Morgunblaðið - 11.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1955, Blaðsíða 16
Vefforúfllf í dig: Norðan gola eða kaldi, sums staðar léttskýjað. 231. tbl. — Þriðjudagur 11. október 1955 Frá þingi S. þ. Sjá bls. 9. Forsetar Alþingis allir endurkjörnir Jörundur Brynjólfsson, Sigurbur Bjarnason og Gisli Jónsson FORSETAKOSNINGAR fóru fram á Alþingi í gær. Úrslit þeirra urðu þau, að allir forsetar þingsins voru endurkjörnir, Jör- «ndur Brynjólfsson í Sameinuðu Alþingi, Sigurður Bjarnason í Jtíeðri deild og Gísli Jónsson í Efri deild. Varaforsetar og skrifarar ]»ingsins voru einnig kjörnir hinir sömu og áður. Nefnarkosning- «m var hins vegar frestað þar til í dag. Thor Thors fyrsli sendíráðherra íslands í SAMEINUÐU ALÞINGI i Jörundur Brynjólfsson var. kosinn forseti Sameinaðs þings jneð 31 atkvæði og 14 atkvæða- «eðlar voru auðir. Jón Sigurðs- son á Reynistað var kosinn fyrri varaforseti með 30 atkv., 14 seðl- ar voru auðir. Karl Kristjánsson var kjörinn annar varaforseti jneð 30 atkv., 14 seðlar voru auðir. Þá var kjörin kjörbréfanefnd í Sameinuðu þingi. í hana voru kjórnir þeir Lárus Jóhannesson, Einar Ingimundarson, Hermann Jónasson, Gísli Guðmundsson og Sigurður Guðnason. Skrifarar í Sameinuðu þingi voru kosnir Einar Ingimundarson og Skúli <Guðmundsson. í DEILDUM í Neðri deild féllu atkvæði þannig, að Sigurður Bjarnason var kjörinn forseti með 18 atkv., 10 seðlar voru auðir. Halldór Ás- grímsson var kjörinn fyrri vara- forseti með 18 atkv., 10 seðlar voru auðir. Jónas Rafnar var kjörinn síðari varaforseti með 17 atkv., 10 seðlar voru auðir. — Skrifarar Neðri deildar voru kjörnir Magnús Jónsson og Páll Þorsteinsson. í Efri deild fór kosning þann- ig, að Gísli Jónsson var kosinn forseti með 12 atkv., 4 seðlar voru auðir. Bernharð Stefánsson var kjörinn fyrri varaforseti með 12 atkv., 4 seðlar voru auðir. Lárus Jóhannesson var kosinn annar varaforseti með 12 atkv., 4 seðl- ar voru auðir. Skrifarar voru kjörnir Sigurð- ur Ó. Ólafsson og Karl Kristjáns- son. í dag er gert ráð fyrir að kosn- ing þingnefnda fari fram. Togarar ágengir vesfra en varoskipsmenn stunda smokkveiði og berjatínslu HNÍFSDAL, mánudag. TOGARAR hafa verið ágengir hér vestra undanfarið. En varð- skipin, sem hér hafa verið við gæzlu, virðast hafa haft meirl áhuga fyrir smokkveiði og berjatínslu en að sinna skyldustörfum sínum. Hafa þau stundað smokkveiði af kappi í Arnarfirði en óðra hverju hafa skipverjar brugðið sér í berjatínslu. I MIKIL OÁNÆGJA 1 MEÐAL SJÓMANNA Mikil óánægja ríkir meðal sjó- | manna hér vestra yfir þessu háttalagi. Skilja menn ekki, '¦\ hvernig opinberir starfsmenn, sem falið hefur verið mikilvægt starf, geta leyft sér slíka fram- komu, sem varðskipsmenn hafa gerzt berir að. Er það krafa sjómannanna að þessu sleifarlagi verði tafarlaust kippt í lag. — Mikil smokkveiði hefur verið undanfarið í Arnarfirði. Hafa bátar héðan frá Djúpi stundað veiðar þar og hefur allmikið magn af smokki þegar verið fryst til beitu. — Fréttaritati. I GÆR skipaði forseti Islands Thor Thors til þess að vera ambassador íslands í Washing- ton. (Frá utanríkisráðuneytinu). r Olaíur H.álberlsson pós!f2i!!!rúi iíerk Þóris Bergssooar kynnt vegum Aímenna bókafélagsins ÝLEGA átti rithöfundurinn Þórir Bergsson sjötugsafmæli. At því tilefni hefir Almenna bókafélagið ákveðið að efna til N f hefti af Nýyita komið úf I því eru um 1800 or$ um landbúnað ENN EITT hefti af Nýyrðum orðabókarnefndar er nú komið út og fjallar það um landbúnað. Eru í heftinu um 1800 orð. — Þetta er þriðja nýyrðaheftið, og í undirbúningi er hefti um orð ¦úr flugmáli. Kemur það væntanlega út um nýár. Þá eru enn- íremur í undirbúningi hefti um orð úr verzlunarmáli o. fl. Er í ráði, að nýyrðin verði yfir 25 þús. alls og lætur nærri, að helm- ingurinn sé kominn út. Dr. Halldór Halldórsson er ritstjóri Ný- yrða III, en Menntamálaráðuneytið gefur bókina út. ÓLAFUR H. ALBERTSSON, póstfulltrúi, lézt að heimili sínu Barmahlíð 1, s. 1. laugardag. — Hann veiktist skyndilega nokkru eftir að hann var kominn til starfa á laugardagsmorguninn, og var látinn skömmu síðar. Ólafur var fæddur 15. júní 1897, að Páfastöðum í Skagafirði. Hann hafði unnið á Pósthúsinu í Reykjavík um 30 ára skeið, lengst af sem fulltrúi á bögglapóststof- unni. Ólafur var vinmargur og vel j látinn, enda einstakt prúðmenni og drengur góður. FLEST ORÐIN ÚR RITUM Flest nýyrðin eru valin úr rit- um, sem orðtekin eru, en sum hefir orðabókarnefnd sjálf mynd að í samráði við sérfræðinga í þeim efnum, sem um er fjallað. LÝSINGARORÐIN ERFIÐUST Dr. Halldór skýrði blaðamönn- um frá því í gær, að einkum háfi reynzt erfitt að mynda ný lýsingarorð, því að viðskeyti þeirra eru heldur ófrjó. Því hafa nefndarmenn oft gripið til inn- endingarinnar, sem reynzt hefir mjög handhæg: lýsingarorð af þessu tagi eru t. d. orðin sýkinn (sá sem sýkir) og ildinn (=súr- cfnisborinn). — Stundum hefir reynzt nauðsynlegt að taka upp tökuorð, t. d. múk, sem er útbrot á fótum hesta og er muk á dönsku. Þó er höfð hliðsjón af því, hvort tökuorðin hafa „náð nokkurri fótfestu í málinu og falla að íslenzku málkerfi", eins ©g höfundur kemst að orði í formála. Orðabókarnefnd skipa eftir- taldir prófessorar: Alexander Jóhannesson, Einar Ól. Sveins- on og Þorkell Jóhannesson rektor. 32 mænu veikifilfelli SÍÐAN fyrir helgi hefir borgar- lækni verið tilkynnt um níu ný mænuveikitilfelli, og eru þar af tvær lamanir. Hafa þá 32 alls lagzt í veikinni og 14 lamazt. Er yfirleitt um litlar lamanir að ræða og líður flestum sjúkling- unum vel. Baldyr og PHnik skildia jafnir SKÁK Baldurs Möllers og Her- mans Pilniks í gærkveldi var fjörmikil. — Lauk henni með jafntefli. Leitað án árangurs að ungum HafnfirSingi HAFNARFIRÐI — Ekkert hefir spurzt til ungs manns, Sverris Reynissonar, Jófríðar- staðavegi 15 hér í bæ, sem hvarf aðfaranótt s. 1. laugar- dags. Var fyrst hafin leit að honum um hádegisbilið þriðju dag, en þegar hún bar ekki árangur, var hafin almennari leit, og meðal annars fenginn sporhundur úr Rvík, sem að því er virtist, rakti spor nið- ur í fjöru. Á sunnudaginn var Ieitinni haldið áfram í höfninni og á landi. Var þá fenginn frosk- maður til þess að leita í sjáv- arbotni, og ennfremur var leitað í nágrenni bæjarins, en eins og fyrr segir án árangurs. Sverrir Reynisson er 23 ára að aldri. Hann er meðalmaður að hæð, ljóshrokkin hærður, klæddur vinnufötum. — G. E. Frumsýning á Góða dálanum Jvejk ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi b. 1. laugardagskvöld gamanleikinn Góða dátann Svejk ef tir Jaroslav Hasek. Leikendum var ágætlega tekið og voru þeir og leikstjóri margoft klappaðir fram í leiks- lok. Leikstjóri var Indriði Waage. Minningarafhöfn bókmenntakynningar í hátíðasal háskólans annað kvöld kl. 9. Verð- ur þar flutt erindi um Þóri Bergsson og lesið úr verkum hans. , j J Bókmenntakynningin hefst á ávarpi, sem formaður Bókafé- lagsins, Bjarni Benediktsson, menntamálaráðherra, flytur. Þá heldur Guðmundur G. Hagalín, skáld, erindi um Þóri Bergsson og verk hans. Að því búnu leik- j ur Gísli Magnússon einleik á píanó. Brynjólfur Jóhannesson, Helga Valtýsdóttir og Valur Gíslason lesa upp smásögur eftir Þóri Bergsson. Að endingu flytur form. bókmenntaráðs félagsins, Gunnar Gunnarsson, skáld, nokkur ávarpsorð. Kristmann Guðmundsson, skáld, kynnir dagskrána. Þórir Bergsson er löngu lands- kunnur rithöfundur fyrir snilli sína við smásagnagerð. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að vera viðstaddir bókmenntakynn- inguna, en aðgangur að henni er ókeypis. Þorir Bergsson. í Fossvogi NÆSTKOMANDI laugardag, 15. október kl. 15, verður afhjúpað- ur minnisvarði, sem reistur hefur verið til minningar um íslenzka menn, er farizt hafa í flugslys- um. Minnisvarðinn er gerður af Einari Jónssyni myndhöggvara og eitt af síðustu listaverkum hans. Hefur honum verið valinn staður austan við Kapelluna í Fossvogskirkjugarði - jafn framt fer fram hátíðleg minningarat- höfn, þar sem séra Bjarni Jóns- son, vígslubiskup prédikar. Aðstandendur hinna látnu, sem athöfn þessi er helguð, eru sérstaklega beðnir og boðnir að vera viðstaddir, og hefur þeim verið tilkynnt um athöfnina, eft- ir því, sem unnt hefur verið og eru þau boð einnig endurtekin á þessum vettvangi. Hefur Flugfé- lag íslands vinsamlegast heitið að flytja nána aðstandendur utan Reykjavíkur endurgjaldslaust, ef þeir gefa sig fram í tæka tíð við umboðsmenn þess. I ráði að gefa út viðhótar- hetti við Blöndalsorðabók Satna t a.m.k. milljón orbaseðlum, áður en útgáfa verður hafin FRÉTTAMENN sátu í gær fund með orðabókarnefnd og skýrði dr. Alexander Jóhannesson frá því, að fjárveiting til nefndar* innar hafi verið aukin á síðasta ári, svo að unnt hafi verið að ráða nýjan mann til starfa við orðabókina, Jón Aðalstein Jónssoa cand. mag. Auk hans vinna að henni þeir Jakob Benediktsson cand, mag. og Ásgeir Bl. Magnússon cand mag. — Þá hafa sjálfboða« liðar einnig látið að sér kveða við söfnun orða og er þess að vænta, að áhugamenn liggi ekki á liði sínu, heldur sendi orðabókinni orðai lista sína. j TIL 1830 Nú hafa verið orðtekin lang- flest rit, sem prentuð voru til 1830 og allmargar síðari tíma bækur. í seðlasafni orðabókar- innar eru nú um 500 þús. orða- seðlar, en ekki verður hafizt handa um útgáfu verksins fyrr en safnað hefir verið yfir milljón orðum. Unnið hefir verið að verkinu á áratug. 3000 EINTÖK LJÓSPRENTUÐ Orðabókarnefnd lét ljósprenta um 3000 eintök af Blöndalsorða- bók fyrir nokkrum árum, og hafa nú um 1400 eintök selzt, og sýnir það, hve mikil þörf var á að gefa bókina út. VIÐBÓTARHEFTI Þá er ©g í ráði, að gefa ú( viðbótarhefti (supplement) við Blöndalsorðabók og verða í því 20—30 þús. orð, flest úr ritum nýrri höfunda og ný. yrði. — Þess má geta að lok« um, að próf. Alexander Jó- hannesson hefir áætlað, að um 120 þús. orð séu í Blöndals- orðabók. , ! Hrólfur kraki kemur ekki OSLO: —. Ákveðin var dönsk her skipaheimsókn til Oslóar 8.-J0. okt. Átti Hrólfur kraki að koma í heimsókn. Heimsókninni er af- lýst vegna veru skipsins í Klakks- vík. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.