Morgunblaðið - 11.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. okt. 1955 ] R scc atr z»c ac: ac jtel a-c: je arr E/c/u með vopnum vegib EFTIR SIMENON & anc: Framhaldssagan 12 „Já, ég veit það. Á sunnudög- vm færðu alltaf soðið egg og geit- arost að borða". Ernest furðaði sig mjög á því, að maður úr borginni skyldi vita, að hann fengi egg og geitarost á sunnudögum. „Jæja, kunningí. Þá er bezt að þú farir aftur heim til mömmu þinnar". „Er það í raun og veru satt, að ég eigi að fá hana bráðlega?" „Bænabókina? Já .... Á morg- un .... Jæja, vertu svo sæll, drengur minn...." Maigret rétti fram hendina og drengurinn hikaði andartak áður en hann tók í hana. Þegar hann var kominn nokk- ur skref frá umsjónarmanninum kallaði hann, en þó var auðheyrt að sannfæringu vantaði í orðin: „Ég veit að þú segir þetta án þess að meina nokkuð með því .... Þú ert bara að gera að garnni þínu". _______ Þegar Maigret var orðinn einn €ór hann aftur að hugsa um dauða greifafrúarinnar og þá at- burði, sem við hann voru tengdir. Glæpurinn var bersýnilega þrí- þættur: Einhver hafði laumað miðan- um inn í bænabókina og valið vandvirknislega staðinn fyrir hann. Og einhver hafði tekið bókina Og falið hana um stundarsakir í skrúðhúsinu, undir rykkilíninu. , Og fyrst og fremst hafði ein- hver fundið greinina eða búið hana sjálfur til á fastaletursvél, sem aðeins eru að finna á skrif- stofum fréttablaða og í stórum prentsmiðjum. ! Kannske hafði sami maðurinn gert þetta allt. Kannske hafði hver þáttur, glæpsins verið frarninn af sér-' stökum manni? ' Kannske hafði sami maðurinn framkvæmt tvö atriðin af þrem- . ur? ' Þegar Maigret gekk fram hjá kirkjunni, sá hann prestinn ganga út og koma á eftir sér. Hann beið hans undir espitrénu, nálægt gömlu konunni, sem seldi súkku- laði og appelsínur, sem voru eld- súrar. } „Ég er á leiðinni til hallar- innar", sagði presturinn, þegar þeir mættust. „Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hefi haldið messu án þess að vita, hvað ég raun- verulega var að gera .... Sú hugsun, að e. t. v. kynni glæpur að hafa verið___" | „Það var raunverulega glæp- : ur", svaraði Maigret. ] Þeir gengu áfram, samsíða og þögulir og án þess að segja orð, þá rétti umsjónarmaðurinn mið- ( ann til prestsins, sem las hann og skilaði honum svo aftur. Og enn gengu þeir áfram, þegjandi og svipþungir. „.... Hún var sannarlega vorkunnarverður vesalingur". Báðir mennirnir urðu að halda í börðin á höttum sínum, þar sem norðanstormurinn fór sífellt vax- andi. „Ég var ekki nógu sterkur", sagði presturinn raunalega og dapur í bragði. „Þér?" „Á hverjum degi kom hún aft- ur til mín. Hún var reiðubúin til þess, að snúa aftur inn á brautir drottins, vors himneska föður .... en á hverjum degi, þarna niðri frá. ..." Presturinn benti til hallarinn- | ar og rödd hans varð hÖrkuleg ! og köld: „Ég vildi ekki fara þang- ' að .... og þó var það skylda mín". Þeir urðu að nema staðar vegna þess, að tveir menn gengu eftir aðal-akveginum til hallarinnar og komu beint á móti þeim. Þeir sáu brátt, að það voru læknirinn, með brúna hökutoppinn og Jean Métayer, sem gekk við hlið hans, langur og renglulegur og lét móð- an mása hvíldarlaust. Guli vagninn stóð enn þá inni í hallargarðinum og Maigret gat sér þess til, að Jean Métayer myndi ekki hafa neina löngun til að fara heim til hallarinnar, svo lengi sem greifinn væri þar staddur. Þorpið hafði virzt harla kyn- legt sýnum í grárri morgunskím- unni og allar aðstæður voru kyn- legar með sínum dularfullu at- burðum og óljósu fyrirboðum. „Við skulum halda áfram", sagði Maigret og eitthvað svipað hlýtur læknirinn að hafa sagt við skrifarann, því að hann draslaði houm áfram, unz hann var kom- inn nógu nálægt, til þess að kalla: „Góðan dag, Monsieur le Curé. Þér vitið, að ég hefi að- stöðu til að fullvissa yður. Þó að ég sé trúlaus sjálfur, þá get ég vel skilið ángist yðar vegna þess möugleika, að glæpur hafi verið framinn í kirkjunni yðar ... En verið ekki áhyggjufullur. Enginn glæpur hefir verið drýgður þar .... Vísindin eru áreiðanleg. — Greifafrúin lézt af hjartaslagi". Maigret vék sér að Jean Mé- tayer: „Ég þarf að spyrja yður einnar spurningar...." Hann tók eftir því að svipur unga mannsins var órólegur og andardrátturinn þungur og erfið- ur. —¦ „Hvenær heimsóttirðu síðast Journal de Moulins?" „Ég .... bíðið þér nú við eitt andartak...." Hann byrjaði að tala, en tor- tryggni hans var vakin og hann leit, efagjarn á svip, til umsjón- armannsins. „Hvers vegna spyrjið þér að því?" „Það skiptir ekki máli". „Er ég neyddur til að svara?" „Yður er frjálst að steinþegja, ef yður lýst það vænlegast". Jean Métayer varð skyndilega mjög æstur í skapi: „Ég veit full- vel, að ég muni fá að kenna á erfiðleikum og ofsóknum — en ég skal verja sjálfan mig". .,Vitanlega verjið þér sjálfan yð'ur". „í fyrsta lagi þarf ég að hitta lögfræðing .... Ég hefi fullkom- inn rétt til þess .... Ennfremur vildi ég fá að vita skilmerkilega hvað það er, sem heimilar yð- ur...." „Bíðið augnablik. Hafið þér les- ið lög?" „Já, í tvö ár". Skrifarinn reyndi að stilla skap sitt og komast í andlegt ¦«*&* Q. Kellogg's RICE KRISPIES er eftirlætisréttur allrar fjölskyldunnar — Fæst í næstu verzlun — h. benediktsson & co. h.f. Hafnarhvoll — Sími 1228 íbúð óskast 1. nóv. Verðum alveg á göt- unni, með 9 mán. barn. — Þyrftum 2—3 herb. og eld- hús til vors. Ef einhver hjálpsamur er til, þá sendið tilb. á afgr. blaðsins fyrir fimmtudagskvöld, merkt: — „Til vorsins — 1483". Danskur fiskibáiur til sölu 75 tonn að stærð Bátur og vcl 5 ára gamalt. Aipha dieselvcl 240/263. — Þetta er 1. flokks skip. —- Verðið hagstætt. Uppl. í síma 2573. Sveinbjörn Einarsson Morgunblaðrö Hafnarfirðí Unglingar óskast til blaðburoar, einnig koma til greina börn, sem ekki fara í skóla fyrr en kl. 1. Hátt kaup. Upplýsingar á afgreiðslunni, Strandgötu 29, sími 9228. STULKUR 2 miðaldra stúlkur óskast til eldhússtarfa að Arnarholti strax. — Uppl. í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar. íbúðir í f jölbýlishúsi til solu Verið er að hefja smíði á fjölbýlishúsi í Laugarnes- hverfi, sem í verða 2—3 og fjögra herbergja íbúðir. — Hverri íbúð fylgir sér þvottahús auk geymslu. íbúðirn- ar seljast fokheldar með hitalögn og lagt að hreinlætis- tækjum, með frágengnu þaki. — Ráðgert er, að íbúðirnar verði til afhendingar með vorinu. — Fólki verður gefinn kostur á að eignast íbúðirnar með smáum en jöfnum af- borgunum. — Upplýsingar verða veittar í símum 80132 og 7287 og næstu kvöld eftir kl. 8 í síma 7287. NÝ SENDING Hvítir nælonundirkjólar Unglingastærðir Meyjaskemmaii Laugavegi12 mikið úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Mý sending Barnakápur 2—10 ára MARKAÐURINN Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.