Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.10.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. okt. 1955 MORGUNBLAÐIB 9 Sigurður Thoroddsen fyrrv. yfirkennari t. 17. júlí 18S3 — 29. sept. 1955 In memoriam. SIGURÐUR Thoroddsen var elzti stúdent landsins, er hann hneig í valinn á 93. aldursári, 73 ára stúdent, útskrifaður 1882 úr „Hin- um lærða skóla í Reykjavík", eins og Menntaskólinn nefndist til haustsins 1904. Taka nú óðum að þynnast fylkingar þeirra, er brautskráðir eru úr „Lærða skól- anum“. Sigurður fæddist að Leirá í Borgarfirði 16. júlí 1863, sonur þeirra Jóns sýslumanns og skálds Thoroddsens og Kristínar Ólínu S>orvaldsdóttur, umboðsmanns Sívertsens í Hrappsey. Hafði Jón verið skipaður sýslumaður Borg- arfjarðarsýslu tveimur árum áð- ur og bjó til æfiloka, 1868, að Leirá. Eftir dauða manns síns fluttist frú Kristín til Reykja- víkur og tókst með frábærum dugnaði að koma öllum sonum sínum til mennta, og urðu þeir allir þjóðkunnir menn. Var dr. Þorvaldur prófessor elztur, þá pórður læknir og bankagjaldkeri, þá Skúli bæjarfógeti og ritstjóri, en Sigurður yfirkennari yngstur. Eins og áður getur, brautskráðist Sigurður úr Lærða skólanum árið 1882. Ýmsir í þessum stúdentaárgangi urðu síðar víð- kunnir menn. Auk Sigurðar urðu þá stúdentar: Níels Finsen lækn- ir, dr. Jón Stefánsson, Jón Þor- kelsson þjóðskjalavörður, Ólafur Ðavíðsson náttúrufræðingur, Sveinbjörn Sveinbjömsson yfir- kennari í Árósum, Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum og síra Kristinn Daníelsson, svo að nokkrir séu nefndir. Samsumars sigldi Sigurður til Kaupmannahafnar og tók að leggja stund á verkfræði við Fjöllistaskólann eftir að hafa' lesið eitt ár undir inntökupróf þar. Á þessum árum var áhugi manna hér á landi á verklegum framkvæmdum harla lítill, og í þótti því ekki álitlegt fyrir unga j námsmenn að hefja slíkt nám. Má j f. d. geta þess, að einn samstúdent Sigurðar, Hafsteinn Pétursson síðar prestur, hóf verkfræðinám, en hætti aftur við það eftir 2 eða 3 mánuði. En Sigurður hélt áfram og lauk kandídatsprófi í verk- fræði 1891 og varð þannig fyrsti Iiærði verkfræðingur á íslandi. Að prófi loknu stundaði hann verkfræðistörf í rúmt ár í Dan- mörku, en vorið 1892 íór hann til Noregs til þess að kynna sér vegalagningar, þar sem staðhætt- sr voru taldir þar svipaðir og hér. Veitti Alþingi honum styrk til fararinnar. Sigurður kom hingað f júní 1893 og tók þegar við störfum sem landsverkfræðingur, eins og vegamálastjóri nefndist þá. Tók hann þá þegar að mæla fyrir veginum austur yfir Hellis- beiði og Kamba og gera tillögur og áætlanir um aðra vegakafla og forúargerð. Þann, er þetta ritar, skortir þekkingu til þess að lýsa þessum störfum Sigurðar, enda munu færari menn gera það. En óhætt mun vera að fullyrða, að það er dugnaði Sigurðar mjög að þakka, að skriður komst á verk- legar framkvæmdir hér á landi og að verkfræðistörf komust til meta og virðingar. En brautryðjandastarfið er ávallt erfitt og lýjandi. Árið 1904 mun Sigurður hafa verið orðinn þreyttur á starfinu og sótti um og hlaut 5. kennaraembætti við Hinn almenna menntaskóla, eins og Menntaskólinn nefndist sam- kvæmt nýrri reglugerð frá 9. sept. 1904. Tók hann við starfi Björns aðjunkts Jónssonar, er látizt hafði á öndverðu sama ári og kennt hafði stærðfræði í tvo áratugi. Yfirleitt var þetta ár, 1904, tímamót í sögu skólans. Auk reglugerðarinnar, sem ger- foreytti öllu fyrirkomulagi skól- ans, verða bæði rektoraskipti og breytingar á kennaraliðinu. — Björn M. Olsen sagði af sér rektorsembættinu, en við tók — Miimingarorð — Sigurður Thoroddsen Steingrímur skáld. Thorsteinsson, og riýir kennarar voru ráðnir við skólann þeir Jóhannes Sigfússon og Sigurður Thoroddsen. Á næstu árum á undan hafði verið róstu- samt mjög i skólanum, og keyrði alveg um þverbak veturinn 1903—1904, því að þá urðu hrein- ustu óeirðir í skólanum. Var bví ekkert sældarbrauð fyrir nýja kennara að koma að skólanum um þessar mundir. Má af ýmsu marka, að þessi fyrstu kennara- ár hafa orðið Sigurði allerfið. Hann segir sjálfur (í 75 ára af- mælisviðtali í Mbl.), að hann muni hafa þótt nokkuð strangur og eftirgangssamur, svo að nokkr- ir piltar kærðu hann til yfir- valda skólans. „Ég er ekki að rifja þetta upp“, segir Sigurður, „af því að ég beri kala til nokk- urs þeirra manna, sem að þessu stóðu. Þetta var ungæðisháttur. Ég vann mín störf við kennsluna eins og ég taldi réttast. Og það hafa þeir ef til vill skilið betur, er frá leið“. Kennarastarfið er alltaf, jafn- vel þegar bezt lætur, erfitt og vandasamt starf, en einkum held ég það eigi við um kennslu í stærðfræði og þá ekki hvað sízt á þeim tímum, er hér um ræðir, og alllengi á eftir. Ég hygg, að ^ dómur Brynleifs Tobiassonar yf- irkennara um Sigurð og kennslu hans sé nokkuð réttur. Hann seg- j ir (Minningar úr menntaskóla, bls. 296): „Tíminn var lítill, sem til þeirra (þ. e. stærðfræði og náttúrufræði) var ætlaður. Var því mjög erfitt verk að kenna stærðfræði á þeim tíma í skól- anum. En undraþolinmóður fannst mér Thoroddsen við þessa mörgu „gatista" í stærðfræðinni. Kennsla hans var áreiðanlega í mjög góðu lagi“. Sjálfur naut ég kennslu hans öll mín skólaár að einu undanskildu. Hef ég ekki nema gott eitt um hana að segja. Fyrstu árin leiddist mér heldur stærðfræðin, enda fremur léleg- ur í henni, en eftir því sem ofar dró í skólanum, fór mér að ganga betur, og í efstu bekkjun- um þótti mér stærðfræðin með skemmtilegri greinunum. Hlýtur kennarinn vissulega að hafa átt einhvern þátt í því. Ég hef fjölyrt nokkuð um kennslu Sigurðar, enda var hún aðalæfistarf hans, í 31 ár. Hann var yfirkennari 1921 til 1935, þegar hann lét af kennslu fyrir aldurs sakir, þó að heilsan væri þá enn ágæt. Ég var samkenn- ari hans um 11 ára skeið, og gazt mér því betur að honum eftir því sem ég kynntist honum betur. Sá ég þá, hve góðviljaður hann var, traustur og samvizkusamur. Ég minnist ávallt hins góðlátlega, glettnislega bross hans. Sigurður var tæplega meðal- maður á hæð, en „þéttur á velli og þéttur í lund“. Hann var ákaflega snöggur og snar í öllum hreyfingum, og komu ákafinn og fjörið einnig fram í röddinni, því að hann varð oft mjög fljótmælt- ur. Gat hann því stundum virzt ókunnugum stirðlyndur og stutt- ur í spuna, en við nánari kynni kom í Ijós, að þarna var hið mesta góðmenni og stakur sóma- maður, er ekki mátti vamm sitt vita. íþróttamaður var hann með afbrigðum. Mátti sjá hann sveifla sér léttilega á skautum á Tjörn- inni langt fram á elliár. Jafnvel þegar hann var orðinn sjötugur, var hann í flokki nokkurra kenn- ara, er iðkuðu leikfimi, og var þar meðal hinna fremstu, hljóp jafnvel yfir bandið í 1,3 metra hæð. Auk áðurnefndra starfa hafði ÞEGAR Sigurður Thoroddsen lauk prófi við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn 1891 lagði hann fyrstur íslendinga á braut verk- fræðinnar. Hann fékkst fyrst í stað skamman tíma við verk- fræðistörf í Danmörku og fór síðan til Noregs til þess að búa sig undir störf þau, er hann hafði hug á að taka að sér á íslandi, en á miðju ári 1893 gerist hann lands verkfræðingur og hefur með höndum aðallega stjórn vega- mála, og því embætti gegndi hann til 1905, er hann tók við kennarastöðu við Menntaskól- ann. Er Sigurður Thoroddsen hóf starf sitt, var hér lítið um verk- legar framkvæmdir, vegir því nær engir og aðeins ein brú úr varanlegu efni, hengibrúin á Ölf- usá, auk nokkurra smátimbur- i brúá. Starfsskilyrðin, er hann j átti við að búa, voru gerólík ! þeim, er síðar urðu og enga I reynslu var við að styðjast. Til verkstjórnar kunnu menn fátt og naumast voru nokkrir lærðir iðnaðarmenn. En Sigurður Thor- oddsen hóf starf sitt af áhuga og snerist ótrauður að viðfangsefn- unum, sem biðu hans og erfið- leikunum, sem á þurfti að sigr- ast. Fjárveitingar voru smáar, en brátt vaknaði nokkur árugi alþingis og stjórnar fyrir bætt- um samgöngum og voru á starfs- árum hans byggðar nokkrar stórbrýr, sem sumar standa enn, svo sem á Jkulsá í Axarfirði, Blöndu, Örnólfsdalsá og Lagar- fljót, en aðrar stóðust tímans tönn fram til síðustu ára og þá miklu þungaumferð, sem engan gat þá órað fyrir, svo sem gömlu brýrnar á Ölfusá, Þjórsá og Hörgá i Eyjafirði. Einnig voru á þessu tímabili byggðar allmarg- ar timburbrýr, sem bættu úr brýnustu þörfum. Þá var og haf- in vegagerð á mörgum aðalleið- um. Ómetanlegt gagn varð að fram- kvæmdum hans. Þessar glæsi- legu brýr á þess tíma mælikvarða og fyrstu akvegakaflarnir, urðu sá vísir til framfara í sveitum landsins, sem síðar hefur verið aukið við, juku álit verklegrar menningar í landinu og urðu mikilvæg hvatning til marghátt- aðra umbóta. Má nærri geta, að verk þessi hafa gefið hinum unga verkfræð- ingi ærið að starfa, þar sem hann með litla reynslu átti að stjórna þessum framkvæmdum og með lítilli og ófullkominni aðstoð verkstjóra og smiða, er aldrei höfðu að slíkum verkum unnið. Einnig bar þá á bæði vantrausti á tæknimenntun yfirleitt, ýms- um þótti brjóstvitið traustara eða töldu sjálfsagt að leita til út- landa um leiðsögn í þessum mál- um. Hann varð því sannkallað- ur brautryðjandi á þessu sviði og er í rauninni mikil furða, hve miklu varð áorkað á þessu 12 ára tímabili við þau erfiðu starfsskil- yrði, er hann átti við að búa. Hann kaus því að hverfa frá þessu starfi og að kennslu í þeirri námsgrein, stærðfræðinni, sem er undirstaða allrar tækni- menntunar og hefur þannig um 30 ára skeið búið í haginn fyrir meðal annarra nemenda, einnig allra íslenzkra verkfræðinga sem á þeim árum stunduðu nám í, Menntaskólanum. — Jafnframt hafði hann í sumarleyfum með höndum ýmis verkfræðistörf fyrir Reykjavíkurbæ og aðra. Hann var jafnan mikilsvirtur meðal félaga og nemenda, enda var hann maður mjög virðuleg- ur og hreinlyndur í framkomu. Er hann varð áttræður, var hann kjörinn heiðursfélagi Verkfræð- ingafélags íslands, og var við það tækifæri m. a. þannig farið orð- um um störf hans: „Ómetanlgt gagn hefur orðið að verkum yð- ar. Þau hafa aukið álit verklegr- ar menningar í landinu og orðið þjóðinni hvatning til framfara. Þér hafið rutt braut fjölmennri stétt verkfræðinga, er vottar yð- ur fyllstu virðingu sína“. Geir G. Zoega. 15 námsgreinar kenndar í IMámsflokkum R.vikur NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur, þessi vinsælu kvöldnámskeið Reykvíkinga, eru enn að hefja starfsemi sína. Síðastliðinn. vetur stunduðu rúmlega 800 manns nám þar. Stendur yfir innritun. í skólann núna og virðist þátttakan ætla að verða mikil. VIÐTÆK TUNGUMÁLAKENNSLA Ágúst Sigurðsson skólastjóri I um og vélritunarflokkunum eru [ vélar til afnota fyrir nemendur. KVÖLDKENNSLA skyrði Mbl. svo fra, að í veturi „ . „ , , . .... .. ’ • , Kennsla fer fram a kvoldin kl. verði kenndar 15 namsgremar í i-voa j •* , * •* AT, , .. , , ,i7,45—10,20, enda er við það mið- Namsflokkunum, flestar bæði ii * * • .. ,.. , , að, að vinnandi folk geti sott byrj endaf lokkum og flokkum' * , . . . , , , , . i namskeiðm til að auka menntun .............— ............. fynr þa sem lengra eru kommr. I.na Qg starfshæfni Hafa þátt_ Sigurður á hendi ýmis önnur i ° arnir erri Þessir. s enz a, tahen(jur ag jafnaði verið af öll- trúnaðarstörf. Hannvar umhríð,°g 1 erlendum tungumalum norska, danska, enska, þýzka, verkfræðingur Reykjavíkurbæj- fransk; spænska.' í fasteignanefnd Rvikur og Enskan um aldri, en flestir þó 15—30 ára. i Vegna þess, hve aðsókn er lóðamatsnefnd. Bæjarfulltrúi var hann 1900—1906. Hann var heið- ursfélagi Verkfræðingafélags ís- lands og Taflfélags Rvíkur. Sigurður kvæntist árið 1902 eftirlifandi konu sinni, Maríu Kristínu, dóttur Valgarðs Claess- ens kaupmanns og síðar landsfé- hirðis. Hefur hún staðið dyggi- lega við hlið manns síns í öll þessi ár í blíðu og stríðu. Þeim hjónum varð sex barna auðið, 1 þriggja dætra og þriggja sona, er öll eru á lífi. Synirnir eru: Valgarð, rafveitustjóri í Hafnar- firði, Þórður Jónas, fulltrúi hjá borgarfógeta og Gunnar borgar- stjóri, en dæturnar eru: Sigríð- ur, gift Tómasi Jónssyni borgar- ritara, Kristín Anna, gift dr. Kress og Margrét, gift Einari Egilssyni skrifstofumanni. Hinir mörgu nemendur Sigurð- ar, yngri sem eldri, og samstarfs- menn munu ávallt minnast hans með hlýjum og þakklátUm huga. Kristinn Ármannsson. ... mikil að Namsflokkunum, þarf verður kennd í flokkum fynr 5 ,, * ekkert kennslugjald að greiða mismunandi þekkingarstig, en' nema innritunargjaldið, sem er ii >• r ii p iiuiiia iiiiiiiiuiiaitjaiwiu, aciu Cl auk þess verða serflokkar fyrir nokkuð mismunandi fyrir hverli verzlunarfolk, sjomenn og ferða- f]okk> 40_80 kr Lýkur innritua í Námsflokkana á morgun. VERKLEGAR GREINAR Námsflokkar eru einnig í bók- færslu, þar sem kennd er notkun reiknivéla, reikningi, vélritun,! sálarfræði, upplestri, sniðteikn- ingu, kjólasaum, barnafatasaumi, ■ útsaumi og föndri. NÝR FLOKKUR STOFNAÐUR Sniðteikning er nýr flokkur, sem er ætlaður konum, sem eru keppni, og eru þátttakendur 64. æfðar í vélsaumi og vilja læra J Eftir fyrstu umferðina eru að sníða. En starfsemi Náms- þessar efstar: Dóra Magnúsdóttir flokkanna er þannig háttað, að 118 stig, Eggrún Arnórsdóttir ef nokkrir menn taka sig saman 114 stig, Sigríður Sigurgeirsdótt- Einmenníngskeppni Bridgefélðgs kvenna BRIDGEFÉLAG kvenna hólt vetrarstarfsemi sína s.l. mánu- dagskvöld með einmennings- og vilja læra einhverja grein, þá verður stofnaður námsflokkur í henni. Þannig geta menn fengið að læra t. d. fleiri tungumál, en ir 110, Sigríður Jónsdóttir 105, Kristrún Bjarnadóttir 105 og Herdís Brynjólfsdóttir 103 stig. Önnur umferð verður spiluð nefnd voru. I vélsaumsflokkun- n.k. mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.