Morgunblaðið - 14.10.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. okt. 1955
MORGVNBLABIB
Kjarni íslenzkrar sveita-
menningar er einstakl-
ingshyggja og við eigum
að hlúa að henni
segir Ágnar Þérðarson í spjaili um „kjarnorku
og kvenhylli"
Hátíðasalur Háskólans var þéttsetinn og margir urðu að standa. — (Ljósm. Mbl. Ol. M.)
A engu r'ihur meira en að allir
hafi frelsi til oð
leita sannleikans
OKKAR nngi vaxandi leikrita-
höfundur, Agnar Þórðarson,
er nú að senda frá sér nýtt leik-
rit sem Leikféiag Reykjavíkur
ætlar að sýna á næstunni. Þetta
er gamanleikur, annars fáum við
að heyra meira um leikritið á
eftir. Agnar hefir valið þvi nafn-
ið KJARNORKA OG KVEN-
HYLLI — og hver getur sagt, að
nafnið sé gamaldags?
o------•------o
— ÉG BYRJAÐI á þessu leikriti
í fyrra sumar, sagði Agnar Þórð-
arson, þegar ég hitti hann að
máli fyrir skömmu og rabbaði
stuttlega við hann um nýja leik-
ritið. — Ég lét það liggja í salti
; HER fer á eftir ávarp það er
Bjarni Benediktsson mennta-
] málaráðherra flutti við setn-
íngu fyrstu bókmenntakynn-
ingar Almenna bókafélagsins
s.l. miðvikudagskvöld. Voru
; þar kynnt verk Þóris Bergs-
sonar rithöfundar.
I' SLENZK menning hefur löng-
um að verulegu leyti verið
fcókmenning. Hinar fornu skinn-
foækur og handrit eru enn meðal
©kkar dýrmætustu verðmæta,
einnig þau, sem haldið er meðal
erlendra þjóða. Prentun bóka
hófst hér snemma og átti mikinn
þátt í að varðveita mál og menn-
íngu þjóðarinnar.
FORDÆMI ,
JÓNS SIGURÐSSONAR
Flestir forystumennirnir um
endurreisn íslands fengust mikið
Við ritstörf og bókaútgáfu, og
énginn þó meira en hinn fremsti
þeirra, Jón Sigurðsson. Viður-
mefni sitt forseti hlaut hann af
því að vera um langan aldur for-
seti Hins íslenzka bókmenntafé-
Jags. Ekki taldi hann sig þó gera
á hlut þess félags með því að
sinna bókmenntastörfum fyrir
ýmsa aðra, og sjálfur beitti hann
sér fyrir útgáfu Nýrra félagsrita
og átti mikinn þátt í stofnun
Þjóðvinafélagsins. Með útgáfu
Nýrra félagsrita þótti að vísu
sumum sem hann væri að keppa
við útgefendur Fjölnis, en frá-
leitt mun nokkur sá finnast nú,
sem óski, að annað hvort þessara
rita hefði ekki komið út.
Fordæmi Jóns Sigurðssonar er
enn hið hollasta öllum þeim, sem
vinna vilja íslandi gagn, og ljóst
er, að ekki óttaðist hann að hafa
mörg járn í eldi um útgáfu bóka
og útbreiðslu þeirra meðal
almennings, né lét hann sér
bregða þótt honum væri í þeim
efnum borin á brýn samkeppni
við aðra.
„SANNLEIKURINN MUN
GERA YÐUR FRJÁLSA"
„Sannleikurinn mun gera
yður fr jálsa". En enn hefur
enginn maður þekkt nema lít-
íð brot sannleikans og þess
vegna ríður á engu meira en
að allir hafi frelsi til að leita
sannleikans. Andlegt frelsi er
það frjómagn, sem þjóðirnar
mega sízt án vera.
Sú sannfæring er tengiliður
inilli okkar, er beitt höfum okk-
ur fyrir stofnun Almenna bóka-
félagsins, þeirra samtaka, er
efna til sinnar fyrstu almennu
samkomu hér í kvöld. Tilgangur
§ú skotlun er hyrningarsteinn
Almenna bókafélagsins
Avarp Bjarna Benediktssonar
menntamálaráoherra í hátíðasal
Háskólans í fyrrakvöld
hinn dagfarsprúða eljumann, sem
oftast var þögull og fáskiftinn en
átti það þó til að verða einstöku
sinnum örari og skrafhreifnari
en ella og hefur fundið frásagn-
argleði sinni ógleymanlega útrás
í smásögum Þóris Bergssonar.
SKALDGAFAN VERÐUR
EKKI SKIPULÖGÐ
Þorsteinn Jónsson er einn
þeirra manna, sem sjálfsagt hef-
ur sinnt bókmenntastörfum
minna en hann hefði kosið. Á
sama veg og íslenzk skáld hafa
löngum orðið að sinna búskap
eða sækja sjó, hefur Þorsteinn
staðið í pósthúsi og banka og selt
ritvélar eftir vinnutíma til að
hafa í sig og á. Engu að síður
hefur hann unnið bókmenntaaf-
rek, sem lengi mun verða uppi.
Þó að æskilegt væri er engan
veginn öruggt, að í hópi póst-
þjóna, bankamanna og ritvéla-
sala verði ætíð jafnokar Þóris
Bergssonar. Það er einmitt vegna
þess, að skáldgáfa og önnur anda-
gift er óbundin við stétt og stöðu,
sem vonlaust er að ætla að skipu-
leggja hana, kveða á um, að hún
skuli vera fyrir hendi eða segja
henni fyrir verkum. Skáldgáfa
og aðrir afburða andlegir hæfi-
leikar njóta sín bezt ef beir búa
við frelsi, skilning og fyrir-
greiðslu.
Einn megintilgangur Almenna
bókafélagsins er sá að stuðla að
því, að islenzkir rithöfundar
megi verða þessa aðnjótandi! —
Leyfi ég mér að svo mæltu að
bjóða ykkur öll velkomin í fé-
lagsins nafni, jafnframt því sem
ég flyt ykkur beztu kveðjur sjálfs
skáldsins, sem vegna lasleika var
forfallaður frá því, að koma hér
og veit ég að ég mæli í nafni
ykkar allra er ég sendi honum
; hjartanlegar kveðjur og þakkir
! okkar.
Bjarni Benediktsson formaður
Almenna bókafélagsins, býður
gesti velkomna: — „Andlegt
frelsi er það frjómagn sem þjóð-
irnar mega sízt án vera".
okkar með henni er að heiðra
eitt af fremstu núlifandi skáldum
íslands, Þóri Bergsson, sem i
borgaralegu lífi nefnist Þorsteinn
Jónsson, og kynna verk hans.
SKALDIÐ
ÞÓRIR BERGSSON
Aðrir mér færari munu ræða
um skáldskap Þóris Bergssonar
og lestur úr skáldsögum hans
mun lýsa þeim betur en ég fæ
gert. Ég vil aðeins segja, að ég
er einn þeirra, sem allt frá æsku
hefi með ákefð og ánægju lesið
sögur Þóris Bergssonar jafnóðum
og þær hafa birzt og sagna söfn
hans eru meðal minna uppáhalds
bóka. Ég met sögur Þóris Bergs-
sonar e.t.v. enn þá meira en ella
vegna þess, að svo lengi sem ég
man eftir mér hefi ég kannast
við eða þekkt Þorstein Jónsson,
Agnar Þórðarson.
í hálft ár og gekk svo frá því í
sumar.
— Þú hefir skrifað gamanleik-
rit áður? •
— Já, en þau hafa aðaUega
miðast við útvarp, þótt sennilega
megi einnig sýna þau á sviði.
Þetta nýja leikrit mitt er al«
gjör andstæða við leikritið sem
Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra, Þeir
koma í haust. Einsog menn muna
kannski, var það mjög alvarlegs
eðlis. Kjarnorka og kvenhylli er
í miklu léttari tón, þóað gamanið
sé að vísu ekki alveg græsku-
laust.
Leikritið gerist nú á timum,
að mestu leyti í Reykjavík, og
eigast þar einkum við bóndi og
alþingismaður. Sveitamaðurinn
er fulltrúi gamallar menningar
okkar, og má segja, að hann
standi einn gegn rótleysi nýs
tíma.
Á MÓTI BOÐSKAP
— Þú ert semsé að prédika ein-
hvern boðskap í þessu verki?
— Nei. Ég er andvígur boðskap
í leikritum, þvíað leikhúsgestir
eiga sjálfir að draga sínar álykt-
anir, en ekki láta þröngva skoð-;
unum höfundar upp á sig. Á þann
hátt getur leikritið komið áhorf-
endum fyrir sjónir, einsog þættir
úr lífinu sjálfu.
Það er aftur á móti rett, að
höfundur getur gefið svo óljóst
í skyn, hvað hann er að fara.'að
leikritið fer fyrir ofan garð og
neðan hjá ýmsum. — Þetta
kemur stundum fyrir hjá Tsje-
kov og fleiri höfundum; ég sá t.d.
leikrit eftir Julian Green í vor;
Suðrið getum við kallað það.
Leikhússgestir áttu fiillt í fangi
með að átta sig á, hvað höfund-
ur var að fara. Er þetta þó af-
burðagott leikrit.
FORNAR DYGGÐIR
HLÆGILEGAR?
— Hvað um efnismeðferðina í
Kjarnorkunni?
— í leikritinu varpa ég fram
þeirri spurningu, hvort fornar
dyggðir séu orðnar hlægilegar í
augum nútímamannsins; hvort
þær séu ekki annað en „sveita-
mennska". Mörgum er tamt að
kalla allt sveitamennsku sem
þeim þykir úrelt og þykjast með
því sanna, að þeir séu heimsborg-
arar. En það eru í raunmni slíkir
heimsborgarar sem eru afkára-
legastir, þvíað þeir hafa glatað
sveitamennskunni án þess að fá
neitt í staðinn.
Kjarni islenzkrar sveitamenn-
ingar er einstaklingshyggja
framar öllu öðru, og við burfum
einmitt á öld vélamenningar og
múghyggju að hlúa að henni
fremur en að afrækja hana.
Annars er okkur voðinn vís.
SJÁLFSBLEKKING
Einsog André Gide hefir bent
á, er ekkert eins hættulegt þróun
einstaklingshyggjunnar oghræsni
og sjálfsblekking. Hún er erki-
óvinurinn. Og til að uppræta
hana þarf miskunnarlausa gagn-
rýni á sjálfan sig — og sjálfan
sig í öðrum. Því að það er fyrst
og fremst andspænis sjálfum sér
sem menn biða sigur eða ósigur
í lífinu. — Um þessi efni hefi ég
reynt að fjalla í leikritinu,
hvernig svo sem tekizt hefir. -
M.
Sláfrun að! júka
YÍð PjÚp
ÞUFUM, N.-IS., 10. okt. — Nú
um þessa helgi er aðalslátrun
hér við Djúp að verða lokið.
Hefir Djúpbáturinn flutt fjölda
fjár til slátrunar á ísafjörð og
gengið vel. Gott veður er nú
daglega. — P. P.
Æfing á hinu nýja leikriti Agnars.