Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangUE 235. tbl. — Laugardagur 15. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Mynd þessi var tekin á 1500. fundi Bæjarráðs Reykjavíkur í gær. Þar sjást talið frá vinstri: Guðmundur Vigfússon, Bárður Daníels- son, frú Auður Auðuns, Bolli Xlioroddsen bæjarverkfræðingur, Gunnar Xhoroddsen borgarstjóri, Guðm. H. Guðmundsson, Geir Hallgrímsson, Xómas Jónsson borgarritari og Páll Líndal fulltrúi borgarstjóra. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). Bæjarráð hélt 1500 fund sinn í gærdag Þnr hofa öll meiriháttar vandomól ört vaKsmii höfnðborgor verið rædd • í GÆR hélt Bæjarráð Reykjavikur fund og var hann I 1500. fundurinn, sem það hefur haldið frá upphafi. — Samþykkt var á þessum fundi, eftir tillögu listaverkanefnd- ar að láta gera afsteypu af höggmyndunum „Útilegumað- urinn“ eftir próf. Einar Jónsson og „Piltur og stúlka“ eftir Ásmund Sveinsson. • Á fundinum í gær gat Gunnar Thoroddsen horgarstjóri um ýmis atriði úr sögu og störfum bæjarráðs, en að öðru leyti voru ýmis mál tekin til meðferðar á fundinum á venju- legan hátt. • Fyrsta kosning í Bæjarráð Reykjavíkur fór fram á bæj- arstjórnarfundi 4. ágúst 1932 og voru þessir menn kjörnir: • Guðmundur Ásbjörnsson, Jakoh Möller, Pétur Hall- dórsson, Hermann Jónasson og Stefán Jóh. Stefánsson. — Fyrsti formaður bæjarráðs var Knud Zimsen borgarstjóri. • Nú eiga þessir bæjarfulltrúar sæti í bæjarráðinu: • Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Guðmundur H. Guð- mundsson, Bárður Baníelsson og Guðmundur Vigfússon. — Formaður þess er Gunnar Vopnosala Hússa til um- ræðu é Genfar- fnndinnm? WASHÍNGTON, 13. okt,— Banda ííkin munu spyrjast fyrir um Vopnasölu kommúnisku ríkjanna til landanna fyrir botni Miðjarð- árhafs. Verður fyrirspurnum þess um komið á framfæri á utanríkis ráðherrafundinum, sem hefst í Genf 25. þ. m. Sagt er. að ákvörðun hafi verið tekið um þetta mál, er Dulles ræddi við Eisenhower á her- sjúkrahúsinu í Denver s.l. þriðju- dag. Bretar munu haft. lagt bless- un sína yfir, að þessi mál yrðu rædd við fulltrúa Sovétríkjanna. Bandáríska utanríkisráðuneyt- ið hefir til þessa verið fylgjandi því, að útkljá þessi mál í við- ræðum við Arabalöndin, en Eisenhower mun vera þeirrar skoðunar, að þessi mál heyri und- ir utanríkisráðherrafundinn. roddsen borgarstjori. Saar — þrœtuepli BONN, 14. okt.: — Þrír stjórn- málaflokkar í Vestur-Þýzkalandi hafa hvatt stjórnina til að gera j ráðstafanir, er verði til þess að áuðvelda það, að Saarhéraðið verði aftur innlimað í Þýzka- land. Eru það jafnaðarmanna- flokkurinn, sem eru í stjórnarand stöðu, frjálsir demókratar, sem eru í samsteypustjórn Adenauers, og flóttamannaflokkurinn, sem er óháður. í frumvarpi, er þessir þrír flokkar lögð fram í þinginu, lögð þeir til, að lækkaðir yrðu 1 tollar á vörum frá Saar-hérað- inu, bættar yrðu samgöngur milli héraðsins og V-Þýzkalands og Saarbúum auðveldað að heim- sækja Þýzkaland. Sunnudaginn 23. okt. fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Saar um Saarsáttmál- ann, sem gerir ráð fyrir því, að Saar verði sjálfstætt „fríríki" þar til friðarsamningar hafa verið gerðir við Þýzkaland. Einar Olafsson á leið til hafnar í Norðnr-Irlandi Lettinn! að brezku herflugvélinni hætl á hádegi í gær, Talið vonlausl, að nokkur af áhöfn flugvélarinnar hafi komiit lífs af. LONDON, 14. okt. — Einkaskeyti frá Reuter til Mbl. VÉLSKIPIÐ Einar Ólafsson er nú á leið til hafnar í London- derry í Norður-írlandi. Skipið fer um 6 sjómílur á klukku- ' stund og gengur fyrir eigin vélarafli. Er ekki búizt við, að það nái höfn fyrr en árdegis á morgun (laugardag). í fylgd með Einari Ólafssyni er brezkt beitiskip frá Belfast, „Wizard“. Slóst beitiskipið aftur í för með vélskipinu, er það hafði gefið frá sér að leita frekar að áhöfn brezku herflugvélar- innar, sem fórst í gærkvöld er hún var að vísa skipum á slóðir Einars Ólafssonar. Framfíð prinsess- unnar láfin iiggja í þagnargiidi LUNDÚNUM, 14. okt.: — Margrét prinsessa og Peter Townsend, flugkapteinn, hittust í dag á landsetri skammt frá Windsor- kastalanum í grennd við London. Skömmu áður hafði verið send tilkynning frá Buckinghamhöll- inni, og sagt þar, að á næstunni vrði ekkert kunngert um fram- tíð Margrétar prinsessu. Voru blöðin jafnframt hvött til þess að láta einkalíf prinsessunnar af- skiptalaust. Er þetta í fyrsta skipti í tvö ár, sem nokkuð hefir heyrzt frá Buckinghamhöll um samband Margrétar og Towns- ends flugkapteins. — Reuter-NTB r Asfralía og Kúba hlufu sæfi í öryggisráðinu NEW YORK, 14. okt.: — í dag fór fram atkvæðagreiðsla í allsherj- arþingi SÞ um sex lausu sætin í öryggisráðinu. Hlutu Ástralía og Kúba sitt sætið hvor. Hinsveg- ar hlaut ekkert þriðja ríki nógu mörg atkvæði — tvo þriðju hluta atkvæðamagnsins. Viðureignin um þriðja sætið stóð milli Filipps eyja, sem Bandaríkin studdu, Póllands og Júgóslavíu. Var mál- inu frestað til þriðjudags. í ör- yggisráðinu sitja fimm fastir fulltrúar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ráðstj órnarríkj unum, Frakklandi og kínversku þjóð- ernissinnast j órninni. DENVER, 14. okt.: — Eisenhower forseti er 61 árs í dag. Heldur hann afmælisdaginn hátíðlegan í hersjúkrahúsinu í Denver og hef- ir honum borizt mikill fjöldi heillaskeyta víðsvegar að. Líðan Bandaríkjaforseta fer stöðugt batnandi. Níu manna áhöfn var á herflugvélinni, sem var frá herstöð brezka flotans í Bally- kelly í Norður-írlandi. Var hennar leitað af fjölmörgum skipum og flugvélum á þess- um slóðum í nótt og í morg- un, en leitinni var hætt skömmu eftir hádegi, þar sem vonlaust var talið ,að nokkur af áhöfninni hefði komizt lífs af. — ★ ★ ★ Þrjú lík fundust og voru þau flutt um borð í „Wizard“ úr kanadiska beitiskipinu „Pretori- an“. Nokkurt brak úr flugvél- inni fannst, og er það einnig um borð í „Wizard". Talsverður leki kom upp í vél- arrúmi Einars Ólafssonar í gær, er hann var staddur í óveðri um 200 mílur norðvestur af írlandi. í Reutersskeytinu segir, að Einar Ólafsson sé ekki lengur í bráðri hættu. „Wizard“ fylgir vélskipinu fast eftir, og mun brezka beitiskipið „Loch Rut- hvan“ leysa „Wizard“ af og fylgja Einari Ólafssyni síðasta spölinn til hafnar. Er síðast fréttist átti Einar Ólafsson enn eftir 200 km til hafnar. ★ ★ ★ Kanadisku beitiskipin þrjú, er komu vélskipinu til hjálpar hafa nú haldið áfram til Azoreyja. Eins og áður hefir verið skýrt frá er Einar Ólafsson 300 lesta flutningaskip, og var á leið til Spánar með saltfiskfarm á veg- um Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda. Faure gerir Algier- málin að fráfarar- atriði PARÍS, 14. okt.: — í dag lauk þriggja daga umræðum um Algiermálin í franska þinginu. Hefir Faure forsætisráðherra nú gert samþykkt stefnu stjórnarinn ar í Algier að fráfararatriði. At- kvæðagreiðsla fer fram um mál- in n.k. þriðjudag. , TEL AVIV, 14. okt: — Ben Gurion, sem útnefndur hefir ver- ið forsætisráðherra ísraels, er veikur. Hafa læknar skipað hon- um að taka sér hvíld frá störfum í vikutíma. Ben Gurion er 69 ára að aldri. Hann ætlaði að leggja skipan ráðuneytis síns undir sam- þykki þingsins n.k. mánudag, en því hefir nú verið frestað. Norska hvalveiðisambandið ber Onassis þungum sökum Sagt er, að „Olympic Challenger“ ha£i stund- að ólöglegar hvalveiðar um margra ára skeið. — Verðmæti aflans nemur um 130 millj. íslenzkra króna. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Norska hvalveiðisambandið hefir aflað sér og munu vera nokkurn veginn áreiðanlegar, hef ir útgerðarmaðurinn Aristoteles Onassis gerzt sekur um að láta hvalveiðimóðurskip sitt, Aristoteles Onassis — 3,1 millj. sterlingspunda í aðra hönd. „Olympic Challenger", stunda ó- löglegar hvalveiðar. Álitið er, að verðmæti hins ólöglega afla nemi sem svarar um 130 milljónum ísl. króna. Hvalveiðisambandið hefir sent norska utanríkisráðuneytinu þessar upplýsingar, og hefir utan- ríkisráðuneytið gert stjórn Pan- ama grein fyrir málinu og einnig haft samband við ritara Alþjóða hvalveiðinefndarinnar. ★ ★ ★ „Olympic Challenger" siglir undir fána Panama, sem hefir staðfest samþykktir alþjóða hval ve.iðiþingsins, og mun þar af leið- andi krefjast þess, að „Olympic Challenger" brjóti ekki þessar samþykktir. Lcngi hefir gengið orðróm- ur um, að hvalveiðimóðurskip þetta stundaði ólöglegar hval- veiðar í stórum stíl, og nú má heita, að Norska hvalveiðisam bandið hafi öruggar sannanir fyrir því. Upplýsingar þess eru mjög athyglisverðar. 400—500 manna áhöfn er á „Olympic Challenger" — svo að segja eingöngu Þjóðverjar. Flest- ar skýtturnar eru Norðmenn eða menn af norskum ættum. Þær veiðiskýrslur, sem eftir litsmenn í Panama hafa sent Alþjóða hvalveiðinefndinni hafa að því er virðist verið í lagi, en þær upplýsingar, sem Norska hvalveiðisambandið hefir orðið sér úti um, sýna, Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.