Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. okt. 1955 Gísli Þorbjarnarson , GETRAUiVIASPÁ fasíeknasali ~ minuins C FIMMTUDAGINN 13. þ. m. and- aðist á heimili sínu, Bergstaða- stræti 36, hér í bænum, merkis- maðurinn Gísli Þorbjarnarson. Fæddur var hann 19. febrúar 1868 á Dýrastöðum í Norðurár- dal í Mýrasýslu. Var hann því 87 ára að aldri, er hann lézt. Var Gísli af sterku bergi brot- inn. Stóðu að honum traustar, borgfirzkar ættir. Foreldrar hans voru bændahjónin Þorbjörn Gíslason og Sigríður Þorsteins- dóttir, er síðar bjuggu á Eini- felli í Stafholtstungum, en því næst um margra ára skeið á Bjargarsteini við Stafholt. Á uppvaxtarárum Gísla áttu framsæknir unglingar fárra kosta völ um menntun. Fátæktin lam- aði þó ekki menningar- og fram- farahug hans. Hann mun hafa notið nokkurrar fræðslu þegar á æskuárum. Snemma sýndi Gísli kjark og áræðni. Hann lagði Btund á búfræðinám á Hvann- eyri og var í fyrsta hópnum, er brautskráðist þaðan. Námið þar varð honum hið bezta veganesti. Það var ekki einungis staðgóð búfræðiþekking, sem hann hafði hlotið í skólanum, heldur hafði honum og vaxið þar bjartsýni og trú á lífið og framtíðina. — Hann fékk- löngun til þess að leiðbeina öðrum. Hús- og bústjórnarfélag Suð- Uramtsins réði hinn unga og efnilega mann í þjónustu sína. Hann varð því einn af þeim fyrstu búfróðu mönnum, sem ferðaðist um hér á landi til leið- beiningar bændum í meðferð jarð yrkjuverkfæra. Gísli ávann sér traust manna og virðingu í þessu starfi, enda varð jafnan bjart yfir svip hans, er þetta tímabil ævi hans bar á góma. Eftir að þessum búfræðistörf- um lauk, var hann mjög við mælingar lóða og nefndarmaður 1 þeim efnum á frumstigi lóða- mælinga hér í bænum. Nú verður Gísli starfsmaður hjá D. Thomsen og Vnnur í skrifstofu Thomsens-magazin allt að 15 ár. Síðar lagði hann stund á fasteignasölu í félagi við þá bræður, Friðrik og Sturlu Jóns- syni. Þá fékkst hann og töluvert við málflutning við undirréttinn í Reykjavík, sem þá var leyfi- legt ólöglærðum mönnum. Þótti Gísli lögfróður vel og mál- færsla hans fara honum ágætlega úr hendi, enda leituðu margir að- stoðar hans í þeim efnum. Á tímabili var Gisli í fátækranefnd Reyk j avíkurbæ j ar. Árið 1927 varð Gísli starfs- maður Reykjavíkurbæjar, og vann þar við innheimíustörf, þar til hann lét af þeim um 1950 vegna aldurs og sjóndepru. Stiklað hefur verið á stóru um ’ starfsferil Gísla. Ætti þetta þó að vera nægjanlegt til þess að sýna, hvað maðurinn var fjöl- ( hæfur. En ekki er þó öll sagan sögð. Hann var og óvenjulega félagslyndur. Um langt árabil var hann jeinn af leiðandi mönnum í heímastjórnarflokknum og á- hrifamaður í landsmálafélaginu Fram, enda rökfastur ræðumað- ur og prýðilega ritfær. Síðar var hann hinn traustasti sjálfstæðis- maður. Hinn 30. jan. 1929 varð Gísli félagi í stúkunni Fróni nr. 227 j og var þar áhugasamur og ein- lægur í starfi eins og annars' staðar, er hann starfaði um dag-! ana. Hann varð brátt áhrifamikill J innan Góðtemplarareglunnar,1 tók öll trúnaðarstig hennar, og, var um margra ára skeið fulltrúi stúku sinnar á ýmsum þingum Reglunnar og öðrum mannamót- I um. Húsmál hennar lét hann og ! mjög til sín taka. Það var alveg áhættulaust að sýna honum trún- að, því að hann var raunsær í ( hugsun og fyrirhyggjusamur, en þó víðsýnn og lagði jafnan það til mála, er réttara reyndist. í stúku sinni naut hann því verð- skuldaðs trausts og virðingar. Ö Gísli Þorbjarnarson. Mörg voru þau félagsmál önn- ur, er Gísli sinnti, en ekki gefst tækifæri nú til þess að geta þeirra. Gísli Þorbjarnarson var bók- hneigður maður og las mikið, enda sannleiksleitandi. Hann kunni góð skil á íslenzkum bók- menntum, fornum og nýjum. Hann var gleðimaður, orðhepp- inn og hinn mesti rausnarmaður heim að sækja. Hann var þrek- maður og þótt hgnn væri blindur síðustu árin hélt hann líkamlegu sem andlegu atgervi sínu til hinztu stundar. Árið 1891 kvæntist Gísli Jó- hönnu Sigríði Þorsteinsdóttur, Narfasonar, bónda á Brú í Bisk- upstungum, hinni mætustu konu, en hún var systir þeirra dr. Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra. Á því ári fluttust þau hjón til Reykja- víkur. Þau eignuðust sjö börn. Af þeim eru fjögur á lífi: Júlíus, afgreiðslumaður, Sigrún og Ósk- ar ljósmyndari, öll í Reykjavík, og Alfreð bæjarfógeti í Keflavík. Gísli var góður heimilisfaðir, og börnum sínum ágætur faðir. — Konu sína missti Gísli árjð 1923. Eftir lát þessarar góðu og mikil- hæfu konu önnuðust bústjórn á heimilinu dæturnar tvær, þær Sigrún og Sigríður, en eftir lát Sigríðar árið 1939 hefur Sigrún veitt heimilinu forstöðu af ein- stakri kostgæfni og umhyggju. Má sérstaklega minnast hjúkrun- ar hennar og huggunar, er hún veitti föður sínum í banalegunni. Með Gísla Þorbjarnarsyni er hniginn í valinn mikill dreng- skaparmaður, einn hinna fyrstu frumherja nýs tíma í íslenzkum landbúnaði, hugsjónaríkur at- hafna- og framfaramaður, gáfu- maður og góðviljaður, vinsæll og vel metinn, sem að verðleikum mun lengi verða minnzt. Og nú kveð ég þennan gamla vin minn og félaga og þakka honum gömul og ný kynni og bið honum blessunar og friðar á nýj- um leiðum. Ludvig C. Magnússon. URSLIT leikjanna í 2. deild urðu: Bláckburn 5 —- Barnsley 1, Bristol Röv. — Swansea 1—2, Doncaster — Notts Co 1—1, Hull — Bury 2—3, Leicester — Bristol City 2—2, Lincoln — Middlesbro 1—2, Liverpool — West Ham 3—1, Nottm. Forest — Fulham 1—0, Plymöuth — Port Vale 1—1, Sheff. Wedn. — Leeds 4—0 og Stoke — Rotherham 1—0. Úrslit leikjanna í T. deild eru birt ann- arsstaðar. Blackpool leiðir enn í 1. deild og burstaði Charlton á laugardag með 5—0. Stanley Matthews ieik- ur nú aftur ttieð eftir meiðsli, sem hann hlaut í lok sept. og kostaði hann stöðuna í landsliðinu í Höfn gegn Dnöum. Þrjú af mörkunum skoraði Durie, eini leikmaður liðsins, sem fæddur er í Black- pool, og var þetta fyrsti leikur hans í liðinu í vetur. f Fyrir nokkru setti framkv.stj. Birmingham, nokkra leikmenn út úr liðinu fyrir hreina leti, og kvað hann þá ekki leggja nóg að sér í keppni og ekki nógu viljuga til að hlaupa inn í eyðurnar til þess að bæta samleikinn. Þetta virðist hafa hrifið, því að liðið hljóp hringi kring um hið vel leikandi Portsmouth-lið. Aston Villa byrjaði með 2—0 yir Manch. Utd eftir 12 mín., en í hléi var 3—2, og fyrir lokin var það Villa sem barðist fyrir jafn- teflinu. Sunderland og Wolves eru einu liðin í 1. deild, sem enn eru með 100% í heimaleikjum sínum, en Blackpool, Manch. Utd og WBA hafa enn ekki tapað leik heima. Á hinn bóginn hafa Arsenal, Manch. City, Newcastle, Aston Villa og Tottenham enn ekki unn- ið leik á útivelli. Fulham tapaði óvænt fyrir Nottm Forest og var daufum leik tríósins um að kenna. Þetta er annars eftirsóttasta tríó í enskri knattspyrnu, og í hitteðfyrra vildi Newcastle kaupa það í heilu lagi fyrir 60 þús. pund, en félag- ið vildi ekki selja, þótt það hafi aðeins borgað 30 pund fyrir þá alla, er þeir skrifuðu undir eftir barnaskólatímann. H. innh. er snjallastur, Haynes, innherúi í B- liði Englands og landsliðinu und- ir 23 ára aldri, 22 ára gamall, jafngamall honum er vinstri inn- herjinn Robson, en miðframherj- inn Yezzard er 26. Hann lék gegn Ungverjum í Budapest í fyrra. Leikirnir á 31. seðlinum eru: Birmingham — Manch. City x Burnley — Bolton 1x2 Charlton — Portsmouth 2 Everton — Aston Villa 1 Luton — Arsenal Manch. Utd — Huddersfield 1 Newcastle — Wolves lx Preston — Chelsea 1 2 Sheff. Utd — Blackpool 1 2 W. B. A. — Cardiff 1 Burv — Liverpool 1 Staðan í 1. deild er nú: Bréf: „Smitberarnir“ í HINN 6. okt. birtist grein í Mbl. eftir Bjarnveigu Bjarnadóttur þar sem hún staðhæfir að meiri smit- hætta stafi frá brauðamatsverzl- unum en öðrum stofnunum. Slík- ar fullyrðingar birtar á opinber- um vettvangi bera mikla ábyrgð. ( Greinarhöfundi virðist ekki I vera kunnugt að mánaðarlega sendir borgarlæknir starfsmenn sína til eftirlits í brauða- og kökugerðir bæjarins svo og verzl- anir. i Eftirlitsmennirnir framkvæma athugun á vinnu og afgreiðslusal og láta í ljós álit sitt á hreinlæti og umgengni. j Verði eftirlitsmaður var ein- hverrar misfellu á rekstrinum frá j heilsufræðilegu sjónarmiði, krefst hann skilyrðislausra um- bóta. Auk ofanritaðs er allt starfs- lið þessara fyrirtækja skildað til árlegrar berklarannsóknar. Greinarhöfundur hefði átt að leita sér upplýsinga um þessi atriði áður en hann réðist í að láta birta eftir sig umrædda grein. Hefði hann gert það, geri ég ráð fyrir, að hann hefði valið grein sinni annað heiti, eða jafn- vel látið sér nægja að snúa sér til hinna réttu aðila með óskir sínar — enda er það eina rétta leiðin í þessum málum. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð jafn ruddalega fyrirsögn (Smitberarnir) í dag- blaði hjá aðila er telur ábending- ar sínar eingöngu sprottnar af umbótavilja eins og það er orðað í greininni. Þess eru engin dæmi að hægt hafi verið að rekja smit til áður- nefndra fyrirtækja, enda er það vitað að bakað kornmeti er ekki fallið til fjölgunar á sýklum og mætti í því sambandi benda á fjölda annarra matvörutegunda er veitt geti sýklum tækifæri til fjölgunar sé ekki vel að gáð, sbr. kafla um sýkla í bók Sig. H. Péturssonar, dr. phil., sem viður- kennd er af heilbrigðismálaráðu- neytinu 15. júlí 1936 um skyldur matvælaframleiðanda. Greinarhöfundur minnist á tengur í sambandi við smithættu og gefur greinilega í skyn að með notkun þeirra sé hægt að draga stórkostlega úr smithættu. Fullyrðing sem þessi er hrein fásinna enda hafa sérfræðingar bent á, að gangi vírussjúkdómar séu möguleikar fyrir smitun lík- legastir þar sem fólk hópast sam- an og á baðstöðum en taka það jafnframt fram, að smit geti bor- ist með hinum ólíklegustu hlut- um. Bamaheim!!! Sumar- gjafar lekuð fil mánaðamóla BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar- gjöf hefur ákveðið að hafa barnahoimili sín lokuð til mán- aðamóta eins og barnaskólarnir gera, með þeim undantekningum þó, sem félagsstjórn ákvað í upp- hafi þ. e. börn munu tekin frá þeim mæðrum, sem atvinnu sinn- ar vegna verða að koma þeim í gæzlu, og frá þeim heimilum, sem þannig er ástatt með, að erfiðleikum er bundið að hafa börnin heima í lengri tíma. Viðkomandi fólki er bent á að tala við forstöðukonur barna- heimilanna. L U J T Mörk Blackpool 12 7 3 2 29-16 Sunderland 11 8 0 3 33-21 Manch Utd 13 6 4 3 27-23 W B A 12 6 3 3 16-13 Bolton 11 6 2 3 20-14 Luton 12 6 2 4 19-17 Everton 13 6 2 5 16-16 Charlton 13 5 4 4 22-26 Wolves 11 6 1 4 25-18 Burnley 12 5 3 4 15-14 Birmingh. 13 4 5 4 23-17 Portsmouth 11 5 2 4 21-21 Preston 13 5 2 6 24-20 Manch. City 11 3 5 3 17-20 Chelsea 12 4 3 5 16-19 Newcastle 12 4 2 6 24-25 Arsenal 12 3 4 5 14-21 Cardiff 12 4 1 7 17-29 Aston Villa 13 1 7 5 14-23 Huddersfild 11 3 2 6 11-22 Sheff. Utd 12 3 2 7 16-21 Tottenham 12 2 1 9 13-24 2. deild: L U J T Mörk Swansea 13 8 2 3 33-23 Port Vale 11 6 4 1 17-6 Bristol City 12 7 2 3 24-16 Frh. á bls. 12. Greinarhöfundur minnist á hættu þá sem samfara er með- höndlun peninga. Má í því sam- bandi benda greinarhöfundi á, að ef einhver veruleg hætta stafar frá þeim þá er hún jaínmikil hvar sem þeir eru meðhöndlaðir. En hinsvegar hefi ég ekki séð þess getið að málmar né pappír væru ákjósanleg þróunarstöð ( fyrir sýkla, og ættu þeir því ekki að vera frekar smitberar heldur j en ýmsir aðrir hlutir og mætti. í því sambandi benda á ótal leið- | ir til smitunar, en ég leiði það hjá mér í þessari grein. Þess ber að gæta að afgreiðslu- fólk er líka lífverur sem gæta þurfa heilsu sinnar ekki síður en greinarhöfundur og mér er kunnugt að afgreiðslufólk í brauðbúðum notar hverja frí- stund til að viðhalda höndutti sín- um hreinum, slíkar athafnir fara yfirleitt ekki fram í afgreiðslu- sal heldur inn af honum og verð- uj< viðskiptavinurinn því ekki alltaf var við þessa viðleitni af- greiðslustúlkunnar til að við- halda settum reglum um hrein- læti. í umræddri grein er minnst á innpökkun brauða, nægir í því sambandi að minna á fréttapistil I frá Neitendasamtökunum er birt- i brauðbúðunum ist fyrir stuttu síðan þar sem seg- ir að þess megi vænta að innan skamms verði á markaðinum bæði innpökkuð brauð svo og óinnpökkuð. Mér er ekki kunnugt um annað, en að milli þeirra aðila er ráða þessum málum. sé samvinna og að fullt tillit sé tekið til neyt- enda hvað þetta snertir. Um ræstingu er það að segja, að þar sem ég þekki til í brauð- gerðarhúsum, fer fram dagleg ræsting og sótthreinsun á öllum brauða og kökuhirslum, öllum bökkum og hnífum og slíkum hlutum, peningahirslur eru þvegn ar svo og borð og gólf. Væri fróðlegt að vita hvort greinarhöfundur viðhefði dag- lega slíkt hreinlæti á heimili sínu. Þ. e. a. s. sótthreinsi peninga- veski og innkaupatösku daglega. Einnig hvort hún sápuþvoi hirzl- ur þær er hún geymir borðbúnað í svo og köku og brauðkassa og skilyrðislaust þvoi eldhúsborð og gólf daglega. Ég geri ráð fyrir að svar við einhverju af þessu ofangreindu verði neikvætt, ef svo er þá við- hefur brauoa og kökuframleið- andinn meira hreinlæti í híbýl- um sínum. Að lokum þetta: Greinarhöf- undi ætti að vera það ljóst sem og öðrum borgurum þessa bæj- ar, að hinn ágæti borgarlæknir ásamt ágætu starfsliði, er fylli- lega trevstandi til að hafa eftir- lit með því að borgararnir fái sómasamlega framreiddar vörur í brauða og kökugerðum þessa bæjar ekki síður en tíðkast hjá nágrannaþjóðum vorum. Reykjavík, 13. okt. 1955. Hermann Bridde. CADBURrS COCOA 7. Ib*. komiS aftur. Ennfremur fyrirliggjandi I VL, Vz og 1 lbs. dósum. O. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoll. Sími 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.