Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 2
. MORGVNBLAÐID Föstudagur 7. okt. 1955 Björn G* B jörnsson fram- istióri fiinmtnsnr hófusf á Akureyri BJÖRN G. BJÖRNSSON, fram- kvæmdastjóri Sænsk ísl. frysti- hússins er fimmtíu ára í dag. Hann er fæddur á Patreksfirði, «onur Guðmundar Björnssonar, Æýslumanns og frú Þóru Júlíus- dóttur. Með þeim fluttist hann til Borgarness þegar faðir hans tók við Mýra- og Borgarfjarðar- *ýslu. Frá því árið 1918 og þar til Björn fór í Verzlunarskóla ís- lands, vann hann sem verzlun- armaður hjá firmanu Jón Björns son & Co., Borgamesi, en úr Verzlunarskólanum útskrifaðist hann árið 1925. Við framhaldsnám var hann um tveggja ára skeið við „Handelsakademied“ í Kaup- mannahöfn, og lauk þar námi árið 1929, og tók síðan aftur við hinu fyrra starfi sínu í Borgar- nesi, þangað til árið 1932 að hann varð starfsmaður við Sænsk ísl. frystihúsið hjá Harald Gustavs- son. Varð Björn brátt hans hægri hönd, unz Gustavsson fór alfar- inn úr landi heim til Svíþjóðar, en þá varð Björn framkvæmda- etjóri fyrirtækis þessa uns það var selt íslendingum árið 1942. Varð hann þá einn af eigendum þess og jafnframt var hann framkvæmdastjóri og hefur verið það til þessa dags. Hann hefur um langt skeið starfað í samtökum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og í stjórn þess. Ennfremur í stjórn Fiskimjölsverksm. „Klettur“. Nafn Björns og æfistarf hefur lengstum verið bundið við Sænsk ísl. frystihúsið, enda er nafnið „Björn í Sænska" lands- þekkt. Ef nota má nafnið prúð- mennska um nokkurn mann, má nota það um Björn. Stilling hans, jafnaðargeð og ástúðleg fram- koma mun vera þekkt og viður- kennd af þeim hundruðum og jafnvel þúsundum karla og kvenna, sem unnið hafa undir hans stjórn. Nokkuð mun og hafa stundum reynt á þessa hluti í lífi Björns við þá aðila, sem. hann hefur haft skifti við um langan tíma. Viðskiftin voru oft þess eðlis að meira en meðal- mann þurfti til, ef svo vel átti að fara að hvorki væri hallað é neinn einstakan viðskiftamann eða fyrirtækið. Þótt Björn hafi allan sinn ald- ur átt heima í bæjum eða borg- um, hefur hann jafnan haft mik- ið dálæti á sveitinni og landinu og ferðast mikið um það. Ber hann í brjósti ríka átthaga tryggð, og um Hvalfjörð til Borgarfjarðar myndi ég treysta honum til að rata þótt sól væri nokkuð farin að lækka á lofti. Þar eru ásar og runnar, en þó einkum strengir og hyljir og oft kvikir. Eru þar draumalönd hans og veit sá, er þessar línur ritar að alltaf er gott með Birni að vera, en þá bezt, og mun það einkenni allra góðra drengja og náttúruunnenda. K. E. Frestað að taka ákvörðun um verð á byggingarsandi FORSTJÓRI Sandnáms bæjarins hafði gert að tillögu sinni, að verð á þvegnum sandi yrði ákveðið kr. 55,00 teningsmetir og hafði bæjarráð fallist á þetta og er sandurinn nú seldur þessu verði. Vegna galla, sem komið hafa fram á steinstcypuhúsum hefur verið tekinn upp sá háttur að hreinsa sandinn en til þess þarf nokkurn vélakost og aukið mannahald. Þessi hækkun kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær, og þótti ýmsum bæjarfulltrúum, að verðlagið á sandinum væri nokk- uð hátt og óskuðu efcir nánari greinargerð frá forstjóra Sand- námsins um málið. Var því frest- að að taka ákvörðun um þetta atriði þar til slík greinargerð lægi fyrir. Núverandi verð sandsins helzt óbreytt þar til bæjarstjórn kann að ákveða annað. Allmikil vinna í sambandi við landanir fogara á Siglufirði SIGLUFIRÐI 6. okt. — Bæjar- togarinn Hafliði kom í morgun með á fjórða hundrað lestir af karfa. Togarinn Elliði fór á veiðar aftur í dag eftir að hafa losað hér 318 lestir. Allur þessi afli fer til frystihúsanna hér. Allmikil vinna er hér um þess- ar mundir í sambandi við land- anir togaranna. Héðan róa þrír dekkbátar með línu, og er afli frekar tregur. —• Sótt er aðallega á heimamið. Margir sækjast eitir Vestijardaié Enda þykir Jpað mjÖg afurðagott Dalvík, 15. 9. 55. SUNNUDAGINN 11 sept. fór fram að Húsbakka við Tjörn vígsluathöfn hins nýja heimavist arskóla fyrir Svarfaðardals- hrepp. Blíðskaparveður var og mikið fjölmenni enda fór vígslan fram utan húss. ! Oddviti hreppsnefndar, Hjört- ur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn setti samkomuna og stjórnaði henni. Þá fluttu þeir ræður Gunn laugur Gíslason bóndi. Sökku, sr Stefán V. Snævarr form. skóla- og byggingarnefndar, Magnús Jónsson alþm., er mættur var í forföllum menntamálaráðh. og Stefán Jónsson námsstjóri. | Rakti Gunnl. Gíslason sögu skólabyggingarinnar, sem verið hefir 7 ár í smíðum. Kvað liann byggingarnefnd og hreppsnefnd hafa átt við ýmsa erfiðleika að etja, eins og að líkum léti, ekki aðeins fjárskort heldur og einnig innflutningshöft og skömmtun á byggingarefni, sem mjög hefði tafið og torveldað allar fram- kvæmdir, þótt á hitt bæri einnig að líta að við það hefði hluti hreppsins af byggingarkostnað- inum dreifst á fleiri ár en ella, og ekki orðið eins þungbær hinu fámenna sveitarfélagi (370 manns). Gat hann þess einnig að reynt hefði verið að forðast allan óþarfa íburð, en hinsvegar leitast við að gera húsið svo úr garði að það fullnægði öllum þeim kröfum, sem nú væru gerðar til slíkra bygginga. Þá lýsti hann stærð hússins og herbergjaskip- un. Er það 2 hæðir og kjallari 220 ferm. og um 2200 rúmm. í húsinu eru 3 skólastofur, heima- vist fyrir 30 nemendur, íbúð fyr- ir skólastjóra, kennara og ráðs- konu, eldhús og matsalur, og að öðru leyti búið flestum nútíma þægindum. Að lokum bar ræðu- maður fram þakkir til allra þeirra mörgu, sem að byggingu þesari höfðu unnið svo og annarra, er veitt höfðu byggingarnefnd og hreppsnefnd margvíslega aðstoð og fyrirgreiðslu. Fullyrða má að skólabygging þessi sé mikið og merkilegt átak fámenns sveitarfélags, auk þess sem hún er og verður vegna stað setningar hin mesta sveitarprýði. Að vígsluathöfninni lokinn var Þórarni Kr.Eldjárn haldið kveðju samsæti í salarkynnum skólans, en hann lætur nú af embætti eftir 46 ára kennslu, auk marg háttaðra starfa annarra, er hann hefur haft á hendi í þjónustu sveitar og héraðs. Margar ræður voru fluttar í hófi þessu, bæði af gömlum nemendum og öðr- um, er þökkuðu Þórarni langt og farsælt starf. Einnig bárust þeim hjónum Þórarni og frú Sig- rúnu Sigurhjartardóttur, fégjafir. Að lokum þakkaði Þórarinn í langri ræðu þá virðingu og hlý- hug, sem sér og konu sinni væri sýndur. Blandaður kór, sem mun hafa verið æfður í þessu augna- \ miði, söng á milli ræðuhalda. Öll fór samkoman prýðilega fram, og þeim til sóma, er að henni stóðu. —Sipjó. j Tilraun er nú gerð með strætisvagnaferðir á Akureyri, en fyrsttí dagana var nokkuð erfitt að átta sig á því, hvernig sú nýbreytnl myndi reynast. Börnin sáu fyrir því. Þau þyrptust í „strætó“ og tóku upp hverja smugu, enda var hægt að fara æðilangt fyrir eina 50 aura. Fyrst þegar börnin haía ekið nægju sína, getur fullorðnS fólkið farið að hagnýta sér ferðirnar. — Ljósm. V. Guðm. rgar beiðnir liafa borizt um aðstoð vegna húsnæðisvandræða Umræður á bæjarstjórnarfundi / gærkveldi BOBGARSTJÓRI upplýsti á bæjarstjórnarfundi i gær að nú unj mánaðamótin liefðu borizt til borgarfógeta fimm beiðnir uro útburð fólks úr húsnæði. Tvær fjölskyldur hefðu þegar fengið annað húsnæði, en þremur málum væri ennþá ekki lokið. Beiðnit um aðstoð út af húsnæði hefðu margar borizt og á annað hundraH manns notið fyrirgreiðslu bæjarins í því efni. f ÞÚFUM, 3. okt. — Undanfarna claga voru hér á ferð bændur frá Norður- og Suðurlandi í fjár- kaupum. H. -J. Hóimjárn, bóndi á Vatnsleysu í Skagafirði, kom og sótti um 40 lömb kollótt, valin, Bem hann hyggur að ala á jörð Binri, og ætlar að hafa þennan vfestfirzka stofn sérræktaðan. Þá komu og tveir Húnvetn- ingar, Einar Björnsson, bóndi og Sigfús Þorstejnsson ráðunautur, og tóku um 40 lömb, mest valda lambhrúta, og nokkuð af gimbr- um, einnig valið. Búnaðarfélag Austur-Húnvetninga gengst fyr- ir þessum kaupum. Einnig kom Ólafur Jónsson, bóndi í Álfsnesi á kjalarnesi, og keypti um 50 lömb. Hann varð að fella fjárstofn sinn vegna garnaveiki, og vill koma sér upp sauðfé aftur. Þykir vestfirzka féð góður fjárstofn og afurða- samur. Annars hafa ekki verið fjár- kaup eða fjárskipti eins og áður. Sláturtíð stendur nú sem hæst. Er nú miklu fleira slátrað en áður, þar sem fjárskipti hafa ekki verið í haust. — P. P. AKRANESI, 7. okt. — Atta rek- netabátar komu hingað í dag með alls 1028 tunnur af síld. — Aflahæstir voru Böðvar með 240 tunnur, Ásmundur með 189 og Ver með 146. Síldin þótti ágæt og var öll söltuð. Tveir trillubátar reru héðan í gær og ein trilla í dag, sem fékk 600 kg. Hingað kom í dag togarinn Ak- urey með 330 lestir af karfa. Af því voru um 50 lestir á þilfari. Var togarinn á veiðum á Dorn- miðunum, og tók veiðiförin hálf- ahsjötta sólarhring. Ferðin á . ipiðin 19 klst. hvora leið. — Oddúr.f HÚSALEIGULÖGIN OG HÚSALEIGUOKRIÐ Nokkrar umræður urðu um húsnæðismálin í gær og bar Þór- arinn Þórarinsson (F) fram til- lögu um að fela borgarstjóra og bæjarverkfræðingi að láta gera athugun á húsaleigu í bænum með það fyrir augum að Alþingi og ríkisstjórn skerist í málið ef húsaleiga þykir of há. Geir Hallgrímsson (S) tók fram, að til væri starfandi opin- ber aðili, húsaleigunefnd, sem gert væri að skyldu að hafa með höndum framkvæmd húsaleigu- laganna, en í þeim væri ákveðið hámark húsaleigu. Það væri því til staðar aðili, sem hefði þessi mál með höndum undir yfirstjórn félagsmálaráðuneytisins eða Steingríms Steinþórssonar ráð- herra, sem væri flokksbróðir til- lögumannsins. Þyrfti því ekki að biðja um íhlutun Alþingis eða ríkisstjórnar um þessi mál, því fullkomin heimild til opinberra afskipta af húsaleiguokri væru þegar fyrir hendi. AUKNING HÚSNÆÐIS EINA ÚRRÆÐIÐ G. H. kvað alla mundu geta verið sammála um það að há- marksákvæði um húsaleigu væru síður en svo einhlít til að varna of hárri húsaleigu. Það eina raunhæfa væri að byggja svo mikið af íbúðarhúsnæði, að eðli- legt framboð gæti haldið húsa- leigunni í skefjum. Það væri líka alkunnugt, að hámarksákvæðin gætu stundum haft þau áhrif að auka skort á húsnæði, sérstak- lega einstaklingsherbergjum, vegna þess að þeir, sem vildu leigja við lögleigu en ekki hærra, teldu ekki borga sig að leigja slík herbergi. Hámarksákvæðin gætu líka beinlínis tafið fyrir byggingum vegna þess að þau væru ekki í samræmi við bygg- ingarkostnaðinn. G. H. kvað rétt að vísa tillögu Þ. Þ. til bæjar- ráðs, sem kæmi henni þá á fram- færi trl húsaleigunefndar. Jóhann Hafstein (S) tók fram að aldrei hefðu í sögu bæjarins verið jafnmargar í- búðir í smíðum og nú og aldrei jafnmikið byggt af hag« kvæmum íbúöum fyrir al« menning né byggingarefni bet« ur nýtt. í Þ. Þ. bar líka fram tillögu ura, að athugað yrði hvort húsnæðí stæði autt í bænum og var sú till. samþ. með þeirri breytingtí frá G. H. að ástæður til slíksl væru þá athugaðar um leið. Till. Þ. Þ. var vísað til bæjar« ráðs og breytingartillaga G. H« samþykkt. / Ágæf hausiveðrétta MYKJUNESI, 4. okt. — Nýlegtí var haldin hrútasýning hér I Holtum og voru sýndir 72 hrút* ar og varð útkoman þessi: 23 fengu I. verðlaun 22 — II. verðlaun j 14 — III. verðlaun og 13 fengu enga viðurkenningtí, Slögtun stendur nú sem hæsl og reynast lömbin vonum framas eftir þetta hrakviðra sumar. —- Tíð er góð um þessar mundir, eðai sem maður getur sagt ágæ* haustveðrátta. Væri það mikil bót að fá nú gott haust eftir hi3 lélega sumar. — M. G. 0 unglingar iá ókeypis visl í nor- rænum 13 ÍSLENZKIR unglingar fS ókeypis skólavist í vetur á nor« rænum lýðháskólum fyrir at- beina Norræna félagsins, þar ai 9 í Svíþjóð, 2 í Noregi, 1 í Dan-. mörku og 1 í Finnlandi. Flestit unglinganna fóru með Gullfossl til Kaupmannahafnar í vikunnl sem leið. W Einn sænskur unglingur fær. ókeypis skóíavist í vetur á hér« aðsskóla hér á landi fyrir milli- göngu Norræna félagsins. (Frétt frá Norræna félaginujj t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.