Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður ,42. árgangur ?29. tbl. — Laugardagur 8. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins ( l Danska herskipið „Hrólfur kraki" liggur hér við hafnargarðinn í Klakksvík, og danskir lögreglumenn hafa að mestu rutt mann- fjöldanum af hafnargarðinum. Beint upp af hafnargarðinum liggur skrifstofa hafnarstjórans Fischer-Heinesen, sem sakaður er um að vera potturinn og pannan í óeirðunum í Klakksvík. Lögreglumennirnir hafa nú hreiðrað um sig á hafnargarðinum, þar sem Klakksvíkingar eru vanir að fara á skemmtigöngu. Hafnargarðurinn er miðdepill viðburðanna í Klakksvík. Upp að þessum hafnar- garði leggst alltaf skip rikisumboðsmannsins, þegar hann kemur til bæjarins. Hin langvinna deila Klakksvikinga við færeysku landstjórnina hófst hér fyrir 2—3 árum, þegar þáverandi ríkisum boðsmaður Vagn Hansen var rekinn á flótta af miklum mann- f jölda. Nú ráða danskir lögreglumenn lögum og lofum á „Strikinu" í Klakksvik. <&- Tveir danskir lögreglumenn í Klakksvík með lögregluhund á milli sín. Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Klakksvík í dag, og hefur ckkert frétzt um fleiri handtökur. Þeir, sem handteknir hafa verið, eru enn um borð í „Hrólfi kraka" þrátt fyrir kröfur verjenda þeirra um, að þeir verði fluttir í fangelsið í Klakksvík. Paasikivi ber f ram lillögu í f innska þlnginu um aðild Finna að NorSurlandaráði Helsingfors, 7. okt. — Reuter-NTB. PAASIKIVI Finnlandsforseti lagði í dag fram tillögu um, að Finnland gerðist aðili að Norðurlandaráðinu. í tillögunni segir, að Finnar hafi áður tekið mikinn þátt í norrænni samvinnu. Mark- mið Norðurlandaráðsins er að efla norrærrt samstaf, þó að það sé aðeins ráðgefandi stofnun, hafa störf þess verið mjög mikilvæg. Með því að taka þátt í starf- þessu samötarfi, og einnig styrki semi ráðsins gefist Finnum meiri aðild Finna þau bönd, sem tengt kostur á að láta til sín taka í Framh. á bla. 9 BandarísJki rithöiund- urinn Faulkner vænt- aniegur til ísiands Hann trúir ekki á innblástur: Hver rithöfund- ur skrifar samkvæmt lífsreynslu sinni París 7. okt. HINN frægi bandaríski skáldsagnahöfundur William Faulkner er bráðlega væntanlegur til íslands. Hann er nú á ferð um- hverfis hnöttinn, og kemur hingað frá Bretlandi. Ræddi hann um för sína umhverfis hnöttinn við blaðamenn í París í dag. * SOKN KVENNA TIL METORÐA OG MANNVIRÐINGA Eitt það markverðast, sem orð ið hefir á vegi mínum í öllum löndum, sem ég hefi heimsótt í þessari för, er viðleitni kvenna til að afla sér sjálfstæðrar stöðu í þjóðfélaginu og bæta hag sinn, sagði Faulkner í viðtalinu. — Faulkner er Nóbelsverðlauna- hafi, og á búgarð í Missisippi- fylki í Bandaríkjunum, þar sem hann hefir aðalaðsetur sitt. Síðasti áfangastaður hans í þessari för er ísland, en hann hefir nú farið um alla Asíu, Litlu-Asíu og Vestur-Evrópu. — Faulkner hefir rætt við fjölda manns í löndunum, sem hann hefir farið um, og einkum sótzt eftir að hitta ungt fólk til að kynnast vonum þess og löngun- um. • • • „Alls staðar eru konurnar að reyna að skapa sér fyllra líf. Þær reyna að fá hjálp við heimilis- störfin til að geta sinnt áhuga- málum sínum", sagði hinn frægi rithöfundur. Hann sagði, að jap- anskar konur hefðu spurt hann margra spurninga um líf kvenna í Bandaríkjunum, og vildu þær einkum fá að vita, hvort þvotta- vélar, ísskápar og aðrar slíkar nýjungar veittu þeim aukin tæki- færi til að lifa fjölbreyttara lífi. Aðalviðkomustaðir hans á ferðinni voru: Manila, Tókíó, Karachi, Kaíró, Neapel, Róm, Mílanó, Munchen og París. Mun hann dveljast í Lundúnum nokkra daga, áður en hann held- ur til íslands. Framh. aí bls. 9 Faure í kílpu? París, 7. okt. Reuter-NTB. PIERRE JULY, franski ráð- herrann, sem fjallar um mál- efni Norður-Afríku, varð i dag að segja af sér ráðherraembætt- inu. — Hafði klofningsflokkur Gaullista krafizt þess. Neitaði July fyrst í stað að segja af sér en varð að beygja sig fyrir flokknum. Líklegt þykir, að sömu j örlög bíði flokksbróður hans, Pierre Billotte, sem nýlega tók við stöðu varnarmálaráðherra. Hafði Pierre König áður gegnt þeirri stöðu. Hefur þess verið krafizt, að Billotte segði af sér, en hann hefur neitað að verða við þeirri kröfu, og er nú farinn til franska Marokkó til viðræðna við Latour landsstjóra, og er auðsjáanlega ákveðinn í að sitja sem fastast í ráðherraembættinu. Lýsti Billotte yfir því, að hann væri í öllum aðalatriðum sam- þykkur stefnu stjórnarinnar, og honum þætti það sýna ábyrgðar- leysi að láta sæti varnarmála- ráðherra óskipað eins og sakir stæðu. ' Þannig horfðu málin, þegar umræður voru aftur hafnar um Marokkó í franska þinginu síð- degis í dag. Hin skyndilega för Billottes til Marokkó hefur auk- ið þá spennu, sem ríkt hefur í franska þinginu undanfarna daga ! — einkum eftir að klofnings- flokkur Gaullista ákvað að láta ráðherra sinn, Pierre July, fara frá. I Faure er nú í mikilli klípu. Hann á ekki lengur vísan stuðn- ing þjóðveldismanna (hinna sanntrúuðu Gaullista), og nái . framkvæmd stjórnarbóta í Mar- okkó ekki fram að ganga innan skamms, getur hann ekki búizt við að halda stuðningi jafnaðar- Ímanna. Utanríkisráðherrann Pinay tel- ur, að stjórnarkreppa geti haft mjög alvarlegar afleiðingar vegna fyrirhugaðs utanríkisráð- herrafundar í Genf. Líklegt þyk- ir, að Pinay kunni að geta talið |nokkra óháða repúblikana á að fylgja stefnu stjórnarinnar. I Stjórnarkreppa getur einnig haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir aðgerðir stjórnarinnar í Marokkó, og sennilega yrði þetta atriði helzt til þess að hvetja franska þingið til gætni. j Umræður í franska þinginu í j dag voru mjög heitar, og hefur j því engin breyting orðið á „and- rúmsloftinu" frá því í gær. Faulkner: „Ég er bóndi ekki rifhöfundur." Alþingi sett í cíag ALÞINGI kemur saman til reglulegs fundar í dag. Hefst þingsetningarathöfnin meS guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1,30. Sr. Kristján Bjarna- son, Reynivöllum, prédikar. Að guðsþjónustunni lokinni setur forseti íslands Alþingi. CASABLANCA, Marokkó: — Franskir embættismenn hafa við urkennt — að vísu ekki opinber- lega — þann orðróm, að útlend- ingaherdeildin hafi banað um 15 þús. Berburn í hernaðaraðgerðum frönsku hcrsveitanna eftir blóð- baðið 20. ágúst við Oued Zem, en þá drápu innfæddir um 50 Frakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.