Morgunblaðið - 28.09.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.09.1955, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. sept. 1955 ÚtfiU H.Í. Arvakur, Keykjavlk Framkv.stj.: Sigíús Jónsson Rltstjórt’ Tsltýr Stef&nsson (ábyrgSsrm.) Stjómmálarltstjórl: SigurOur Bjamason *rk Wlgm Lesbók: Arni Ól*. slmi 804* Auglýiingar: Arni GarBar Kxistln*«om. Ritstjðm, auglýsingsr og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuOi ÍBMulaadt, t lausasölu 1 kréaa eintaki* Hvers vegna hangir Alþýðuflokkurinn á horriminni? Stórmeistarinn Pilnik kemur hingað til lands Samfal vðð hann í Gaufaborg Gautaborg, 27 september. ARGENTÍNSKI stórmeistarinn Herman Pilnik, sem varð einn hinna níu útvöldu á skákmótinu í Gautaborg, og heflr því rétt til að keppa um að fá að tefia við Botvinik um heimsmeistara- tignina í skák, er væntanlegur til Islands í boði Taflfélags Reykjavíkur. IFLESTUM nálægum löndum eru flokkar jafnaðarmanna sterkir og hafa mikil áhrif á stjórn landa sinna. í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn stundum haft hreinan meirihluta þingsins og á Norðurlöndum eru jafnaðarmenn í ríkisstjórn í öll- um löndum. Hreinar flokksstjórn ir þeirra sitja að völdum í Noregi og Danmörku, en í Finnlandi og Svíþjóð eru samsteypustjórnir. Stjórnin í Danmörku er að vísu minnihlutastjórn, sem styðst að- ailega við Róttæka flokkinn þar í landi. í öllum þessum löndum hafa jafnaðarmenn stjórnað af festu og ábyrgðartilfinningu. Stefna þeirra hefur að vísu breytzt veru lega á síðari árum. Meðan þeir voru litlir flokkar og í stjórnar- andstöðu voru þeir róttækir og héldu mjög fram þjóðnýtingar- stefnu sinni og hinum fræðilega sósíalisma. En eftir því, sem áhrif þeirra urðu meiri dró úr áhuga þeirra fyrir framkvæmd hinna gömlu sósíalísku fræðikenninga. Reynslan sýndi leiðtogum jafn- aðarmanna að þjóðnýtingin og ríkisreksturinn var síður en svo heppilegasta leiðin til þess að skapa þjóðunum góð lífskjör og almenna velmegun. Það var ekki hægt að sniðganga einstaklings- framtakið eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir í fræðikenningum brautryðjenda sósíalismans. Óhætt er að fullyrða að ein- mitt fráhvarf jafnaðarmanna- flokkanna frá róttækustu fræðikenningum sósialismans eigi ríkastan þátt í því mikla trausti, sem þessir flokkar njóta í mörgum lýðræðislönd- um V.-Evrópu í dag. Þeir hafa einnig að verulegu leyti horfið frá oftrúnni á hvers konar höft og hömlur á fram- tak einstaklingsins. Ólán íslenzkra jafnaðarmanna Hér á íslandi hefur allt önnur saga gerzt. Jafnaðarmenn hafa aldrei náð því að verða hér sterk- ur flokkur. Árið 1934 höfðu þeir að vísu fengið 10 fulltrúa á Al- þingi og virtust þá í miklum upp- gangi. En þá gengu þeir í ríkis- stjórn með Framsóknarflokknum og hafa ekki borið barr sitt síðan. Samvinnan við „milliflokkinn" reið þeim að fullu. Ástæða þess var fyrst og fremst sú, að hin fyrsta „vinstri stjórn“ reyndist þjóðinni illa. Kvrrstaða, atvinnu- leysi og vandræði sigldi í kjölfar hennar. Framsóknarmenn þótt- ust unna jafnaðarmönnum mjög og lofuðu samvinnuna við þá há- stöfum. En þessi vinátta reyndist Alþýðuflokknum mikill bjarnar- greiði. Almenningur við sjávar- síðuna hafði óbeit á hinni þröng- sýnu hentistefnu Framsóknar. Fyrr en varði færðist þessi óbeit yfir á vesalings Alþýðuflokkinn. Það var einnig ólán jafnað- armanna á íslandi að enda þótt þeir ættu ýmsa góða menn og dugandi Ieiðtoga þá reyndust þeir þó alltof ginn- keyptir við háttlaunuðum stöðum og margs konar bittl- inffum, sem Framsókn úthlut- aði af miklu örlæti. Þegar hér var komið klofnaði Alþýðuflokkurinn. Róttækasti hluti hans myndaði kommúnista- flokkinn, sem náði á tiltölulega skömmum tíma verulegum tök- um á verkalýðshreyfingunni. Eftir það tekur stefna jafnaðar- manna að mótast stöðugt meira af kapphlaupinu við kommúnista. Leiðtogar íslenzkra jafnaðar- manna höfðu að vísu séð, að þeim bar að fara sömu leið og jafnað- armenn í nálægum löndum höfðu farið, burt frá hinum róttæku fræðikenningum sósíalismans, í áttina til aukins frjálsræðis og skilnings á nauðsyn einstaklings- framtaksins. En samkeppnin við kommúnista truflaði dómgreind þeirra og flæmdi þá lengra og lengra út í foraðið. Þeir höfðu ekki gert sér ljóst að í ábyrgðar- leysiskapphlaupi við kommúnista hlutu þeir alltaf að verða undir. Stöðugur klofningur j Hin síðari ár hafa svo stöðugar illdeilur og klofningur innan Al- þýðuflokksins staðið honum fyrir þrifum. Haustið 1952 varð flokk- urinn fyrir því áfalli að einn af ólukkufuglum hans var kosinn formaður. Honum var að vísu steypt frá völdum tveimur árum síðar. En síðan hefur óeiningin stöðugt grafið meira um sig. Kommúnistar hafa haft flugu- menn sína að starfi í innstu röð- um flokksins. Er nú svo komið að við borð liggur að hann líði undir lok. Við allt þetta bætist að blað íslenzkra jafnaðarmanna hefur um nokkurra ára skeið verið al- gerlega stefnulaust í höfuðmál- um þjóðarinnar. Það hefur reynt að righalda sér í hina gömlu þjóð nýtingar- og haftastefnu. En að öðru leyti hefur það lítið haft til málanna að leggja. Einstök asna- spörk þess í mikilhæfustu og vin- sælustu stjórnmálamenn þjóðar- innar hafa sízt bætt um fyrir því. Ekki æskilegt að Alþýðuflokkurinn líði undir lok Enda þótt Sjálfstæðismenn hafi oft átt í harðri baráttu við þjóð- nýtingar- og haftastefnu Alþýðu- flokksins fer því víðs fjarri að hann telji það æskilegt að flokk- ur jafnaðarmanna líði undir lok, en kommúnistar og hálfbræður þeirra í Þjóðvarnarflokknum efl- ist að sama skapi. Ábyrgir jafn- aðarmannaflokkar eiga fyllsta rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi. Jafnaðarmannaflokkur, sem þreytir stöðugt kapphlaup við kommúnista og á enga stefnu aðra en úrelta haftastefnu, og lætur blað sitt fyrst og fremst stunda persónuníð, á hins vegar engan rétt á sér. íslendingar hafa ekkert með slíkan flokk að gera. Þetta verða íslenzkir jafn- aðarmenn að gera sér ljóst ef ekki á að halda áfram að síga á ógæfuhliðina fyrir þeim. En ekki verður annað séð en að blað þeirra sé þess alráðið að eyðileggja allt traust og álit flokksins. GLÆSILEGUR SKAKFERILL Pilnik, sem er einn þeirra manna, sem hafa skáklistina í blóðinu, ef svo má segja, er mjög ræðinn maður og hefur mörg áhugamál. Það var því ekki nein- um erfiðleikum bundið að fá dá- litla vitneskju um líf hans og skákferil. Pilnik er fæddur í Stuttgart árið 1914. Mannganginn lærði hann 10 ára a ð aldri og tveim árum síðar varð hann drengja- meistari borgarinnar. Se'úán ára varð hann svo Stuttgartmeistari á skákmóti, sem haldið var í til- efni fimmtíu ára afmæli stærsta skákklúbbs borgarinnar. Skömmu síðar, eða árið 1930 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Argentínu. Næstu árin fékkst hann lítið við skák, en tók þó þátt í mötum öðru hverju. Að loknu Olympíuskákmótinu í Buenos Aires 1939, var haldið hraðskákmót með þátttöku fjöru- tíu af beztu skákmönnum heims- ins, Það vakti allmikla athygli, er ungur lítt þekktur skákmað- ur. Pilnik að nafni, náði þar 3. sæti á eftir Aljekin og Najdorf. OFT ORÐIÐ ARGENTÍNU- MEISTARI Eftir það var Pilnik all tíður gestur á skákmótum þar vestra og varð brátt einn af skæðustu keppinautum þeirra Stahlbergs og Najdorfs. Um þetta leyti gerð ist hann atvinnumaður í skák. Of langt væri að telja hér alla beztu árangra Pilniks, en nefna má, að hann hefur oftar en einu sinni verið Argentínumeistari — einnig meistari Suður-Ameríku. Á hinum fræga Mar del Plata skákmótum, hefir hann staðið sig með mestu prýði. Utan Suður- Ameriu er skákferill hans einn- ig mjög glæsilegur, eins og ár- angur hans í Hollywood, New York, Bled, Sylwester, Budapest og Belgrad ber vitni um svo að eitthvað sé nefnt. Pilnik u I I. / fí elvahandi óhrtfar: Brauðin betri? NÝLEGA kom að máli við mig ung frú hér í bæ og spurði: — Hvernig stendur á því, að brauðin hér í bænum eru oft j miklu verri en t.d. á Blönduósi? j Ég var þar í sumar og fannst mér ! brauðin þar miklu betri en hér i bænum. — Hvernig ætti ég að vita það, svaraði ég, heldur áhugalaus, því að mér finnst brauðin bara góð hér. — Mér finnst ekkert athuga- vert við brauðin, bætti ég við. — Það er aðeins vegna þess að þú ert ekki betra vanur, svaraði frúin þá um hæl. Og þarmeð var samtali okkar lokið. Að vísu bað hún mig um að minnast á mál þetta hér í dálkunum og ég neyð- ist víst til að stynja upp þessari brennandi spurningu: — Hvers vegna eru brauðin betri á Biöndu ósi en hér í Reykjavík? Hjól merkt NÝLEGA hefi ég fengið bréf frá G.H. um mál sem er ali- merkilegt. Hann segir m.a : „Á Smiðjustíg 5 hér í bæ rakst ég fyrir skömmu á nýung sem mér finnst vert að vekja athygli á. Þar er nefnilega hægt að láta merkja ýmsa gripi sína, s.s. hjól, verkfæri, sleða o. fl. — Eins og kunnugt er, hendir það alltof oft að menn glati þessum hlutum eða þá að þeim er stoliðf og er þá stundum erfitt að hafa uppá þeim. Mun meiri líkindi eru til þess að merktir hlutir komizt til skiia en ómerktir og er því ör- yggi í þessum merkingum. G.H. bendir einkum á þau von- brigði sem menn verða fyrir, þeg ar þeir týna hjólinu sínu. Það mun vera afaralgengt. Kemur þá stundum fyrir, að þau eru skilin eftir í húsasundum og þegar hús- ráðendur ætla sér að hirða um þau og koma þeim til skila, reyn- ist þeim illkleift að finna eigand- ann. Hann hefir kannski verið nýbúinn að auglýsa eftir hjólinu sínu, en það hefir farið framhjá húsráðanda, og verða svo mikil vandræði útaf öllu saman. — Ef hjóiin eru merkt má auðveldlega ganga úr skugga um, hver eig- andinn er. Loks má geta þess, að merking kostar aðeins 15 krónur, svo að menn ættu að þola það „nú á þessum síðustu og verstu tímum". Þá er hér loks bréf frá einni fagurri og indælli húsfreyju ut- anaf iandi. Spyr hún að því, hvort útvarpið hafi ekki látið taka söng Delta Rhythm Boys upp á segul- band. Finnst henni sjálfsagt að fóik úti á landi fái að heyra í þeim félögum, eins og menn létu af söng þeirra hér. Kem ég þessu hér með á framfæri við okkar ágætu útvarpsmenn. MerbiS, sem klæðir landið. í Budapest 1952, tefldi hann í fyrsta skipti við rússnesku stór- meistarana og sigraði þá meðal annarra Smyslov og Petrosjan. Á Olympíuskákmótinu í) Hels- ingfors 1952 hlaut hann titilinn stórmeistari í skák. Árið 1954 var honum boðið á 75 ára afmælis- mót í fæðingarborg sinni, Stutt- gart, þar sem hann 25 árum áður hafði unnið einn af sínum fyrstu skáksigrum. Á ENGAR SKÁKBÆKUR Þótt Pilnik sé mikill bókamað- ur, á hann að eigin sögn engar skákbækur. Þegar vinir hans tóku sig til fyrir ári síðan og gáfu honum skákborð, hafði hann ekki átt slíkt í 30 ár. „En hvernig getur þú þá stað- ið þig svona vel á skákmótum?" „Ég hefi gott skákminni og hæfileika til þess að læra af reynslunni, auk þess notaði ég yfirleitt sömu skákbyrjanir. Á hvítt tefldi ég e2—e4 og móttekið drottningarbragð á svart, þegar því var við komið. En um það leyti, sem ég byrjaði aftur að tefla í Evrópu, reyndi ég þó að gera skákstíl minni fjölbreyttari. Það var þó ekki með öllu áfalla- laust, því að á skákmótinu í Am- sterdam 1950, þar sem ég byrjaði að beita kongsindverskri vörn, tapaði ég fimm af fyrstu skák- unum með henni. Nú er þetta ein af mínum beztu vörnum". „Hvaða. álit hefur þú á vini þínum Panno, sem skákmanni?" HRIFINN AF PANNO „Ég tel Panno, Ivkov og Spass- kij vera efnilegustu skákmenn heimsins. Panno tekur skákina alvarlega, les mikið skákbækur og hefir haft mjög góðan kenn- ara, þar sem er J. Bolbochan. Svo hefir Panno hinn rétta bar- áttuvilja. Hann er snillingur 1 erfiðum stöðum, og þótt hann virðist ekki ætíð rólegur á yfir- borðinu, hugsar hann skýrt og kalt og sér mikið“. LEGGUR EKKI í AÐ TEFLA MÖRG FJÖLTEFLI HÉR „Hvernig lízt þér á förina til íslands?“ „Ég hefi ætíð haft áhuga á að komast til íslands eftir að Rossolimo sagði mér frá ís-< landsför sinni. Ég veit, að ís- lendingar eru mjög mikil skák þjóð, og ég held, að ég leggl ekki í að tefla mörg fjöltefli á íslandi, því að fjölskákir við marga harða andstæðinga eru mjög þreytandi". „Er það rétt til getið, að það sé einkum þrennt, sem þér fellur við: vín, konur og skák?“ „Já, þú ert þegar farinn að þekkja mig?“ Freysteinn. ¥ Fjöltefli, sem verða átti í kvöld, verður frestað til annars kvölds. HaiuiyrSamynitur i Ingu Lárusdóftur í Þjéðminjasafuinu HINN 7. nóvember 1949 andaðist ungfrú Inga Lárusdóttir í Reykja vík. Hún var mjög vel að sér um allt, sem að hannyrðum laut og hafði lengi safnað hannyrða- mynztrum ýmiss konar og lét eftir sig mikla syrpu þess efnis. Síðan ungfrú Inga lézt, hafa ýmsar konur spurzt fyrir um safn þetta og óskað eftir að fá mynzt- ur úr því til þess að vinna eftir þeim. Nýlega hafa erfingjar ungfrú Ingu, sem eru börn frú Ólafar Magnúsdóttur í Víðinesi, afhent Þjóðminjasafni íslands safn henn ar að gjöf. Geta því konur þær, sem hagnýta vilja þessi mynztur, snúið sér þangað framvegis. (Frá Þjóðminjasafninu). i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.