Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður fmMaíöiífo 42. árgangur 237. tbl. — Þriðjudagur 18. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsint AntoBne Pinay: ; Stjórnarkreppa í Frakklandi ' veikir aðstöðu A-bandaEagsins — og kann að leiða fil þess, að Saarhúar hafni Scarsáfimálanun París, 17. okt. — Reuter-NTB. FRANSKI utanríkisráðherrann Antoine Pinay varaði í dag flokks- bræður sína í Óháða flokknum við því að greiða atkvæði með því að steypa stjórn Edgars Faure. En eins og kuirnugt er, mun Faure leita traustsyfirlýsingar franska þingsins um stefnu sína í . Algiermálunum á morgun (þriðjudag). í viðtali við blaðið Figaro sagði utanríkisráðherrann, að stjórnar- kreppa í Frakklandi mundi veikja aðstöðu Atlantshafsbandalagsins og koma í veg fyrir, að Frakkar yrðu í áhrifaríkri aðstöðu á utanríkisráðherrafundi fjóveldanna, sem hefst í Genf 25. okt. n.k. Stjórnarkreppa getur einnig haft það í för með sér, að Saar búar greiði atkvæði gegn Saar sáttmálanum í þjóðaratkvæða greiðslunni, sem fram fer í Saar n.k. sunnudag. En það getur aftur orðið til þess að efla fylgi þýzku þjóðernis- sinnastefnunnar, sagði utan- ríkisráðherrann. ★ ★ ★ Franski sendiherrann í Vestur- Þýzkalandi og fyrrverandi vfir- maður franska hernámsliðsins þar, André Francois Poncet, lét O- -□ tkki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið! RABAT, 17. okt. — Með stofn- setningu ríkisstjórnarráðs í Marokkó, sem kom saman á sinn fyrsta fund í -dag, hefir annað höfuðatriðið í umbótaáætlun frönsku stjórnarinnar í Marokkó náð fram að ganga. Fyrsta atriðið var, að Ben Arafa léti sjálfvilj- ugur af völdum. Þriðja atriðið verður skipun heimastjórnar fyr- ir Marokkó, og síðan verður fyrr- verandi soldán Ben Jússef leyft að koma heim úr útlegðinni. En " nokkrir örðugleikar eru þegar farnir að gera vart við sig. Aðal- ritari Istiqlaiflokksins heldur því fram, að ákvæðum samninganna í Aix-Les-Bains hafi ekki verið "fylgt út í yztu æskar, þar sem ■fjögra manna ríkisstjórnarráð hafi verið skipað. Upphaflega ;hafi verið gert ráð fyrir þriggja manna ríkisstjórnarráði. ‘ Samtök franskra landnema í ‘Marokkó — Présence francaise — segja skipun ráðsins ólöglega og ósamkvæma stjórnarskránni. — Talsverðar óeirðir urðu í Mar- ’rakesh í dag. innar í Algiermálunum. En líklegt þykir, að stofnun ríkis- stjórnarráðs í Marokkó kunni að hafa þau áhrif á jafnaðar- menn, að þeir sitji hjá við at- kvæðagreiðsluna. — Ríkis- stjórnarráðið kom fyrst saman Frh. a bls 12 ssmans teklð fyrir réft á ný WASHINGTON, 17. okt. — Hæsti réttur Bandaríkjanna hefir úr- skurðað, að mál hins dauða- dæmda Caryl Chessman verði tekið til rannsóknar á nýjan leik. Chessman var dæmdur til dauða fyrir sjö árum fyrir nauðgun. I fangelsinu í San Quentin ritaði Chessman bók um gang lífsins í fangelsinu og varð heimsfrægur fyrir. Var aftöku hans frestað thvað eftir annað til að gefa hon- um færi á að ljúka við bókina. Bókin var metsölubók ársins, er hún kom út í Bandaríkjunum. — Reuter-NTB. 14 stiga hækkun ú visitölu veldur stórhækkuðum útgjöldum ríkisins Framleiðslan getur ekki gengið án styrkja og at- leiðingin er hœkkun skafta í fyrsta skipti í mörg ár Ör ræðu Eysteins Jónssonar fjármáiaráðherra í gær ¥ GÆR fór fram í Sameinuðu þingi fyrsta umræða fjárlaga. -*■ Að fastri venju flutti fjármálaráðherra þar ýtarlega greinargerð um samningu fjárlagafrumvarpsins sem og um efnahagsmálin almennt. Á eftir töluðu fulltrúar stjórmnála- flokkanna. Að þessu sinni mun liafa verið hlýtt á umræðu þessa með meiri eftirtekt en nokkru sinni áður. Síðustu þrjú fjögur ár hafði þjóðin búið við jafnvægi í efnahagsmálum, sem stefndi til framfara og greiddi götu allskyns stórvirkra framkvæmda. Nú hafa þeir atburðir gerzt, sem raskað hafa öllu fjármála- kerfinu. Almenningur sér það með nokkrum ugg að afleið- ingar hins heimskulega verkfalls kommúnista s.l. vor ógna nú hinum þýðingarmestu framfaraáætlunum þjóðarinnar. Eysteinn Jónsson, ráðherra. Vestur-þýzhir þingmenu í Berlín BERLÍN, 17. okt. •— Neðri deild vestur-þýzka sambandsþingsins, sem venjulega kemur saman til fundar í Bonn, situr nú þing- fundi í Vestur-Berlín. Munu þingmennirnir koma saman til funda þar næstu fimm daga, og er þetta í fyrsta sinn, sem lýð- ræðislega kosið þing kemur sam- an til funda í Berlín •— síðan valdatími Hitlers hófst fyrir rúm- um 20 árum. Forseti Neðri deild- arinnar sagði, að þetta táknaði vilja þingmannanna til að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að sameina Þýzkaland og gera Berlín að höfuðborg landsins á nýjan l-°ik. Fyrst gerði fjármálaráðherra grein fyrir afkomu ríkisbúskap- arins í ár. Hún einkennist þegar af hinni gífurlegu þenslu, sem verið hefur í efnahagskerfinu, □- -□ svo ummælt í dag, að stjórnar- kreppa myndi veikja aðstöðu Frakka út á við. Og stjórnar- 'kreppa mundi réttlæta það nafn, 'sem menn hafa gefið Frakklandi víða erlendis — „hinn sjúki raað- ur Evrópu“ — sem öðrum þjóð- um þætti heimskulegt að leggja lag sitt við. Mikil spenna og ringulreið ríkir nú á vettvangi stjórnmál- anna í Frakklandi, og fáir stjórn- málafréttaritarar hafa vogað sér að spá nokkru um, hvort stjórn Faures komizt klakklaust gegn- um erfiðleikana. ★ ★ ★ AFP-fréttastofan segir, að jafnaðarmenn liafi örlög stjórnarinnar í hendi sér. Þeir eru andvígir stefnu stjórnar- Panamastjórn lofar rann- sókn ■ máli Onassis — en norska stjórnin óttast, að rannsóknin verði dregin á langinn Panama, 15. okt. UTANRÍKíSRÁÐUNEYTI j Panama svaraði í gær ( þeim ákærum, er norska stjórnin hefur beint gegn út- j gerðarmanninum Aristoteles, Onassis fyrir að stunda ólög- legar hvalveiðar. Lofar utan- ríkisráðuneytið að nákvæm rannsókn verði látin fara fram í máli Onassis, og norsku stjórninni og aiþjóða hval- veiðinefndinni verði gerð grein fyrir niðurstöðum rann- sóknarinnai. ★ ★ ★ Adolfo Quelquejeu, sem er einn af eftirlitsmönnUnum, er verið hafa um borð í hvalveiði- móðurskipi Onassis, „Olympic Challenger“, segir, að ákæra norsku stjórnarinnar sé hlægileg.1 Heldur hann því fram, að ákæran eigi rætur sínar að rekja til þess, að Noregur óttist, að samkeppnin kunni að eyðileggja „hvalveiði- einokun Norðmanna." Norska stjórnin óttast, að stjórn Panama aðhafist ekk-' ert í málinu, dragi allar að-1 gerðir á langinn, og Onassis geti óáreittur látið skip sitt halda áfram ólöglegum hval- veic-.im a. m. k. í ár. „Olympic Challenger“ er nú að leggja síðustu hönd á undirbúning að hvalveiðileiðangri í Suður- ishafinu í ár. ★ ★ ★ í fyrra voru eftirlitsmenn frá Panama um borð í skipinu, og svo verður einnig í ár. Er senni- legt, að Alþjóðahvalveiðinefndin muni taka það mjög illa upp, ef sömu eftirlitsmennirnir verða um borð í ár, hvort sem stjórn Pan- ama tekur nokkurt tillit til ákæru norsku stjórnarinnar eður ei. • Norska stjórnin hefur enn ekki viljað upplýsa, hvaðan hún hef- ur sannanir sínar fyrir því, að Onassis hafi látið „Olympic Challenger“ stunda ólöglegar hvalveiðar. Hins vegar hafa norsku blöðin getið sér þess til, ad upplýsingarnar komi ef til vill frá norskum skipum, sem eru um borð í hvalveiðimóðurskipinu. Perón enn ,,á flóttau ASUNCION, Paraguy, 17. okt. — Juan Perón, fyrrverandi ein- ræðisherra Argentínu var í dag fluttur burt frá Asuncion, höfuð- borg Paraguy, lengra inn í land- ið. Mun hann dveljast í villu í grennd við borgina Villa Rica. Var Perón fluttur frá höfuð- borginni að tilmælum nýju stjómarinnár í Argentínu, þar sem Perón hafði látið blaðamenn hafa eft.ir sér ummæli um stjórn Lonardis. Bauðst argentíska stjórnin til að standa straum af kostnaðinum við flutningana. Varþmenn verða settir um þetta nýja stofufangelsi Peróns. —Reuter-NTB. Svíar andvíQir hægri handar akstri STOKKHÓLMI, 17. okt. — Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, er fór fram í Svíþjóð í dag um, hvort tekinn skyldi upp hægri handar- akstur þar í landi. Hafa fréttir af úrslitunum tafizt, þar sem mikið óveður geisaði í dag í Sví- þjóð,’ og símalínur slitnuðu víða. Augljóst er samt, að mikill meiri- hluti kjósenda hefir greitt atkv. gegn hægri handar akstri, og eru því allar horfur á, að vinstri handar akstur haldist áfram í Svíþjóð. Er síðast fréttist af at- kvæðatalningunni höfðu 2 millj. greitt atkvæði gegn breytingunni en tæplega 400 þús. með henni. Vinstri handar aksturinn hefir verið talinn óhagkvæmur, þar sem hægri handar akstur er í öllum nágrannaríkjum Svía, og hefir þetta valdið tíðum slysum. einkum síðan að kauphækkan- irnar urðu s.l. vor. Það sem af er árinu hefur innflutningur verið um 5% hærri en á sama tíma í fyrra, en toll- tekjur munu þó hafa vaxið meira en það, því að innflutn- ingur er meiri á tollháum vör- um. Vafalaust verða tekjurnar eitthvað yfir 600 millj. kr. Ríkissjóður verður fyrir ýms- um óvæntum útgjöldum á árinu, koma þar til hækkaðar launaupp- bætur, útgjöld vegna almennra verðhækkana, útgjöld vegna óhappa í samgöngumálum, um- framgreiðslur til jarðræktar- framkvæmda, vaxandi greiðslur til að borga niður dýrtíð. Þrátt fyrir aukaútgjöld virðist ljóst að greiðsluafgangur verði. EKKI LÉTT AÐ AFGREIÐA FJÁRLÖG Þá vék ráðherrann að af- greiðslu fjárlaga. Taldi hann ekki vonir til að létt hlutverk yrði að afgreiða þau, því að svo gersamlega hefur skipt um í efna hagsmálum landsins. Á undanförnum árum hefur orðið greiðsluafgangur hjá rík- issjóði og hefur hann komið að stórkostlegu liði. Sumpart hefur hann verið notaður til þess að greiða fyrir aðkallandi fram- kvæmdum eða hann hefur geng- ið til að höggva skarð í lausa- skuldir ríkissjóðs. En skuldir rík- issjóðs hafa lækkað um 70 millj. kr. á síðustu 5 árum. 63 MILLJ. KR. HÆKKUN Heildargreiðslur á fjárlaga- frumvarpinu, sem nú hefur verið lagt fram eru áætlaðar 578 millj. kr. en eru á núgildandi fjárlög- um 515 millj. kr. Gjaldabálkur- inn er því 63 millj. kr. hærri i frv. en í gildandi fjárlögum. Fjárlagafrumvarpið hækkar því stórkostlega frá fjárlögum þessa árs og er það auðvitað í sam- ræmi við það sem allir hafa bú- izt við. Það alvarlegasta er, að því fer fjarri, að í þessu frumvarpi séu öll kurl til grafar komin. í frum varpinu er t. d. hvorki gert rá > fyrir útgjöldum vegna nýrra laga Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.