna, en íbúarnir hafa sent H. C. Hansen forsætisráðherra eindregin mót- mæii. Fara þeir fram á, að Halvorsen taki að nýju við stöðu sjúkrahússlæknis í Klakksvík, -k Sé ekki mögulegt að fá Halvor sen afíur til Klakksvikur, vilja íbúarnir gjarna, að núverandi yfirlæknir sjúkrahússins, Jor- dahl, verði áfram, en hann hefir aflað sér mikilla vinsælda þar þann stutta tíma, sem hann hefir gegnt læknisstörfum þar. ic En bæði Jordahl og hinn lækn- irinn, Jarim, eru ákveðnir í að snúa aftur til Kaupmannahafnar til að halda áfram námi og vís- indarannsóknum þar. — Reuter-NTB Hér er féð í hinni afmörkuðu girðingu, sem er skammt frá Kaldárrétt. Misidárrétt vágð s.L SMMinudagf HAFNARFIRÐI CJÍÐASTLIÐINN sunnudag var vígð og tekin í notkun ný fjár- ?v rétt í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð, sem Hafnarfjarðar- bær, Garða- og Bessastaðahreppur hafa byggt sameiginlega. Tekur hún um 3000 fjár og er steinsteypt með trégrindum. Á mánudag- inn, en þá var réttardagur, var henni gefið nafnið Kaldárrétt. — Heildarkostnaður nam um 90 þús. kr. í Kaldárrétt á sunnudaginn mátti sjá fólk á öllum aldri. Líklegast hefir litli snáðinn, sem situr á hrútnum, verið yngstur allra, sem þátt tóku í vígslu Kaldárréttar. FJAREIGN MANNA FER ÖRT VAXANDI Skammt fyrir ofan girðingu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er gamla réttin, sem fyrir löngu var orðin alls endis ófullnægj- andi, enda liðin rösklega 30 ár siðan hún var byggð. Var því mikil þörf á nýrri og stærri rétt, með því að fjáreign manna fyrr- nefndra staða fer ört vaxandi. Hér í Hafnarfirði eru nú um 40 fjáreigendur, sem eiga milli 600 og 800 fjár. í Garðahreppi eiga bændur svipaða tölu, og í Bessa- staðahreppi um 300. Við vígslu Kaldárréttar á sunnudaginn flutíi Einar Hall- dórsson á Setbergi ræðu og lýsti byggingu réttarinnar. Var síðan sezt að kaffiboði í Kaldársels- skála og þar fluttar margar ræð- ur, en Jóhann Jónsson stjórnaði hófinu. Mikill fjöldi fólks tók þátt í vígslu réttarinnar. Eins og fyrr segir, var réttar- dagur í Kaldárrétt s. 1. mánudag, og var þá réttað þar 2000 fjár. — G. E. Hér sést nokkur hluti Kaldárréttar. (Ljósm. GRÓ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.