Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dig: SV-gola eða kaldi. Gengur á með skúrum. 227. tbl. — Fimmtudagur 6. október 1955 Próf. Dóra Lewis Spjallað við vestar-íslenzkan prófessor. Ræjarráð Vestraannacyja mótmælir ójiolandi þjónustu „Ríkisskips44 Skiptn sigla framhjá Eyjum án þess að faka farþega eða pósf — Skipaúfgerðfn skuldar stórupphæðir í hafnargjctd I>ÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hefur nú sent samgöngumála- ^ ráðuneytinu mótmæli vegna framkomu ráðamanna Skipaútgerðar ríkisins í garð Vestmanneyinga. Er því mót- jnælt hvernig Skipaútgerðin lætur skip sín sigla óafgreidd fram hjá Eyjum og vindur sér undan að greiða hafnar og hafnsögugjöld. Hefur Hafnarsjóður Vestmannaeyja nú krafizt lögtaks í eignum Skipaútgerðarinnar fyrir vangoldnum hafnar og hafnsögugjöldum, samtals um 126 þús. kr. <?>- SÁRALITLIR FLUTNINGAR í Vestmannaeyja-blaðinu Fylki eem nýlega kom út, er skýrt frá hví, að það sé alkunna, enda sjá- anlegt af fyrirliggjandi farm- ekrám, að skip Skipaútgerðar rík isins hafa sáralitla flutninga ann- azt til og frá Eyjum á undan- förnum árum. NEITA AÐ TAKA SENDINGAR Enda er það á almennings vit- orði, að skip Ríkisskips hafa beinlínis neitað að taka flutning frá Reykjavík til Eyja. Heldur hefur vörunum verið safnað saman og þær síðan sendar með bátum þeim, sem þar ganga á milli og sem Ríkisskip hefur af- greiðslu á. Hefur þetta oft valdið mönnum erfiðleikum og stund- um fjárhagslegu tjóni. NÚ ER OF LANGT GENGIÐ Mikil óánægja hefur verið með þetta í Vestmannaeyjum. — Um beinar umkvartanir hefur þó ekki verið að ræða, meðan skipin þó skiluðu og tóku í Eyjum far- þega og póst. En nú þykir Vestmannaeying- um, sem hafi út af flóð, þegar það hefur ítrekað komið fyrir upp á síðkastið að skip Skipaút- gerðarinnar hafa ekki komið við í Eyjum, enda þótt farþegar hafi beðið eftir þeim. ÍTREKIJÐ VANRÆKSLA Minna þeir nú á að t.d. h. 3. sept. fór Herðubreið að vísu utan áætlunar framhjá Eyjum í mjög góðu vcðri. Innanborðs var m.a. flutningur til Eyja frá Hornafirði og auk þess biðu farþegar í Eyjum, sem ætluðu með skipinu til Reykja víkur. Telur blaðið að skipið hefði vei getað komið við, án þess að eiga nokkuð á hættu og ekkert hefði það tafið af- greiðslu skipsins í Reykjavík. Samskonar atvik kom fyrir 19. sept. þegar Esjan sigldi framhjá og einnig 21. sept. þegar Herðubreið sigldi fram- hjá. — Ekki crðið vart mænusóttar í Hafn- arfirði HAFNARFIRÐI — í gær fékk blaðið þær upplýsingar hjá héraðslækninum, Ólafi Ein- arssyni, að enginn hefði, svo vitað sé, lamazt hér í bæ af völdum mænusóttar, enda hefði hennar ekki orðið vart í bænum. Hins vegar hefir gengið hér kvef og hálsbólga undanfarið, en þó ekki meira en algéngt er á þessum tíma árs. — G. E. Einor Andersson dperusöngvnri heldnr hljdmleika hér EINAR ANDERSSON, einn af þekktustu söngvurum Stokk- hólms-óperunnar, kom hér í boði Tónlistafélags Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Hann söng þá bæði í Reykjavík og Hafnarfirði við frábærar undirtektir. Einar Andersson. Nú er þessi glæsilegi óperu- söngvari kominn aftur til lands- ins á vegum Tónlistafélags Ak- ureyrar og mun syngja tvisvar sinnum fyrir Akureyringa, en þaðan fer hann til ísafjarðar og heldur hljómleika á vegum Tón- listafélagsins þar. Síðan kemur hann til Reykja- víkur og hefir í h.vggju að efna til hljórnleika hér, áður en hann kveður landið, enda á hann marga aðdáendur hér frá því að hann var hér síðast, sem munu fagna því að fá að heyra hann á ný. — Síðastliðinn sunnudag söng Einar Andersson á Akranesi fyr- ir troðfullu húsi, við mikinn fögnuð áheyrenda. í sumar sendu Svíar nokkra af sínum beztu tónlistamönnum til Rússlands gegn því að Rússar gerðu þeim sömu skil. Einar varð fyrir valinu sem einn þeirra. — Hann söng bæði í Moskvu og Leningrað og hlaut einróma lof rússnesku blaðanna. Islenzku blaðamennirnir fúsir að gefa greið svör , tæddu við rilsljóra Fishing News í Kokkleil-boðinu BLAÐIÐ hefur nú fengið nánafi fregnir af síðdegisboðinu, sem brezka utanríkisráðuneytið hélt íslenzkum blaðamönnum á Carlton House Terrace. En frá boði þessu skýrði enska fiskveiði- tímaritið Fishing News með furðulegum hætti. j i íslenzku blaðamennirnir fjórir, sem þarna voru, undrast mjög frásögn og nöldur blaðsins. Það er fjarri 'lagi, að íslendingarnir hafi neitað að svara nokkrum að þeir vildu hafa blaðaviðtaL Enda var þetta venjulegt síð- degisdrykkja, kokkteil-boð, ens ekki neinn blaðamannafundur. Þar röbbuðu menn saman um spurningum. Þeir ræddu við hina jdaginn og veginn, skipasmiðar, brezku útvegsmenn eins og jafn- jtogaraútgerð, möskvastærð. Iand- ingja sína. Voru reiðubúnir að svara öllum spurningum og skýrðu málstað íslands út frá sínu eigin brjósti. Það kom hvergi fram í boði þessu, að hinir brezku útgerðar- menn legðu fram neinar sérstak- ar spurningar, né létu það í ljós, helgisvíkkun og löndúnarbann^ ef menn vildu o. m. fl.. Ritstjóri Fishing Mews var sjálfur í síðdegis-drykkju þessarl og hefði honum því átt að 'vera sjálfum ljóst, að hinir íslenzku gestir voru fúsir að svara. Flugfélagið eykiir vetrar- flug til annarra landa i | Hefur áætlunarferðir til fimm borga í Evrópu FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur nú birt vetraráætlun sína um flug til útlanda. Mun félagið halda uppi fleiri áætlunarferðum en nokkru sinni áður að vetrarlagi. M. a. verður flogið til Oslo. Er það nýjung, gerð í þeim tilgangi, að stuðla að auknum samgöngum við Norðurlönd allan ársins hring. Hin nýja vetraráætlun nær yfir tímabilið 2. október til 15. janúar 1956. Verður flogið til 5 staða erlendis, þ. e. Glasgow, / Þjóðleikhúsið hefir margt á prjónunum deiglunni væntanlegt á næstunni ÞRJÁR sýningar hafa nú verið á leikriti Þjóðleikhússins Er á meðan er og hefur aðsókn verið góð. — Steinunn Bjarnadóttir leikkona forfallaðist á síðustu stundu og tók Helga Valtýsdóttir við hlutverki henna*- með aðeins tveggja daga fyrirvara. í DEIGLUNNI Þá verða nokkrar sýningar á Fædd í gær, eftir að sýningar á Góða dátanum Svæk eru byrjað ar. hur Miller. Þýðandi 1 Jakob Benediktsson. er mag. 360 BORN ' Þá má geta þess, að leikskóli Eins og menn muna, fekk - . .., , , . ’ Þjoðleikhussins og ballettskol- . Gislason silfurlampann ... , ,° .„. fvrir leik sinn í bessu leikriti Ilnn byrja væntanleSa um nnðjan b ' mánuðinn. Bidstedt ballettmeist- Næsta nýja leikrit Þjóðleik-' ari er nýkominn til landsins. í liússins verður í deiglunni eftir fyrra voru 360 börn í skólanum bandaríska leikritaskáldið Art-, í mörgum flokkum. Merkilegt bókauppboð í Sjálfslæðishúsinu í dag Arngrimum linam: Specimen Islandiae Hisloricum, meðal bókanna IDAG kl. 5 hefst í Sjálfstæðishúsinu Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar og verða þar boðnar upp 119 fágætar bækur sem Sigurður hefur náð bæði hér á landi og í Danmörku og Eng- landi. — Bækurnar eru allar fágætar og sumar eru svo sjaldgæfar, að þær eru ekki falar, hvað sem í boði er. Bækurnar verða allar til sýnis í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 10—4. Jafngóðar og fví- sýnar skákir ENGRI skák var lokið í 4. um- ferð Taftmótsins, begar Mbl. vissi síðast til, um miðnætti. Var bú- izt við að flestar þeirra færu í bið og munu þarna hafa verið tefldar hvað jafnbeztar skákir á mótinu. Pilnik hélt uppi sókn gegn Guð mundi Pálmasyni, sem varðist vel og fer skákin sennilega í bið. Jón Einarsson fórnaði á móti Inga R. Jóhannessyni en fékk við það vinningsmöguleika. Skákin milli Jóns Þorsteinsson- ar og Guðmundar Ágústssonar var hörð og afar tvísýn. En róleg skák var hjá Ásmundi Ásgeirssyni og Þóri Ólafssyni. ! Skák milli Baldurs Möller og Arinbjarnar Guðmundssonar var frestað vegna þess, að Baldur i varð að fara skyndiför til útlanda. ^FERÐABÆKUR Meðal bóka á uppboðinu eru fjölmargar ferðabækur erlendra manna. Merkust þeirra er Rec- coletions of a Tour in Iceland in 1809 eftir W. J. Hooker. Bókin er í tveimur bindum og er gefin út í Lundúnum 1813. AMSTERDAM 1643 Þá er þarna Orkneyingasaga Þormóðs Torfasonar, útg. 1697 og Specimen Islandiae Historicum eftir Arngrím lærða. Var hún gefin út í Amsterdam 1643. — Þá eru þarna Annálar Gustavs Storms, Lexicon Poeticum Svein- bjarnar Egilssonar (1860), ís- lenzk þjóðlög eftir Bjarna Þor- steinsson, bókmenntasaga Poes- tions Vejledning Rasks o. m. fl. Nasser til Prag Egypzki forsætisráðherrann Gamel Abdel Nasser hefur nú formlega þegið boð tékknesku stjórnarinnar um að koma þangað í opinbera heimsókn. Utvarpið í Prag skýrði svo frá, að enn væri ekki ráðið, hvenær Nasser kæmi til Tékkóslóvakíu. Hamborgar, Kaupmannahafnar, London og Osló. Til Kaupmannahafnar verða tvær ferðir í viku. Á miðviku- dögum með viðkomu í Osló og á laugardögum með viðkomu I Glasgow. Dagipn eftir verðui sama leið farin heim Til London verður fiogið á þriðjudögum og heim til Reykja- víkur aftur samdægurs. Flugvél- in, sem flýgur til Kaupmanna- hafnar á miðvikudögum mun þá halda áfram ferðinni til Ham- borgar. Þýzka samgöngumálaráðu- neytið hefur nýlega heimilað Flugfélagi Islands að flytja far- þega, vörur og póst milli Ham- borgar og Kaupmannahafnar I báðar áttir, svo og milli Ham- borgar og Osló. Framvegis geta því farþegar, sem ferðast milll Reykjavíkur og Hamborgar hafl viðdvöl í Osló eða Kaupmanna- höfn. Þess skal einnig getið, að Flugféiagið hefur nú um sinni haft heimild til þess að flytja farþega og vörur milli Osló og Kaupmannahafnar og milli Kaupmannahafnar og Glasgow. Hafa útlendingar sérstaklega not fært sér þessar ferðir, þegar sæti hafa verið laus í flugvélum félags ins á þessum leiðum. --------------------) Dregið í Vöruhapp- drætti SÍBS 3! í GÆR var dregið í 10. flokki Vöruhappdrættis SÍBS. Dregið var um 665 vinninga að fjárhæð 266 þús. kr. Hæsti vinningur, 50 þús. kr., kom á miða nr. 46187. Miðinn er seldur í Reykjavík. 10 þús. króna vinningar komu á miða nr. 9541 og 26259; annar seldur í Vík í Mýrdal, hinn ! Bíldudal. ■ Eftirtalin númer hlutu 5 þús. kr.: 11712 — 17604 — 19064 — 34467 — 42610 — 42704. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.