Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 1
16 sáður og Lesbók waiMíá>i 42L árgangur 236. tbl. — Sunnudagur 16. október 1955 Prentsmiðjja Morgunblaðsins Frá Khkksvík Á mynd þessari sést danska lögreglan i Klakksvík handtaka einn af mótstöðumönnum Dana þar. -Einn lögreglumannanna er með útvarpstaeki, sem hann getur tekið á öxl sér. — í baksýn má sjá unga Klakksvíkinga standa í hnapp og horfa á aðfarnirnar. HmiMæxIisaðgerð heppssast á 70 at hvGFJum 100 sgúklingum Aðferðum við rannsóknii á heilaæxlum hefir fleygt fram Kaupmannahöfn: — DANSKI heilaskurðlæknirinn og prófessorinn Edvard Busch, sem mörgum íslendingum er kunnur, hélt fyrir skemmtu fyrirlestur um heilaæxli. Var þetta einn af mörgum fyrirlestrum, sem vís- indamenn fluttu um krabbamein Dr. Busch — raunhœfur árangur hefir breylt bölsýni lœkna í bjart- *ýni. í Grundtvigshúsinu. Sagði Busch, að sá ótti, er mönnum stæði af heilaæxlum, væri óþarflega mik- ill, hvort sem þar væri um krabbamein að ræða eður ei. • • • Fyrrum var það eitt erfiðasta viðfangsefni lækna að finna krabbamein, en sjúkdómsgrein- ingin er ekki lengur aðalvanda- málið, og má telja hana örugga í um 98% af sjúkdómstilfellun- um. Er heilaskurður er gerður vegna heilaæxlis, sýna skýrslur, að aðgerðin heppnast vel á um 70 af hverjum hundrað sjúkling- um. Busch lagði áherzlu á, að heila- æxli orsökuðust mjög sjaldan af krabbameini, en samt væri full Frh. é bls. 12. Zatopek fapar LUNDÚNUM, 15. okt.: — í ann að sinn á f jórum dögum, beið Za- topek ósigur í Lundúnum. 1 frjáls íþróttakeppni sem yfir stóð á milli höfuðborga Tékkóslóvakíu og Eng larids, sigraði Gordon Pirie í 5 km'. hlaupi á 14:19,0 mín. Zatopek kom næstur á tímanum 14:24,2 og þriðji varð Frank Sanders. Áður hafði Pirie sigrað í 10 km. hlaupi með talsverðum yfirburð- um. Margrél hefir engar áællanir á prjón- unum LUNDÚNUM, 15. dkt.: — 1 dag var gefin út opinber tilkynning um framtíð Margrétar prinsessu. Þar segir svo: Vegna ýmissa blaðafrétta, sem nýlega hafa ver- ið birtar um framtíðaráætlanir Margrétar prinsessu vill blaðafull trúi konungsfjölskyldunnar geta þess, að prinsessan hefur ekki gert neinar framtíðar áætlanir. — Vonar prinsessan, að blöðin og al- menningur minnist hennar af kurteisi, eins og hingað til, og hafi við hana góða samvinnu. Na sser á KAIRÓ, 15. okt.: — í dag var ,,dagur hersins" í Egyptalandi. Var fólk minnt á aS efla hann eftir mætti og gaf Nasser for- sætisráðherra fordæmi með því að leggja mánaðarlaun sín í fjárhirzlur landvarnaráðnneyt- isins. Jafnvel skólabörn 'voru hvött til að gefa hernum nokkra aura. Landvarnaráðherra landsins sagði í útvarpserindi, að Egypt ar hyggðu ekki á árás né land- vinninga. 59 þýikir slríðs- fangar koma heim frá SvedloYsk FRIEDLAND 13. okt. — Fimm- tíu og níu þýzkir stríðsfangar komu í dag til Friedland á landa- mærum Vestur- og Austur- Þýzkalands frá rússneskum fanga búðum í grennd við Svedlovsk í Úralfjöllunum. Fyrir um það bil viku hófust flutningar þýzku stríðsfanganna heimleiðis frá Rússlandi, en fangarnir segjast hafa yfirgefið Svedlovsk fyrir níu dögum. Reuter—NTB Frakkar loka undan- komuleiðinni inn í spánska Marokkó RABAT, 13. okt: — Franskar fót- gönguliðs- og skriðdrekasveitir settu í dag upp bækistöðvar sín- ar við landamæri spánska Marokkó til að koma í veg fyrir, að uppreisnarmenn í Riff-fjöll- unum ættu sér undankomu auðið. Samtímis umkringdu franskar hersveitir uppreisnarmennina í Riff-fjöllunum í norð-austur hluta Marokkó. — Reuter-NTB 25 metrar réðii iirslitum Flugvélin raksl á ffjallstind og með henni férusl 66 farþegar FJÖGURRA hreyfla farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu United Air Lines rakst í vikunni á fjallstind í suðurhluta Wyomingsfylkis. Allir, sem í vélinni voru létu lífið, 66 að tölu. FEóftamanna fiokkurinn á flófta Einikaskeyti til Mbl. frá NTB—Reuter. BONN, 15. okt.: — Flóttamanna flokkurinn í Þýzkalandi ákvað í dag eftir harðar umræður á flokks þingi, að hætta að styðja ríkis- stjórn dr. Adenauers. Flokkurinn á tvo ráðherra í stjórn kanslarans og hvöttu þeir þingheim til að styðja Adenauer-stjórnina áfram, en án árangurs. Flóttamannaflokkurinn kemur nú í veg fyrir, að stjórn dr. Aden auers geti komið fram stjórnlaga- breytingum, því að til þess þarf 2/3 hluta atkvæða, en nú vantar stjórn dr. Adenauers 10 atkvæði til þess að ná slíkum meirihluta. Getur þessi ákvörðun Flóttamanna flokksins því haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar í för með sér. Lærisveinn Varoasar kosinn forseli RÍÓ DE JANERÓ, 15. okt.: — Frambjóðandi jafnaðarmanna og þjóðflokksmanna við forseta- kosningarnar í Brasilíu vann mikinn kosningasigur. Hann hlaut helmingi fleiri atkvæði en aðalkeppinautur hans, Juarez Tavora, hershöfðingi. Hinn nýi forseti Brasilíu heitir Kúbitjekk; hann er ungur mað- ur og hefir verið nefndur „læri- sveinn Vargasar". (hurchil! heiðraður AÞENU, 15. okt. — Sir. Winston Churchill hefir tilkynnt bæjar- stjórn Aþenu, að hann muni þiggja heimboð til borgarinnar. Hyggst hann fara þangað suður eftir í maí n. k. Bæjarstjórnin veitir heiðurs- verðlaun þeim mönnum, sem unnið hafa mest og bezt að sam- eining Evrópu og verður Chur- chill veitt verðlaunin fyrir þetta ár. Tekur gamli maðurinn við þeim í kvöld. Brelar hjálpa Pakistan LUNDUNUM, 15. okt.: — Brezka stjórnin hefur látið Pakistanmönn um í té 50 þús. sterlingspunda að- stöð vegna flóða í landinu. — Af þeim hefur orðið gífurlegt tjón og vilja Bretar hjálpa upp á sak- irnar með fyrr nefndri aðstoð. SEOUL: — Mikilsmetnir ráða- menn Bandaríkjanna að því er varðar Austurlandamál, hafa sagt að engin breyting verði gerð á að- flutningsbanni því, er Bandaríkja menn hafa sett á ýmsar vöruteg- undir til Kína. i ^ÓVÍST IIVAÐ OLLI Enginn getur sagt með vissu, með hverjum hætti slys þetta varð, en þó er sennilegt, að sendi- tæki vélarinnar hafi bilað og áhöfnin ekki getað náð sambandí við flugumferðarstjórnina í Salt I^ake City. Var vélin korhin 30 km. af venjulegri flugleið. 25 METRAR Flugvélin rakst á Medicine Bow tind sem er rúmlega \% þús. fet. Lenti vélin í þver- brattri klettahlíðinni aðeins 25 metrum fyrir neðan tind- inn. Má af því sjá, hve litlu getur stundum munað. (Sjá mynd.) DUGÐI EKKI TIL Flugstjórinn hafði flogið þessa sömu leið mörg hundruð sinnum, en það dugði ekki til. Aldrei hafa eins margir menn farizt með far- þegaflugvél í Bandaríkjunum, en aftur á móti hafa fleiri farizt með herflugvélum. Kekkcnen bíl HELSINGFORS: — Þegar Kekk- onen forsætisráðherra rinnlands var í Moskvu á dögunum, gaf Bulganin honum glæsilega fólks- bifreið. Nú hefir komið á daginn, að forsætisráðherrann hefir ekki efni á að eiga bílinn, vegna þess að hann verður að greiða um 50 þús. króna toll af honum. — Ef Rússar greiða ekki tollinn eða finnska ríkið, verður Kekkónen sennilega að skila þessari ágætu gjöf al'tur. Paasikívi Finnlandsforseti fékk einnig bil að gjöf, þegar hann va-r í Moskvu, en hann er undan þeg- inn öllum tollum. i i >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.