Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. okt. 1955 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. ; Framkv^ti.: Sigíús Jónssori. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 & mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Svipur fjárlagaumræðunnar OHÆTT er að fullyrða, að út- varpsumræðan um fjárlaga- frumvarpið í fyrradag hafi gert hlustendum glögga grein fyrir stærstu dráttum íslenzkra efna- hagsmála um þessar mundir. En þeir eru í stuttu máli þessir: Afkoma sjálfs ríkissjóðs er góð- Innflutningur til landsins er mik- ill og tollatekjur því mjög mikl- ar. Atvinna er geysimikil í land- inu og lífskjör og öll afkoma al- mennings því betri en oftast áð- ur. En á þessar staðreyndir ber uggvænlega skugga. Sjálf framleiðsla þjóðarinnar berst í bökkum. Togaraútgerð og vélbáíaútvegur eiga við mikla erfiðleika að etja. Hallarekst- ur og styrkjastefna eru á ný tekin að móta framleiðslu- starfsemina. Nýrra tekna verð ur að afla til þess að halda at- vinnutækjunum ganganði. Verðbólga og dýrtíð stefna hinum miklu framkvæmdum, sem landsmenn standa í í mikla hættu. Ræðumenn stjórnarflokkanna í fjárlagaumræðunum lögðu áherzlu á að segja þjóðinni sem gleggst og hreinskilnislegast frá þessum staðreyndum. Er það vissulega rétt. íslendingar verða umfram allt að líta raunsætt á hag sinn, gera sér ljóst, hvert stefnir hjá þeim á hverjum tíma. Afleiðiiig verkfallanna. Bæði Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra og Magnús Jónsson 2. þ.m. Eyfirðinga, sem talaði af hálfu Sjálfstæðisflokksins bentu greinilega á það, að meginástæða þess hættuástands, sem hefur skapast í efnahagsmáium okkar er verkfallið, sem kommúnistar og bandamenn þeirra efndu til á s.l. vetri og kauphækkanirnar, sem urðu afleiðing þeirra. Við samningu fjárlagafrumvarpsins er nú reiknað með vísitölu, sem er 14 stigum hærri en sú, sem reiknað var með er fjárlög yfir- standandi árs voru samin. Veldur þessi vísitöluhækkun að sjálf- sögðu gífurlegri hækkun á fjár- lögum næsta árs. Sannleikurinn er sá, að verðbólgan, sem fylgt hefur í kjölfar verkfallanna er smám saman að rýra framlögin til verklegra framkvæmda og um bóta í landinu. Krónutalan til þeirra hækkar yfirleitt ekki svo neinu nemi. Hinsvegar stórhækka framlögin til rekst urs ríkisbáknsins. í þessu felst mikil hætta fyrir þjóð, sem stendur mitt í miklu uppbyggingarstarfi. En þetta er ein afleiðing þeirrar lánlausu stefnu, sem kcmmúnistar höfðu fergöngu um á s.l. vetri. Núver- andi og fyrrverandi stjórn hafði tekist að halda verðlagi nokkurn- veginn stöðugu í landinu s.l. þrjú ár, eða frá desember samkomu- laginu 1952. Jafnvægi var að skapast í þjóðarbúskapnum. Sparifjárinnstæður jukust og traustið á gildi peninganna. Kommúnistar vildu umfram allt stöðva þessa þróun. Þessvegna hleyptu þeir verkfallsskriðunni á stað á s.l. vetri. Hin pólitíska hlið umræðnanna Þessar útvarpsumræður fóru fram rétt eftir að kommúnistar í stjórn Alþýðusambands íslands höfðu boðið öllum vinstri flokk- unum til gestaboðs um myndun „vinstri stjórnar". í slíku tilboði af hálfu heildarsamtaka launþeg- anna í landinu fólst að sjálfsögðu frekleg pólitísk misnotkun þeirra. Útvarpsumræðurnar sýndu ekki sérlega góðar undirtektir undir þetta boðsbréf kommún- ista. Formaður Alþýðuflokksins taldi það hreina ósvinnu, að Al- þýðusambandið skyldi notað til forgöngu um stjórnarmyndun. Hann kvað stjórnarsamvinnu við kommúnista hvorki æskilega né mögulega. Fjármálaráðherra, sem taiaði fyrir hönd Framsóknarflokksins lýsti án undandráttar skemmdar- starfsemi kommúnista gagnvart efnahagslífinu undanfarna mán- uði. Varð þess hvergi vart í ræðu hans, að hann teldi nauðsyn bera til samvinnu við hinn fjarstýrða flokk. Það verður því ekki sagt að byrlega horfi fyrir „vinstri stjórnar" hugsjón kommún- ista. Við þá vill enginn semja nema gistivinur þeirra í for- sæti Alþýðusambandsstjórnar. En hlutskipti hans er engu betra en Trölla-Láfa þjóðsagn anna. Kommúnistar teygja hann og toga, nota hann til hverskonar flugumennsku inn an hans eigin flokks og til þess að rita fáránleg bréf og tilboð um stjórnarmyndun. Vinstri stjórnar hugsjón f jar stýrða flokksins virðist því í bili vera andvana fædd. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að þjóðin telur slíka stjórn hreint tilræði við hagsmuni sína. Þessvegna vilja engir nema kommúnistar ganga í hana. Braufryðjendur E L Z T A togaraútgerðarfélag landsins, Alliance, átti í gær fimmtugsafmæli. Svo ung er tog- araútgerðin í landinu. Þetta hálfrar aldar afmæli eins merkasta útgerðarfyrirtækis landsins leiðir hugann að því risaátaki, sem togaraútgerðin lyfti á sínum tíma á Islandi. — Þegar íslendingar byrjuðu tog- araútgerð tóku þeir tæknina fyr- ir alvöru í þjónustu sjávarút- vegs síns. Þeir horfðu ekki leng- ur upp á erlend togskip róta upp fiski á miðunum við strendur landsins. íslenzkir togarar létu úr höfn og framleiðsla þjóðar- innar tók stórt stökk fram á við. Það þurfti vissulega stórhug til þess að hefja útgerð togara hér á landi fyrir aldarhelmingi Fjár- magn lá ekki á lausum kili til þess að kaupa fyrir skip og gera þau út. En stofnendur Alliance og fleiri togarafyrirtækja, sem síðar voru stofnuð, trúðu á fram- tíðina og hikuðu ekki við að ríða á vaðið. Sem betur fer farnaðist mörgum brautryðjendanna vel. Togaraútgerðin varð íslendingum stórkostleg lyftistöng. Hún á sinn ríka þátt í hinum efnalegu fram- förum íslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Þáttur togaraútgerðarinnar í þjóðarbúskapnum er ennþá mikill. En hún á nú við erfið- leika að etja. Þeim vand- kvæðum yerður að ryðja úr vegi, ef íslendingar vilja tryggja afkömuöryggi sitt á komandi árum. ALMAR skrifar: Um daginn ag veginn. HELGI HALLGRÍMSSON, full- trúi, ræddi mánudaginn 10. þ.m. um daginn og veginn. Meðal ann- ars sagði hann frá ungum íslend- ingi, Einari R. Kvaran, verkfræð- ingi, sem undanfarin þrjú ár hef- ur dvalist austur á Ceylon á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Hefur Einar haft á höndum það starf austur þar, að kenna Ceylonbúum meðferð og viðhald véla, einkum bátavéla. Jafnframt hefur starf- að þarna annar íslendingur, Jón Sæmundsson, skipstjóri og leið- beint landsmönnum um fiskiveið- ar. — Fleiri íslendingar munu vera starfandi á vegum Samein- uðu þjóðanna í öðrum löndum og hafa þar á hendi ýms leiðbeining- arstörf. Er þetta hlutdeild vor ís- lendinga í margþættu starfi þeirrar deildar Sameinuðu þjóð- anna, er vinnur að því að auka matvælaframleiðsluna í heimin- um og skipuleggja og bæta fram- leiðsluhættina, einkum meðal þeirra þjóða, sem skemmst eru komnar í því efni. — Megum vér íslendingar vissulega fagna því, að vera þess umkomnir að leggja vorn skerf til þessara veigamiklu og aðkallandi mála, þó að ekki ^rá útuar ''pmu C^lAótlA ui Iwi í óí sé það með beinum fjárframlög- um gert. Þá fór Helgi réttilega viður- kenningarorðum um þá ný- breytni, að nokkrir listamenn vorir hafa nú í haust, á vegum Ríkisútvarpsins, efnt til hljóm- leika víða um landið. En í því sambandi tilfærði Helgi þessi orð úr blaðagrein eftir „tónskáld og organista" á Vestfjörðum: „Það er búið að gera fólk hrætt við allt, sem nefnist „klassisk" músik. Hún er búin að klingja í óþroskuðum hlustum íslenzkrar þjóðar síðan útvarpið tók til starfa, og fólkið er fyrir löngu orðið leitt á henni“. — Ég efast ekki um, að Helgi hafi tilfært þessi orð rétt, en furðuleg þótti mér þau, og koma úr hörðustu átt. Er auðheyrt að sá, sem þau ritaði fyllir flokk þeirra manna, sem vilja að útvarpið miði starf- semi sína við kröfur lágkúrunn- ar. En sem betur fer hafa ekki allir þetta sjónarmið. Þeir eru margir, og vonandi fleiri, sem uu andi ókri^ar. 7 á fermetra — og „nikkarinn“ hengdur uppí loft. HELGI Hjörvar lét að sér kveða í útvarpinu í fyrrakvöld. Hann talaði um daginn og veg- inn. Var fjör í karli og skemmtu menn sér vafalaust vel, enda hafði eitt heilvitamikið plagg | rekið á hans andlegu fjörur og notaði hann sér óspart af. Plagg þetta var skýrsla ein mikil, skrif- uð af lögregluþjónum er sendir höfðu verið á skrall í sveitum 1 austur. Þótti Helga engin ástæða að draga það á græði, enda var [ víða feitt í stykkinu og efnið girni legt til flutnings í deginum og veginum. Mun það og mála sann- ast, að sjaldan hafi „áhrifameiri" lýsing heyrzt í því sem háfleygir menn kalla „öldur ljósvakans“, enda mundu íslenzk sveitaböll ekki þykja hvernsdagsviðburður í löndum suður. Það bar m.a. til tíðinda á skralli þessu, að gestir urðu fleiri en 700 og svarar það til þess, að 7 menn hafi dansað á fermetra hverjum. Höfum við þá slegið eitt heimsmetið í viðbót, ef satt er, og hafa sennilega aldrei dans- að fleiri á fermetra, jafnvel þótt ekki sé miðað við fólksfjölda. En Helgi verður að afsaka, þótt við drögum þetta í efa: — er það til fdæminu, að 7 menn geti dans- að á fermetra, jafnvel þótt harmóníkuleikarinn sé hengdur uppí loftið? Hlé þrjá daga vikunnar. GAMLA BÍÓ hefir beðið Vel- vakanda fyrir eftirfarandi: Sú ákvörðun hefir verið tekin af forráðamönnum Gamla bíós að hafa hlé á kvöldsýningum þrjá daga vikunnar, þ. e. fimmtudaga, íöstudaga og laugardaga. — Aðra daga vikunnar verða engin hlé, en þar sem fleiri greiddu atkvæði með hléum í Gamla bíói en móti, þykir rétt að taka tillit til þeirra og afnema því ekki hléin með öllu. Bara ágætt skyr. FYRIR skömmu var einhver nöldurgrein í dálkum Vel- vakanda um skyrið og rjómann sem hér er selt. Velvakandi ætl- aði að koma með athugasemd við þessa athugasemd, en gleymdi að skrifa hana. (Það kemur nefni- lega stundum fyrir, að blaða- menn gleymi að skrifa það sem þeir ætla að skrifa og getur það stundum komið þeim illa, ekki síður en að skrifa, ja hvað eigum við að segja — það sem þeim dettur í hug). En vegna þessarar gleymsku, hafa sumar ágætar húsfreyjur þessa bæjar gagnrýnt Velvakanda. Þær halda því nefni lega fram, að skyrið sem hér er selt sé oftast ágætt, og tek ég undir það. Aftur á móti er rjóm- inn heldur þunnur. Hví ekki að selja sérstakan rjóma sem má þeyta og svo aðra tegund sem að- eins er ætluð í kaffi. En sem sagt: Velvakanda finnst reykvíska skyrið bara ágætt. Af og by. GLÁMIJR skrifar mér bréf og gagnrýnir mjög ofnotkun orðs ins af. Hann bendir á, að nýlega hafi verið skrifað undir frétta- mynd, að hún hafi verið tekin af skipverja á Tröllafossi. Sann- leikurinn var nefnilega sá, að skipverji á Tröllafossi tók mynd- ina, og getur fyrr nefnt orðalag því auðveldlega valdið misskiln- ingi. — „Þessi leiðinlega notkun orðsins af“, segir Glámur enn- fremur, „er orðin mjög algeng. Auk þess eru þetta áhrif frá ensku og bætir það ekki úr (sbr. by)“. Hygg ég, að Glámur hafi ýmis- legt til síns máls og skýt þessu því til þeirra sem aldrei ætla að þreytast á þessari notkun á af. Vona ég, að þeir verði ekki af- undnir vegna gagnrýninnar. líta á útvarpið sem menningar- stofnun, er beri skylda til þess að gefa mönnum kost á að heyra það bezta, sem völ er á, hvort sem um er að ræða tónverk eða talað orð, og styðja þannig að auknum þroska og menningu þjóðarinnar. En það fæst ekki með tómri und- anlátssemi og þjónkun við þá, sem lægstu kröfurnar gera. — Það verður sjálfsagt erfitt mál, að kenna mönnum að „skiija" hina svokölluðu æðri tónlist, en það er áreiðanlega hægt að kenna mönnum að njóta hennar, með því að láta menn heyra hana nógu nógu oft, og er þá mikið , unnið, því að góð tónlist er bæði menntandi og göfgandi. Ný útvarpssaga. GUÐMUNDUR DANIELSSON, rithöfundur, hefur nú hafið lest- ur skáldsögu sinnar „Á bökkum Bolofljóts". Guðmundur er mikil virkur rithöfundur og margar bækur hans hinar athyglisverð- ustu. Er fyrstu skáldsögur hans, Bræðurnir í Grashaga (1935) og framhaldið, Ilmur daganna (1936) komu út vöktu þær at- hygli og hlutu góða dóma. „Á bökkum Bolafljóts" kom út 1940 og þykir það skáldrit með veiga mestu verkum Guðmundar. Munu margir hafa ánægju af að hlýða á þessa sögu, enda les Guðmund ur vel og greinilega, og tilgerðar- laust. Góði dátinn Svejk. FIMMTUDAGINN 13. þ. m. flutti J séra Kári Valsson erindi um j tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek, höfund hinnar snjöllu og j bráðskemmtilegu skáldsögu um I „Góða dátann Svejk“, sem marg- ir munu kannast við af þýðingu Karls ísfelds, en leikrit um Svejk er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. — Kári Valsson, sem sjálfur er tékkneskur að þjóðerni, kann frá mörgu að segja af þessum sér- kennilega og brokkganga landa sínum, sem ekki hefur látið sér allt fyrr brjósti brenna og lifað ævintýri, er standa sízt að baki ævintýrum „góða dátans", enda mun margt í bókinni um dátann tekið úr lífi hans sjálfs. Erindi séra Kára Valssonar var vel samið og einkar skemmtilegt, j en mjög gætti þess í framburði hans, að hann hefur ekki fylli- lega vald á málinu. Úr ýmsum áttum. ÆVAR KVARAN flutti s.l. föstu- dag i þessum þætti frásögn Chap- mans Andrews, forstjóra náttúru- gripasafns Bandaríkjanna, um ferðalag hans og dvöl í Austur- löndum á árunum eftir heims- styrjöldina fyrri. Kynntist Chap- man þá mongólskum prins er taldi sig beinan afkomanda hins víðfræga keisara og heimsdrottn- ara Djengis-Kahn. Tókst með þeim góð vinátta og leysti prins- inn Chapman út með góðum gjöfum. Var frásögn þessi fróð- leg og lýsti nokkuð hugsunar- hætti og lifnaðarháttum manna austur þar. Var þetta síðasta erindi Ævars í þessum þáttum. Hafa erindi fagna meðal hlustenda, enda hef- hans átt miklum vinsældum að ur jafnan verið vel til þeirra vandað og þau vel flutt. „Gestakoma og grænmeti", LEIKRITIÐ, sem flutt var s.l. laugardag, var prýðileg hugvekja þeim mönnum, sem gert hafa það að einskonar trúaratriði að éta grænmeti og þurfa sí og æ að vera að troða þessum fagnaðar- boðskap sínum upp á náungann. Leikritið var smellið og ágætlega leikið undir stjórn Arndísar Björnsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.