Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 9. okt. 1955 Frá setningu Alþingis Framh. aí bta. 1 ... þingi sett að lokinni guðs^jþn- ustu í dómkirkjunni, %r hefst kl. 13,30. Gjört í Reykjavík, 10, sept. ’55 Ásgeir Ásgeirsson. (L. S.). ' Ólafur Thors. y Samkvæmt bréfi því sem ég hef BÚ lesið, lýsi ég yfir því, að Al- Jþingi Islendinga er sett. Frá því er Aiþingi var stofnað, «ru nú 1025 ár. Frá því er Alþingi var endurreist og kom saman að *»ýju fyrir 110 árum er þetta 90. eamkoma þess, en frá því að það fékk aftur löggjafarvald fyrir 81 ári, er þetta þing hið 75. í röðinni, «n 58. aðalþing. Á því sumri, sem nú er senn lið- ið, hefur verið einna tíðræddast um óþurrkana miklu og langviðrin á Suður- og Vesturlandi. En fyrir nokkrtim árum gekk sams konar hallseri yfir Norður- og Austur- land, og fylgdi þá harðindavetur ðþurfkasumri. Á einum sex árum hafa því allar sveitir landsins að kalla fengið að reyna þá mestu óþurrka og erfiðustu heyskapar- tíð, sem orðið getur á voru landi. Og lengur þó hefur síldarafli brugðist hv.ert sumar af öðru, og varðar það hag flestra, sem bjarg ast við sjávarafla. Hallæri má að nokkru leyti telja í tölum, en þó er hitt ekki síður hugraun fyrir þá, sem eiga sitt undir sól og vinai, að sjá lítinn árangur undir- búnings og allra starfa sinna um Bjálfan bjargræðistímann. Hugul- inn hrekst eins og heyið. Þetta er ekki nýtt í sögu landsins, og í Konungsskuggsjá, sem rituð er fyr ir sjö öidum stendur svo: „Það er ©g stundum að jörð gefur ýrinn ávöxt og góðan, og mega menn þó ekki njóta, því óáran er í lofti, og Bpilla veður öllum ávöxtum i þann tíma, er hirða skyldi.“ Vér þekkjum öll hallærissögu fyrri alda: heyleysi, ýmist af gras bi’esti eða óþurrkum nema hvort tveggja væri, skepnufellir og loks vergangur og manndauði. Um það eegir í Konungsskuggsjá: „Svo kann og stundum að verða, að all- ir ágallar berist í senn .... og ná- lega mun vera kallað lanclsauðn, ef allir koma í senn og standa þrjá vetur.“ En það sem nú er nýtt er það, hvefnig hallæri kemur nið- ur á almenningi og hvernig afleið ingum þess verði afstýrt við hina nýju búnaðartækni, auknar sam- göngur, og raunar gerbreytt þjóð- skipulag og þingstörf. Það hafa margar plágur herjað þessa þjóð, heyleysi, aflabrestur, hafís, jarðeldar og pestir, auk er- lendrar ánauðar, en af henni leiddi margra alda verzlunar- og verðlagshallæri. Nú er þ.jóðin sjálf stæð og verzlunin innlend. Drep- sótti r ná aldrei aftur sínum gömlu tökum. Við jarðelda ræður enginn, en þó er þess gott að minnast, hvernig tekið var með samhjálp ©g sjálfboðavinnnu á móti síðasta íiskufalli. Hafísinn hefur enn ekki heimsótt nýja tímann, og væri ekki úr vegi, að það væri athugað í tæka tíð, hvernig honum skuli mæti með vopnum nútímans, því i nægilega skilmerkilegar lýsingar J eru til á því hvernig hann hefur J hagað sér og hans fylgifiskar, til þess að byggja á því trausta vam aráætlun. Viðureignin við óþurrka og afla brest mun Iengi standa, og þó er ekki sambærileg aðstaða þjóðar- inha. nú við það, Rem var fyrr á oldum. Landhelgin hefir verið etækkuð og vel búin veiðiskip eækja nú um allan s.ió. Gamlar og nýjar aðferðir við heyþurrkun munu breiðaat óðfluga út eftir reynslu síðasta sumars, og það má kaila merkilegt, að ekki skuli verr hafa farið en raun er á, eft- ir svo látlausan vatnsaga. — Vér erum þess allir fullvissir, að Al- þingi muni takast að greiða svo ú r m.eð skipulagning og stuðníngi, að e? cki verði talað um hallærisá- etand í hinni gömlu merkingu. Eg gát þéss áðhn, að þjóðskiuu- Frá þingsetningarræðunni í gaer. lag og þingstörf er í mörgu ger- breytt fyrir stöðuga þróun, þó ekki verði það kölluð bylting, nema borið sé saman upphaf og endir nokkuð langs tímabils. Hugsunar- liátturinn hefir breytzt með batn- andi hag. Samstarf þegnanna er orðið mikið og margbreytilegt. Af- skipti Alþingis af ræktunarmálum, útvegsmálum, rafmagnsmálum, byggingarmálum og tryggingamál- um, svo aðeins fátt sé talið, eru tákn hins nýja tíma. Það, sem gert er til að fjölskyldur geti bet- ur bjargazt og eignarrétturinn verði almennur, er unnið fyrir þjóð arheildina. Þó að oft séu átök hörð á liðandi stund, þá hefir reynzt svo um flesta meiri háttar löggjöf síðustu áratuga, að engir vilja stíga sömu sporin aftur á bak. Og á sama hátt er nú jafnan sinnt ýmsum óvelkomnum viðfangsefn- um, þegar að kreppir h.já einstök- um héruðum eða atvinnugreinum, því að alltaf er styrkur betri en hrun. „Styrkur" er máske ekki vinsælt orð, en ætti þó að vera það, þegar þjóðfélagið styrkir sig sjálft um leið og það styður aðra. Styrkir eiga stundum ekki saman nema nafnið. Þegar t. d. veittir eru styrkir á mestallan útflutning í einhverju formi, þá eru það í raun inni atvinnuvegirnir ,sem styrk.ja sig sjálfir. Stjóm og þing hefir þar úthlutunina, sem á allan hátt er þó miklu flóknari en gömlu hlutaskiptin voru þegar formaður inn sneri sér undan og sagði: — „Hver skal þar?“ í nútímaþjóð- félagi er hvort tvegg.ja hættan til, að misskipt sé og að úthlutað sé meiru en aflað er, og á ég þar við allar meiri háttar fjárhagsákvarð anir, hvort sem þær eru teknar af þingi, stjórn, samtökum ein- staklinga eða sjálfstæðum stofnun um. Hagkerfið hefir sín lögmál, sem ekki verða brotin, án þess að afleiðingin verði nokkurs konar hallæri, sem ekki verður rakið til náttúruafla, heldur vanhyggju eða kapps þeirra, sem með málin fara. Eg legg engan dóm á núverandi ástand eða úrræði. Hér verður jafnan nokkur ágreiningur, og meðalhóf vandratað, en bjargast, ef engin óáran er í mannfólkinu sjálfu. Eg er þeirrar trúar, að þó að mörg viðfangsefni séu flókin í nú- tímaþjóðfélagi og erfið viðfangs, að þá sé oss íslendingum sízt verr trúandi en öðrum stærri þjóðum til að leysa þau. Það er ánægju- efni, hvað áunnizt hefir í viður- eign við gamlar landplágur, og í löggjafarstarfi síðustu áratuga er skýrt samhengi og stefna. Hjá fá- mennri þjóð á margt að verða ein- faldara og auðskildara en í fjöl- menninu, og þó hrjúft kunni að vera á yfirborðinu, þá er samhug- urinn ríkur undir niðri, og lwöt- in sterk til að skapa göfugt og glæsilegt þ.jóðlíf í landinu. Að svo mæltu árna ég Alþingi allra heilla í störfum sínum og bið alþingismenn að minnast ættjarð- arinnar með því að rísa úr sæt- um. Samkvæmt 1. gr. þingskapa ber nú aldursforseta að st.jórna fundi, þar til er kosning forseta samein- aðs þings hefir farið fram. skó!a Akraness AKRANESI, 8. okt: — Barna- skóli Akraness var settur laugar- daginn 1. okt. í kirk.junni. — Njáll Guðmundsson, skólastjóri, setti skólann með ræðu. 460 börn eru nú í skólanum og er þeim skipt niður í 19 deildir. Allir aldursflokkar eru þrískiptir nema 7 ára aldursflokkur, sem er fjórskiptur. 12 fastir kennarar starfa við skólann auk skólastjóra. I haust voru þrír nýir kennarar settir við skólann, Ólína Jónsdótt- ir, Rósa Guðmundsdóttir og Sig- rún Eiðsdóttir. Bauð skólastjóri ný.ju kennarana velkomna. Nýi barnaskólinn á Akranesi er fagurt og rúmgott hús, búið nýj- ustu kennslutækjum. Hann á tvær háfjallasólir, ljóslækningatæki, er Kvenfélag Akraness gaf. — Oddur Mikil smokkfiskaveiði er nú á Arnarfirði Bíldudal 8. okt. ' KOLKRABBAVEIÐI er nú mjög góð á Arnarfirði. Hefur húií þegar staðið í hálfan mánuð og eru yfirleitt allir bátar á sjð frá Vestfjörðum til að veiða smokkfisk, þessa ágætu tálbeitu á þorskveiðum. -----------------------®BÁTAK KOMA LANGT AÐ 1 Til smokkfiskaveiða á Arnar< firði hafa róið bátar af Bíldudal, Súgandafirði, Bolungarvík og ísai firði og frá fjölda annarra staða, Hefur jafnvel komið einn bátur úr Grindavíkinni. Þegar þeir hafai verið flestir, hafa 40—50 bátar stundað smokkfiskaveiðarnar. i m MIKIL VEIÐI Héðan frá Bíldudal eru allir S sjó, sem geta. Hafa bæði karlar og konur róið til veiða. Og mun vera búið að frysta um 40 tonU af smokkfiski hér á Bíldudal. 17 irumvörp Á FYRSTA samkomudegi Alþing is í gær var útbýtt 17 frumvörp- um. Eitt þeirra er fjárlagafrum- varj’ið og nokkur eru framlenging á ýmsum dýrtíðarráðstöfunum. -— En á listanum sjáum við m. a. eft irfarandi frumvörp: Frumvarp til laga um prent- rétt. Fjallar um ábyrgðarreglur prentaðs máls. Komi í staðinn fyr ir hina gömlu tilskipun um prent frelsi frá 1856. Frumvarp til iþróttalaga. — Er þetta endurskoðun á íþróttalögun- um frá 1940. Felur í sér ýmsar nýjungar. Frumvarp um breytingu á fræðslumálalöggjöf. Þar er gert ráð fyrir að til stofnunar einka- skóla þurfi meðmæli fræðsluráðs og að fastir kennarar við einka- skólana fái greidd laun úr ríkis- sjóði. IFrumvar-p til laga um heimild fyrir rikisstjórnina til að sel.ja Reyk.javíkurbæ eignina Laugar- nes. Frumvarp til laga um ríkisút- gáfu námsbóka. Með þessu er ætl- unin að koma fjárhagsgrundvelli námsbókaútgáfunnar í traust horf. Frumvarp um sálfræðiþjónustu í barnaskólum o. fl. Nýr rilsljóri Kristján Karlsson, rithöfundur, hefur nú tekið við ritstjórn Ár- bókar skáida i stað Magnúsar heitins Ásgeirssonar. Yæntanlegt er fyrir jól safn smásagna og þátta eftir ungu skáldin. Útgef- andi Árbókar skálda er Helga- fell. LÖMB f GÓÐUM HOLDUM Slátrun ev hafin hér á staðnum, Er hún miklu meiri en venjulega, sem m. a. stafar af því að engin fjárskipti eru nú. Lömbin eru S góðu meðallagi. _________________t Guðjón Einarston ! varaiorseti ÍSÍ 1 HIN nýkjölna framkvæmdastjórnl fSf hefir skipt með sér verkum, Guðjón Einarsson er varaforseti, Stefán Runólfsson ritari, Gísli ÓL afsson gjaldkeri og Hannes Þ. Sig urðsson fundarritari. — Forseti íþróttasambandsins er Benedikt G. Waage, kjörinn af iþrðttaþingi, Frá Hausfméfi Tafl- \ félags Reyfcjaríkur f DAG (sunnudag) verður ekki teflt ,en Pilnik teflir fjöltefli f Hafnarfirði. í Mótið heldur áfram á mánudagð kvöld kl. 7,30 og eigast þá við Bald ur Möller og Pilnik. Biðskákií verða tefldar á þrið.j udagskvöldið og þá teflt til úrslita milli Guð« mundar Pálmasonar og Pilniks. i Ferðamenn flykkjasi !i! Svaibarða OSLO—NTB: — Mikið hefur veí ið um ferðamenn á Svalbarða f sumar. Skip það er fer þangað frá Tromsö hefur í öllum ferðum sín« um í sumar, verið fullskipað og skipið Meteor sem fer frá Beigen hefur og flutt marga ferðamemi þangað — einkum ameríska. Til Svalbarða sækja menn mjög til veiða. Sýning Nínu Sœmundsson í SALARKYNNUM Þjóðminja- safnsins hefur myndhöggvarinn Nína Sæmunclsson opnað _§ýn- ingu á málverkum og nokkrum höggmyndum. Nína hefur verið búsett vestanhafs um fjölmörg ár og hefur unnið þar að list sinni. Hún er nú nýkomin til landsins, og er þessi sýning hennar önnur í röðinni hér heima, en hún hélt sýningu fyrir nokkrum árum í Listamannaskálanum. Mjög þröngt er um þessa sýn- ingu Nínu, og virðist hinn litli salur í Þjóðminjasafninu ofhlað- inn. Málverkin eru tvíhengd á veggina, en höggmyndirnar standa þétt á miðju gólfi og fá ekki notið þeirrar birtu, sem hoggmyndum er svo nauðsynleg. Eitt af verkum Nínu Sæmunds- son, „Móðurást", hefur prýtt Reykjavík í mörg ár, og þeir, sem upp eru aldir hér í bæ, hafa unnað þessu verki og dáð. Ég verð að játa, að þessi sýn- ing Nínu hreif mik ekki. Högg- myndirnar eru veigalitlar, en sumar hverjar gerðar í skemmti- leg efni. Óneitanlega saknar mað ur þeirrar orku, sem auðkennir verk sumra núlifandi, íslenzkra myndhöggvara, t.d. Ásmundar Sveinssonar og Sigurjóns Ólafs- sonar. Málverkið virðist vera lista- konunni fremur dægrastytting en alvara. Mólverk Nínu eru ekki þess eðlis, að maður taki þau há- tíðleg eða falli í stafi af hrifn- ingu. Fúslega viðurkennir úndir- ritaður að slík málaralist verkar á hann neikvætt og þar er s,aknað flests er gó.ð myndlist inniheLdur. Vaítýr Pétursson, SíáSiuí&kÍBM SSM’&iB Fluiningar á slálurfjárafurðum * ganga vel yfir Múlakvfs! ! Kirkjubæj arklaustri 8. okt. TÍÐARFARIÐ á þessu hausti ætlar nokkuð að bæta upp kalsa og votviðri sumarsins. Sláttulokin urðu góð, því að margir blíðií og bjartir þurrkdagar komu í síðari hluta september. Luku menis þá almennt heyskap sínum. Er heyfengur með minna móti bæði aíj vöxtum og gæðum. FJÁHFLESTA RÉTTIN I Fjárleitir byrjuðu 25. sept. — Heiðarrétt, sem er fjárflesta rétt- j in í sýslunni var 27. f.m. Daginn eftir hófst svo slátrun hér á Kirkjuhæjarklaustri og hefur hún gengið vel, það sem af er. j Hér er að jafnaði slátrað 500— 600 á dag. Áætluð sláturfjártala mun vera 12—13 þusiindir. Kr það fleira en nókkrn - slppiá §ður og helmingi fleira en s.l. haust, enda var þá mikið um lambaásetning ' og nokkuð selt í fjárskiptum. — Yfirleitt héfur fériu fjölgað hér all ört síðustu árin samfara auk< inni ræktun. i FLUTNINGAR GANGA YEL ' Flutningar á sláturf járafurðunj hafa gengið hindrunarlaust, þótt oft hafi verið allmikið vatn í Múlai kvísl. Sláturhússtjóri er Siggeit Lárusson oddviti í Kirkjuhæ. Tvö nýbýli er verið að byggjei hér á Síðunni, sem stendur. — E? annað á Fossi, en hitt á Skaftár« dal. Eru bæði íbúðarhúsin orðiri fokheld. Mun verða unnið að inn« anhússsmíði í vetur.’ -Á Fréttar, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.