Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 28. sept. 1955 Sérfræðingor í heildverziun og vörugeymslu kenna íslenzkum verzlunurmönnum Á vegum Iðiiaðarmálastöfiiiinarinnar HINN 2. okt. n. k. eru væntanlegir til Reykjavíkur á vegum Iðn- aðalmálastofnunar íslands fjórir sérfræðingar í heildverzlun og vörugeymslu. Sérfræðingar þessir starfa hjá Framleiðniráði Evrópu (European Productivity Agency) og hafa þeir á undanförnum tveim árum inna af hendi leiðbeiningarstörf víða um Evrópu við góðan orðstír. Sérfræðingarnir munu starfa hér á landi í tvær vikur. — GÓÐAR HEIMSÓKNIR Heimsókn sérfræðinganna er einn þáttur í aukinni hagnýtingu okkar Islendinga á þeirri þjón- ustu, sem Framleiðniráð lætur aðildarríkjum Efnahagsstofnun- ar Evrópu í té. Á þessu ári hefur verið lögð áherzla á að fá frá Framleiðniráði sérfræðinga verzlunarmálum. Hafa sex slíkir sérfræðingar dvalizt hér á landi. Þar af var einn sérfræðingur í sölu og dreifingu matvöru, en hinir í vefnaðarvöru, stykkja- vöru (búsáhöld, húsgögn o. þ. h.), auglýsingum, bókhaldi og al- mennri sölutækni. Allir hafa þessir sérfræðingar fengið hinar beztu móttökur hjá kaupsýslu- mönnum og öðrum þeim, sem hafa getað hagnýtt sér dvöl þeirra til að auka þekkingu sína og hæfni í dreigingu og sölu vara. ÝMSAR NÝJUNGAR Sérfræðingahópurinn í heild- verzlun og vörugeymslu, sem er væntanlegur í byrjun október, eins og áður er getið, er hinn síð- asti, sem koma mun til lands- ins á þessu ári á vegum IMSÍ. Með því að stuðla að heimsókn- um sérfræðinga í flestum grein- úm verzlunarinnar, hefir Iðnað- armálastofnunin og verzlunar- samtökin leitazt við að gefa kaup sýslumönnum og verzlunarfólki tækifæri til að kynna sár erlend- ar nýjungar og tækni, sem áður hafa verið lítt þekkt hér á landi, eins og t. d. sjálfsafgreiðslufyrir- komulag í verziunum. NÁMSKEIÐ Meðan sérfræðingarnir dveljast hér munu þeir halda tvö nám- skeið. Hið fyrra verður um mat- vöruheUdverzlun og verður hald- ið dagana 4., 5. og 6. október n. k. Hið síðara verður um heildverzl- un með aðrar vörur en matvæli og verður haldið dagana 10., 11. og 12. október n. k. Verða fyrir- lestrarnir fluttir síðdegis og á kvöldin. Á báðum námskeiðun- um verða fluttir fyrirlestrar um vörugeymslur. Verða fyrirlestr- arnir þýddir á islenzku og munu þátttakendur fá eitt eintak af hverjum þeirra. Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð þeim, eem fást við heildverzlun og hafa með geymslu vara að gera, byggingu og skipulagningu vörugeymslu- húsa. Hver hinna fjögurra sérfræð inga mun flytja þrjá fyrirlestra í sinni grein, og er þátttökugjald kr.'25.00 fyrir hvern fyrirlestra- flokk. — Þeir, sem hugsa sér, að taka þátt í námskeiðunum og teljast til framangreindra sam- taka, geta snúið sér beint til skrifstofa þeirra og tilkynnt þátt- töku sína og jafnframt fengið, nánari vitneskju um væntanlegt! starf sérfræðinganna hér á landi. Aðrir, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þátttöku, geta snúið sér til skrifstofu IMSÍ. I Áríðandi er, að menn tilkynni þátttöku sína fyrir miðvikudags- kvöld 28. sept. HEIMSÓKNIR í VERZLANIR Um tilhögun að öðru leyti má geta þess, að sérfræðingarnir munu heimsækja heildverzlanir,; vörugeymsluhús og fyrirtæki,' sem óska eftir að ræða við þá um einhver ákveðin vandamál, og skal beiðnum um slíkar heim- sóknir vísað til ofangreindra samtaka. Sérfræðingahópurinn í heild- verzlun og vörugeymslu hyggst leggja megin áherzlu á að kynna þá tækni og þær nýjungar, sem bezt hafa reynzt í Bandaríkjun- um í heildverzlun og vöru- geymslu. Reynsla annarra þjóða hefur verið sú, að rétt hagnýting þeirrar tækni og aðferða, sem sérfræðingarnir hafa kennt bæði í fyrirlestrum og heimsóknum í heildverzlanir og vörugeymslu- hús, hefur haft í för með sér mikinn sparnað fyrir neytand- ann, smásalann og framleiðand- ann. Heildverzlanir og vörugeymsla eru að sjálfsögðu þættir, sem hafa mikla þýðingu fyrir vöru- dreifingarkerfið og er áríðandi, að þar ríki reksturshagkvæmni og að jafnan sé séð um, að vöru- straumurinn á markaðinn sé jafn og stöðugur. .1« Málfundafélagið Óðinn Skrifstofa félagsins er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8—10. Sími 7104. Félagsmenn, sem eiga ógreitt árgjaldið fyrir 1955, eru vinsamlega beðnir um að gera skil í skrifstofuna n.k. föstudagskvöld. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐi Afgreiðsla í Tjarnargötu 16. — Sími 8-27-07. g Höfum aftur fengið PROTEX þéttiefnið í 1/8 gal. 1 gal, og 5 gal. Protex Með PROTEX má stoppa á augabragði allan leka, á steini, járni, timbri og pappa Tryggið hús yðar gegn leka með PROTEX IVfÁLIMIfMG & JÁRNVÖRUR Sími 2876. Laugavegi 23. MmfaMtt kvöldsins Lauksúpa Tartalettur, Tosca Lambakótilettur með grænmeti eða Uxasteik, Choron Avaxtahlaup m/rjóma Kaffi Leikhúekjallarinn. VETRARGARÐURINN DAMSLEIKUR f Vctrargarðinum í kvöld ki. S. ffljómsveit Baldurs Kristjánssonar IfilSspantanir í iíma 6710 eftir kluKkao. 8,' V. Q ¦•wwoap i: i:' Donsskóli j Guðnýjar Pétursdóttur tekur til starfa 3. okt. n, k. Innritun nemenda og upplýs- ingar í síma 80509 í dag kl. 2—6. — Eingöngu kennt ballet. Ath.: Byrjendur yngri en 5 ára ekki teknir. Tvöfaldar Poplinkápiir teknar upp í dag. — Verð frá kr. 658,00. NINON Bankastræti 7. ; Rikisútvarpið Sinfóníuhljómsveitin Ráðskona Stúlka eða kona óskast á heimili í sveit. Má hafa með sér barn. Góð húsakynni, fullkomið rafmagn og önn- ur þægindi. Uppl. í síma 82277 eða Keflavík, sími 94. Tónleikar í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 30. september klukkan 8,30 síðdegis. Stjórnandi: Dr. Victor Urbancic. Einsöngvari: Kristinn Hallssson. Viðfangsefni eftir Urbancic, Wirén, Haydn, Hándel, Verdi, Mozart og Borodin. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Ibúð tiB sö§u 80 ferm., nýleg íbúðarhæð í stein'húsi, til söiu. — Til mála kæmi að taka nýlegan bíl upp í. Mikil útborgun. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr- ir fimmtudagskvöld, merkt: „Vogar — 290 — 1260". GÆFA FYLGIR trúlofunarhringunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti. — 3endir gegn póstkröfu. — Sendið ná- Jrytemt mál. SfuBningsmenn D-lisians í Kópavogi D listinn heldur fund í barnaskólanum fimmtu- daginn 29. þ. m. klukkan 8,45 síðdegis. Forsætisráðherra Ólafur Thors mætir á fundinum. Sjálfstæðisfólk og aðrir stuðningsmenn D listans fjölmennið. Ávm Cudjónsson :'¦'. Málflutningsskrifstoía -' Garðastræti 17 „ Sim; 2831 . ; oaacp' «••) Nýbrennt og malað, í loft- þóttum eellophanumbúðum. Verzl. Halla Þórarins Vesturg. 17, Hverfisg. 89, BEZT AÐ ÁVGLtSA A, I UORGVmLAÐlMJ Saltsíldarflök i : Höfum fyrirliggjandi flakaða NORÐAIMSÍLD beinlausa og roðlausa á áttungum. — Einnig tóm kvartil ; : og áttunga úr beiki undir kjöt og slátur. otíiis i %j&ísí n.c.i i Vesturgötu 20 — Sími 1067 og 81438 »*<m f ¦.«*.««.• Okkur vantar unglinga til að bera blaðið víðsvegar um bæinn. Talið við skrifstofuna eftir kl. 10 f. K. JpfbigitttMttfttft ¦ !»»•¦ ¦¦Hllíllllllll * UtllUa IIIMIMIMIIIIIIIÍIIIÍI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.