Morgunblaðið - 19.10.1955, Page 1

Morgunblaðið - 19.10.1955, Page 1
16 síður 42. árgangur 238. tbl. — Miðvikudagur 19. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ef dylgjur kommúnista um verðlags okur væru réttar hví gegna kaup- félög þá ekki skyldu sinnar Bjöm Ólalsson hreknr stoð- hæfingor stjórnorondstæðinga um nð grnndvöllnr irjnlsrar verzlnnnr sé ekki fyrir hendi FRUMKVÖÐLAR hins óhappasæla verkfalls s.l. vor, kommúnistar og fylgifiskar þeirra, láta nú eins og þeir komi af fjöllum, þegar verðhækkanir fylgja í spor óhappa- verkanna. Þykjast þeir ekki hafa haft hugmynd um að í kjölfarið myndi koma verðbólga. Þá hafa menn veitt því athygli, að kommúnistar eru nú að reyna að koma sökinni af sér og kveður nú stöðugt við þann tón, að hækkanir á vöruverði og þjónustu hafi verið meiri en kauphækkanir. Þegar þeir héldu þessu enn fram á Alþingi í gær, þá varp- aði Björn Ólafsson fram spurningu, sem kommúnistar og hinir óliappamennirnir hafa ekki svarað enn: — Ef verðhækkanir og vöruálagning er meiri en eðlilegt er, hvers vegna selja kaupfélögin vörur sínar þá ekki ódýrar. Þannig er t. d. með KRON í Reykja- vík, sem kommúnistar segja að sé til fyrir fólkið. Þessi samvinnuverzlun nýtur stórkostlegra skattfríð- inda fram yfir kaupmennina. Samt selur hún vörur sínar ekki ódýrara, það er frekar að þær séu jafnvel dýrari en hjá kaupmönnum. Á þessari ósvöruðu spurningu hljóta að stranda og verða að engu órökstuddar dylgjur kommúnista um mikinn milli- liðagróða. VERÐLAGSEFTIRLIT Á AÐ VERA ALLRA MEINA BÓT TJmræður þessar á þingi spruttu af því að Gylfi Þ. Gísla- SQn og fleiri Alþýðuflokksmenn báru nýlega fram frumvarp um að koma aftur á algeru verðlags- eftirliti. Flutti Gylfi framsögu- ræðu fyrir frumvarpinu í gær. Talaði hann sig upp í allmikinn hita og var svo komið í lok ræðu hans, að hann virtist álíta verð- lagseftirlit bót á flestum meinum fjárhagsmálanna. Hann taldi að grundvöllur væri ekki fyrir frjálsri verzlun, þar sem innflutn ingur væri ekki frjáls nema að litlu leyti. Sagði hann að frelsi í verzluninni væri nú aðeins frelsi kaupmanna til að leggja eins og þéim sjálfum þóknaðist á vör- una. Síðan ræddi hann um þróun verðlagsmálanna eftir verkfallið Ságði hann að verðhækkanirnar hefðu verið meiri en kauphækk- anirnar og reyndi á ýmsan hátt að kasta af sér og Alþýðuflokkn- um ábyrgðinni á hinu ógæfusam- lega verkfalli. ;Einar Olgeirsson fulltrúi komm únista tók að mestu í sama streng, að öðru leyti var ræða hans mest um vinstri samvinnu. ★ ★ ★ l»á kvaddi Björn Ólafs- son, þingmaður Reykvík- inga, sér hljóðs og kvaðst hann harma það, að ræðu- mennirnir tveir á undan hefðu á ýmsan hátt farið með rangt mál, þegar þeir voru að reyna að koma sök- inni af sér með því að tala um verðlagsokur. KAUPFÉLÖG OG KAUPMENN Því að hvernig geta þeir þá svarað spurningu um verzlunar- kjör hjá kaupfélögunum. Hvar eru kaupfélögin nú til að halda í Frh. á bls. 12. íál sir FRIEDLAND, 18. okt. — f dag hlutu frelsi 599 þýzkir stríðs- fangar, sem síðan styrjöldinni lauk hafa verið í rússneskum þrælabúðum. Kom þessi fanga- hópur til flóttamannabæjarins Friedland. Fjórum sinnum MUNSAN, Kóreu, 18. okt. — Stjórn stöðva Sam. þjóðanna í Kóreu ákærði kommúnista í dag fyrir að hafa fjórum sinnum af yfirlögðu ráði brotið hlutleysi kóranska lýðveldisins. Var þess á leit farið, að hinum seku flug- mönnum yrði refsað. Við þurfum vopn JERUSALEM, 18. okt. — Moshe Sharett forsætis- og utanríkis- ráðherra ísraels, lét þau orð falla í dag, áð ísraelsmenn hefðu þörf fyrir mikið magn af ódýrúm, en góðum þungum vopnum. Og við erum staðráðnir í því, að fá þau hvaðan sem við getum. Yfirlýsing þessi kom frá for- sætisráðherranum er hann var málshefjandi við umræðu um utanríkismál í þinginu. Hann sagði einnig að ísraels- menn vildu gera varnarbanda- lagssamning við Vesturveldin — helzt Bandaríkin, en sá samn- ingur gæti ekki komið í stað vopnakaupanna. Sharett sagði að Rússar stæðu að baki vopnasölu Tékka til Egypta. Sú vopna- sala ógnar tilveru ísraels. —Reuter. Sfórsigur Faures Fékk traust 308 þingmanna en 254 voru á móti honum París 18. okt. — Frá Reuter-NTB. SAMSTEYPUSTJÓRN Edgars Faures hlaut í kvöld velþegna traustsyfirlýsingu franska þingsins að því er snertir stefnu stjórnarinnar í Algiermálunum. 308 þingmenn lýstu stuðningi við stjórnina, en 254 bera ekki traust til hennar. 61 þingmaður neytti ekki atkvæðisréttar síns, sumir vegna fjarvistar. «★ I næstu viku BONN, 18. okt. — Heiisa Aden- auers forsætisráðherra, er enn ekki góð. Lungnabólgan batnar hægt og sagði talsmaður stjórn- arinnar í dag, að ekki mætti von- ast eftir forsætisráðherranum til skyldustarfa sinna fyrr en í næstu viku. —Reuter. Margrét prinsessa — . fimm daga í röð. Fimm daga í röð hafa þau sézt saman Péfur og Margrét prinsessa Lundúnum 18. okt. — frá Reuter—NTB. ÞAÐ varð uppi fótur og fit í Lundúnaborg í dag, þegar vegfar- endur við Clarence House, heimili Margrétar prinsessu, sáu hinn fertuga flugforingja Peter Townsend aka að húsinu og smeygja sér inn til fundar við prinsessuna. Þúsundir manna ræddu um það, hvort það væri nú líklega bara ekki rétt að Margrét og Pétur myndu hugsa til trúlofunar. FAURE TALAÐI SÍÐASTUR Til atkvæðagreiðslunnar kom eftir þriggja daga umræður. Síð- astur talaði Faure og krafðist hann trausts þingsins. kr ★ I 5 DAGA Þegar Pétur ók að Clarence House, þá var móðir Margrétar þar stödd. Ekki löngu eftir komu hans yfirgaf hún húsið í fylgd með fylgdarkonu. Hún var samt ekki lengi í burtu og kom þangað aftur, áður en Pétur fór þaðan. Pétur Townsend og Margrét prinsessa hafa nú sézt saman á hverjum degi, siðan prins- essan kom til Lundúna frá Skotlandi fyrir 5 dögum. * ENGIN TILKYNNING Samt er ekki talið líklegt að væntanleg sé nein opinber til- kynning um mál þeirra í bráð. Elisabet drottning kom í dag til Lundúna frá sumarhöll konungs- fjölskyldunnar í Skotlandi. * Á ÆÐRI STÖÐUM Ríkisstjórnin sat á fundi í dag, en Eden hreyfði ekki máli þeirra Margrétar og Péturs. Hins vegar bar málið á góma í per- sónulegum samræðum ráðherr- anna. Orðrómur hermir að neðri deild þingsins muni innan skamms fá til meðferðar laga- breytingu, sem gerir Margréti kleift að giftast Pétri, en þingið kemur ekki saman fyrr en í næstu viku. ★ f BLÖÐUNUM Brezkt blöð hafa mörg orðið orðmörg um samveru Péturs og prinsessu og sum orðið nokkuð orðhvöt. Sérstök nefnd brezka blaðamannasambandsins sem hef j ur það starfssvið að dæma um j háttvísi blaðanna, samþykkti íi dag yfirlýsingu um, að „nokkur j blöð hefðu hagað sér ósæmilega' í umræðunum um þetta mál og hefðu þau með því sett blett á heiður brezkra blaða.“ Kanarnir kaupa NEW YORK, 17. okt. _ f „W.U j he™r" hinúm"'birizt Street Journal segir nylega að mjög hafi það farið í vöxt að bandarískir þegnar kaupi hluta- bréf í fyrirtækjum í Evrópu. Fjármálaritið segir, að aldrei hafi sala þéssara bréfa verið jafn mikil og nú. Á síðasta ári keyptu Bandaríkjamenn hluti í evrópsk- um firmum fyrir um 100 milljónir dala og á fyrri helmingi yfir- standandi árs keyptu þeir evórpsk hlutabréf fyrir 55 millj. ANKARA, 17. okt. — Menders, Blaðið segir þessa auknu sölu forsætisráðherra Tyrklands, var fyrst og fremst eiga rætur sínar í dag með yfirgnæfandi meiri- að rekja til batnandi hags hluta kjörinn forseti lýðræðis- Evrópuríkja. — Brezk, hollenzk sinnaflokksins. Af 1500 atkvæð- og þýzk bréf seljast bezt. um hlaut hann rúmlega 1200. Fréttaritari Reuters skrif- ar, að úrslit atkvæðagreiðsl- unnar hafi verið stórsigur fyrir Faure. í lokaræðu sinni dró Faure upp mynd af ástand inu á þá leið, að erlendis frá væri ekki einungis litið á þetta sem atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu. — Erlendis bollalögðu menn um það hvort Frakkar gætu staðið saman á alvörustundum því framundan væri mikilsverð ráðstefna í Genf og kosningar í Saar sem þýðingarmiklar væru fyrir Frakkland og gæti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar ef landið væri stjórnarlaust. Eisenhower í sfól DENVER, 18. okt. — Líðan Eisen- howers fer nú dagbatnandi eftir hjartaáfallið sem hann varð fyrir fyrir 3 vikum. Hann er nú farinn að sitja í stól og æ lengur með hverjum degi er líður. Ákveðið er að forsetinn taki nú smám saman meiri þátt í stjórn- arstörfum. Ákveðið er að hann sitji ráðstefnu með öðstu mönn- um hers landsins og síðar mun hann ræða við Dulles. Meðan forsetinn hefur legið 70 þúsund bréf og kort og 3000 símskeyti. Hann hefur og fengið fjölda gjafa hvaðanæfa að úr heiminum. Með öllum þessum bréfum og gjöfum hafa fylgt góðar óskir um skjótan bata og langt líf. Heirihluii Erl. her í Danmörku Kaupmannahöfn 18. okt. frá fréttaritara Mbl. I^KSTRABLADET“ segir. í dag frá því, að á síðasta ráðherrafundi í Atlantshafsráðinu, en fundurinn var haldinn í síðustu viku, hafi verið rætt um undir- búning að staðsetningu mikils erlends herliðs í Dan- mörku. Starfandi forsætisráðherra, Christiansen, vill hvorki staðfesta ummæli blaðsins né bera orðróminn til baka. Vegna þeirrar afstöðu ráðherrans, telur blaðið senni- legt að ummælin verði innan skamms staðfest sem sönn. — Páll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.