Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABID Laugardagur 15. okt. 1955 ] Ekki með vopnum veg/ð EFTIR SIMENON » JC Framhaldssagan 16 En matreiðslukonan í kjallara- eldhúsinu sínu, sá aðeins fætur þeirra sem framhjá gengu. Maurice de Saint-Fiacre kom heim úr gönguferð sinni meðan höllin var þannig full af gestum og starði hann undrandi á þorps- búana. Gestirnir, þeir sem komið höfðu til þess að líta gömlu frúna í síðasta skipti, hikuðu við og vissu ekki hvort þeir ættu íð tala eitthvað við son hinnar látnu eða bara ganga út án þess að yrða á hahn. En ungi greifinn losaði þá við öll slík heilabrot því hann kink- aði aðeins lauslega kolli til þeírra og gekk svo rakleiðis til herbergis Marie Vassilievs. Maigret var inni í kirkjunni. Mieðhjálparinn gekk á milli kert- arina og slökkti ljósin með sló'kkvihettunni, sem hann hélt á í Ifennarri hendinni, en inni í skTÚðhúsinu var presturinn að klæða sig úr messuskrúðanum. Jil beggja handa stóðu skrifta- stólarnir með litlu, grænu for- tjqldunum, sem ætluð voru til þ(®s að skýla skriftabarninu fyr- ir íforvitnum augum. Maigret minntist þeirra daga, þagar hann var svo lítill að and- lit hans náði ekki nógu hátt upp, til þess að græna tjaldið gæti hulið það. Að baki hans var hringjarinn, sefn ekki hafði veitt komu hans neina athygli, að loka stóru dyr- unum og láta járnslána fyrir. Er umsjónarmaðurinn hafði staðið þarna stundarkorn, gekk hann hröðum skrefum inn mið- skip kirkjunnar og til skrúðhúss- ins, þar sem presturinn varð mjög undrandi við hina skyndi- legu og óvæntu komu hans. ",Fyrirgefið frekjuna, Monsieur le Curé. En ég mátti bara til að firma yður og spyrja yður einnar spurningar“. Svipur prestsins virtist stillt- ur og fullkomlega rólegur, nema augun — Maigret sá ekki betur en§að þau kæmu upp um geðs- hrtéringu og einhvern innri ofsa. íjí morgun skeði mjög ein- kefmilegt og leiðinlegt atvik héfna í kirkjunni. Bænabók greifafrúarinnar, sem lá í stóln- uta hennar, hvarf þaðan mjög sl^yndilega, en fannst svo síðar undir rykkilíni kór-drengsins, hérna inni í skrúðhúsinu“. ! fekkert hljóð rauf þögnina, sem á eftir orðum Maigrets fylgdi nprna skóhljóð meðhjálparans frammi á kirkjugólfinu. ^Aðeins fjórar manneskjur geta verið eitthvað við þetta bókahvarf riðnar og þér megið ekki reiðast mér þótt ég segi af- dráttarlaust álit mitt. Mennirnir, se|n ég held að þarna geti verið urti að ræða eru kór-drengurinn, m|ðhjálparinn, hringjarinn og • •:> • “ „Og ég sjálfur... .‘r Itödd prestsins var róleg og geðshræringarlaus, að því er virt- ist. Flöktandi bjarmi frá kerta- Ijósi féll á annan vanga hans. Upp frá reykelsiskerti liðaðist blár reykur eins og mjór þráður og teygði sig upp í hvolf kirkju- loftsins. „Voruð það....“ „Það var ég sem tók bænabók- ina og fór með hana hingað inn, á meðan ég beið.... “ „Vissuð þér hvað var inni í bókinni?“ „Nei“. ; „En hvers vegna. ...?“ : „Því miður verð ég víst að biðja yður um að spyrja mig ekki fleiri spurninga, Monsieur Mai- grét. Ég má ekki tala um neitt, sem skriftabörn mín kunna að játa fyrir mér“. Orð prestsins minntu Maigret á spurningatíma í borðstofu prestsins fyrir þrjátíu og fimm árum, þegar gamli presturinn hafði sagt þeim börnunum frá presti einum á miðöldunum, sem hafði heldur látið rífa út úr sér tunguna, en að opinbera ieyndar- mál skriftastólsins. Samt gat hann ekki stillt sig um að tauta: „Þér þekkið þá sem sagt morðingjann?" „Guð þekkir hann. Afsakið mig, Monsieur Maigret, en nú verð ég að fara og heimsækja sjúkan mann“. Þeir urðu samferða út úr kirkj- unni og gengu samhliða út á veg- inn. Fólkið var nú sem óðast að yfirgefa höllina, en staldr&ði þó við í smáhópum og ræddist við sín á milli. Maigret skildi fljótlega við prestinn og hélt aftur til veitinga- hússins, sem nú var nærri alveg mannlaust. Einhversstaðar úr nánd barst þó til hans sundurlaust brot úr samræðum: j „Ef ekki tekst að hafa upp á , þeim, virðist ekkert bíða hans annað en fangelsið.... “ Marie Tatin var alltaf jafn á- | hyggjufull á svipinn, þar sem hún þrammaði fram og aftur um stofuna þunglamaleg eins og gömul kona, enda þótt hún gæti ekki verið komin mikið yfir fertugt. „Voruð þér að biðja um límon- aði? Hver var að biðja um tvær ( flöskur?“ | í einu horni stofunnar sat Jean Métayer við skriftir, en leit þó upp öðru hvoru, til þess að hlusta á samræðurnar, sem fram fóru við næstu borð. Maigret gekk að borðinu til hans, en gat þó ekki séð nákvæm- lega það sem á blaðinu stóð. Hann sá aðeins, að hver grein var vandlega merkt og tölusett. 1.. .. 2.. .. 3.... J Skrifarinn notaði bersýnilega tímann til þess að semja vörn sína á meðan hann beið eftir komu lögfræðings síns. Kona, sem sat skammt frá þeim, sagði við borðnaut sinn: „Það var ekki einu sinni til hreint lak, svo að kona ráðs- mannsins varð að hjálpa upp á sakirnar....“ Jean Métayer þreif pennann, fölur yfirlitum, en einbeittur á svipinn og skrifaði: 4.... 5. kafli. Kuldinn í herberginu, og lykt- in af gömlu heyi, eplaforða veit- ingahússins og matargerð eld- hússins gerðu svefn Maigrets bæði þungan og óværan í senn. Súgur næddi allsstaðar í kring- um hann og rúmfötin voru ís- köld nema rétt á þeim stað, þar sem líkami hans náði til að ilja þau lítillega. Þess vegna veigraði hann sér við að hreyfa sig nokkuð teljandi undir sænginni. Öðru hvoru heyrði hann hinn þurra hósta skrifarans í hinu þak herberginu og fótatak Marie Tatin niðri í eldhúsinu, þar sem hún var að byrja á störfum dags- ins. Enn hélt hann kyrru fyrir í rúminu nokkra stund, en loks þegar hann hafði kveikt á kert- inu, brast hann algerlega kjark- inn til að þvo sér upp úr hinu ísk.alda vatni, svo að hann frest- aði því um óákveðinn tíma og gekk niður í morgunskónum, flibbalaus. Niðri í eldhúsinu var Marie Tatin að skvetta olíu í eldinn, sem vildi með engu móti fást til að loga. ^ • Hár hennar var allt úfið og í óreiðu og hún roðnaði vandræða- leg á svipinn, þegar umsjónar- maðurinn birtist í dyrunum. „Klukkan er ekki enn orðin sjö .... Kaffið er ekki alveg til- búið....“ Maigret var ofurlítið áhyggju- fullur. Hálfri stundu áður, þegar hann var ekki alveg vaknaður, Litla stulkan Nyane 2 Andlit hennar var afmyndað af neyð. Hrædd og feimin leit hún á Nze. En þeir þjáningardrættir, sem voru málaðir á andlit þessa litla barns, sem þó var skapað til að njóta hamingju og gleði! Nze sagði nokkur orð við hana, tók síðan lítinn böggul undan mittisskýlu sinni og fékk henni. Þegar litla stúlkan hafði tekið við bögglinum, heyrðist harkaleg rödd frá þorp- inu, sem kallaði: „Nyane, viltu fara strax burtu, farðu til mömmu þinnar og láttu ekki sjá þig oftar.“ Vesalingurinn litli hoppaði inn í skóginn og hvarf. En Nze fór aftur til félaga sinna. er voru að hlaða bátinn. Trú- boðinn kvaddi vini sína, síðan tók hann Nze afsíðis og spurði: I „Hver var þessi litla stúlka, sem svo miskunnarlaust var rekin í burtu?“ j Nze svaraði: „Hún heitir Nyane og er dóttir manns nokk- urs hér í þorpinu. Mamma hennar heitir Besile. Litla stúlkan og mamma hennar bjuggu áður í þorpinu, eins og allar aðrar Fangkonur. En fyrir 4—5 árum varð Besile þess vör, að hún var smittuð af líkþrá. Hún reyndi að dylja sjúk- dóm sinn, en áður langt um leið, tók fólk eftir honum. Og’ maðurinn hennar, sem þekkti þennan ólæknandi sjúkdóm, rak hann frá sér. Ættmenn Besile og foreldrar bjuggu svo langt í burtu. að henni kom ekki til hugar að flýja á náðir þeirra. En maður hennar byggði lítinn kofa úti í skóginum handa henni, og þangað flýði hún með litlu dóttur sína. VANDLATIR TE-NEYTENDUR VILJA MELROSES OG FA ÞAÐ í NÆSTU BÚÐ HEILDSÖLUBIRGÐIR 0. JOUU & KAABEIi H.F. ■ ■TB Orðsending frá Byggingasamvinnufélagi Reykjavíkur Einbýlishúsið Heiðargerði 56, er til sölu, Húsið er byggt á vegum Byggingarsamvinnufélags Reykja- víkur og eiga félagsmenn forgangsrétt að því lög- um samkvæmt. Þeir félagsmenn, sem vilja nota forkaupsréttinn skulu tilkynna það stjórn félagsins fyrir 21. október. Stjórnin. KULDAÚLPUR Fóðraðar með gæruskinni Fyrir kvenfólk, börn og unglinga Póstsendum hvert ú land sem er öízL 'un Laugavegi 17 — Sími 2725 ••d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.