Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 42« árgangur 230. tbl. — Sunnudagur 9. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Butler segir: Við skerum rósirnur — og fúum betri blóm Stórfækkun í hernum! BUTLER fjármálaráðherra Breta setti, á fimmtudaginn, árs- þing brezka íhaldsflokksins í Bournemouth. í ræðu er hann hélt sagði hann, að nú væri nauðsyn fyrir Bretland, „að skera rósirnar til þess að fá stærri og betri blóm svo að við getum keppt við erlend ríki.“ Alþingi hefur störf sín Var sett með virðulegri athöfn í gær * • Forseti fslands setur Alþingi. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. AL Þ I N G I var sett í gær. Hófst þingsetningin með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Þar flutti séra Kristján Bjarnason, prest- Ur á Reynivöllum í Kjós prédikun. Ræddi hann m. a. um, að mannlegar þarfir væru margar og fulltrúar þjóðarinnar þyrftu að leysa úr mörgum vandanum. En eitt væri þó fyrst og fremst naúðsynlegt: Kristin trú og hugarfar. Þangað yrði hin íslenzka þjóð að sækja styrk og úrræði í baráttu sinni fyrir tilverunni og ýmislegum vandkvæðum er að henni steðjuðu. Séra Kristján Bjarnason lauk ræðu sini með því að biðja starfi þings og stjórnar guðs blessunar. Guðsþjónustunni lauk með því að þjóðsöngurinn var sunginn. I ALÞINGISHÚSINU Síðan var gengið til þinghúss- ins. Forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson las forsetabréf er stefndi Alþingi saman til fund- ar. Lýsti hann því síðan yfir að þingið væri sett. Flutti forseti síðán stutta ræðu. Að henni lok- initi risu þingmenn úr sætum og minntust fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi. Aldursforseti þingsins, Jörund- ur Brynjólfsson tók þvínæst við fundarstjórn. Minntist hann fyrst látins þingmanns og ráðherra, þeirra Jóhanns G. Möllers og Jó- hanns Sæmundssonar. Risu þing- menn úr sætum til virðingar við minningu hinna látnu manna. MARGIR ÓKOMNIR TIL ÞINGS Margir þingmenn voru ókomn- ir til þings. Munu sjö eða átta þeirra vera staddir erlendis, þar á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson og-dr. Kristinn Guðmundsson. En þeir munu allir væntanlegir heim í byrjun næstu viku. Á morgun munu forsetakosn- ingar fara fram í Sameinuðu þingi og þingdeildum. RÆÐA FORSETA ÍSLANDS Hér fer á eftir ræða sú, sem forseti íslands flutti við þing- setninguna: HINN 10. september síðastliðinn var gefið út forsetabréf, svo hljóð- andi: „Eg hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi 1955 skuli koma saman til fundar laugar- daginn 8. október n.k. Um leið og ég birti þetta, er öllúm, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Al- Frh. á bls. 2. □-------------------------n 2 ný iiHelli í gær MBL. átti í gær tal við borgar- lækni, dr. Jón Sigurðsson, og fékk þær upplýsingar að ekki hefðu fleiri lamazt af mænuveiki þá um daginn. Tilkynnt voru 2 ný sjúkdómstilfelli. ★ SAMNINGAR GERÐIR í henni segir, að samningur hafi verið undirritaður við Glenn Martin flugvélaverksmiðjurnar í Kaliforníu og samkvæmt þeim samningum á verksmiðjan að smíða tæki það er þarf til að skjóta grefitunglinu af stað. Annar samningur hefur verið gerður við General Electric, en það firma á að smíða rakettu- mótor, sem nota á til þess að knýja gervitungilð frá jörðu. ★ UMHVERFIS JÖRÐINA Á 1—2 TÍMUM Þó ekki hafi verið endanlega teknar ákvarðanir um stærð Danskt blað: Lögreglulið í Klakksvík íran yfsr jól KAUPMANNHÖFN 8. okt.: — Kvöldberlingur segir að jafnvel hinir æstustu Klakksvíkurbúar liafi nú gefizt upp í barátlunni — og nú sé með öllu hætt að hvetja fólk til baráttu við yfir- völdin. Hættan á mótspyrnu sjó- mannanna, sem menn óttuðust svo mjög, virðist nú liðin hjá. Alls staðar virðast menn orðnir þreyltir á læknadeilunni og af- leiðingum hennar. Lögreglan framkvæmir ná- kvæmar yfirheyrslur yfir þeim er grunaðir eru um að standa fyrir óeirðunum. Búizt við fleiri handtökum á mánudag- inn. Talið er að lögreglulið verði í Klakksvík þar til fram yfir jól. — Páll. 54,28 í kringlukasti Á INNANFÉLAGSMÓTI, sem fram fór á íþróttavellinum í dag, setti Þorsteinn Löve nýtt glæsilegt ísl. met í kringlukasti. Kastaði hann 54,28 metra, en gamla metið átti Hallgrímur Jónsson og var það 52,18 m. Afrek Hallgríms varð til þess að ísland komst á skrá nieðal Evrópu þjóða á sviði frjálsra íþrótta. Var Hallgrímur í 8. sæti kringlukastara Evrópu. Afrek Þorsteins eykur mjög hróður íslands, enda er þetta 5. bezta afrek sem Evrópumað- ur hefur unnið í kringlukasti í ár. Betri en Þorsteinn eru aðeins Tékki, tveir Rússar og ítali. gervitunglsins eða lögun, og víst sé að hann verði ekki stór, þá muni hann samt rúma mörg mik- ilsverð tæki og því verður hægt að stjórna með þráðlausum tækj- um frá jörðu. Ráðuneytið segir, að hraði gervitunglsins verði það mikill, að það gæti farið umhverfis hnöttinn á einum til tveim tím- um. Gervitunglið mun er það er komið á ákvörðunarstað utan gufuhvolfsins vera 300 km frá jörðu. Smám saman færist hann nær gufuhvolinu, sogast inn í það og þar verður núningsmótstaðan svo mikil að hún mun gera gervi- tunglið að engu. ★ VINNA OG FÓRNIN Mín skoðun er í höfuðatrið- um sú, sagði Butler, að það verð- ur að vera með vinnu og fórnum, sem við finnum og náum tökum á bjargráðunum. • • Olþorsti i Nvipjoo S'TOKKHÓLMI—NTB: — Frjáls sala áfengis og sterks öls hófst í Stokkhólmi á mánudaginn var. — Fréttamenn segja að hún hafi tek izt nærri því of vel. Margar millj. flaska hafa selzt. Gífurlegur lag- er af erlendu öli er nær uppseld- ur og einkasalan sænska hefur sím leiðis beðið aðila þá, er hún verzl ar við erlendis, að senda meira þegar í stað. Lögreglan segir að handtökum hafi fjölgað — þó aðeins í Stokk- hólmi og Gautaborg, en ekki t. d. í Malmey. Stokkhólms-lögreglan 1 segir, að hún hafi átt í viðureign við „gamla viðskiptavini“ — en fáir unglingar eru meðal þeirra, sem handteknir hafa verið fyrir ölvun. Lögreglan segir að hand- tökurnar hafi átt sér stað síðla dags og á kvöldin, en ekki á næt- urna, eins og áður. Búizt er við að sala sterks öls minnki mjög næstu daga, þegar menn hafa svalað fyrsta ölþorstan um. Frá Kaupmannahöfn berast þær fréttir að Svíar hafi pantað mik- j ið magn af dönsku öli og eru mikl- [ ar annir í dönsku ölverksmiðjun- um. Á fimmtudaginn sendi Carls- berg og Tuborg samtals 425 þús- und flöskur öls með lestum til Sví- þjóðar. Stjórnmálafréttaritarar segja að af ræðu Butlers megi ráða að stjórn íhaldsflokksins muni skera fjárframlög til varnarmála veru- lega niður. ★ EKKI SKÖMMTUN OG LEYFI Butler sagði fyrrnefnd orð eftir að mjög harðar umræður höfðu átt sér stað, miðað við það að þær fóru fram á þingi íhalds- flokksins, sem venjulega er mjög rólegt. Höfðu margir ræðumenn lýst óánægju sinni vegna hinnar sívaxandi verðbólgu, sem ógnaði efnahag landsins. Butler sagði að Bretar mundu ekki aftur hverfa að skömmtun- ar- og leyfafyrirkomulags, en myndu þess í stað reyna að finna milliveg milli hins „öfgafyllsta einkaframtaks og hins drepandi skrifstofubákns þar sem ríkið hefði nefið niðri í öllu“. 'k Þessi orð Butlers voru töl- uð á fimmtudag. í dag talaði Eden, forsætisráðlierra, og boðaði þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að fækka í brezka hernum um 100 þús. menn fyrir lok 1957 og 170 þús. menn fyrir lok 1958 eða meira en um fimmtung. Jazzhátíð í Moskvu ÁFORM eru nú uppi um það, að halda gróflega mikla „jazzhátíð“ í Moskvu og er í ráði að þangað fari 60 bandarískir hljómsveitar- menn. Bandarískur maður dvelur nú í Moskvu við samningagerðir þar að lútandi. — Reuter. Höggmynd sú er ríkisstjórnin keypti nýlega af Nínu Sæmunds- son, hefur nú verið sett upp í anddyri Þjóðminjasafnsins. Nærri 20 ár eru síðan listakonan gerði þessa mynd. Hefur hún verið sýnd víða erlendis og hlotið mikið lof listgagnrýnenda. Listsýn- ing Nínu er opin daglega í Þjóðminjasafninu kl. 1—10 síðdegis. □--------------□ Byrjað á smfði gervitungls Washington — Frá Reuter. BANDARÍKJAMENN hafa nú hafið smíði fyrsta „gerfitungls- ins“, sem þeir hyggjast skjóta út fyrir gufuhvolf jarðar. — Hefur landvarnaráðuneytið bandaríska gefið út tilkynningu um I þetfa. — •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.