Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 42u árgangur 236. tbl. — Sunnudagur 16. október 1955 PrentsmiðJ* Morgunblaðsins Frá Khkksvík Á mynd þessari sést danska lögreglan í Klakksvík handtaka einn af mótstöðumönnum Dana þar. Einn lögreglumannanna er með útvarpstæki, sem hann getur tekið á öxl sér. — í baksýn má sjá unga Klakksvíkinga standa í hnapp og horfa á aðfarnirnar. H&slesæxlisaðfferð heppnast á 70 al hverjum 100 sjúklinffum Aðferðum við rannsóknir á heilaæxlum hefir fleygt fram Kaupmannahöfn: — DANSKI heilaskurðlæknirinn og prófessorinn Edvard Busch, sem mörgum íslendingum er kunnur, hélt fyrir skemmtu fyrirlestur um heilaæxli. Var þetta einn af mörgum fyrirlestrum, sem vís- indamenn fluttu um krabbamein fír. Busch — raunhœfur árangur hefir breytt bölsýni lcekna í bjart- týni. í Grundtvigshúsinu. Sagði Busch, að sá ótti, er mönnum stæði af heilaæxlum, væri óþarflega mik- ill, hvort sem þar væri um krabbamein að ræða eður ei. ★ ★ ★ Fyrrum var það eitt erfiðasta viðfangsefni lækna að finna krabbamein, en sjúkdómsgrein- ingin er ekki lengur áðalvanda- málið, og má telja hana örugga í um 98% af sjúkdómstilfellun- um. Er heilaskurður er gerður vegna heilaæxlis, sýna skýrslur, að aðgerðin heppnast vel á um 70 af hverjum hundrað sjúkling- um. Busch lagði áherzlu á, að heila- æxli orsökuðust mjög sjaldan af krabbameini, en samt væri full Frh. á bls. 12. Zatopek tapar LUNDÚNUM, 15. okt.: — 1 ann að sinn á f jórum dögum, beið Za- topek ósigur í Lundúnum. I frjáls íþróttakeppni sem yfir stóð á milli höfuðborga Tékkóslóvakíu og Eng larids, sigraði Gordon Pirie í 5 km. hlaupi á 14:19,0 mín. Zatopek kom næstur á tímanum 14:24,2 og þriðji varð Frank Sanders. Áður hafði Pirie sigrað í 10 km. hlaupi með talsverðum yfirburð- um. Margréf hefir engar áæflanir á prjón- unum LUNDÚNUM, 15. oikt.: — í dag var gefin út opinber tilkynning um framtíð Margrétar prinsessu. Þar segir svo: Vegna ýmissa blaðafrétta, sem nýlega hafa ver- ið birtar um framtíðaráætlanir Margrétar prinsessu vill blaðafull trúi konungsfjölskyidunnar geta þess, að prinsessan 'hefur ekki gert neinar framtíðar áætlanir. — Vonar prinsessan, að blöðin og al- menningur minnist hennar af kurteisi, eins og hingað til, og hafi við hana góða samvinnu. Nasser «;af mánaðarlaiin KAIRÓ, 15. okt.: — í da g var ,,dagur hersins“ í Egyptalandi. Var fólk minnt a að efla hann eftir mætti og gaf Nasser for- sætisráðherra fordæmi með því að leggja mánaðarlaun sín í f járhirzlur landvamaráðuneyt- isins. Jafnvel skólabörn voru Iivött til að gefa hernum nokkra aura. Landvarnaráðherra landsins sagði í útvarpserindi, að Egypt ar hyggðu ekki á árás né land- vinninga. 59 þýikir sfríðs- fangar koma heim frá Svedlovsk FRIEDLAND 13. okt. — Fimm- tíu og níu þýzkir stríðsfangar komu í dag til Friedland á landa- mærum Vestur- og Austur- Þýzkalands frá rússneskum fanga búðum í grennd við Svedlovsk í Úralfjöllunum. Fyrir um það bil viku hófust flutningar þýzku stríðsfanganna heimleiðis frá Rússlandi, en fangarmr segjast hafa yfirgefið Svedlovsk fyrir níu dögum. Reuter—NTB Frakkar loka undan- kontuleiðinni inn í spánska Marokkó RABAT, 13. okt: — Franskar fót- gönguliðs- og skriðdrekasveitir settu í dag upp bækistöðvar sín- ar við landamæri spánska Marokkó til að koma í veg fyrir, að uppreisnarmenn í Riff-fjöll- unum ættu sér undankomu auðið. Samtímis umkringdu franskar hersveitir uppreisnarmennina í Riff-fjöllunum í norð-austur hluta Marokkó. — Reuter-NTB 25 metrar réðu úrslitum Flugvéiin raksf á fjallsfind og með henni férusf 66 farþegar FJÖGURRA hreyfla farþegaflugvél frá bandaríska flugfelaginu United Air Lines rakst í vikunni á fjallstind í suðurhluta Wyomingsfylkis. Allir, sem i vélinni voru létu lífið, 66 að tölu. -----------------------------^ÓVÍST IIVAÐ OLLI FEóttamanna flokkurinn á flótta Einkaskeyti til Mbl. frá NTB—Reuter. BONN, 15. okt.: — Flóttamanna flokkurinn í Þýzkalandi ákvað í dag eftir harðar umræður á flokks þingi, að hætta að styðja ríkis- stjórn dr. Adenauers. Flokkurinn á tvo ráðherra í stjórn kanslarans og hvöttu þeir þingheim til að styðja Adenauer-stjórnina áfram, en án árangurs. Flóttamannaflokkurinn kemur nú í veg fyrir, að stjórn dr. Aden auers geti komið fram stjórnlaga- breytingum, því að til þess þairf 2/3 hluta atkvæða, en nú vantar stjórn dr. Adenauers 10 atkvæði ti.l þess að ná slíkum meirihluta. Getur þessi ákvörðun Flóttamanna flokksins því haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar í för með sér. Lærisveinn Vargasar kosinn forsefi RÍÓ DE JANERÓ, 15. okt.: — Frambjóðandi jafnaðarmanna og þjóðflokksmanna við forseta- kosningarnar í Brasilíu vann mikinn kosningasigur. Hann hlaut helmingi fleiri atkvæði en aðalkeppinautur hans, Juarez Tavora, hershöfðingi. Hinn nýi forseti Brasilíu heitir Kúbitjekk; hann er ungur mað- ur og hefir verið nefndur „læri- sveinn Vargasar". (hurchil! heiðraður AÞENU, 15. okt. — Sir. Winston Churchill hefir tilkynnt bæjar- stjórn Aþenu, að hann muni þiggja heimboð til borgarinnar. Hyggst hann fara þangað suður eftir í maí n. k. Bæjarstjórnin veitir heiðurs- verðlaun þeim mönnum, sem unnið hafa mest og bezt að sam- eining Evrópu og verður Chur- chill veitt verðlaunin fyrir þetta ár. Tekur gamli maðurinn við þeim í kvöld. Bretar hjálpa Pakistan LUNDÚNUM, 15. okt.: — Brezka stjórnin hefur látið Pakistanmönn um í té 50 þús. sterlingspunda að- stöð vegna flóða í landinu. — Af þeim hefur orðið gífurlegt tjón og vilja Bretar hjálpa upp á sak- irnar með fyrr nefndri aðstoð. SEOUL: — Mikilsmetnir ráða- menn Bandaríkjanna að því er varðar Austurlandamál, hafa sagt að engin breyting verði gerð á að- flutningsbanni því, er Bandarikja menn hafa sett á ýmsar vöruteg- undir til Kína. Enginn getur sagt með vissu, með hverjum hætti slys þetta varð, en þó er senpilegt, að sendi- tæki vélarinnar hafi bilað og áhöfnin ekki getað náð sambandi við flugumferðarstjórnina í Salt Lake City. Var vélin korhin 30 km. af venjulegri flugleið. 25 METRAR Flugvélin rakst á Medicine Bow tind sem er rúmlega 12 þús. fet. Lenti vélin í þver- brattri klettahlíðinni aðeins 25 metrum fyrir neðan tind- inn. Má af því sjá, hve litlu getur stundum munað. (Sjá mynd.) í ' DUGÐI EKKI TIL Flugstjórinn hafði flogið þessa sömu leið mörg hundruð sinnum, en það dugði ekki til. Aldrei hafa eins margir menn farizt með far- þegaflugvél í Bandaríkjunum, en aftur á móti hafa fleiri farizt með herflugvélum. HELSINGFORS: — Þegar Kekk- onen forsætisráðherra Finnlands var í Moskvu á dögunum, gaf Bulganin honum glæsilega fólks- bifreið. Nú hefir komið á daginn, að forsætisráðherrann hefir ekki efni á að eiga bílinn, vegna þess að hann verður að greiða um 50 þús. króna toll af honum. — Ef Rússar greiða ekki tollinn eða finnska ríkið, verður Kekkónen sennilega að skila þessari ágætu gjöf aftur. Paasikívi Finnlandsforseti fékk einnig bíl að gjöf, þegar hann va? í Moskvu, en hann er undan þeg- inn öllum tollum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.