Morgunblaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dig; SV kaldi — skúrir en bjart á miili I 221. tbl. — Fimmtudagur 29. september 1955 Kaupmannahafnarbréf Sjá bls. 9. Tveir menn bíðn bona í bilslysi í Borgarfirði Stýrlsútbúnaður bifreiðar bilaði í brekku. SEINNI hluta dags í gær varð hörmulegt bílslys í Borgarfirði skammt frá Norðtungu. Tveir menn úr Borgarnesi, Einar Ólafsson og Sveinn Skarphéðinsson, er báðir voru hátt á sjötugs aldri, biðu þar bana, en fjórir aðrir meiddust. Lengsfa hengibrú á landinu Aðdragandi atburðar þessa var sá, að hálfkassabíll frá Borgar- nesi var á leið í Þverárrétt. Er bíllinn var staddur ofarlega í allmikilli brekku skammt frá Norðtungu á niðurleið, bilaði stýrisútbúnaður hans skyndilega. Við það missti bílstjórinn stjórn á bílnum og hann valt margar veltur niður brekkuna. Þeir Einar Ólafsson og Sveinn Skarphéðinsson biðu þegar bana, en fjórir aðrir slösuðust. Var strax hringt til héraðslæknisins að Klepp- járnsreykjum, sem brá fljótt við, kom á staðinn og gerði að sárum mannanna til bráða- birgða. ÓFÆRT FLUGVEÐUR Um fimm leytið var svo hringt til Slysavarnarfélagsins og það beðið um að senda tvær sjúkra- flugvélar. Björn Pálsson og Karl Eiríksson voru fengnir til fararinnar. Fór Karl þegar af stað, en Björn tafðist nokkuð vegna smávægis bilunar. Þegar var sýnt að ekki yrði lent nær slysstaðnum en á flugvellinum við Stóra-Kropp, en þegar Karl kom þar yfir, var dimmveður það mikið, að hann varð frá að hverfa. Leitað var þá til björg- unarsveitarinnar á Keflavíkur- flugvelli um þyrilvængju, en stormur var þar svo mikill að flugtak þótti ekki hættulaust. FLUTTIR TIL AKRANESS Á meðan þessu fór fram var farið með sjúkrabíl og lögreglu- bíl frá Akranesi á slysstað og voru tveir slasaðir menn, ungl- ingspiltur, sem hafði fengið heila hristing, og eldri maður, sem hlotið hafði skurð á höfði, flutt- i ir í þeim í sjúkrahúsið á Akra- ! nesi. Eru meiðsli þeirra ekki talin hættuleg. Hinir tveir voru fluttir til Borgarness og voru þeir illa skrámaðir. Mynd þessi er af Skjálfandafljótsbrúnni nýju, er nú hefir verið tekin í notkun. Er þetta lengsta hengibrú á Iandinu, 112 metrar á milli stöpla. — Verkstjóri við brúargerðina var Jónas Snæbjörns- son, Akureyri. Toprarnir héldusf hafnargarðinn AKRANESI, 28. sept.- — í gær komu hingað bæjartogarar Akra ness, Bjarni Ólafsson og Akur- ey, báðir með fulla lest af karfa. Var Akurey einnig með fisk ofan þilja. — Aflann fengu þeir á skömmum tíma. Löndun var haf- cfci við Pilnik er vanastur því ú sigra Keppir á hausfmólinu sem hefsf á sunnudag Kariamarkaður- inn versnar enn í GÆR seldi togarinn Karlsefni í Þýzkalandi um 208 smálestir af fiski fyrir 73,740 mörk. Er það tiltölulega betri sala en þeirra togara, sem næstir á undan komu. Ekki er það fyrir það, að karfinn hafi hækkað aftur í verði, heldur vegna þess að Karlsefni hafði innanborðs talsvert magn af stórum ufsa, sem selzt tölu- vert hærra verði. Hafði hann veitt ufsann austanlands. Markaðshorfur fyrir karfa fara enn versnandi vegna hins mikla framboðs. Liggur nú all- mikið magn af karfa óselt á markaðnum og verður að selja það í fiskimjöl. Fæst aðeins 6V2 pfg. fyrir pundið af karfanum í fiskimjöl. in í gær, en í nótt gerði land- synningsstorm og urðu því tog- ararnir að yfirgefa garðinn og sigla til Reykjavíkur. | í morgun komu þeir aftur og tókst að landa í gær og í dag úr Bjarna 135 lestum og 27 lestum, sem var ofan þilja á Akurey. Hélt hún síðan til Vestmanna- eyja, par sem afianum var land- að. Bjarni liggur nú í Reykja- vík. Héldust togararnir ekki lengur við hafnargarðinn en til kl. 3 e. h. í dag. Var þá kominn útsynningur og mikið brim. Það er brennandi ósk allra Akurnesinga að hægt verði að halda áfram við hafnargerðina og ljúka henni sem fyrst. Hér eru 22 vélbátar, tveir togarar og 40 —50 trillubátar, sem hafa þörf fyrir trausta og örugga höfn. •— Höfnin er og verður lífæð Akra- nessbæjar. Hér eru þrjú stór og fullkomin hraðfrystihús. —O. Listakonon Kirsten Kjær í heinasókn Er i gamni kölluð „Hálfsystir Heklu" ARGENTÍNSKI skáksnillingurinn og stórmeistarinn, Herman Pilnik, talaði við reykvíska fréttamenn í gær. Hann ætlar að tefla fjöltefli á 45, borðum í skátaheimilinu í kvöld og auk þess verður hann einn af tíu þátttakendum í haustmóti Taflfélaga Reykjavíkur, sem hefst n. k. sunnudag. ( VANASTUR ÞVI AÐ SIGRA Pilnik er unglegur maður, ræð- inn og skemmtilegur. Framabraut hans í skák hefur verið mjög hröð og glæsileg, einkum síðan hann fór að tefla á skákmótum í Evrópu fyrir rúmum fimm árum. Hefur hann oft verið sigurvegari og alltaf meðal hinna fremstu á skákmótum, sem hann hefur tek- ið þátt í. SKÁKÖLD í ARGENTÍNU — Hvernig stendur á því að Argentína framar öðrum ríkjum, sendir fram á völlinn svo marga stórmeistara í manntafli? spurð- um vér. Fishoilinn 18 þús. lestnm meiri í dr en ú sama tíma í fyrra MEÐAL farþega á Gullfossi s. I. þriðjudag var dönsk Jistakona, Kirsten Kjær. Kemur hún hingað til þess að heimsækja landið, kynnast fólkinu til þess að mála það, en hún er einhver bezti andlitsmálari á Norður- löndum. Jafnframt heimsækir hún vinafólk sitt, prestshjónin í Hoiti, þau frú Hönnu og Sigurð Einarsson. Ræddu þau þremenn- ingarnir við fréttamenn í gær og sýndi Kirsten Kjær nokkrar af teikningum sínum og Ijósmynd- ir af málverkum. „HÁLFSYSTIR HEKLU“ Listakonan Kirsten Kjær, sem er 61 árs að aldri, er í gamni kölluð „hálfsystir Heklu“. Er. það vegna þess að hún er skap- meiri og röskari heldur en al-j mennt er um Dani. Gætir þessa mjög í list hennar. Hefur hún teiknað og málað fjöldan allan af fólki. S. 1. vetur varð Kirsten fyrirj J>ví óláni, er hún var að mála í j Lapplandi, að lyklarnir að íbúð, hennar í Kaupmannahöfn töpuð- ust og einhver, að öllum líkind- um geðveikur, komst í íbúð henn ar og „endurbætti" eins og hún komst að orði, 150 teikningar hennar, þannig, að þær voru eyðilagðar. Var þetta óbætanlegt tjón fyrir listakpnuna. Vinnur hún nú m. a. að því að reyna að lagfæra teikningarnar. Sr. Sigurður gat þess að í ráði væri að koma á fót sýningu á verkum listakonunnar síðast í október, en hún hefur með- ferðis nokkrar myndir sínar. MYNDIR Á ÖLLUM SÖFNUM NORÐURLANDA Kirsten Kjær á myndir á söfn- um allra Norðurlanda, og hefir hún haldið sýningar bæði víðs vegar í Evrópu og Bandaríkj- unum. — í ráði er að hún haldi nú bráðlega austur í Holt með þeim prestshjónunum og hvíli sig um stundarsakir og e. t. v. máli eitthvað, en síðan hefur hún í hyggju að ferðast um og teikna hér fólk, sem henni finnst til þess fallið. SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskifélagi íslands nam heild- arfiskaflinn á öllu landinu 314. 541 smál. í lok ágústmánaðar, en var á sama tímabili 1954 295.627 smál., eða um 18 þús. smál. meiri í ár. — Aflinn skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: Síld Smál. Fryst ................... 5.194 Söltuð ................. 25.579 Unnin í verksmiðjum .. 3.495 Til niðursuðu .............. 48 Alls ................... 34.316 Annar fiskur Smál. ísfiskur .................. 758 Til frystingar ........ 122.621 — herzlu ............... 54.966 — söltunar ............. 95.991 — mjölvinnslu ........... 2.777 Annað ................... 2.112 Alls .................. 279 225 Ólafur Lárusson heiðnrsdoklor við Helsingforsháskóla ÓLAFUR Lárusson prófessor hefur nýlega verið kjörinn heið- ursdoktor í lögum við háskólann í Helsingfors. Mun doktorskjöri hans verða lýst yfir við hátíðlega athöfn, sem fer síðar fram í háskólanum, að honum sjálfum viðstöddum. Af helztu fisktegundum hefir aflamagnið til ágústloka verið sem hér segir: Smál. Þorskur ................ 219.494 Síld .................... 34.316 Karfi ................... 33.695 Ýsa ...................... 8.944 Aflamagnið er miðað við slægð an fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem hvort- tveggja er vegið upp úr sjó. fleira fé réffað í Hafravafnsrétt en um langt árafail REYKJUM, Mosfellssveit, 28. sept.: — Réttað var í Hafravatns- rétt í gær, en þar sem drætti var ekki lokið í myrkri varð að fresta honum þar til í birtingu í morg- un. Lauk réttunum svo um 11 leytið í dag. Milli 4 og 5 þús. fjár var í rétt- unum, og álítur réttarstjórinn, Kristinn Guðmundsson á Mos- felli, að minnst 15 ár séu síðan jafnmargt fé hefir verið í Hafra- vatnsrétt. Einnig hefir það mjög sjaldan komið fyrir að ekki hafi tekizt að Ijúka drætti á einum degi, en geta má þess, að fjáreigendum þótti fullmikið af óviðkomandi fólki sem hafðist við í almenn- ingnum og tafði fyrir drætti. — Það er einföld skýring á þvf, svarar stórmeistarinn. Árið 1939 var haldið mikið alþjóðamót I skák í Buenos Aires. Þar voru samankomnir skákmeistarar frá 30 þjóðum. En einmitt meðan mótið stóð yfir skall heimsstyrj- öldin á. Vegna þessa urðu fjölda, margir meistarar strand í Argent ínu t. d. Stahlberg, sem var sænsk ur, Najdorf sem var pólskur, Eliskases, sem var austurrískur og fjöldi annarra. Þessir menn og fjöldi annarra urðu að setjast að í Argentínu. Hófst nú geysimikil skákalda í landinu. Voru haldin stöðug skákmót til þess að láta meistarana hafa eitthvað að gera. Og bráðlega fengu innfæddir menn í Argentínu mikla æfingu og leikni af því að þreyta keppni við stórmeistarana. Eftir það hef- ur ríkt skáköld í Afgentínu. m SKÁLMÖLD 1 I ARGENTÍNU — Hvernig líkaði yður, þegar þér voruð að keppa í Gautaborg', að heyra fréttimar frá Argentínu af byltingunni gegn Peron. — Ég varð órólegur af þeim fréttum. Heima urðu miklir bar- dagar og enn hef ég engar fregn- ir haft af fjölskyldu minni og 10 ára dóttur. Ég vona bara, að þær hafi verið svo skynsamar, að halda sig innan dyra, þegar bardagamir geisuðu. Annars hlaut að koma að þess- ari uppreisn. Andspyrnan gegn Peron magnaðist stöðugt og varð það til þess, að hann beitti æ harðvítugri aðgerðum til að styrkja sig í valdasessi. Þess- vegna hlaut að loga upp úr fi endanum. Einræðisherra getur ekki haldizt við völd, þegar mót- spyrnan er orðin svo mögnuð. I Á HAUSTMÓTI 'r*f OG í EINVÍG5 T í Haustmóti taflfélagsins, sem hefst á sunnudaginn kemur kl. hálf-tvö að Þórskaffi, taka þessir þátt: Herman Pilnik, Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhannsson, Þórir Ólafsson, Guð- mundur Ágústsson, Jón Þorsteins son, Arinbjörn Guðmundsson og Jón Einarsson. Auk þessa mun Pilnik síðat tefla tvær einvígisskákir við Friðrik Ólafsson, þegar hann hef ur náð bata eftir skurðaðgerð. — Ég hlakka til að tefla við Frið- rik, því að ég hef haft fregnir af að þar sé góður taflmaður á ferðinni, sagði Pilnik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.