Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1955, Blaðsíða 8
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. okt. 1955 Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Ilu ára yifturík barátta Nýtt samkomulag um þjónustu radíóstöðva eykur öryggi á sjónum ÞEGAR Islendmgsfi- í Vestur- heimi fyrir rúmum 15 árum hófu að rita sögu sína, þá hina miklu, sem nú er komin út í 5 bindum, varði rithöfundurinn Þorsteinn Þ. Þorsteinsson um 150 bls. af 1. bindi til þess að rekja harðinda annál þjóðarinnar frá öndverðu og fram á síðasta fjórðung 19. aldar. Svo mikils þótti honum við þurfa til þess að grafast fyrir rætur vestur- ferðanna og landnáms Islendinga í Vesturheimi. Þetta mæltist misjafnlega fyrir, en þó er auð- velt að skilja hug Þorsteins bæði um söguleg sannindi og hver nauðsyn það er nútímamönnum, mest þeim yngri, að vita skil á því hvernig þjóð okkar var löng- um „bjargarlaus við beztu fiski- miðin“, eins og Einar kvað, og úr- ræðalítil um lífsbjörg, vegna ó- blíðra náttúruskilyrða, og er- lendrar áþjánar. ’■*» Hin miklu umskipti En nú er svo um breytt að æska landsins skilur þetta ekki lengur, og hefur í raun og veru enga aðstöðu til að skilja það. Þetta á rót sína að rekja til þess hve mikil og gifturík umskipti hafa orðið á högum þjóðarinnar síðustu 50 árin. Hungurvofan sem um aldir var alltaf á næsta leiti og oft kvaddi dyra hjá forfeðrum okkar og jafnvel feðrum okk- ar og mæðrum, er afmáð úr vitund þeirrar kynslóðar, sem nú ræður landi og lífi. Þegar aðalforstjóri FAO — matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, Norr- is Dodd, kom heim til Róma- borgar eftir ferð um Afríku, Asíu, Ameríku og Evrópu 1952, lét hann svo um mælt í ferða- sögu fyrirlestri, að enga þjóð hefði hann heimsótt, sem byggi við jafngott mataræði eins og íslendingar. Fyrir 10 árum voru enn á lífi hér á landi ótrúlega margir menn og konur, sem alizt höfðu upp við skort, sem barnabörn þeirra hafa ekki hugmynd um. Þá hafði þjóðin líka nýlokið þátt- töku sinni í orrustunni um At- lantshafið — orrustunni um mat- inn handa Englendingum og bandamönnum þeirra í heims- styrjöidinni. Baráttan við hungrið Það var því eðlilegt að við Islendingar gerðumst þegar í upphafi aðilar að FAO stofnun- inni, er hún var sett á lagg- irnar í Quibec 16. okt. 1945. For- ystumenn þjóðarinnar höfðu fulla aðstöðu til þess að skilja Roosevelt forseta og þá menn aðra, er sáu nauðsyn þess að efna til voldugra heimssamtaka, til þess að heyja baráttu við hungrið í heiminum, að lokinni baráttunni við einræðið og mann réttindakúgunina, sem menn vonuðu þá að væri að velli lagt, en sem því miður skaut fljótt upp höfði í annarri mynd, stjórn- að frá annarri miðstöð en hinum sjúka heila Hitlers. í dag er FAO 10 ára. Það er ekki langur starfstími, en mikið hefir áunnizt og mörgum vand- r^eðum verið afstýrt á þessum vettvangi, eins og á öðrum svið- um, sem starfsemi Sameinuðu þjóðanna nær til, þótt margur vandi sé enn óleystur. Við erum ekki átakamiklir í þessum sam- tökum, en við létum eigi okkar hlut eftir liggja. Við göngum til samstarfs við hinar stærri þjóð- ir á grundveili þess jafnræðis, sem gefur vonir um sigur rétt- lætisins í heiminum. Verði brauð Kjörorð FAO er Fiat Panis — Verði brauð. Það er sama bænin eins og „gef oss í dag vort dag- iegt brauð“. Þeirrar bænar biðja tugir milljóna manna dag hvern, hvað sem trúarbrögðum líður, án þess að verða bænheyrðir, og á engu ríður meira í heiminum í dag en að auka sem mest öll úrræði til þess, að sem fæstir biðji um brauð án bænheyrslu. Þess vegna er starf FAO svo mikilsvert, og þess vegna leggjum við íslendingar með gleði fram okkar skerf til þess að það megi vel takast, minnugir þess hvernig þjóð okkar hefir hafizt frá skorti og hungri, til þeirrar ham- ingju að hafa svo ríkulega til hnífs og skeiðar að hin unga kynslóð er nú höfði hærri en afar hennar og ömmur. Stéit ríkra iðjuleysingja Á FERÐUM vestrænna manna til Rússlands, sem nokkuð hafa auk- izt að undanförnu, hafa þeir kynnzt því, að svo virðist sem í höfuðborginni, Moskvu, sé fjöldi fólks, sem er iðjulaust, en hefur þó næga peninga til að sóa í hinn og þennan munað. Hér er um annað vandamál að ræða, heldur en hitt sem allir hafa vitað, að óvíða í heiminum er mismunur hæstu og lægstu launa jafn mikill og í Rússlandi. En háum launum fylgir það oft- ast að hlutaðeigandi hefur orðið að brjótast til valda með mikilli fyrirhöfn. En í þessu dæmi eru hinir auð- ugu ungu menn í veitingasölum Moskvu margir hinir verstu iðju- leysingjar. Hafa lýsingar heyrzt af samkvæmum, er þeir halda, sem í engu gefa eftir hinum al- ræmdustu óhófsdrykkjum keis- aratímabilsins. Og svo undarlega bregður við, að þótt valdhafar Rússlands þykist framkvæma sósíalisma hefur þetta mein þjóðfélagsins h'tið verið gagnrýnt í gagnrýni- dálkum rússneskra blaða. Það er eins og einhver máttur þar vilji frekar þagga þetta niður. Útlendum ferðamönnum í Moskvu skilst að ástæðan sé, að þessir ungu menn eru synir vold- ugra manna í kommúnistaflokkn um. Gegnum áhrif feðra sinna, njóta þeir ýmissa hagsbóta, eiga auðvelt að afla sér varnings, sem almennur skortur er á og selja hann svo aftur á svörtum mark- aði. Enn aðrir eru erfingjar mik- illa auðæfa og sóa þeim þá gegnd arlaust í félagsskap dámlíkra. Svo mikið er víst að það virð- ist vera orðið alvarlegt vanda- mál í háríki sósíalismans, að stór stétt ríkra iðjuleysingja hefur komið upp. Þetta er þó aðeins einn lítill þáttur í miklu víð- tækari stéttaórétti í þessu svo- kallaða ríki sósíalismans. Það fellur og saman við þá undar- legu en óhrekandi staðreynd, að austur þar er láglaunafólki ó- mögulegt að heimta fram launa- jafnrétti með verkföllum, því að verkföll eru stranglega bönnuð. RADÍÓSÉRFRÆÐINGAR frá löndum, sem liggja að Eystrasalti og Norðursjónum, sátu fundi í Gautaborg í s. 1. mánuði til að ræða radíótalstöðvaþjónustu skipa. Mikilvægi skipatalþjónustunn- ar hefur vaxið allverulega síð- ustu árin og er nú svo komið, að talsvert fleiri skip eru búin tal- stöðvum en loftskeytastöðvum. Hinn öri vöxtur skipatalstöðva og hinn takmarkaði fjöldi radió- tíðna, sem henni er ætlað, hefur orðið til þess, að innbyrðis trufl- anir milli skipa hefur hamlað talþjónustú landanna. Alvarleg- ustu truflanir eru þær, sem hindra að neyðarköll heyrast. Fyrri alþjóðasamningur um radíóþjónustu hafa flestir fjallað um reglur fyrir loftskeytavið- skipti, sem hafa nú reynzt ófull- nægjandi fyrir talstöðvaþjón- ustuna. Sænska símastjórnin bauð því til ráðstefnu um þessi mál í Gautaborg með það fyrir augum að færa núgildandi regl- ur til samræmis við þarfir tal- stöðvaþjónustunnar. j Árangur ráðstefnunnar varð samkomulag, sem felur í sér auk- ið öryggi á sjónum með tiltölu- lega litlum tilkostnaði íyrir skip- in svo jafnvel smæstu fiskiskip- in geta orðið liðir í öryggiskerf- inu. Á sama tíma reyndi ráðstefn- an að finna reglur til að bæta radíóviðskipti milli skipa inn- byrðis og milli skipa og lands. j Ráðstefnan gerði tillögur um tæki og hlustvörzlu í skipum og ákvað m. a. um notkun sjálf- vekjara-tækja fyrir nýtt vekj- aramerki handa radíótalstöðva- þjónustunni. Hingað til hafa einungis verið í notkun sjálf- vekjaratæki fyrir loftskeyta- merki. Ákvarðanir ráðstefnunnar marka tímamót í talstöðvaþjón- ustunni og má líta svo á að nýr þáttur hefjist nú næstu mánuði þegar tillögur ráðstefnunnar koma til framkvæmda. Skip hlusti þegar því verður við komið á kall- og neyðar- tíðninni og gjallarhorni eða sér- stöku viðtæki fyrir þá tíðni verði fyrir komið í stýrishúsi skipa. Skipastöðvar verði búnar sendibúnaði fyrir sjálfvekjara- merkið fyrir talstöðvar. Fyrirmæli um hvernig skuli haga neyðarviðskiptum. Lögð drög að samningu dulmáls handa skipum í neyðarviðskiptum þann ig að sérhvert skip á að geta gert sig skiljanlegt við erlend skip, ef það þarfnast aðstoðar. Einnig var samþykkt að skerpa eftirlit með notkun radíó- tíðna og að radíuviðskipti skipa fari fram eftir settum reglum. Að aflokinni radíó-ráðstefn- unni hófst sérstakur fundur um samvinnu radíóstöðva í björgun á sjó. Samkomulag varð um sér- stakar reglur, sem strandar- stöðvarnar eiga að fara eftir þegar slys á sjó ber að höndum. Fundarsamþykktin verður gefin út af Alþjóða-fjarskiptasamband- inu í Genf, en í henni verða birt- ar upplýsingar um hvernig slysa- varnamálum á sjó er fyrir komið í þeim löndum, sem þátt tóku í nefndum fundi. S K Á K CARO-KANNSVÖRN Hvítt: H. Pilnik Svart: Guðmundur Ágústsson 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 ---- Venjulegra er 3. pxp, pxp; 4. c4, en Pilnik teflir yfirleitt rólega byrjunina og treystir meira á getu sína í endatafli. 3. 4. 5. 6. 7. pxp Bf5 Bg6 h6 BxB Rf6 logsra ISAFIRÐI, 14. okt.: — I morgun kom upp eldur í káetu brezka togarans Kinston Pearl frá Hull, sem var á veiðum út af Vest- fjörðum. Um kl. 11 hafði hann samband við Ísafjarðarradíó og bað um að- stoð slökkviliðsins á ísafirði. Var vélbáturinn Ásólfur þegar sendur til móts við togarann með slökkvi dælur, en þegar hann mætti hon- um hafði skipverjum tekizt að hefta útbreiðslu eldsins. Fylgdi Ásólfur togaranum hér inn á höfn, þar sem eldurinn var slökktur. Allmiklar skemmdir urðu á ibúðum skipverja. — J.P. Rxp Rg3 h4 Bd3 8. DxdB Eðlilegra var Dc7. 9. Bf4 e6 10. 0—0—0 Rbd7 11. Kbl Be7 12. Rf3 Rd5 13. Bd2 Bc7 14. c4 Rf6 15. Dc2 0—0—0 Sennilega til þess að fá hróka- kóngsmegin í þessari stöðu þó það gefi kóngnum venjulega tryggara skjól. Hvítt á frjálsara tafl en ekki öllu meira en eðli- legt er í byrjun skákar. 16. Da4 Kb8 17. Ba5 b6 18. Bc3 Bd6 19. Hhel BxR 20. pxB Kb7 21. Re5 RxR Senniíeega til þess að fá hróka- skipti. 22. pxR HxHt 23. DxH Hd8 24. Df3 Re8 111 nauðsyn. Riddarinn er mjög illa settur og erfitt að frelsa hann, en þessi leikur er bein af- leiðing af 21. leik svarts. 25. Hfl Hd7 I 26. Dh5 ----- Pilnik heldur andstæðing sínum í járngreipum. 26. 27. 28. 29. 30. a3 Ka2 Hf4 De2 a5 Kh6 c5 He7 Hd7 U' iL /. / fí eivahandi áhnfar: Um Leikhús Heimdallar VELVAKANDI góður. Að undanförnu hefir Heim- dallur gengizt fyrir starfsemi, sem hefir verið svo til óþekkt í skemmtanalífi bæjarins áður. Á ég hér við sumarleikhús félags- ins. Fyrsta leikritið sem tekið var til meðferðar var eftir öndvegis- skáldið Bernard Shaw, þá var Neiið, góðkunningi Reykvíkinga, tekið til meðferðar og svo óper- an Töframaðurinn eftir Mozart, sem verið er að sýna um þessar mundir. Af þessu má sjá, að félagið hef- ir ekki ráðizt á garðinn, þarsem hann er lægstur. Ég vil þakka þeim ungu mönnum, sem að þess- um sýningum hafa staðið. Starf þeirra er að vissu leyti brautryðj- andastarf og sýnir, hvað hægt er að gera, þegar hugur fylgir máli. Ég vil loks hvetja sem flesta að sjá Töframanninn, áður en sýn- ingum á honum verður lokið. Svenni. í úvarpið. OG hér er annað bréf um Leik- hús Heimdallar: Kæri Velvakandi! Eins og flestir vita, er starfsári Leikhúss Heimdallar að Ijúka. Það hefur hlotið miklar vinsæld- ir, enda hefur því tekizt ágæt- lega með leikritaval. Nú vil ég gera það að tillögu minni, að Ríkisútvarpið taki þessi leikrit til flutnings, einhverntíma í vetur. Það hefur oft útvarpað leikritum frá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur, og finnst mér leik- rit Heimdallar sízt verri, þar sem þau hafa þann kost, að standa yfir í aðeins klukkustund hvert, en löng leikrit eru yfirleitt þreytandi í útvarp. Auk þess eru bæði leikritin og óperan skemmti leg, og bæði eru leikritin bráð- fyndin. Guðmundur á orðið nauman tíma og vonast að geta haldið í horfi með því að þráleika, en þess er sjaldan kostur meðan svona margir menn eru á borði og jafn hreyfanlegir og hvítu mennirnir eru. 31. h5 ------ Nú hefur Pilnik komið auga á litla fingurinn, sem gefur alla höndina. 31. — Db7 32. Dc2 Dc6 33. Dh7 Hb8 34. Dg8 Dd7 35. Hf2 De7 36. g4 — — Pilnik ætlaði að nota sér af tíma- leysi Guðmundar en hefur í raun inni ekkert orðið ágengt, þrátt fyrir miklu rýmri stöðu. Þá er ekki annað eftir en að sjá hvað yfirburðirnir á h-línunni gefa. S ’VTti**** Ég hefi séð öll leikritin, og hefði viljað sjá þau aftur, og ég mundi bókstaflega bíða með eft- irvæntingu, ef ég ætti von á þeim í útvarpið. Auk þess eru leikrit þessi svo margfalt betri en margt það sem útvarpið býður upp á. Og ef það er, sem mér virðist, að það sé oft í leikritahraki, þá ætti það að grípa fegins hendi leikrit Heimdallar til flutnings og ekki trúi ég það standi á Heim- dalli að leyfa flutning þeirra. Kær kveðja, Merklfl, sem klæðlr landlf. 36. Hd7 37. &5 hxg 38. g4 Kb7 39. Bd2 Hc7 40. Dh7 Dd7 41. De4f Dc6 42. DxD KxD 43. Bxg5 Hd7 44. Bf4 Í6 45. Hd2 a4 46. b3 pxpt 47. Kxp HxH 48. BxH Pxp 49. g5 Kd6 50. Bc3! gefið. Peðið á e5 er ekki hægt að valda vegna leikþvingunar, en ef 50. -----e4; þá 51. Bxg7 og h-peðið rennur upp. — Þetta mun vera bezta skák Pilniks á þessu móti. ♦ Meinleg stafvilla var í skák Pilniks og Guðmundar Pálma- sonar í fyrradag. Þar stóð 52. -----Rg7; átti að vera Kg7. ♦ í sjöundu umferð, sem vænt- anlega verður tefld á mánudags- kvöld, teflir Ingi R. við Pilnik og hefur hvítt. Má búast við að það verði úrslitaskák um fyrsta sætið á mótinu. Skýringar eftir Konráð Árna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.