Morgunblaðið - 02.10.1955, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.1955, Side 1
16 síður og Lesbók 42. árgangur 224. tbl. — Sunnudagur 2. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins NÍNA SÆMUNDSSON, myndhöggvari, opnaði listsýningu sína í Þjóðminjasafninu í gær. Er hér um að ræða sýnishorn af siðustu verkum Nínu, en af skiljanlcgum ástæðum getur hún ekki sýnt hér neitt af stærri verkum sínum, sem hafa gert hana fræga. — Blaðið birtir nú mynd af einni af höggmyndum hennar á sýning- unni, „Sebastian“. — Sýningin er fjölbreytt og verður þar vafa- laust fjölmenni listvina næstu dagana. Við opnun sýningarinnar í gær var margt manna, meðal annars menntamálaráðherra. Matthías Þórðarson, fyrrv. þjóðminjavörður, bauð gesti velkomna fyrir hönd listakonunnar, cn ávarpaði hana síðan nokkrum orðum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Lögregluliðið Listsýning Inu Sæmundsson Sögulegur afhurður hjá S.Þ. gekk mótstöðulaust á land í Klakksvík „Hitaveitugos“ Menn, sem áður sluddu Halvorsen — víla nú óeirðir Klakksvíkinga. SEINT í gærkveldi varð mik- ið „hitaveitugos" á horni Þor- finnsgötu og Snorrabrautar. Hefir hitaveiturör sprungið þar og vatnið gaus um 2 metra í loft upp, en lækurinn rann síðan niður götuna. Skákmólið hefsl í dag SKÁKMÓT Taflfélags Reykja- víkur með þátttöku stórmeistar- ans Hermanns Pilnik hefst í dag kl. 1,30. í fyrstu umferð tefla saman: Arinbjörn Guðmundsson og Ás- mundur Ásgeirsson, Hermann Pilnik og Jón Þorsteinsson, Guð- mundur Pálmason og Jón Einars- son, Baldur Möller og Þórir Ólafsson og Guðmundur Ágústs- son og Ingi R. Jóhannsson. Keppt er í Þórskaffi, og fer önnur umferðin þar fram annað kvöld. Yfirgaf land sitt ALGIER, 1. okt.: — Ben Arafa fór flugleiðis frá Marokkó í morg un og lét eftir völd sín í hendur annars manns. Coty Frakklandsforseti lýsti yfir að soldáninn hefði sýnt mikla víðsýni er hann yfirgaf land sitt. Forsetinn sagði að franska stjórn in teldi hann á engan hátt afsala sér réttindum sínum þó hann yfir gæfi land sitt. — Reuter-NTB. ® ® ----- C__ ® Kópavogsbúar! KJÓSIÐ D-LISTANN ® ® G>OLXð ® Morgunblaðið sendi í gær skeyti til K. Vang ritstjóra Dag- blaðsins l Færeyjum og bað hann gefa stutta lýsingu & ástandi þar. Frásögn hans fylgir hér á eftir. DANSKA freygátan „Hrólfur kraki“ kom árla morguns til Klakksvíkur. Töluvert fleira fólk var á hafnarbakkanum en. þegar um venjulegar skipakomur hefur verið að ræða, en samt var ekki hægt að segja að um neina mótstöðu hafi verið að ræða, þegar að danska lögregluliðið gekk á land undir stjórn Nielsens lögreglustjóra í Klakksvík. Það var púað nokkuð á lögregluþjón- ana, en það er í raun og veru eina mótstaðan. Sögusagnir frá Klakksvík herma að lögreglumennirnir hafi notað kylfur, en sýslu- maðurinn þar neitar þeim söguburði afdráttarlaust. Sýslumaður- inn segir að enginn hafi enn verið handtekinn né yfirheyrður. ★ VAR EKKI MEÐ Elkær Hansen umboðsmaður dönsku stjórnarinnar fór ekki með skipinu til Klakksvíkur. Kampmann fjármálaráðherra sat í dag á fundi með bæjarstjórn Klakksvíkur sem harmar atburði þá er urðu á þriðjudaginn, er lýðurinn „strandsetti" nokkra helztu embættismertn Eyjanna á lögreglustöðinni í Klakksvík. ★ KAMPMANN ÁKVEÐINN Kampmann segir að tilnefning sjúkrahússtjórnarinnar á nýju læknunum sé fullkomlega lögleg og hann tekur það fram að það breyti ekki málinu þó að sjúkra- hússtjórnin hafi er hún var lokuð inni á lögreglustöðinni nætur- langt, tekið aftur samþykkt þá er hún gerði með skipun þeirra. Kampmann fer hörðum orðum um þá atburði er urðu í Klakks- vík á þriðjudaginn. En fjármála- ráðherrann heldur til Þórshafnar aftur í kvöld (laugardag). ★ BLÖÐIN SNÚAST Það er nú komið i ljós að sosialdemokratar sem áður studdu Halvorsen fylgja honum ekki að málum eftir atburði þá I er urðu í Klakksvík á þriðjudag. Talið er að orsökin sé sú að nú sé danska stjórnin beinlínis á bak við lögregluvald í málinu. Málgagn Þjóðveldisflokksins „14. september“ fullyrti að Klakksvíkingar myndu berjast við lögregluliðið danska — en það brást með öllu. Dimmalætting, og Dagblaðið, sem eru málgögn landsstjórnar- flokkanna — sambandsflokksins og folkaflokksins, harma uppþot- in á þriðjudaginn og fulltrúi þriðja landsstjórnarflokksins í Klakksvík — sjálfsstjórnarflokkn um, segir að uppþotin á þriðju- daginn hafi verið beint tilræði við ákvörðunarrétt eyjaskeggja sjálfra. Einmitt sami maður hefur fylgt Halvorsen að málum. ★ PÓLITÍSKT MÁL Þar sem leiðtogar Halvor- senshreyfingarinnar virðast neita með öllu að bera ábyrgð á þeim óeirðum er urðu á þriðjudaginn, er það almenn skoðun að með betta mál verði farið sem hreint pólitiskt mál og að Iæknir sá sem sjúkra- hússtjórnin tilnefndi á fundi sínum á þriðjudaginn muni koma til Klakksvíkur. Víst er að um yfirheyrslur verður að ræða, en hversu víð tækar þær verða er ómögulegt um að segja nú. Frakkar ganga af fundi NEW YORK, 1. okt. — frá Reuter. FRANSKA sendinefndin á þingi S. Þ. gekk öll af fundi í dag, eftir að Pinay hafði rætt í síma við Faure forsætisráðherra. Ástæð- an til reiði Frakka er sú, að Allsherjarþingið samþykkti með 1 atkvæðis mun að taka Algiermálið á dagskrá eftir að dagskrár- nefnd samtakanna hafði mælt gegn því að málið yrði upp tekið á þingi samtakanna. ★ „EINSKIS VIRDI“ Áður en Frakkar gengu af fundi, lýstu þeir yfir að Algier væri óaðskiljanlegur hluti Frakk lands og afskipti af málefnum þess ríkis væri óeðlileg afskipti af frönskum innanlandsmálum. Sagði Pinay meðal annars, að allar yfirlýsingar, sem S. Þ. gerðu um Algier væru einskis virði. Spaak, fulltrúi Belgíu kvaddi $ér einnig hljóðs og sagði, að ef S. Þ. vildu skipta sér af málefn- um Algier, þá myndu Belgir verða að endurskoða afttöðu sína til aðildar að samtökum S. Þ. Löndin, sem greiddU atkvæði gegn Frökkum voru m. a.: Araba- ríkin, Sovétríkin og Grikkland, og vakti það m. a. mikla furðu, að Krutehsjeff lýsti því yfir fyr- ir nokkrum dögum, að hann teldi Algier algert einkamál Frakka. ★ HEIM Franska sendinefndin heldur frá Paris í kvöld og fastamaður Frakka hjá S. Þ. kemur heim rétt á eftir. Ekki er sagt, hvort full- trúi Frakka í afvopnunarnefnd- inni mundi halda heim einnig. WASHINGTON, 1. okt.: — Mc- Millan sem ætlaði að fljúga til Lundúna í dág frá New York, þar sem hann hefur verið á þingi S.Þ., hefur ákveðið að verða um kyrrt vestra yfir helgina og ræða við ráðamenn þar um aðkallandi vandamál. — Reuter-NTB Mikill meiri hluti á mófi hléum í kvikmyndahúsunum Úrslit atkvæðagreiðslunnar birl i gær. ATKVÆ'tíl voru talin í gær í atkvæðagreiðslunni um hléin í kvikmyndahúsum bæjarins. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að mikill meirihluti kvikmyndahúsgesta vildi afnema hléin. Niðurstöðutölurnar urðu þær, að 14.688 vildu fella hléin niður en 10.229 vildu halda þeim. 542 atkvæði voru auð eða ógild. Samkvæmt yfirlýsingu kvikmyndahúseigenda áður en atkvæða- greiðslan fór fram verður nú að vænta þess, að hléin verði felld niður. — Úrslit atkvæðagreiðslunnar í einstökum kvikmyndahús- um urðu sem hér segir: Hlé Ekki Auðir hlé og ógildir Austurb.bíó 1548 3169 63 Gamla Bíó 2438 2343 45 Hafnarbíó 1357 2109 145 Nýja Bíó 1817 2845 170 Stjömubíó 1528 1053 33 Tjarnarbíó 861 2021 46 SÍÐUSTU FRÉTTIR Samkvæmt viðtali er fréttaritari Mbl. átti við sýslumanninn í Klakksvík, þá hafði lögreglan þar stjórn allra mála í sínum höndum. Sýslumaðurinn viðurkennir þó núna að lögreglan hafi barið fólk, sem neitaði að færa sig úr vegi svo að hún kæmist leiðar sinnar. En hann full- yrðir, að enginn hafi hlot- ið nokkur þau sár sem telj- andi séu sem slík. K. Vang. Bátur tekinn í land- helgi við Eyfar Tripolibíó 680 1148 40 í GÆRMORGUN var vélbáturinn ___________________ Skallagrímur VE-231 tekinn að Alls 10229 14688 542 dragnótaveiðum skammt frá Vest I mannaeyjum, langt innan við fisk Mikill meirihluti bíógesta á veiðitakmörkin. þeim tima, er atkvæðagreiðslan | Viðurkenndi skipstjórinn þeg- stóð yfir, tók þátt í henni, en þó ar brot sitt. Var farið með bátinn voru þeir fjölmargir, sem ekki til Eyja, þar sem dómur verður greiddu atkvæði. 1 kveðinn upp i málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.