Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 8
B MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. okt. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmáiaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Að sætta vinnu og fjármagn w An transtrar þekkingar verður verzlun ekki rekin svo vel sé i DAG á Verzlunarskóli Is- lands 50 ára afmæli. Á þessum 50 árum hafa 1887 nemendur lokið prófi úr verzl- unardeild skólans á þeim ár- um sem hún hefur starfað, en stúdentarnir allir hafa áður lokið verzlunardeildarprófi við skólann. í dag ÞYÐINGARMESTA viðfangs- efnið í íslenzkum þjóðmálum í dag er áreiðanlega það, að finna leiðir til þess að tryggja heil- brigðan rekstrargrundvöll fram- leiðslunnar. í þeim efnum hefur undanfarið sigið greinilega á ó- gæfuhlið. Við erum að komast í sama farið og haustið 1949 þegar hallarekstur og styrkjastefna knúðu fram gengisfellingu krón- unnar. Þá var gerð ærleg tilraun til þess að snúa við af þessari braut og skapa jafnvægi í efna- hagslífi landsmanna. Það tókst einnig að verulegu leyti. En þjóð- ina brast þroska og festu til þess að halda áfram að framkvæma jafnvægisstefnuna. Verkalýður- inn í stærstu kaupstöðum lands- ins stóðst ekki Lorelei-söng kommúnista. Þessvegna missti hann sjónar á kjarna málsins og sigldi inn í brim og boða verð- bólgustefnunnar með kommún- ista við stýrið. Þessvegna er nú komið sem komið er. Styrkja- stefnan er í uppsiglingu að nýju. Almenningur verður sjálfur að standa undir þeim útgjöldum, sem varið er til styrkja og upp- bóta. Það er gjaldið fyrir hinar of háu kröfur, sem gerðar hafa ver- ið á hendur bjargræðisvegunum. Framleiðslan er hyrn ingarsteinninn En í þessu skipulagi felst mikil hætta frá mörgum sjónarmiðum séð. Það er t. d. mikill misskiln- ingur, sem verður vart vegna framkvæmdar styrkjastefnunnar, að í raun og veru sé framleiðslan orðin nokkurskonar ómagi á al- menningi, sem borga verði styrki til einstakra greina hennar. Þessu er ekki þannig varið, Bátaútvegurinn, togaraútgerð- in og landbúnaðurinn eru ekki ómagar á þjóðinni. Þessar at- vinnugreinar eru þvert á móti hyrningarsteinn afkomu henn ar og lífskjara. Það er þjóðin sjálf, sem hefur heimtað of mikið af þeim, miðað kröfur sínar við meiri arð en þær geta gefið við núverandi að- stæður. Þessvegna hefir hún orðið að fara krókaleiðir til þess að bæta fyrir framkomu sína gagnvart þeim. Sá hugsunarháttur má aldrei komast inn í íslendinga, að eigin- lega sé framleiðsla þeirra algert aukaatriði. Hátíð og vinnuveitenda annarsvegar,' Verzlunarskólanemar minnast og launþeganna hinsvegar eru í dag þessara tímamóta í sögu orðnir svo tíðir og kosta svo skólans. Skólasetning fer fram í mikla sóun verðmæta, að efna- Þjóðleikhúsinu kl. 10 árdegis, þar hagsgrundvöllur þjóðfélagsins er sem form. ýmissa verzlunarsam- Að sætta vinnu og f jármagn Það skiptir þessvegna megin- máli, að allur almenningur í landinu hafi sem gleggsta vitneskju um það, hver greiðslu- geta atvinnuveganna sé á hverj- um tíma, hve miklar kröfur sé hægt að gera til arðsins af starfi þjóðarheildarinnar. Meira getur ekki komið til skiptanna en það, sem aflað er. Það er staðreynd, sem öllum ætti að vera Ijós. Og vissulega ber að stefna að því, að skipting þessa arðs sé sem rétt- látust og jöfnust. Það er frum- skilyrði þess að þjóðin fái unað ánægð við þann skerf, sem kem- ur í hlut hvers einstaks. En í þessari skiptingu felst hið mikla vandamál, að sætta vinnu og fjármagn. Það er e.t.v. meira aðkallandi í dag en nokkurt ann- að í þjóðfélagi okkar. Árekstr- arnir og átökin milli framleiðslu tekinn að riða. Viðurkenning staðreynda Fyrir skömmu hefur verið skip uð samvinnunefnd atvinnurek- enda og verkalýðssamtakanna til þess að finna réttlátan grundvöll í kaupgjaldsmálum. Hlutverk nefndarinnar er að afla árlega hverra þeirra upplýsinga, sem nefndin telur sig þurfa, um af- komu atvinnuvega landsins og hag almennings, til þess að leita megi rökstudds álits nefndarinn- ar þegar ágreiningur verður um kaup og kjör, eða ætla má að til slíks ágreinings komi. Það væri vissulega ómetanlega mikils virði ef slík nefnd gæti leyst það verkefni, sem henni hefur verið fengið. Þjóðin þarf umfram allt að vita, hvar hún er á vegi stödd í efnahagsmálum sínum. Og hún þarf að viður- kenna þær staðreyndir, sem blasa , þar við og miða eyðslu sína og kröfur við þær. Ef hún ekki gerir það er vonlaust, að framfarir og uppbygging geti haldið áfram í þessu landi. Þjóð, sem hagar sér eins og óviti getur aldrei tryggt sér góð lífskjör og afkomuöryggi. Þroski og ábyrgðartilfinning hlýtur alltaf að vera frumskil- j yrði þróunar og framfara. í skjóli hennar verður þessi litla j þjóð að freista þess að sætta vinnu og fjármagn. Og ef henni tekst það á hún vís góð lífskjör og bjarta framtíð í landi sínu. Verzlunarskólinn 50 ára VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS minnist í dag 50 ára afmælis síns. j Hann hefur átt ríkan þátt í þeirri þróun, sem orðið hefur á þessu * tímabili í verzlunarmálum lands- manna. íslenzkt verzlunarfólk, sem hefur hlotið þar menntun hefur orðið færara um að gegna því mikilsverða þjónustuhlut- verki, sem verzlunin rækir. Verzlunarskólinn hefur verið heppinn með forystu þennan ald- arhelming, sem hann hefur starf- að. Hann hefur notið stjórnar ágætra manna og verzlunarstétt taka í landinu flytja ávörp, ein- söngvarar syngja og skólastjór- inn, dr. Jón Gíslason setur skól- ann. Síðdegis koma nemendur saman og ganga hátíðagöngu að Vesturgötu 10, þar sem skólinn var lengi til húsa. Þá minnast þeir látinna skólastjóra méð því Verslimarskólinn 50 ára að leggja blómsveiga á leiði þeirra. í kvöld verða svo hóf að Hótel Borg og í Sjálfstæðishús- inu. Dagskrá útvarpsins í kvöld er helguð Verzlunarskólanum og þar flytur ávarp m. a. Bjarni Benediktsson dóms- og mennta- málaráðherra. Hér fer á eftír stutt ágrip af 50 ára sögu skólans. * Fyrstu árin Verzlunarskóli íslands var stofnaður árið 1905, og stóðu að stofnun hans Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur og Kaupmanna- félagið hér í bæ. Hér hafði að vísu áður verið haldið uppi náms- skeiðum fyrir verzlunarmenn, að tilstuðlan Þorláks O. Johnson, 0 / fí I /. / f) WeluahancU óhnfar: Hvorki verri né betri NÝLEGA hefir orðið uppvíst um þjófnaðarhring ungra drengja á aldrinum 9—14 ára. Hafa þeir farið ránshendi um verzlanir bæjarins og látið greipar sópa um þær. Þeir hafa farið í smáhópum í þessa leið- angra sína, notað fullkomin inn- brotstæki — og skipt þýfinu bróðurlega á milli sín. Eithvað á þessa leið hljóðuðu fréttir dagblaðanna í gær og z , 1 ■ . i 1 j 1 O ' \ 1 menn hrukku í kút. Bófafélag drengja. Allt getur svosem gerzt í þessum blessuðum bæ okkar. En við getum samt huggað okk- ur við, að upp komst um þá fé- laga, áður en það var orðið um seinan. Það er ennþá hægt að bjarga þeim og leiða þá af villu síns vegar. Þessir ungu drengir eru sennilega hvorki betri né verri en aðrir unglingar þessa bæjar. Maður gæti helzt hald- ið, að foreldrar þeirra hafi ekki alltaf haft hönd í bagga með kvöldferðum þeirra, en hverjum átti að geta dottið í hug, hver áhugamál þeirra voru. Verður að taka í taumana JARNI málsins er þó sá, hvers vegna drengirnir leiðast út á þessa braut og hvað er hægt að gera þeim til hjálpar. Ég ætla mér ekki þá dul að svara þessum spurningum, en hálf er ég nú in sjálf hefur sýnt honum rækt- hræddur um, að glæpamyndirnar KJ arsemi og hlýhug. Og það er verzlunarstéttin, sem stofnaði hann og rak hann. Nú er hann orðinn menntaskóli, sem braut- skráir stúdenta. íslenzkum verzlunarmönnum varð það snemma ljóst, að aukin menntun var eitt af frumskilyrð- um þess, að þeim tækist að gegna skyldu sinni. Þessvegna stofnuðu þeir sinn eigin skóla. Þessi skóli hefur útskrifað mikinn fjölda af ungu fólki, sem síðan hefur lagt leið sína út á hin ýmsu svið við- skiptalífsins. Þetta fólk minnist í dag skóla síns og þakkar honum drjúgt efnum. og gott veganesti og undir-1 búning undir lífsstarf sitt. Öll þjóðin sendir Verzlunarskól- anum heillaóskir á hálfrar ald ar afmæli hans. eigi hér einhverja sök á. Þær örva æfintýraþrá drengja á þessu reki og þeir hafa ekki þá dómgreind sem nauðsynleg er til að geta skorið úr því, hvort það sé gott eða vont að stela. For- eldarnir eiga hér einnig sök á og svo auðvitað þjóðfélagið, að svo miklu leyti sem hægt er að kenna þjóðfélagi um syndir borgaranna. — En nú er komið að hlutverki þess. Það verður að taka í taumana og gera heil- brigða þjóðfélagsþegna úr þess- um litlu „pattormum". — En það er annarra að benda á leiðir í Svar. HINN 8. þ. m. birtist í pistlum Velvakanda þáttur úr bréfi sem undirritað er „ein, sem fylg- ir tímanum“. Hún gagnrýnir þar Húsmæðraskólann á þeim for- sendum, að þar skorti kennslu í notkun og meðferð heimilisvéla. Einnig minnist hún á óþarfa vafstur í skólanum, en óljóst er við hvað hún á með því. Er hér átt við Húsmæðraskóla Reykja- vikur, eða einhvern annan skóla? Sé svo, að bréfritarinn eigi við Húsmæðraskóla Reykja- víkur, vil ég taka fram eftirfar- andi: Skólinn á flest nýtízku raf- magnsáhöld og fjölda saumavéla, bæði handsnúnar, fótknúðar og rafmagnsvélar. Nemendum er kennd meðferð og notkun þess- ara heimilistækja. Hins vegar eru auðvitað kennd vinnubrögð án véla, t.d. að hræra með sleif í skál í stað hrærivélar o.s frv., og er byrjað á þeirri kennslu. En kennslunni verður að haga þannig, að hún komi öllum hús- mæðraefnum að notum, hvort sem þær búa í nýtízku bæ með öllum þægindum, eða útum byggðir landsins, þar sem ekki er rafmagn, og lítið um þægindi, því að skólann sækja fjöldi stúlkna hvaðanæfa að af landinu. Á fætur kl. 7.30 FYRSTA kennslan í línsaumi er meðferð saumavélanna. í heimavist skólans er átta vikna kennsla í vélsaum, svo að nem- endurnir fá góða æfingu í með- ferð saumavéla. Um „óþarfa vafstur" er ekki að ræða í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hver dagur er þar skipulagður og skiptist í bóklegt og verklegt nám, útivist, stundum leik, og hvild. Flestir nemendur sem sækja skólann, skilja sitt hlut- verk þar, og verður ekki um þá annað sagt, yfirleitt, en að þeir skilji þá nauðsyn að nota tím- ann vel, svo þeir hafi sem mest gagn af skólavistinni. Ef „ein, sem fylgir tímanum" á við Húsmæðraskóla Reykjavík- ur, virðist hún ekki vera nægi- lega kunnug reglum og starfs- háttum skólans, vélakosti o. fl., til þess að geta dæmt um slíkt. Hún ætti að gera okkur þá ánægju, að koma fram í dagsljós- ið og heimsækja skólann og fylgjast með störfum þar ein- hvern daginn. Bréfritarinn þarf ekki að gera boð á undan sér frekar en honum þóknast. Fótaferðartími í skólanum er kl. 7,30 að morgni. Veri bréfritari hjartanlega velkominn. Katrín Helgadóttir. MerklB, sem klæðir landil kaupmanns, en hann gekkst fyrir stofnun Menntunarfélags verzl- unarmanna 11. marz 1890, og sama haust tók til starfa skóli fyrir verzlunarmenn. Lagði Þor- lákur skólanum til ókeypis hús- næði. Er heilsu Þorláks þraut, er varð skömmu síðar, lagðist skóla- haldið niður. Fast form komst ekki á þessi mál, fyrr en reyk- vískir kaupsýslumenn bundust samtökum um stofnun Verzlunar- skóla íslands, fyrir forgöngu Jóns Ólafssonar og fleiri góðra manna. Kusu þessi fyrrnefndu félög fyrstu stjórnarnefnd skólans, og varð Dithlev Thomsén, kaup- maður, formaður fyrstu skóla- nefndarinnar. Skólastjóri var ráðinn Ólafur G. Eyjólfsson, maður prýðilega menntaður, bæði almennt og í verzlunarfræðum sérstaklega. Veitti hann skólanum forstöðu tíu fyrstu árin, Sem hann starf- aði. Þótt við mikla fjárhagsörðug leika væri að etja, dafnaði skól- inn furðanlega. Starfaði hann lengst af í þremur deildum: und- irbúningsdeild, miðdeild og efstu deild. * Verzlunarráð íslands tekur við rekstrinum Ólafur G. Eyjólfsson lét af skólastjórn árið 1915, og var þá Jón Sívertsen ráðinn forstöðu- maður skólans í hans stað. Gegndi Jón skólastjórastörfum til ársins 1931. Aðsókn að skólanum fór stöð- ugt vaxandi, en fjárhagurinn var jafnan mjög erfiður og húsa- kynnin óhentug. — Tvennt má merkast telja í sögu skólans á þessu tímabili: Fyrst það, er Verzlunarráð íslands tók að sér rekstur skólans. Var frá þeim málum að fullu gengið í júlí árið 1922. Skipaði Verzlunarráðið þá sérstaka skólanefnd til að hafa á hendi málefni skólans. Hinn merkisatburðurinn var sá, er stofnaður var 3. bekkur árið 1926. Lengdist námið þá um eitt ár. Var skólinn þannig þriggja ára skóli, auk undirbúningsdeildar. * Flutt á Grundar- stíginn Árið 1931 urðu mikil þáttaskil í sögu skólans. Ráðizt var í að kaupa húseignina Grundarstíg 24, þar sem skólinn hefur starfað síðan. Hlutafélag var stofnað til að annast þessi húsakaup. Sköp- uðust með kaupum þessum stór- um betri starfsskilyrði en verið höfðu í gamla húsinu við Vestur- götu 10. Um leið og skóiinn flutti í hin nýju húsakynni, tók Vil- hjálmur Þ. Gíslason við stiórn hans. Efldist skólinn nú brátt að nemendafjölda og fjölbreytilegri möguleikum til náms. Árið 1935 var skólanum breytt úr þriggja ára skóla í fjögurra ára skóla. Framhaldsdeild var starfrækt um tíma fyrir þá, er lokið höfðu verzlunarprófi. Sum árin var og efnt til ýmissa sérnámskeiða. Loks var merkilegum áfanga náð með stofnun lærdómsdeildar við skólann árið 1942. Tók hún til starfa haustið 1943. Lærdóms- deildarbekkirnir eru tveir, 5. og 6. bekkur. Fyrstu stúdentarnir frá Verzlunarskólanum braut- skráðust vorið 1945. Áttu þeir því nú á síðastliðnu vori tíu ára stúdentsafmæli. Lengi stóð það Verzlunarskól- anum mjög fyrir þrifum, að allir kennarar við hann voru stunda- kennarar. Árið 1941 var fyrst ráð- inn einn fastur kennari við skól- ann, en 1944 voru ráðnir fjórir fastir kennarar til viðbótar. Nú Framh. á bla. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.