Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐl 9 Sunnudagur 16. okt. 1935 "J JL Sýning NínuS^mundsson danskra króna styrk I ' '■ ’’ (> S, !\ f i: 1. ■-.- f oð kynna sér gróður- sefningu skjélgarða I. C. MöUer forstjóri sfofnar merkan sjóð í, • > - -flt ■,«! í , .Sv ? <• I. C. MÖLLER, stofnandi og for- etjóri stórfyrirtækisins „Det danske Kölehus“ (Cold Stores), sem rekur allmörg frystihús í Danmörku og Svíþjóð, hefur með skipulagsskrá, dagsettri 30. des. 1954, efnt tit sjóðs, sem ber nafn hans, Hefur hann þegar lagt fram talsvert stofnfé, en tilætlun hans er að auka sjóðinn smám saman og láta eigur sínar renna til hans að sér látnum. Tekjum sjóðanna skal verja til stuðnings almennum velferðar- málum, mannúðarstarfsemi, list- um og vísindum, eftir því sem J)jóðfélagsþörfum er talið vera fyrir beztu. í*rjú lönd njóta góðs af tekjum sjóðsins, Ðanmörk, ís- land og Svíþjóð. Engar fastar reglur eru settar um skipt- ingu milli þessara þriggja landa, heldur skal framar öHu litið á verðleika þeirra til- lagna, sem fram eru bornar. Stjórn sjóðsins skipa tveir danskir menn og auk þeirra þriggja manna ráð, sem einkan- lega hefur með höndum úthlut- nn úr sjóðnum, ásamt stjórninni. í ráðinu s'kulu eiga sæti íslend- ingur, Svíi og Bandaríkjamaður. Um leið og maður tekur sæti í ráðinu, skal hann tilnefna eftir- mann sinn. Sigurður Nordal sendiherra, hefur samkvæmt ósk sjóðsstofnanda tekið sæti í ráðinu af fslands hálfu og í sam- ráði við hann tilnefnt dr. Jó- hannes Nordal sem eftirmann sinr. I. C. Möller forstjóri hefur þegar áður sýnt vinarhug sinn til íslands með ýmsu móti, með- al annars með því að stofna sér- stakan sjóð til styrktar íslenzk- um nemendum í rafmagnsfræði. Og hann lét þá ósk í ljós við stjórn sjóðsins, að fyrsta úthlut- un úr honum yrði í íslands þágu, ef unnt væri að benda á hæfi-1 legt verkefni. Samkvæmt því^ gerði Sigurður Nordal sendi-, herra, í samráði við þá Hákon Rjarnason skógræktarstjóra og tilnefndan eftirmann sinn, þá til- lögu til stjórnar sjóðsins, sem hún hefur fallizt á, um fyrstu veitingu úr sjóði I. C. Möllers, að upphæð 10 þúsund danskar krón- ur, að þvi fé skyldi varið til þess að gera íslendingi kleift að kynna sér sem rækilegast gróð- ursetningu skjólgarða og skjól- belta erlendis og þá einkanlega í Danmörku, þar sem einna mest og bezt reynsla er fengin í því efni. Miklar vonir standa til þess, að ræktun slíkra skjól- garða geti orðið mjög mikilvæg á íslandi, ef vel er á haldið, bæði fyrir skógrækt vora og landbúnað. Jóhannes S, Kjarvat Sýning Nínu Sæmundsson í hjóðminjasafninu hefir verið fjölsótt. Eru sýningargestir orðnir nokkuð á annað þúsund. — Myndin hér að ofan er af málverki listakonunnar, er nefnist „Wasque-björgin“. Sýningin verður opin út þessa viku. Einar G. E. Sæmundsen skóg- fræðingur hefur samkvæmt með- mælum skógræktarstjóra verið valinn til þess að fara utan í þessu skyni og hefur tjáð sig fús- an til þess. En umrædd fjár- u.pphæð hefur þegar verið af- hent Sendiráði íslands í Kaup- , mannahöfn til varðveizlu, unz til hennar þarf að taka. Nýr píanóleikari á hljóm- leikum Tónlistarfélagsins Tónlislarskólimi tekur til starfa í næstu viku SETNINGU Tónlistarskólans, sem ákveðin var í dag, verður frestað um óákveðinn tíma vegna veikindafaraldursins í bænum. Þar sem kennsla í skólanum fer að mestu leyti fram í einka- timum, mun skólinn þó taka til starfa í næstu viku. Píanónem- endur eiga að koma til prófs á mánudag kl. 2—4, nemendur á önnur hljóðfæri á þriðjudag kl. 2—4 og söngnemendur kl. 6. NÆSTKOMANDI mánudag og þriðjudag kemur fram, á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík, nýr píanisti, Ásgeir Beinteinsson frá Hafnarfirði. Er þetta í fyrsta sinn, sem Ásgeir kemur fram op- inberlega. Ásgeir er sonur Bein- teins Bjarnasonar og konu hans. Hann ér því sonar-sonur Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds frá Siglufirði. Hann er 26 ára gam- all, útskrifaðist úr Tónlistarskól- anum 1951, en hafði lokið stúdents prófi 1950. Kennarar Ásgeirs voru Árni Kristjánsson þrjú ár, Eduard Erdman í Þýzkalandi eitt ár og Rudolfs Caporoli á Ítalíu í þrjú ár. Þetta er fimmti „de'butantinn", sem kemur fram á hljómleikum fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins og hafa þessir tónleikar reynzt mjög vel sóttir. Meðlimir Tónlistarfélagsins, en þar er nú margt af því fólk í bænum, sem sækir tónleika yfifleitt, hafa tekið því mjög vel að fá tækifæri til þess að kynna unga listamenn. — Helmingur tónleika Tónlistarfé- lagsins eru fluttir af innlendum kröftum og hafa þeir síst verið ver sóttir en er heimsfrægir er- lendir listamenn hafa verið hér. Ásgeir spilar verk eftir Baéh, Beethoven, Debussy og Chopin. FAð-mafvæfa- m fandbún- Báspennalína lögð ylir Hauðkoll tik Súðavíkur alar sfofnun SÞ fíu ára IDAG er 10 ára starfs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þ.jóðanna, sem í daglegu tali er nefnd FAO- etofnunin, minnst í öllum þeim löndum er að stofnuninni standa, en þau eru nú 71. FAO samtökin voru stofnuð á fundi í Quebec 16. okt. 1945, en Aður hafði verið haldinn undirbúningsfundur í Hot Springs í Bandaríkjunum í maí 1943. Roosevelt forseti kvaddi til þess fund- ar og mættu þar fulltrúar frá 45 þjóðum. ísland átti fulltrúa á vndirbúningsfundinum og einnig á stofnfundinum og hefir þannig verið aðili að samtökunum frá upphafi. AÐAESTÖÐVAR í RÓM Fyrstu árin voru aðalstöðv- ar FAO í Washington, en 1951 voru þær fluttar til Rómaborg- ar. FAO hefir á umliðnum 10 árum unnið mikið og merkilegt etarf, sem hin öflugasta leiðbein- ingastofnun í heimi um allt það ar varðar landbúnað og matvæla- framleiðslu yfirleitt. Engin stofnun hefir annað eins yfirlit yfir framleiðslu og fram- leiðslustörf, og aldrei hefir verið gert merkara átak tíl að afstýra hur.gri og bæta kjör hungraðra þjóða, heldur en með FAO sam- tökum Sameinuðu þjóðanna. Fer vel á því að þjóð vor sé virkur aðili' í þessari starfsemi. FAO NEFNDIR í öllúm þátttökuríkjum eru !FAO nefndir til að gefa aðal- jírtofnuninni í Róm upplýsingar og miSIa fróðleik frá henni. Is- lenzkú’FÁO nefndina skiþá nú: Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi, sem formaður, Steingrímur Steinþórsson, land búnaðarráðherra, Davíð Ólafsson, formaður Fiskifélags íslands, Júlíus próf. Sigurjónsson og Sigurður Hafstað, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, en flest varðandi störf nefndarinnar og viðskipti við FAO fer auðvitað fram um hendur utanríkisráðu- neytisins. Starf það, sem FAO vinnur er því miður óþrjótandi, því að enn á það langt í land að allar þjóðir búi við þolanlegt viðurværi, hvað þá gnægð matar, en hvert spor sem stigið er til umbóta í því máli er spor í áttina til friðar í heiminum. íslenzka ríkisútvarpið minnist starfsemi FAO í kvöld á þann hátt, að Steingrímur Steinþórs- son flytur ávarp og Árni G. Eylands flytur erindi um starfs- sémiha. ÍSAFIRÐI, 15. tíkt.: — í haust hefur verið unnið að því að leggja háspennulínnu frá orkuverinu á Fossum í Engidal, yfir í Súða- vík. Er línan lögð beinustu leið yf- ir f jallið, en það er 843 m. þar sem það er hæst. Er þetta hin erfiðasta leið, stórgrýtt og ill yfirferðar. — Hafa staurarnir verið dregnir jmeð jarðýtu upp í Rauðkollshvilft, en síðan hífðir á spili upp þver- hnípt bergið upp á Rauðkollinn, en hann er 711 m. hár. Er nú lokoið við að leggja línuna frá Rauðkolli yfir í Sauradal í 'Álftafirði. Er þá eftir að leggja línuna niður Sauradalinn og frá Rauðkolli niður að orkuverinu á Fossnm. Verður línan strengd af herghrúninni niður í hvilftina. -—• Verður byrjað á því verki níi eftir helgina. Ekki er gert ráð fyrir, að háspennulínan verði tengd við orkuverið á Fossum á þessu hausti, enda er ekki ennþá farið að ræða það við stjórn Rafveitu 1 safj arðar.______________ 1 - K - 2 tJRSLIT leikjanna á 30. getrauna- seðlinum í gær urðu: Arsenal 1 — Neweastle 0 ----- 1 Aston Villa 4 — Mancb. Utd. 4 x Blackpool 5 — Charlton 0 .... 1 Bolton 1 — Everton 1.........x Cardiff 2 — Buniley 2........x Chelsea 2 — Tottenham 0 .... 1 Huddersfield 0 —• Luton 2 .... 2 Manch. City 0 — Preston 2 .. 2 Portsmouth 0 — Birmingh. 5 .. 2 Sundorland 2—West Bromvich 1 1 Wolves 3 — Sheff. Utd 2 .... 1 Bristol Rov. 1 — Swansea 2 .. 2 Flesfir bæir í Fljótum hufo fengið rufmagn frn Sheiðfossvirhjun einn eldri bóndi, sem búið hef ir allan sinn búskap í Fljót- um, sagðist ekki hafa þorað að láta sig dreyma um að verða sjáifur aðnjótandi þeirra þæginda, sem rafmagn- ið veitir. Fljótin eru heldur afskekkt hérað vegna hins mikla vetr- arríkis, sem þar er oft. Flestir bændur þar höfðu þegar feng- ið sér margt raímagns heim- ilistækja og voru vel undir það búnir að taka á móti rafmagninu, ,, ,,. * »•* «.» * » -•*■* *»jón. ■ , SAUÐÁRKRÓKI, 15. okt.: — í sumar var byrjað að leiða rafmagn frá Skeiðfossvirkj- un um Fljótin í Skagafirði á vegum héraðsrafveita ríkisins. Heimtaugar voru lagðar í flest öll býli í Austur- og Vestur-FIjótum nema í Stýflu. Nokkrir aðrir bæir hafa ekki fengið rafmagn að þessu sinni vegna fjarlægðar. Síðastl. þriðjudag var straum hleypt á kerfið, sam- tals 50 heimtaugar. Mikill fögnuður ríkti meðal íbúanna ýfir aö lá þessi þægindi og { HANN þarf ekki að 'titla,- Þa3 hefir þjóðin gert. Hann fæddist að Efri-Ey 3 Meðallandi 15. okt. 1885, en ólst upp frá fjögra ára aldri í Geita- vík í Borgarfirði austur til ferm- ingaraldurs. Gæti hann þá talizt hvorttveggja í senn, Vestur- Skaftfellingur og Austfirðingur, ef sleppt er fjórðungsályktum Páls biskups Jónssonar árið 1200, um Austfirðingafjórðung, frá Helkunduheiði á Langanesi, svo sem landnám greinir, að Jökulsá á Sólheimasandi. — Hún skilui’ að Austfirðingafjórðung og Sunnlendinga. Það er nú mál út af fyrir sig. Listamaðurinn mikli, Jóh. Sv. Kjarval, á mikla og merkilega sögu, sem allir vita. En því sting ég niður penna nú, að mér finnst, eins og eðlilegt er, a3 menn viti ekki fyrstu spor hana. listabrautar. Hún gerist að minu áliti 3 Flensborg í Hafnarfirði. Á þeim árum var þar skóla* stjóri listavinurinn mikli, Jóm Þórarinsson, síðar fræðslumála« stjóri. Eg varð svo gæfusamur síðarl veturinn minn í Flensborg 1904 —1905, að við vorum rekkju- nautar í heimavist. Þá hét hanií Jóhannes Sveinsson, en ekkj Kjarval. Það varð fljótt athyglisvert, hversu Jóhannes skaraði fram ÚC öllum — jafnvel kennarabekk- ingum — því þá var kennara- bekkurinn í Flensborg, fyrstl kennaraskóli landsins — um allt er viðkom dráttlist. Jón Þórar- insson var ekki lengi að veitaí þessu athygli, og gerði allt tili að láta hann njóta sín. Jóhannes hafði náð sér í innaij úr Reykjavík litarplötu í öskju og tilheyrandi litla málara- pensla. Sat hann oft við vestur- gluggann í heimavistinni á sunnU dögum, að mála Óseyrina og skúturnar í fjörunni norðan við Flensborg, og ég sat á stunduni við hlið hans og reyndi að apa eftir honum, en það var auðvitaS kák hjá mér. Svo í marzmánuði, hverfufl hann þar frá námi — við átturn meira en mánuð til prófs — réðl sig samt áður á skútu tii þess að læra meira. Sá ég vin minn aldregi síðam, fyrr en á Seyðisfirði 1911, þí æfðan listmálara. — Síðan þarf nú ekki að rekja söguna. Meistarinn lifi! 15. okt. 1955. Sig. Arngrímsson, _______ . ,Á 35 þésund kindum ! slásirað •! á Sauðárkréki SAUÐÁRKRÓKI, 15. okt.: —’ Sauðf j árslátrun er nú að Ijúka & Sauðárkróki. Alls hefir verið slátrað samtals 35 þús. kindura. Er það um 10 þús. meira en I fyrra. 27 þús. var slátrað í slátur- húsi Kaupfélags Skagfirðinga og tæpum 8 þús. í sláturhúsi Sigurð- ar Sigfússonar. Dilkar reyndust mjög misjafn- ir og flokkun frekar slæm. Jafn- beztu dilkar reyndust af Skag- anum, en lakastir úr Akrahreppi. Mesti kroppþungi var 24,5 kg„ einn dilkur frá Fossi á Skaga og annar frá Hafragili í Laxárdal. Ekki er vitað um meðalþunga ennþá. Hrossaslátrun hefst hjá báðurtj sláturhúsunum í byrjun næstu viku. — jón. _______ ’ HERMAN PILNIK tefldi í gæi* fjöltefli við stúdenta, eldri og yngri, á 32 borðum. Vann 17 skák ir, gerði 8 jafntefli og tapaði 7. Þeir, sem unnu skáksnillinginn, voru: Árni Finnsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Jakob Hafstein, Hermann Jónsson, Páll Hannesson Gunnar Jónsson og Guðmundu^ Gumrarsson. - ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.