Morgunblaðið - 14.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1955, Blaðsíða 7
[ Föstudagur 14. okt. 1955 UORGUNBLABIB I 1 8VR neitað um hækkun fargjaida Rekstrartap á aðra milljón króna ANNAR forstjóri Innflutnings- Bkrifstofunnar, framsóknarmað- urinn Jón ívarsson, fyrv. kaupfé- lagsstjóri, hefur komið í veg fyr- ir að Strætisvagnar Reykjavík- ur mættu hækka fargjöld sín á helgidögum og á kvöldin. Kaup- félagsstjórinn heíur komið því til leiðar, að S.V.R. hafa ekki fengið þær tekjur sem þurfti vegna hækkaðs tilkostnaðar, svo vagn- arnir eru nú reknir með tapi. Afleiðingin er augljós. Ann- aðhvort verður að draga úr rekstrinum, fækka ferðum, draga úr vagnakaupum og hætta ýmsri þjónustu, sem lát- in hefur verið í té, eða greiða hallann með því að jafna hon- um niður á bæjarbúa í útsvör- um. BEKSTUR S.V.R. ÞARF AÐ GETA BORED SIG Hverjum manni sýnist aug- ljóst, að S.V.R. þurfi að fá þau fargjöld greidd, sem þarf til að reksturinn geti borið sig. Það er engum gerður greiði með því að láta S.V.R. búa við sífelldan halla rekstur, því það leiðir óhjá- kvæmilega af sér afturför í rekstr inum og erfiðleika fyrir það fólk, sem notar vagnana. Sú leið var valin, að óska eftir samþykki Innflutnings- skrifstofunnar á, að fargjöld hækkuðu á helgidögum og á kvöldin eftir kl. 8. Með því móti yrði komist hjá að hækka fargjöld starfandi fólks, náms- fólks og annara slíkra, sem notar vagnana til ferða á virkum dögum. En kaupfélagsstjórinn, sem Framsókn hefur fyrir fulltrúa á Innflutningsskrifstofunni, neit- aði. VINNULAUN OG ANNAR KOSTNAÐUR STÓRHÆKKAR Það má nærri geta, að þessi neitun var ekki gerð af um- hyggju fyrir bæjarbúum, enda Var slíks sízt að vænta úr þessari átt. Neitunin er aðeins komin fram til að spilla fyrir einu af fyrirtækjum bæjarins, sem að allra dómi, sem til þekkja, er mjög vel stjórnað, og er í miklum Vexti, en þarf fjár með. S.V.R. þefur á undanförnum árum sí- aukið þjónustu sina við bæjar- búa, fjölgað ferðum og bætt vagnakostinn. Á þeirri braut verður ekki hægt að halda lengra, nema f járhagur fyrirtækisins sé tryggður. Um 50% útgjalda S. V. R. eru vinnulaun, sem hafa stórhækkað. S.V.R. þarf líka mikið f 6 til viðhalds og eridur- nýjana. Allt þetta vissi kaupfélagsst. og einnig það, að fjölda bæjarbúa er það stórmikið hagsmunaátriði, að þjónusta vs»«nanna sé sem foert og víðtæku-t Þesfcvogna ftert aði líka FranisóknarfuHtrúinn, og flokksbræðnr hans í rikis- stjórnirmi hsfa írtffl ekki f«»nr;isrt tii »Ö Sraerkjs n*-jtcm hans. K»up- *( <¦¦¦ l • CuritíM, að . •-.sma Jwms vht -áxins&yí; og þessvegna h -;.'iv hami látið „Tbriahn" birta *jRær\ greinar- gei r' vr.rðandi neitunina. wmsm&Hf'Ar is mku kf. J< i ívarsson, kaupfél teiuv b"i'5 t. ri. ¦ un '•:. SVR. 1 undsmförrum ' iwokfcr- Um reksturshítpmði. beim hrt«ri- aði hefur verið varið til endur- nýjunnar, sem sízt má draga úr. Loks er svo það, að reksturshagn- aður hvers einstnks árs hefur að- eins verið brot af þeirri útgjalda- aukningu, sem kemur fram á þessu ári, vegna kauphækkana og annars. Reksturstap S.V.R. rnioað við 1. sept, s.l. var orðið um 1,2 millj. króna og er því augljóst að „röksemd" J. í. um rekstrarhagn- að hefur lítið gildi. PÓLITÍSK NEFNDARSKIPUN J. í. minnist á tillögu, sem ekki náði fram að ganga, um skipun nefndar til að athuga, hvort rekstur S.V.R. gæti ekki orðið hagstæðari með breyttu skipulagi á ferðum þeirra eða öðru. Tillaga þessi var á þá leið, að skipuð skyldi nefnd með ein- um manni frá-hverjum flokki, sem fulltrúa á í bæjarstjórn. Þannig átti minnihlutinn í bæj- arstjórn að hafa algeran meiri hluta í þeirri nefnd, en þeir sem ábyrgðina bera á rekstri S.V.R. og afkomu bæjarsjóðs, áttu að eiga þar einn fulltrúa. En fyrir utan samsetningu nefndarinnar, þá var hitt jafnómögulegt, að nokkur nefnd myndi geta leyst vandamálið á stuttum tíma, ef allt reyndist nokkum veginn með felldu í rekstrinum. Rétt er að rifja það upp, að tvær tillögur um hækkun far- gjalda S.V.R. hafa verið bornar upp í bæjarstjórn. Var hin fyrri um tvöföldun fargjalda eftir kl. 12 á miðnætti á laugardags- og sunnudagskvöldum og alla helgi- daga. Hin síðari um hækkun eft- ir kl. 20 á virkum dögum og alla helgidaga. Fulltrúar minnihluta- flokkanna að undanskildum Þjóð varnarmanninum, sem sat hjá, greiddu atkvæði gegn fyrri tillögunni, en 6 mánuðir liðu milli tillagnanna. Fuiltrúi Þjóð- varnarflokksins gi-eiddi síðari til- lögunni atkvæði sitt, en Alfreð Gíslason sat hjá. Á þessu hálfa ári hefði bæjarfulltrúum verið innan handar að kynna sér málið, því að þeir hafa aðgang að öllum reikningum S.V.R. og gátu fengið allar þær upplýsing- ar, sem þeir hefðu óskað eftir. Nefndarskipun í síðara skiptið, þegar hækkunin var að sjálf- sögðu enn meira aðkallandi, var engin lausn, heldur einungis von- laus töf, eins og málum var hátt- að. LÆGRI FARGJÖLD EN ERLENDIS Þessar tylliástæður Jóns ívars- sonar eru svo gagnsæjar, að ekki er þörf á að ræða þær frekar. Tilgangur hans er aðeinssá að spilla fyrir S.V.R., koma fyrir- tækinu í þrot og skapa Reykja- víkurbæ örðugleika. Vafalaust hugsar Framsókn sér að njóta á éinhvern hátt góðs af þessu, en á hvem hátt, skal látið ósagt. Það er almennt vinsælla að lækka en hækka gjöld, sem koma við almenning. Og öllum ætti að vera ljóst, að fargjöld S:V.R. eru ekki hækkuð nema af bráðri nauðsyn. Fargjfcldin hafa hækk- að hlutfallslega lítið á W árum,' og eru lægri hér en þar sem til. þekkist erlendis. j Síx hækkun, sem farið var fratn' á, var á heJgidögum og á kvöírhn, rn það er almerm regla* a* vmna á þeim tíma er greidd með máklu hæn«a katipi en ella, eg er veru- legur liður í útgjöldum S.V.R. Það var því' sízt af öilu óeðlilegt, þó farið vieri fram á að þeir, sem notuð'u vagnana einmitt á-þeim tíma, greiddu nokkra hærra Á S.V.R. Af) VERDA OMAGI A 8ÆÍARSJÓÐI Almenningur skilur þetta lika, og kann að meta þjónustu strætís- -.agrianna.' Það er líka vafálaust aimennur skilningur fyrir hendi um það, að slíkt er hinn versti ógreiði að gera S.V.R. að ómaga á bæjarsjóði, með því að eyði- leggja afkomu þeirra. Það er hægara að gera kröfu á hendur S.V.R. um bætta þjónustu, betri vagna og fleiri ferðir, ef aimenn- ingur greiðir kostnað fyrir notk- un þeirra, svo reksturinn fái bor- ið sig. 'i" tlmenn sálfræðiþjómista tekin upp í baraaskólum Athyglisvert frumvarp borið íram af mennlamálaráðherra IFRUMVARPI, sem menntamálaráðherra hefur borið fram er lagt til að skipa sérstakan mann til að annast sálfrœðiþjónustu í barnaskólunum. Skal sálfræðiþjónustan í fyrstu takmarkast við börn á barnaskólaaldri. Til starfsins skal velja mann, sem hefur háskólapróf í sálar og upp- eldisfræði. ) I MARGVÍSLEG VANDAMÁL í greinargerð fyrir frumvarp- inu segir m. a.: — Síðastliðið skólaár voru yfir 17 þúsund börn á skólaskyldualdri í landinu. í slíku fjölmenni hljóta að koma fram ' margvísleg vandamál sál- ] ræns eðlis, sem kennarar eru I' ekki einfærir um að leysa. Lausn þessara vandamála er míkílvæg bæði fyrir námsárang- ur og þroska barna þeirra, er hlut eiga að máli. Fjölgar sífellt þeim börnum, sem sérstakrar að- stoðar þurfa með almennri náms- skyldu og vaxandi námskröfum. Hafa flestar menningarþjóðir þar á meðal Norðurlandaþióðirnar nú lögfest sálfræðiþjónustu í skól- um. ÞEGAR RÁÐ SÁLFRÆÐINGS KOMA í GÓDAR ÞARFIR Skv. frumvarpinu er gert ráð fyrir að sálfræðingur skólanna rannsaki hvernig fára skuli með börn sem af einhverjum ástæð- um þarfnast sálfræðilegrar þjón- ustu. Kemur þar einkum til greina: 1) Ófullnægjandi námsár- angur í undirstöðugreinum, einkum lestri. Z) Taugaveiklun og truflan- ir á tilfinninga- og viljalífi. 3) Hegðunarvandkvæði. 4) Óvissa um hvort barn hafi náð nauðsynlegum þroska til að hef ja skólanám. 5) Greindarskortur, sem leiðir til ófullnægjandi árangr urs í venjulegu námi. 6) Afburðagreind, sem ætla má, að geri barni fært að ljúka námi á skemmri tíma en al- menn gerist hér á landi. Jafnfefíf í tveim íkékum á Hausl- mótmu í 6. UMFERÐ Haustsmóts Taflfé- lags Reykjavíkur var tveim skák- ura lokið, þeirra Inga R. Jóhanns- sonar og Arinbjarnar Guðmunds soriar og Baldurs Möllers og Guð- mundar Pálmasonar. Sömdu þeir um Jafntefli Guðmundur Ágústs- son gaf skákina á móti Pilnik. Hinar skákirnar fara allar í bið. Jón Þorsteinsson á sennilega unn- ið á móti Þóri Ólafssyni. Mikið að sfatfa á Akranesi AKRANESI, 18. okt. — Hingað komu 8 bátar í dag með 820 tunnur sildar. ÁsbjÖrn hafði 191, Bjarni Jóhannesson 154 og ÁS- mundur 132. Vegna mikillar vinnu við síld- ina það sem af er, hafa bygginga- framkvæmdir hér á Akranesi legið nokkuð niðri undanfarnar vikur. Sömuleiðis hefir verið mikil vinna við hina fjölmörgu togara, sem hér hafa lagt upp karfa síðustu vikur. —Oddur. Þá eru ákvæði í frumvarpinu, sem segja frá starfsviði og vald- sviði sálfræði-fulltrúans. Ber skólastjórum að benda honum á þau börn sem þeir telja að rann- saka beri og skal fulltrúinn kveða á um meðferð þeirra barna. sem óhæf eru til setu í almennum barnaskólum. Jeppi á Fiafii frum- 'l sýndiir á á lauprdag AKRANESI, 13. okt.: — Leikfé- lag Akraness hefir undanfariíl æft Holbergsleikritið Jeppa á Fjalli í þýðingu Lárusar Sigur- björnssonar og hafa æfingar geng ið svo vel, að eftir tæpan mánu5 frá byrjun er frumsýning leiksins ákveðin laugardagskvöldið 15. okt. (annað kvöld). Leikstjórn hefir á hendi Jón Norðfjörð, hinn góðkunni leikari frá Akureyri. Sú nýbreytni verð- ur viðhöfð við sýningu á Jeppa a5 þessu sinni, að ein leikkonan kem ur fram í byrjun sýningar í gerfi leiklistargyðjunnar Thaliu og og mælir fram prologus, er Jón> A. Hjaltalín, skólameistari gerði, er hi.nn var í Lærða skólanura Vélbátur til sölu Til sölu er vélbáturinn Hreggviður GK 3. — Bát- urinn er 65 rúmlestir að stærð með Atlas Imperial vél. — Nánari uppl. gefur Landssarnband íslenzkra útvegsmanna RLLT Á SHMH STHÐ Sama elds- neytismagn Ef bér notið ný CHAMPION KBRTI daglega eru um 100.008.000 — hundrað milljón — Endist yður 10% lengri leið I BEZT Afí AVGLtSA ? í MORGiyBLAÐlM T CHAMPION kerti í notkun í heiminum. Einkaumboð á íslandi: HJ. EGILL VILHJÁLIVISSOIVf LAUGAVEG 118 — SÍMI 8-18-12. Ráðskona óskasf til að sjá um heimili í nágrenni Reykjavíkur. — Má hafa með sér barn. — Þrir ógiftir karlmenn í heimili. — Gott kaup. — Hjón geta komið til greina. Sér húsnæði. Magnús Pálsson, sími 1756 Kaupmenn - Kaupfélög um land allt. Hef ávallt fyrirliggjandi ýmsar hannyrðavorur fyrir skóla, svo sem: áteiknaða púða, dúka, löbera, kodda- ver og margt fieira. Nú er aðalhannyrðatíminn. BJARNI Þ. HALLDÓRSSON, umboðs- og heildverzlun, Garðastraeti 4 — sími 7121 og 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.