Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. okt. 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Finnar bætast í hópinn PAASIKIVI, forseti Finnlands, hefur nú lagt fyrir finnska þingið frumvarp um að Finnar gerist aðilar að Norðurlandaráð- inu. Hafa leiðtogar allra flokka þingsins lýst yfir fylgi sínu við þá hugmynd. Má því gera ráð fyr- ir að frumvarpið verði samþykkt og að Finnar hefji þátttöku í störfum Norðurlandaráðs er það heldur næst þing sitt í Kaup- mannahöfn í janúar n.k. Þegar stofnun ráðsins var undirbúin haustið 1952 áttu Finnar fulltrúa í undirbúnings- nefndinni. Var það Karl Ágúst Fagerholm, núverandi forseti finska þingsins og frambjóðandi jafnaðarmanna í forsetakosning- unum. Kom það þá greinilega fram, að Finnar höfðu mikinn áhuga fyrir stofnun þessara nýju samtaka norrænna þjóða. En þrátt fyrir það töldu þeir sig ekki geta tekið þátt í þeim á því stigi málsins. Var það greini- lega aðstaðan til Rússa, sem þar réði baggamuninn. Rússar voru tortryggnir gagnvart þessum samtökum. Töldu þeir, að í þeim fælist viðleitni til þess að tengja Svía Atlantshafsbandalaginu og vinna að hernaðarlegri samvinnu Norðurlanda. Á þessu hefur Pravda stöðugt klifað. Norðurlandaráðið hefur allt fram á byrjun þessa árs ver- ið stimplað þar sem hernaðar- bandalag, sem Sovétríkjunum bæri að gjalda varhug við. Þetta hefur að sjálfsögðu verið hin mesta firra. Norður- landaráðið hefur aldrei fjall- að um hernaðarmálefni. Inn- an vébanda þess hefur engin tilraun verið gerð til þess að hafa áhrif á afstöðu Svía til Atlantshafsbandalagsins. Eng- ar illsakir hafa heldur verið troðnar þar við Sovétríkin. Rússar viðurkenna yfirsjón sína En nú er svo komið að jafn- vel Pravda og leiðtogar Sovét- stjórnarinnar hafa séð, að þeir höfðu rangt fyrir sér í þessu efni. Norðurlandaráðið hafði engan hernaðarlegan tilgang. Þetta hefur Sovétstjórnin nú viðurkennt með því að láta í ljós þá skoðun sína, að þátttaka Finna í ráðinu verði ekki talin Rússum óvinsamleg. Þessi breytta afstaða Sovét- stjórnarinnar kom greinilega í ljós er Kekkonen, forsætisráð- herra Finna, kom heim frá Moskvu í síðasta mánuði. Hann komst þá þannig að orði í sam- tali, sem sænskt blað birti við hann, að þær hindranir, sem til þessa hefðu verið í vegi þátttöku Finna í Nörðurlandaráðinu væru nú væntanlega ekki lengur fyrir hendi. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að hindran- irnar voru eingöngu mótbárur Rússa. Á fundi rússneskra leiðtoga með þeim Paasikivi og Kekkonen hefur þetta mál verið tekið upp og rætt. — Sovétstjórnin hefur þar fallið frá fyrri staðhæfingum sínum um hernaðareðli Norðurlanda ráðs. Þá var ekki lengur neitt á móti þátttöku Finna í því. Athyglisverð skoðanaskipti Þessi skoðanaskipti Sovét- stjórnarinnar eru athyglisverð. Hún hafði árum saman látið mál- gögn sín halda því fram að Norð- urlandaráðið væri hernaðarlegs eðlis, jafnvel beint gegn Sovét- ríkjunum. Nú hefur hún séð að þetta voru helber ósannindi. Til- gangur þessara samtaka nor- rænna þjóða var eingöngu frið- samlegt starf að hagsmunamálum þessara náskyldu þjóða. Atlantshafsbandalagið er hern- aðarbandalag, sem eingöngu er ætlað það hlutverk að annast varnir hins frjálsa heims. Rúss- ar segja hinsvegar að það sé árásarbandalag, sem beint sé gegn Sovétríkjunum. Á þeirri staðhæfingu hafa málgögn komm únista um allan heim þrástagast allt frá stofnun þess. Rússar ættu nú að viður- kenna það hreinlega, að þeim hefur skjálast í þessum dóm- um sínum um Atlantshafs- bandalagið, alveg eins og þeir misskildu stofnun Norður- landaráðsins á sínum tíma. — Það er mannlegt að skjátlast. En það er nauðsynlegt að viðurkenna yfirsjónir sínar. Það hafa Rússar gert gagn- vart Norðurlandaráðinu. Hinar Norðurlandaþjóðirn- ar fagna þátttöku Finna í sam tökum þeirra. Fulltrúa Finna hefur alltaf verið saknað þar. En það hefur verið gert ráð fyrir að þeir bættust í hópinn fyrr eða síðar. Klakfcsvíkurdeilan Hver á rekaldið ? SÁ kátlegi atburður gerðist í Neðri deild Alþingis í gær er kosið skyldi í heilbrigðis- og félagsmálanefnd að tveir list- ar komu fram með nafni Hannibals Valdemarssonar á. Var það í fyrsta lagi sameigin- legur listi Framsóknar og Al- þýðuflokksins og í öðru lagi sérstakur listi, sem kommún- istar báru fram. Má af þessu marka, hve áhugi kommúnista er ríkur fyrir að tryggja hags- muni þessa bandamanns sins og ólukkufugls Alþýðuflokks- ins. Þar sem ekki var stungið upp á fleiri mönnum en kjósa bar í heilbrigðis- og félags- málanefnd úrskurðaði forseti þá menn sjálfkjörna, sem list- ar höfðu verið bornir fram um að þar ættu sæti. En þing- menn brjóta nú heilann um, hver eigi í raun og veru rek- ald það, sem borið var fram á tveimur listum af þremur flokkum!! Fara ulan fi! þess að fá nýjar vélar AKRANESI, 10. okt. — Vélbát- arnir Heimaskagi og Skipaskagi, 100 brúttólestir hvor, eign Heima skaga h.f. á Akranesi, eru nú staddir miðja vegu milli íslands og Skotlands. Lögðu þeir af stað s. 1. laugar- dag og er ferðinni heitið til Bremerhaven í Þýzkalandi. Á að setja þar í bátana nýjar 420 ha. vélar af Motag-gerð og eru þær framleiddar í Darmstadt. Það eru tvígengisvélar. Þetta verða fyrstu vélarnar, sem til íslands koma frá þessu fyrirtæki. — Oddur. NEFNDAKJÖR fóru fram á Alþingi í gær. Verða nefndir skip- aðar með líku sniði og i fyrra. Nú stilltu Framsóknarmenn og Alþýðuflokkur víða upp sameiginlegum lista. En kommúnistar og Þjóðvarnarmenn stóðu saman. Til einnar nefndar stungu komm- únistar upp á Hannibal Valdimarssyni. Yfirleitt var það gott samstarf milli flokkanna, að kosning þurfti ekki úr að skera, nema í efri deild, þar varð kosning að skera úr milli Alþýðu- flokksmanna og kommúnista og sá fyrrnefndi hafði það að jafnaði og naut góðs stuðnings Framsóknar. Kjör til nefnda urðu sem hér segir: SAMEINAÐ ÞING Fjárveitinganefnd: Pétur Otte- sen, Jónas Rafnar, Magnús Jóns- son, Jón Kjartansson, Hannibal Valdimarsson, Hermann Jónas- son, Halldór Ásgrímsson, Karl Kristjánsson og Lárus Jóhannes- son. Utanríkismálanefnd: Jóhann Þ. Jósefsson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Gylfi Þ. Gislason, Hermann Jónasson, Jörundur Brynjólfsson og Finnbogi R. Valdimarsson. Varamenn í utanríkismála- nefnd: Björn Ólafsson, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein, Haraldur Guðmundsson, Eysteinn Jónsson, Páll Zóhóníasson og Einar Olgeirsson. Allsherjarnefnd: Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Sigurðsson, Sig- urður Ágústsson, Emil Jónsson, Bernharð Stefánsson, Eiríkur Þorsteinsson, Karl Guðjónsson. Þingfararkaupsnefnd: Jón Pálmason, Jónas Rafnar, Andrés Eyjólfsson, Eiríkur Þorsteinsson og Gunnar Jóhannsson. NEÐRI DEILD Fjárhagsnefnd: Jón Pálmason, Jóhann Haftein, Skúli Guðmunds \Jelvalu ^eívahandi áhrifar: Tungan auðugri NÚ er þriðja hefti af Nýyrðum orðabókarnefndar komið út, og er áreiðanlegt, að margir fagna þessari bók, enda hefir safnið hlotið almennar vinsældir. ÞEGAR herskip og lögregla er Má sjá það af því, að fyrsta heft- send á móti nágrönnum okkar í jg er uppselt og samt var það í Færeyjum, getur varla hjá því’allstóru upplagi. — íslendingar farið, að samúð margra Islend-J ina beinist þangað. í þessu sam- bandi er þess þó að geta, að það j . . er landsstjórn Færeyja, sem hef-' I ur óskað danskrar lögregluað- stoðar til þess að halda uppi lögum og rétti í Klakksvík, þar. sem óneitanlega hafa gerst lög-} lausir atburðir. Skal sú langa og annarlega deila, sem bar hefur risið um Halvorsen lækni ekki rakin hér. Þjóðveldisflokkurinn færeyski til kunna að meta þessa viðleitni nefndarinnar til að kynna mönn- • um ný orð sem nothæf eru í tung í____: I__*_______• ' hefur beint þeim tilmælum ríkisstjórna íslands, Noregs og Bretlands, að þær hlutist til um að danska herskipið og lögreglan verði kvödd burtu frá Klakks- vík. Rikisstjórn íslands lýsti því þegar yfir að hún teldi sig ekki hafa aðstöðu til slíkra afskipta. Norska stjórnin _ svaraði því „nni Það er engin ástæða til að einnig til, að liti á þessa deilu, Vera að burðast með einhver orð- sem danskt innanríkismál. skrípi, þegar prýðileg orð eru til, og ég get ekki séð, að færari Um það verður naumast deilt, menn geti fjallað um nýyrðin en hvar sem samúð manna liggur þeir sem til þess hafa valizt. — í þessu máli, að ríkisstjómir Enda er það mála sannast, að íslands, Noregs og Bretlands, þótt finna megi að einstökum orðum, hefir starf nefndarinnar tvímælalaust orðið til heilla: tungan hefir orðið auðugri að góðum og nothæfum orðum og áhugi almennings á hreinu máli hefir glæðzt. hafa enga aðstöðu til afskipta af lögregluaðgerðum , sem framkvæmdar eru í Færeyjum í sambandi við óskir fær- eyskra ráðamanna. Svör ís- lensku og norsku ríkisstjórn- arinnar eru því í samræmi við eðli málsins. Það er hinsvegar ósk íslend- inga að deilumálin í Klakksvík Hófleg gagnrýni -ÓTT í íslenzkunni séu senni- lega færri tökuorð en í leysist sem fyrst og að lausn nokkru öðru germönsku máli, þeirra kosti sem minnstan sárs megum við ekki brenna okkur á auka fyrir það fólk, sem við því, að dæma öll erlend tökuorð þau eru riðin. til dauða. í tungunni eru ágæt tökuorð sem fest hafa rætur og gegnt hafa hlutverki sínu með sóma. Þetta er nefndinni Ijóst, enda hefir hún tekið upp í Ný- yrði nokkur tökuorð sem eru ekki verri en ýmis önnur nýyrði. En hún veit einnig, að við þurfum að gjalda varhug við erlendum áhrifum. Gott verk ÞAÐ gefur auga leið, að starf orðabókarnefndar er aðal- lega leiðbeiningarstarf. Það er undir almenningi komið, hvort tillögur hennar hitta í mark. Ef orðin lifa ekki á vörum þjóðar- innar, eru þau dauðadæmd, og án efa verður það hlutskipti margra nýyrðanna. En Velvak- andi er samt þeirrar skoðunar, að þarna sé verið að vinna merki- legt og þarft verk og hann vill þakka aðstandendum Nýyrða ágætt starf. M Þröngur stigi AÐUR nokkur sem nýlega var í Trípólíbíói og fékk sæti uppá svölunum þar hefir skrifað okkur bréf, þar sem hann gagnrýnir tréstigann sem liggur uppá loftið. Segir hann, að stiginn sé mjög þröngur og kæmi að litlum notum, ef svo óheppi- lega vildi til, að það kviknaði i bíóinu, á meðan á sýningu stæði. Enginn lausastigi mun heldur vera á svölunum, svo að fólk sem þar er væri í bráðri hættu, ef illa færi. Bréfritari hefir beðið Velvak- anda að benda forráðamönnum kvikmyndahússins á þetta, því að það er ofseint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið ofaní. MerkiU, sem klæfflr 'andl* Gíslason og Karl son, Gylfi Þ. Guðjónsson. Samgöngumálanefnd: Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson, Ás- geir Bjarnason, Eiríkur Þorsteins son og Karl Guðjónsson. Landbúnaðarnefnd: Jón Sig- urðsson, Jón Pálmason, Ásgeir Bjarnason, Gísli Guðmundsson og Sigurður Guðnason. Sjávarútvegsnefnd: Pétur Otte sen, Sigurður Ágústsson, Gísli Guðmundsson, Eiríkur Þorsteins- son og Lúðvík Jósefsson. Iðnaðarmálanefnd: Gunnar Thoroddsen, Einar Ingimundar- son, Skúli Guðmundsson, Krist- inn Gunnarsson og Bergur Sig- urbjörnsson. Heilbr. og félagsmálanefnd: Jónas Rafnar, Kjartan J. Jóhanns son, Helgi Jónasson, Páll Þor- steinsson og Hannibal Valdimars- son. Við þessa kosningu var bað sérkennilegt, að Hannibal Valdi- marsson var borinn fram bæði af lista kommúnista og Alþýðu- flokksins. Menntamálanefnd: Gunnar Thoroddsen, Kjartan J. Jóhanns- son, Páll Þorsteinsson, Halldór Ásgrímsson og Gils Guðmunds- son. Allsherjarnefnd: Björn Ólafs- son, Einar Ingimundarson, Jör- undur Brynjólfsson, Ásgeir Bjarnason og Gunnar Jóhanns- son. EFRI DEILD Fjárhagsnefnd: Gísli Jónsson, Lárus Jóhannesson, Bernharð Sefánsson, Karl Krisjánsson og Haraldur Guðmundsson. Komm- únisinn Brynjólfur Bjarnason náði ekki kjöri. Samgöngumálanefnd: Sigurður ÓI. Ólafsson, Jón Kjaransson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Andrés Eyjólfsson og Guðmundur I Guð- mundsson. Kommúnistinn Brynj- ólfur Bjarnason nóði ekki kjöri. Landbúnaðarnefnd: Sigurður Ól. Ólafsson, Jón Kjartansson, Páll Zóphoníasson, Andrés Eyj- ólfsson og Finnbogi R. Valdi- marsson. Sjávarútvegsnefnd: Jóhann Þ. Jósefsson, Ingólfur Flygenring, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bern- harð Stefánsson og Guðmundur I. Guðmundsson. Kommúnistinn Brynjólfur Bjarnason náði ekki kjöri. Iðnaðarnefnd: Gísli Jónsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Hermann Jónasson, Páll Zóphoníasson og Guðmundur I. Guðmundsson. Kommúnistinn Brynjólfur Bjarnason náði ekki kjöri. Heilbr. og félagsmálanefnd: Gisli Jónsson, Ingólfur Flygen- ring, Vilhjálmur Hjálmarsson, Karl Kristjánsson og Haraldur Guðmundsson. Kommúnistinn Finnbogi R. Valdimarsson náði ekki kjöri. Menntamálanefnd: Ingólfur Flygenring, Sigurður Ól. Ólafs- son Bernharð Stefánsson, Andrés Eyjólfsson og Haraldur Guð- mundsson. Kommúnistinn Brynj- ólfur Bjarnason náði ekki kjöri. Allsherjarnefnd: Lárus Jó- hannesson, Sigurður Ól. Ólafsson, Páll Zóphoníasson, Hermann Jónasson, Guðmundur I. Guð- mundsson. Kommúnistinn Brynj ólfúr Bjarnason náði ekki kjöri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.