Morgunblaðið - 02.10.1955, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.10.1955, Qupperneq 7
[ Sunnudagur 2. okt. 1955 MORGUISBLAÐIÐ ) Póll í Fornahvamni fimmtngnr SIGURÐUR Sigurðsson, búnaðar- málastjóri, var umsvifamesti bú- skapar- og ræktunarfrömuður á fyrri hluta þessarar aldar. Hann og kona hans, Þóra Sigurðardótt- ir, voru af þróttmiklu, þingeysku, bændafólki komin. Börn þessara merku hjóna hafa öll, hvert á sínu sviði, haldið uppi merki ræktunar og brautruðnings. Dugn aður, hæfileikar og áhugaeldur þessarar fjölskyldu hefur mótað bg mótar enn þjóðlíf okkar ís- íendinga. Páll Sigurðsson í Fornahvammi hefur verið þjóðþekktur athafna- maður í svo marga áratugi. að mönnum finnst það furðu gegna, að hann skuli nú aðeins vera fimmtugur að aldri. Hann ólst upp á Hólum í Hjaltadal og menntaðist til starfa og stórræða hjá föður sínum, skólastjóranum og brautryðjandanum mikla. Kornungur að aldri fór hann frá Hólum með plcg og herfi og jöt- uneflda verkhesta og pældi og ræktaði land fyrir skagfirzka bændur. Blessun og aukin bú- sæld fylgdi í plógfar Hólasveins- ins. Norðlendingar höfðu lengi þráð betri samgöngur við Suðurland. Vegirnir voru illfærir, en bifreið- arnar þegar farnar að mása í ill- færunum víðs vegar um landið. Ýmsir hefðu getað hafizt handa í þessum samgöngumálum, og ýmislegt var reynt, en ekkert gerðist að gagni, fyrr en Hóla- sveinninn kom til skialanna með þolgæði og þrek plægingamanns- ins. Páll Sigurðsson varð þannig brautryðjandi í samgöngumálum landsins, áður en vegirnir voru lagðir. Ég hef aldrei vitað nokk- urn leiðsögumann og ferðastjóra njóta slíks trausts, sem Páll í Fornahvammi hefur notið s.l. 25 ár, og hafa þó margir ágætir drengir getið sér góðan orðstír á því sviði. S.l. 10 ár hefur Páll starfrækt hótelið í Fornahvammi fyrir Vegamálaskrifstofuna. Þótt að- stæður séu þar á ýmsan hátt erfið ar hefur honum tekizt að skapa staðnum álit og vinsældir. f Fornahvammi er alltaf hlýtt, og þangað er alltaf gott að koma, en þótt ekki sjáist gráðumunur á hitamælinum, þá er staðurinn samt hlýjastur, þegar húsbónd- inn er heima. Það er svo margt hægt að rita um störf og afrek Páls Sigurðs- sonar, að í litilli blaðagrein verð- ur því engin skil gerð. Páll er efni í bók og hetjusögu. Hjálpsemi, greiðvikni og góð- vild Páls er alþekkt, og hafa margir notið af því ríkulega. Því munu menn og konur um gervallt landið senda honum hlýjan hug og þakkir á morgun. Einn er þó þáttur í fari Páls sterkastur og merkastur. Er það hestamennskan. Kemur þar fram í honum hið sterka þjóðlega eðlis- far. Hann hefur aldrei orðið svo snortinn af véltækninni, að hann hafi gleymt að njóta lífsins og íslenzkrar náttúru í samskiptum við gæðingana. Og á sviði hesta- mennskunnar er hann einnig í fremstu röð eða allra fremstur. Eitt gegnir furðu og er næsta óskiljanlegt með mann eins og Pál í Fornahvammi. Hann virðist enga óvildarmenn eiga. Og í sam- bandi við fimmtugsafmælið óska ég honum fyrst og fremst til hamingju með þetta. Hann hefur skapað gæfu sína og' vini sína sjálfur. Ég hlakka til að sjá hann næst, og vona að það verði á morgun í hópi góðra vina, og vafalaust verða gæðingarnir heima við, en þeir eru sjaldan færri en tylftin í einu. Gunnar Bjarnasen. Halldér Gttðmgmb- son i Magnússkógwn 80 ára Á MORGUN, mánudaginn 3. okt., verður sveitarhöfðinginn Halldór Guðmundsson, bóndi í Magnús- skógum í Dalasýslu, 80 ára. — Er hann nú staddur hjá syni sínum, Snorra, á Gunnarsbraut 42 hér í bænum. Halldór er sonur hjónanna Sigríðar Halldórsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar, sém bjuggu í Magnússkógum. Lézt hann er Halldór var 12 ára og 17 ára gamall tók Halídó'r við búi móður sinnar, sem átti held- ur erfitt uppdráttar með börnin sín fjögur, soninn, sem varð henni hin mesta hjálparhella og dæturnar þrjár. Var lagt hart að henni að flytja vestur um haf, en hún mátti ekki hejrra það nefnt. Árið 1899 kvæntist Halldór konu sinni, Ingibjörgu Björns- dóttur og hafa þau búið á Magn- ússkógum síðan. Eignuðust þau 10 börn, sem komust til fullorð- ins ára og búa þau í Reykjavík og vestur í Döluín. Einn sonur þeirra hefur nú tékið við búinu í Magnússkógum. En Halldór hefur samt enn nokkrar skepnur fyrir sig, sem hann heyjar fyrir á sumrum. En það kallar hann nú ekki að búa. Hann hefur unnið talsvert að jarðabótum á jörð sinni, og bætt húsakostinn mikið. Hefur hann tekið vélamenninguna í þjónustu eins og aðrir forystubændur Framh. á bla. 9 Götuijósker fyrir glóðarþráðarperur. — Kvikasilfursljós, natrium- Ijós. — Steinstólpar h.f. Höfðatúni 4. Sími 7848. ■ ■ ■ ■ ■ ■ 'ifi ■ ■ ■ : Laugavegi 18 } Nýkomið mikið úrval af Gluggafjaldaefnum ■ | Saumum Gluggatjöld úr efnum sem keypt eru hjá okkur Gardín ubúðin Laugavegi 18 NÝJU PLOTURNAR MEO HAUK MOkTHENS HÆ MAMBO — HIÐ UNDURSAMLEGA ÆVINTÝR ÉG ER FARMAÐUR FÆDDUR Á LANDI — KAUPAKONAN HANS GÍSLA í GRÖF — CARMEN SÍTA — ELDUR í ÖSKUNNI LEYNIST Hljómsveit og kór Jörn Grauengaards aðstoðar METSÖLUPLATAN: ÉG ER KOMINN HEIM kemur eftir helgina FÁLKINN H.F. — hljómplötudeild FLJOTVIRKT SKAOLAUST HREINNI 0G HVÍTAPI ÞVOTTUR & UirfcW®"* VISINDALEGA FRAMLEITT MAGNDS KJARAN mm « wmii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.