Morgunblaðið - 02.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. okt. 1955 "] Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 5 „Við verðum að finna einhverja þjónustustúlkuna“, sagði Mai- gret. Jean fór upp á næstu hæð og kom að vörmu spori niður aftur í fylgd með stúlku, sem hafði út- lit til þess að vera komin á þrí- tugs aldur og litaðist hún um með ótta í augum. „Út með ykkur“, skipaði Mai- gret hranalega og snéri sér að mönnunum, sem borið höfðu lík greifafrúarinnar inn í svefnher- bergið óg þeir urðu fúslega við þeim tilmælum hans. Hann greip í annan handlegg Jeans og leiddi hann afsíðis, út að einum glugganum. „Hvernig semur yður við son greif afrúarinnar ? “ „En .... Ég....“ Jean var ungur, grannur mað- ur og röndóttu náttfötin, sem hefðu áreiðanlega mátt vera mik- ið hreinni, bættu ekki útlit hans að neinu leyti. Hann forðaðist að mæta augnaráði umsjónar- mannsins og hafði þann leiða vana að toga sífellt í fingur sína, eins og hann væri alltaf að berj- ast við að gera þá lengri. „Hlustið nú á mig“, sagði Maigret myndugum rómi. „Nú munum við talast við af fyllstu hreinskilni og forðast allar mála- lengingar, til þess að spara tím- ann“. Innan við hina þungu eikar- hurð svefnherbergisins heyrðu þeir fótatak, marr í fjaðradýnu og rödd dr. Bouchardons, þegar hann gaf þjónustustúlkunni skip anir sínar. Þau voru að færa látnu konuna úr fötunum. „Hver er staða yðar hér í höll- inni og hvernig verður hún ná- kvæmlega skilgreind? Hve lengi eruð þér búnir að vera hér?“ „Fjögur ár“. „Hvernig komust þér í kynni við greifafrúna?" „Ég .. það er að segja. Einn sameiginlegur vinur okkar beggja kynnti mig fyrir henni. Foreldrar mínir voru þá nýbúin að missa allar eigur sínar, vegna gjaldþrots lítils banka í Lyon. Hér gegndi ég svo þeirri trúnað- aðarstöðu, að annast og líta eftir persónulegum málefnum og einkaviðskiptum.... “ „Afsakið andartak. Hvert var starf yðar áður en þér réðust í þjónustu greifafrúarmnar?“ „Ég ferðaðist .... og skrifaði gagnrýni og greinar um listir". Maigret brosti ekki. Það var eitthvað í andrúmsloftinu, sem ekki leiddi til neinnar gamansemi eða skops. Höllin var afar stór bygging. Að utan var hún ekki gerneydd allri fegurð, en innan veggja sýndist hún að einhverju leyti álíka möl- étin og náttföt unga tnannsins. Allsstaðar var ryk, gamlir hlutir lausir við alla fegurð, og hrúgur af gagnslausum og ónýt- um munum. Öll veggtjöld voru upplituð. Sums staðar á veggjunum voru ljósari blettir, sem sýndu ber- lega, að húsgögn höfðu þar verið flutt í burtu, eflaust þau falleg- ustu eða þau sem voru verðmæt- ust. „Urðuð þér svo elskhugi greifa frúarinnar?“ „Allir hafa leyfi til að elska ..“ „Fífl“, þrumaði Maigret og snéri við honum baki. „Vissuð þér að sonur hennar var að koma?“ „Nei .... það hefði heldur ekki skipt neinu máli fyrir mig“. Enn sem fyrr forðaðist Jean að horfast í augu við Maigret og togaði sem ákafast í fingur vinstri handarinnar. „Ég verð víst að fara og klæða mig .... það er voðalega kalt. .. En hvað er lögreglan annars að skipta sér af þessu....?“ Maigret opnaði svefnherbergis- dyrnar, en hafði augun strax af rúminu, þar sem líkið lá alsnak- ið. Svefnherbergið var alveg eins og húsið allt — of stórt, of kalt og yfirfullt af tötralegum og slitn um forngripum. Og þegar Mai- i gret ætlaði að halla olnboganum upp að arinhillunni, þá tók hann eftir því, að hún var brotin. „Hafið' þér uppgötvað nokkuð nýtt?“ spurði hann lækninn .... „Bíðið andartak . . Viljið þér gera svo vel og fara út úr herberginu, ungfrú“. Hann lokaði dyrunum á eftir þjónustunstúlkunni, gekk svo að glugganum og horfði út í garð- inn, sem bar gráan litblæ og þykkar breiður af bliknuðu laufi. „Ég get aðeins staðfest það, sem ég var búinn að segja áður. Skyndileg stöðvun á starfsemi hjartans er banamein gömlu frú- arinnar“. „Og hvað olli þessari stöðvun hjartans?“ Dr. Bouchardon gerði óljósa, læknislega hreyfingu með ann- arri hendinni, fleygði laki yfir lík ið og gekk svo út að glugganum til Maigrets, þar sem hann kveikti í pípu sinni: „Kannske einhver geðshrær- i ing .... kannske kuldinn .... Var mjög kalt í kirkjunni?" „Nei, síður en svo. Þér hafið að sjálfsögðu ekki fundið neina áverka?" „Ekkert slíkt var finnanlegt". „Ekki einu sinni minnstu merki eftir stungu?“ j „Ég gáði nú einmitt alveg sér- staklega að því .. Nei, ekkert í benti til þess .... og hún hefur heldur ekki tekið inn eitur..... j Eins og þér eflaust skiljið, þá myndi verða mjög torvelt að verja. ...“ | Svipur Maigrets harðnafði. Und ir trjánum til vinstri handar, sá hann rautt þakið á húsi hallar- ! ráðsmannsins, þar sem hann sjálf ur var fæddur. j „í stuttu máli sagt .... lífernið í höllinni. \' „Þér þekkið eins vel og ég þess ar konur, sem eru öðrum til fyrir myndar í góðri hegðun, fram til Kvennadeíld Slysavarnafélagsins í Hcykjavík heldur fund á mánudagskvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Upplestur: Bessi Bjarnason, Ieikari. D a n s . STJÓRNIN Vaktstarí Okkur vantar reglusaman mann til vaktstarfa. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sími 1588 Rýmingarsala Stórkostleg rýmingarsala hefst á morgun, sökum flutn- inga. — Allar vörur verzlunarinnar verða seldar með miklum afslætti. — T. d. hattar frá kr. 50,00. Notið þetta einstæða tækifæri. Hattaverzlun ísafoldar h.f. Austurstræti 14 Bára Sigurjónsdóttir. 411141**1 *«A*«*d4UU mmjm•«>«>«>*•• „Blmurinn er indæll og bragðið eftir því“ Goií þjónusta Fljnt afgreitísla Efnulaugiit Hjdlp Bergstaðastræti 28 — Simi 5523 Vesturbær: Fatamóttaka Grenimel 12 ■M«au Matseðill kvöldsins Marie Louise Soðin fiskflök með rækjusósu Röskur SfMHSVflMI óskast strax VERZLUN O. ELLINGSFN H. F. *•' - • •MMMtMMilMIIIMIIIIItlllSliailMlllll m Fiðiuskóli RÚTH HERMANNS byrjar aftur í október. — Væntanlegir nemendur gefi sig fram í síma 80210 eða skriflega, Bjarnarstíg 6. í , •«na Soðin unghænsni með piparotsósu Tornedo, Bordlaise Hnetu-ís Kaffi Hljómsveit leikur. Leikhúskjallarinn. PÓRABtMM JiDllSSCll LOGGILTUR SLJALAWÐAND! • OG DÖMTÚLKUft IENSIUJ • mimmi - m sisss Eyjólfur K. Sigurjónssos Ragnar A. Magnússon löggiltir endurskoðendur, ilapparatíg 16. — Sími 7303. NÝ SENDING HÁLFSÍÐIR samkvœmiskjólar (Tjull og blúnda) CULLFOSS ■mohiih BIFVELAVIRKJA eða mann vanan bifreiðaviðgerðum, vantar nú þegar. Uppl. hjá verkstæðisformanni. Jóh. Ólafsson & Co. Hverfisgötu 18 S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.