Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Sunnuðagur 9. okt. 1955 Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 11 nam staðar og virti nánar fyrir sér hinn svívirðilega bréfsnepil. Hér hafði ekki verið með vopn- um vegið, og þó — þó hélt hann á einskonar vopni í höndunum, vopni sem valdið hafði dauða, bréfmiða sem virtist klipptur úr einhverju dagblaði. Greifafrúin hafði farið til fyrstu messunnar á Allrasálna- messu og sest, niðurlút og biðj- andi, í stólinn, sem tveimur öld- um áður hafði verið smíðaður handa fyrirrennurum hennar á greifasetrinu. Því næst hafði hún neytt altaris sakramentisins og loks opnað bænabókina, til þess að lesa „bæn irnar eftir altarisgöngu“. Maigret snéri miðanum í hönd- um sér og athugaði hann með stökustu nákvæmni. Honum virt- ist eitthvað kynlegt við útlit hans, sérstaklega letursetningin, og var sannfærður um, að hann hefði ekki verið gerður með snúnings- vél eins og flest venjuleg frétta- blöð. Auk þess stóð nákvæmlega sama klausan á bakhlið miðans og nægði það eitt til að sanna, að hann gat ekki verið klipptur úr venjulegu dagblaði. Engin tilraun hafði þó verið gerð til að leyna slíkum augljós- um göllum, enda lítil hætta á, að greifafrúin myndi fara að snúa blaðinu við. Mestu líkindin voru til þess, að fyrr myndi hún deyja af geðs- hræringu, reiði, blygðun og ang- ist .... Andlit Maigrets varð svipþungt og ógnandi. Aldrei hafði hann áður heyrt getið um glæp svo auðvirðilegan, en jafnframt kæn lega hugsaðan. Og svo hafði glæpamaðurinn verið svo óskammfeilinn að að- vara lögregluna og láta hana vita um hina svívirðilegu ákvörðun — beinlínis ögrað lögum og rétti. Ef bænabókin hefði nú alls ekki fundizt, hvað þá ..? Já, ein- mitt þar lá hundurinn grafinn. Auðvitað hafði þessi dánumaður ekki ætlast til þess að hún kæmi í leitirnar. Þá hefði ekki verið hægt að tala um glæp og þá hefði engan verið hægt að ásaka. .. Þá hefði greifafrúin látizt úr „hjarta slagi“. Skyndilega breytti hann um stefnu og hraðaði för sinni heim í gistihúsið aftur, þgr sem ekki var talað um annað en hann og bænabókina og mörgum getum leitt að hlutverki bókarinnar í þessum skyndilega harmleik. Maigret leitaði upplýsinga hjá ' Marie Tatin, sem margt vissi. | „Vitið þér hvar Ernest litli á ' heima?“ „Hann á heima í þriðja húsinu til vinstri, frá nýlenduvöruverzl- uninni að telja“. j Maigret flýtti sér af stað. Heim ' ili litla kunningja hans var í . einnar hæðar, hrörlegu húsi. I Á veggnum héngu stækkaðar ljósmyndir af föðurnum og móð- urinni, sitt hvoru megin við hlið- | arborðið. Móðirin var þegar kom- . in úr viðhafnarklæðum sínum og j hafði tekið til við eldhúsverk sín að nýju, sem hún hafði hlaupið frá, til þess að finna umsjónar- j manninn. Lykt af steiktu kjöti barst það an á móti Maigret. „Er sonur yð- ar heirna?" „Hann er nú að hafa fataskipti. Ég kæri mig ekkert um að láta hc<nn óhreinka sunnudagsfötin i sín. Ekki held ég að hann hafi; sinnu á því að fara vel með fötin ’ sín. Ja, því segi ég það .. barn eins og hann, sem ekki sér neitt annað en gott og rétt á heimili sínu, en samt ....“ Hún opnaði dyrnar og kallaði: „Komdu hingað undir eins, óþekktarormtirinn þinn“. Drengurinn var í nærfötunum einum klæða og reyndi að fela sig. „Komdu hingað n..,x „Leyfið honum að klæða sig í fötin“, sagði Maigret: Ég tala svo við hann á eftir“. Konan hélt áfram að elda kjöt til hádegisverðar. Sennilega var eiginmaðurinn farinn til veitinga- stofu Marie Tatin, til þess að fá sér einhverja hressingu fyrir matinn heima hjá sér. Loks opnuðust dyrnar og Ernest kom inn, vandræðalegur á svipinn. Nú var hann klæddur hversdagsfötum sínum og voru buxurnar mikils til of síðar á hann og annað eftir því. „Ertu ekki til með að koma í svolitla gönguferð með mér, lags- maður?“ spurði Maigret glaðlega. „Viljið þér hafa hann með..?“ hrópaði móðirin alveg forviða. „Sé svo, þá verðurðu að fara í sparifötin þín aftur, Ernest. Og vertu nú einu sinni handfljótur drengur. Þú mátt ekki láta um- sjónarmanninn bíða eftir þér..“ „Hafið engar áhyggjur út af því, frú. Komdu svo drengur minn“. Gatan var auð og mannlaus Öll umferð og allt líf í þorpinu var samankomið á torginu, í kirkju- garðinum og í veitingastofu Marie Tatins. „Á morgun ætla ég að gefa þér bænabók og hún á að vera enn stærri en þessi, sem þú hafðir í dag og upphafsstafur hvers er- indis á að vera rauður á litinn". Drengurinn var alveg sem þrumu lostinn af þessum ósenni- legu tíðindum. Hvernig gat líka umsjónarmaðurinn vitað, að upp- hafssafirnir voru rauðir á litinn í sumum bænabókum, eins og t. d. í þeirri, sem lá á altarinu í kirkj- unni? „En þá verðurðu líka að segja mér, hvar það var sem þú fanst bænabókina í dag. Ég skal ekki skamma þig“ Það var dálítið skrýtið að sjá, hvernig hin gamla bænda-tor- ' tryggni vaknaði hjá drengnum. 1 1 Hann þagnaði og var þegar kom- inn í varnarstöðu. „Fanstu hana í bænastólnum?11 Ekkert svar. Vangar drengsins og nefbroddurinn voru þéttsettir smáum freknum. Hann reyndi að herpa þykkar varirnar fast sam- ' an, svo að ekkert hljóð brytist , út á milli þeirra. „Vissirðu að ég var vinur þinn?“ „Já . . Þú gafst mömmu tuttugu franka“. „Jæja, ætlarðu þá ekki að segja mér það, sem ég spurði þig að?“ Drengurinn þurfti samt nokk- urs að hefna: „Þegar við komum heim, þá sagði mamma, að ég ætti bara skilið að verða flengdur fyr- ir að taka bókina og hún lét mig aðeins fá fimmtíu sentímur. ... “ Svona átti þá að hafa það. .. Hann vissi hvað hann söng, dreng urinn sá. Hvaða hugsanir brutust um í þessu höfði, sem var alltof stórt í samanburði við lítinn og grannvaxinn líkamann? „Og meðhjálparinn?" „Hann sagði ekkert við mig“. „Hver tók bókina úr bæna- stólnum?" „Ég veit það ekki“. „Og hvar fannst þú hana?“ „Inni í skrúðhúsinu, undir rykkilíninu mínu. Ég ætlaði að fara að borða heima hjá prestin- um, en hafði þá gleymt vasa- klútnum mínum. Þegar ég færði svo rykkilínið til, þá kom ég við eitthvað hart.... “ „Var meðhjálparinn þá líka inni í skrúðhúsinu hjá þér?“ „Nei, hann var frammi i kirkj- unni að slökkva á kertunum. .. Veiztu að þessar með rauðu stöf- unum kosta alveg voðalega mik- ið....?“ Sem sagt, einhver hafði tekið bókina úr bænastólnum, falið hana til bráðabirgða undir rykki- líni kórdrengsins, inni í skrúðhús- inu og augsýnilega ætlað sér að koma fljótlega aftur og sækja hana. „Opnaðir þú hana?“ „Nei, ég hafði ekki tíma til þess — mig langaði í soðna eggið mitt — því að á sunnudögum.... “ Sonur húsvarðarins Danskt ævintýri. að marka! En hræddur varð hann, þegar litla stúlkan veiktist skömmu síðar og vagn læknisins var fyrir framan húsið á hverjum degi. „Þau fá ekki að halda henni,“ sagði kona húsvarðarins. „Drottinn veit vel, hvern hann ætlar að taka!“ j En þau fengu að halda henni. Og Georg teiknaði myndir og sendi henni. Hann teiknaði höll Rússakeisara, gömlu höllina í Kreml í Moskvu, með turnum og hvolfþökum. Þau voru ains og geysistórar næpur, grænar og logagylltar, að minnsta kosti á myndinni hans Georgs. j SAMKOMUViKA Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga hefst í KFIJM við Amtmannsstíg, í kvöld kl. 8,30. húsi Víglubiskup, dr. theol. síra Bjarni Jónsson prédikar. Annað kvöld tala þeir Eggert Laxdal og Ólafur Ólafsson kristniboði. — Allir velkomnir. asr- Ný sending: HAIiST DRAGTIR ULLAR KÁPLR DAG KJÓLAR SAMKVÆMIS KJÓLAR Stærðir frá 38—50 HATTAR Verð frá kr.: 79.00 .5^eldur L.i. LAUGAVEGI 116 RENNILASATOSKUR Kr. 58.00. Töskur Nýtt úrval Nýir litir Hálsklútar Hanskar FELDUR H.f. AUSTURSTRÆTI 10 PEYSIJR Golffreyjur úr ull og ORLON Verð frá kr. 98.00 PILS í feikna úrvali. . ‘ 7T FELDUR HJ. AUSTURSTRÆTI 10 LAUGAVEG 116 Morgunblaðið Hafnarfirði Unglingar óskast til blaðburðar, einnig j koma til greina börn, sem ekki fara í j skóla fyrr en kl. 1. Hátt kaup. Upplýsingar á afgreiðslunni, Strandgötu 29, sími 9228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.