Morgunblaðið - 02.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1955, Blaðsíða 16
224. tbl. — Sunnudagur 2. október 1955 Reykjavíksrbréf á bls. 9. — Sjö efstu menn framboðsUstu Sjúlfstæðismunna í Kópavcgskaupstnð — Sveinn E. Einarsson Baldur Jónsson Jón Gauti Jónatansson Guðmundur Gíslason Jósafat Líndal Víðsín framfarastefna Sjálf- stæðismanna í Kópavogi Kommónistar bjóða npp á ófrom- ^ haldandi dstjórn og kyrrstöðn ID A G fer fram bæjarstjórnarkosning í hinum nýja Kópa- vogskaupstað. Ganga þar um 1685 kjósendur að kjörborðinu. Við síðustu kosningar voru 1144 kjósendur á kjörskrá. Listi Sjáif- Bíæðismanna í þessum kosningum er D-listinn, og er hann skipaður dugandi og starfhæfu fólki, sem þekkir vel þarfir og hagsmuna- mál byggðarlagsins. Hljóta allir þeir Kópavogsbúar, sem hnekkja vilja kyrrstöðu- og ofbeldisstjórn kommúnista, að skipa sér um D-Iistann. Háskólaiyrlrlestur r a lagadeildar STEFNUSKRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA Sjálfstæðismenn í Kópavogs- kaupstað hafa gefið út stefnu- skrá, þar sem stefnan er mörk- uð í helztu framfaramálum byggðalagsins. í skólamálum munu þeir beita sér fyrir bygg- ingu barnaskóla og gagnfræða- skóla. Ennfremur fyrir framlög- um til ýmsra æskulýðsmála, svo sem til byggingar félagsheimilis «g dagheimilis fyrir börn. í atvinnumálum munu þeir leggja áherzlu á að komið verði upp nýjum atvinnufyrirtækjum í: bænum og hlúa að þeim, sem fyrir eru, til þess að sem flestir hafi atvinnu innan bæjarfélags- ins. Þá munu þeir einnig beita sér fyrir gagnkvæmum atvinnu- xéttindum Kópavogsbúa og Reyk víkinga meðan bæjarfélögin eru aðskilin. í samgöngumálum munu Sjálf- stæðismenn leggja áherzlu á að strætisvagnaferðir fullnægi þörf- um íbúanna og að gatnakerfi bæjarins verði bætt. í fjármál- um telja Sjálfstæðismenn óum- flýjanlegt að tekið verði lán til langs tíma til meiriháttar fjár- festingarframkvæmda, svo sem til holræsagerðar, vatnsveitu, skólabyggingu p. s. frv. Sjálfstæðisménn telja að bæj- arfélagið eigi að leita eftir kaup- um á öllum byggingarlóðum í bænum og verði lönd þessi þá metin til verðs sem óbyggð væru, þar sem verðmæti þeirra í dag er árangur af elju íbúanna sjálfra. STUÐNINGUR VIÐ EFNALITLA EINSTAKLINGA Þá munu Sjálfstæðismenn beita sér fyrir að bæjarfélagið leggi fram fé til verkamanna- bústaða og styðji efnalitla ein- staklinga til þess að eignast þak yfir höfuðið með svipuðun. hætti og Reykjavíkurbær hefir gert með ágætum árangri. Loks lýsa Sjálfstæðismenn því yfir, að þeir muni vinna að sam- einingu Kópavogs við Reykjavík eins fljótt og við verður komið, enda verði í samningunum tekið fyllsta tillit til hagsmuna Kópar vogsbúa. KJÓSIÐ SNEMMA Kópavogsbúar, felið Sjálf- stæðismönnum forystu bæjar- málefna ykkar eins og fólkið í Reykjavík hefir gert. Með því er hagsmunum ykkar bezt borgið. Kommúnistar hafa sýnt, að þeir hafa engan skilning á framfaramálum ykkar. Óstjórn og sleifarlag hefir mótað stjórn þeirra hingað til. Á því yrði engin breyting, ef þeir héldu meiri- hluta. Fáið nýjum mönnum forystuna og tryggið framtíð hins unga bæjarfélags ykkar. KJELD RÖRDAM hæstaréttar- lögmaður frá Kaupmanna- höfn kemur hingað í kvöld þeirra erinda að flytja hér tvo fyrir- lestra, annan á vegum lagadeild- ar Háskólans, en hinn á vegum Lögmannafélags íslands. Rördam er einn kunnasti hæstaréttarlögmanna Dana. Hann hefir einkum fengizt við mál, er snerta siglingarétt, farmflutninga og vörumerki. Hann hefir og ým- islegt ritað um lögfræðileg efni og má þar m. a. nefna alkunna bók: „Afhandlinger vedrörende Balt- con-Cértepartiet“, sem einnig hef ur komið út á ensku. Hann er og kunnur fyrirlesari og hefur m. a. flutt fyrirlestra við háskólann í Helsingfors. Áhugamaður er hann og mikill um alheims sam- vinnu lagamanna og er í stjórn Norðurlandadeildar félagsskap- arins International Law Assosi- ation. Fyrirlestrarnir verða haidnir í Háskólanum. Sá fyrri, er fjallar um vörumerki, á mánudaginn 3. okt. kl. 5,30, en hinn síðari, er fjallar um alþjóða-lögmannafé- lagið, á þriðjudaginn 4. okt. kl. 5,30. Efni þau, sem fyrirlestrarnir fjalla um, eiga erindi ekki aðeins til lagamanna og laganema held- ur og annarra, einkum hagfræð- inga, verkfræðinga og marna, er fást við kaupsýslu, iðnað og önn- ur viðskipti. KÓPAVOGSBÚAR Kosnlngaskriistofa D-listans eráSkóla- braut í. — Símar 7189 (upplýsingar) og 5081 (bílasími). Sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem vildu á einhvern hátt aðstoða D-listann í kosningunum í Kópavogi, hafið samband við kosningaskrifstofu D-listans. Gestur Gunnlaugsson Arndís Björnsdóttir. ] Umrœðuefni einvígisfundar: Hvor hefur ruplað meir ! rænf Hannes eia Rúfur ? IFYRRAKVÖLD var haldinn í Kópavogi svonefndur einvígis« fundur. Var fundur þessi nokkuð óvenjulegt fyrirbæri í kosn- ingabaráttu hér á landi og virðist ekki vera til fyrirmyndar. — Tilefni hans var það að tveir efstu menn lista kommúnista og Framsóknarflokksins í Kópavogi höfðu skipzt á opinberlega per- sónulegum svívirðum. Þar sökuðu þeir hvern annan um að hafa notað opinbert vald sitt til að auðga sjálfa sig og vini sína. ÞORÐU EKKI AÐ GANGA UNDIR RANNSÓKN Þegar slíkar sakargiftir höfðu verið bornar fram þorði þó hvor- ugur kappinn, hvorki kommún- istinn né framsóknarmaðurinn að gera hið eina rétta, sem sé að láta einfalda réttarrannsókn fara fram á því, hversu mikil brögð hefðu verið að óheiðarlegum lóða úthlutunum þeirra. Þvert á móti fundu þeir upp nýtt bragð, sem verður hvorug- um þeirra til heiðurs. Sem sé að efna til einvígis sín í milli og halda þar áfram hinum sömu persónulegu svívirðingum. UMRÆÐUEFNIÐ Enda kom það heim, að ekki var rætt um annað á fundinum, heldur en hvor hefði ruplað meira og rænt af lóðum og lönd- um. Þarna skiptust á um að tala í miklum æsingi kommúnistar og Framsóknarmenn. Ef sleppt hefði verið nöfnum úr ræðum þeirra, hefði ekki verið hægt að þekkja þá í sundur. Báðir voru jafn- snjallir í þeirri list að mannorðs- skemma hvor aðra. Einn maður stóð þó upp, þar sem kvað við annan tón. Það var Björn Eggertsson. í byrjun ræðu sinnar lýsti hann yfir vanþóknun á því að slíkur fundur skyldi haldinn, þar sem málefni kaup- staðarins væru ekki grundvöllur umræðuefna, heldur persónuleg- ur rógur. Að lokum ræddi hann málefna- lega tvö hagsmunamál bæjarfé- lagsins í Kópavogi. Mál Björns Eggertssonar fékk mjög góðar undirtektir og sýndu kjósendur með því, að þeir treysta betur þeim sem ræða vandamál Kópavogs málefnalega. --------------------t Kommúnisfar svípfu konu kosningaréfti i í6ár 4 ÞAÐ er gott dæmi um lýðræð- isást Finnboga Rúts, að kona ein, sem flutti í Kópavog árið 1949, hefur aldrei verið tekin þar á kjörskrá þrátt fyrir ítrekaðar kærur, fyrr en nú. Nú fékk hún sig dæmda inn á kjörskrá með ærinni fyrir- höfn. Þannig hefur Finnbogi Rút- ur ekki hikað við að svipta fólk kosningarétti, ef hann hefur gert ráð fyrir að það væri ekki kommúnistar. Mál þessarar konu og bar- átta hcnnar fyrir lögmætum rétti sínum hefur vakið mikla athygli í Kópavogi. Veðurúflif í dag: Norð-austan kaldi, léttskýað D-listinn er listi Sjálfstæðismanna í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.