Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 9
 Miðvikudagur 19. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ m Réné Corpel: Nazaret GREININ, sem hér fer á eftir, ’ er skrifuð af ungum frönskum blaðamanni, René Corpel, sem hér var á ferð í sumar ásamt danskri konu sinni. Þau hjón- in ferðuðust í nokkrar vikur um landið á mótorhjóli, kom- ust víða og sáu margt. Á sama hátt hafa þau ferðazt áður um mörg önnur lönd Evrópu og hafa frá mörgu að segja. Hér draga þau upp mynd af litlu fiskiþorpi á um það bil miðri Portúgalsströnd — Nazaret. ★ NAZARET — þessi litli portú- galski fiskibær með biblíunafn- inu, liggur um miðja vegu milli Lissabon og Porto og hefir 5 þús. íbúa. Langsamlegur meiri hluti þeirra er fiskimenn — beinlínis eða óbeinlínis. Hinir fáu utan þeirra teljast í raun og veru ekki til hinna eiginlegu Nazarets-búa. ★ NETIN DREGIN A» LANDI Kvöldið, sem við komum til Nazaret kastaði sólin þegar rauð- gullnum geilsum sínum næstum því lárétt gegnum græna öldu- veggi fjörubrimsins. Bárurnar aeddu upp eftir fjörunni að fólk- inu, sem þar stritaðist við vinnu sína, hröðum og öruggum hand- tökum. Það var eins og það væri í kappi við bárurnar og um leið í takti við þær og hína ólgandi hreyfingu þeirra — fram — aft- ur. Flestir fiskimannanna í Naza- ret eru ósyndir og verða þess vegna að hafa allan varann á, að brimöldurnar sogi þá ekki út með sér með sínum heljarkrafti. í löngum jöfnum röðum tog- uðu þeir í kaðlana. — Jafnskjótt sem þeir voru komnir upp úr sjávarborðinu að kaðalhjólinu hlupu þeir niður aftur til að toga. Öðru hvoru kváðu við gleðióp. Þegar við loks vorum komin nið- ur í fjörumálið, yfir hina þungu sandbreiðu, skildum víð hvað um var að vera: Fiskinetin, sem leg- ið höfðu allan daginn úti fyrir ströndinni voru nú dregin á land — flest þeirra full af spriklandi smásíld — lítið eitt stærri en sar- dínur. Jt '■ÍV3>V. sern og hafið er eitt Lýsing á portúgöEsku fisEdþorpi og ibúunum Konurnar breiða fiskinn til þerris í sólskininu. * BRIM VID HAFNI.AIISA STRÖND Hinn sævoti og silfurliti fiskur glampaði í sólinni — í kappi við hin tindrandi svörtu augu Nazaret-fiskimannanna. Netin voru tæmd í flýti, hver fékk sína diskfylli til kvöldverðar og síðan smeygðu karlmennirnir langri stöng í gegnum hankana á 5—6 m löngum strákörfum, slengdu síðan stönginni um öxl og brokk- uðu svo, tveir og tveir, af stað með veiðina, sem vegin skyldi og metin á markaðinum. Dagsbirtan fór nú óðum dvín- andi og bátarnir, sem enn héldu til úti íyrir ströndinni, kveiktu á ljóskerum sínum. Aðrir bátar, málaðir skærum litum — stefndu að landi gegnum hið þunga brim. Það var ekki hvasst á njóinn þetta kvöld, en opið Atlantshafið er ekkert lamb að leika sér við og Nazaret búar eiga enga höfn. Þeir verða að taka land ó opinni ströndinni og margur maðurinn hefir misst líf eða limi í bar- áttu sinni við hafið, þegar 8—10 manna áhöfn hefir eftir augna- bliksskipan formannsins stokk- ið út úr bátnum til að draga hann á land. Á sandinum bíða aktígjaðir ux- ar tilbúnir að taka við bátunum. Hægt og sígandi draga þeir hina þunngu báta hátt upp í sandinn, til að forða þeim frá því, að ein- hver áleitin brimbylgjan hrífi þá með sér til hafs yfir nóttina. SERSTAKUR BÚNINGUR EKKNA OG EKKJUMANNA Konur og börn þyrpast niður að sjávarmálinu til móts við sjó- mennina. Þær kvennanna, sem ekki hafa enn heimt menn sína úr róðrinum, sveipa um sig sjöl- um sínum, setjast siðan niður á ströndina og biða þolinmóðar — þær hafa nóg að taia :aman um til að drepa tímann. Oft kemur það fyrir, að þær bíða fram undir morgun, þegar sardínuveiðin er góð og stundum kemur það líka fyrir, að einn fiskimannanna, sem lagði frá landi, kemur ekki með hinum til baka. Þá klæðir ekkja hans sig í síðan svartan ullar- kyrtil, sem er ekkju-búningur Nazaret-kvenna. Ekki aðeins ekkjurnar, heldur einnig konur þorskveiðimann- anna klæðast þessari hátíðlegu svörtu skikkju Þegar hinir síð- arnefndu í aprílmánuði leggja af — lengra upp frá ströndinni •— eða til þess. að verka hana og þurrka og geyma síðan til matar. Nú ber þarna að þorpsprestinn með hvíta messuhökulinn sinn í fylgd með tveimur ungum kór- drengjum, sem bera vígsluvatns- kerið og reykelsislampana. •— Nokkrir fiskimenn hafa keypt ný net og ekki má taka þau í notkun fyrr en presturinn hefir bless- að þau. Slíkt myndi hafa í för með sér ógæfu eða lélega veiði. í mörgum bátanna þarna á strandlengjunni leggja fiskimenn irnir sig til hvíldar yfir nóttina til að vera strax til taks, ef sardínutorfurnar upp að r.trönd- inni skyldu verða óvenju stórar um nóttina. ★ EINS OG MÁLVERK EFTIR REMBRANDT Náttmyrkrið og ölduniðurinn lægja kliðinn af samblönduðum mannsröddunum. Þetta er einna svipaðast Rrembrandts-málverki: — Hinir smáu eldar kasta daufri birtu yfir smáþyrpingar af fólki hér og þar og skinið frá logunum flögrar til og glampar í hinum svörtu augum og á skeggjuðum veðurbitnum vöngum fiskimann- anna. Séð ofan frá klettunum, þar sem Nazaret-karftaverkið átti sér <=tað, tekur hin kilómeters langa strandbreiða á sig skugga- legan og annarlegan svip, og hinir kviku smáhópar af svörtum verum minna á miðaldaher, sem býst til nætur-áhlaups ★ NAZRET-KRAFTAVERKIÐ Hér uppi, á kraftaverksklett- inum, meir en 100 metra yfir haffletinum, stendur lítil kap- ella, sem Nazaret-búar ganga Þeir eru ekkjumenn — hettukápan gefur það til kynna. Uxarnir draga hægt og sígandi hina þungu fiskibáta upp á sand- inn í var við brímið. stað á miðin við Grænland klæð-' ast konur þeírra svört.u skikkj- unum við skilnaðinn í Lissabon. Allan tímann, sem þorskveiði- ^ mennirnir eru fjarverandi frá heimilum sínum, þ. e. þangað til í byrjun október ganga kon- ur þeirra í ekkjukópunum. Einnig ekkjumennirnir klæð- ast sérstökum búningi til auð- kennis í samfélagi Nazaret-búa. Þeir eru í síðum brúnum hettu- kápum — og eins og konurnar minna á nunnur, þá líkjast ekkju mennirnir munkum, virðulegum og einrænum á hinum svipþungu yfirhöfnum. ★ PRESTURINN BLESSAR FISKINETIN Niðri á ströndinni heldur vinn- unni við fiskinn áfram enn í margar klukkustundir við dauft skinið frá brennandi olíulömpum. Konurnar kaupa smæstu síldina á uppboði — annað hvort til að selja hana næsta morgun •— úr körfum, sem þær bera á höfðinu fylktu liði til oftsinnis á ári hverju, til að hylla hina heilögu jómfrú, sem bjargaði Fuas Rou- pinho írá ægilegum dauða sept- embermorgun einn árið 1182. •— Dimm þoka var á og veiðimað- urinn Fuas Roupinho var að elta á hesti sínum ijónstygga fjalla- geit. Allt í einu hvarf dýrið fyrir augum hans og veiðimaðurinn vissi, að þá myndi hann vera á brún hengiflugsins. Hesturinn prjónaði æðisgenginn og hann hafði þegar misst afturhófanna fram af brúninni. — En þá ákall- aði Fuas hina heilögu jómfrú og hin guðdómlega vera birtist honum í skína björtu ljósi. Hún róaði hestinn, sem var frá sér numinn af ofsahræðslu ,og beindi skrefum hans á örugga leið. ★ ALDREI MANNLAUS Nazaret-ströndin er aldrei með öllu mannlaus, en undir morg- uninn streymir allur hinn marg- liti hópur út úr hinum frumstæðu húskofum — og vinnan er hafin á ný. Strandnetunum er kastað út aftur fyrir eins mikið af smá- síld og bóknast að ánetjast möskv um þeirra yfir daginn. — Þetta er starf karlmannanna, sömuleið- is eru það þeir, sem bæta neta- lengjurnar, sem hylja mikinn hluta af hinum hvítgula sandi. Það er herleg sjón að virða fyrir sér hina hispurslausu fiski- menn þarna í sterkri morgun- sólinni, í skærlitum köflóttum buxum og treyjum og með síðar svartar skotthúfur, sem þeir nota sem geymslu fyrir allt það, sem karlmenn yfirleitt setja ^vasann: tóbak, eldspýtur, hníf o. s. frv. ★ KONURNAR í SJÖ PILSUM! En konurnar standa ekki að baki eiginmönnum sínum hvað snertir dálæti þeirra á köflóttu efnunum Sjölin þeirra eru að vísu alltaf svört eða dökkbrún — jafnvel smátelpurnar ganga með sjöl — en treyjurnar og hin s j ö felldu og víðu pils, eru öll úr allavega köflóttum efnum. Stund um, þegar sjalið hrekkur ekki til, taka stúlkurnar yzta pilsið upp yfir höfuð — þau eru sex eftir fyrir það!! Meðan karlmennirnir sýsla við netabætingarnar o. fl„ sitja kon- urnar í sandinum, sem glitrar af smáu fiskihreistri og ganga frá afla gærdagsins. Þær hreinsa og skola fiskinn í stórum kerum og afturkerrtar og vaggandi í mjöðm unum bera þær síðan á höfinu fullar, þungar kyrnur að grind- unum, sem fiskurinn er þurrkað- ur á í sólinni. Allir hafa eitthvað að starfa í Nazaret — allir taka þátt í vinn- unni við fiskinn, en fólkið er of margt um hituna — og það er margt um fátæklinga. Á hverj- um degi sækja smástúlkurnar x þorpinu „fátækrasúpuna", sem útbýtt er meðal hinna fátæku frá klaustrinu á „Kraftaverks-klett- inum“, en súpan ein nægir ekki og hið sterka loftlag krefst ann- arrar næringar, en hins eilífa fisks. Margir deyja árlega úr berklum og fólkið nær yfirleitt aðeins lágum aldri. íbúaranir í Nazaret eru hraust og harðgert fólk og láta sjaldan. geðbrigði á sér sjá. En þeir njóta hinnar miklu hamingju, sem þeir eiga sameiginlegá með öllum öðr- um frumstæðum mönnum: — að líf þeirra og vinnan eru eitt. Hinir fjörugu söngvar þeirra, sem tilheyra hinum þyrlandi döns- um, þar sem eldsnöggar fót- hreyfingar óhindraðar af skóm og sokkum lofa „sjöpilsunum“ að njóta sín til fulls — þeir snúast allir um hafið og líf t’iskimann- anna. Hin misjafna og þó einhliða iðja, sem hafið leggur þeim á herðar er sameiginlegt hlutskipti allra. — Við þetta eina og mikla haf hafa þeir fest alla sína tryggð og trú, við það eru allar þeirra óskir og vonir — gleði og sorgir tengdar. L'Express - máigagn Mendes-France PARÍS. — Hið nýja málgagn Mendes-France og fylgismanna hans, morgunblaðið L’Express, kom út í fyrsta sinn s.l. fimmtu- dag. Blaðið er gefið út af Jean Jacques Servan-Schreiber, sem er einn ákafasti fylgismaður Mendes-France, og var einn af áhrifamestu ráðgjöfum hans, meðan Mendes-France var for- sætisráðherra. Mendes-France ætlar að skrifa daglega dálk í blaðið. Kallast sá dálkur „Skoðun Mendes-France“ og fylgir dálknum mynd af hon- um sjálfum. Fyrsta grein Mendes j France fjallaði um Norður- I Afríkumálin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.