Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 7
[ Fimmtudagui' 20. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 I ^J^venbjóÁin ocj ^JJeim iíiÉ I Er þetta nauðsynlegt? Ræktuu blómlauka hefur O' n mjog Nú er tíminn til að pianta þeim NÚ er sá tími kominn sem garðeigendur ættu að nota til þess að planta blómlaukum í garða sína. Kvennasíðan sneri sér til Hafliða Jónssonar sem er garðyi-kjuráðunautur bæjarins og spurði hann nokkuð um laukana og gróðursetningu þeirra. HELZTU TEGUNDIRNAR — Helztu lauktegundirnar sem hér eru notaðar, sagði Hafliði, — eru túlípanar, páskaliljur (þær koma ár eftir ár), hyacintur (goðaliljur) og smálaukar eins <og krókusar (dvergliljur). — Beztur árangur af gróðursetning- unni næst með því að gróðursetja í skóli á móti suðri. — Hvernig fer gróðursetningin fram? — Bezt er að hafa jarðveginn sem frjósamastan og gott er að hafa moð og setja neðst í holuna. Þá ber að gæta vel að því að laukarnir snúi rétt, spíran upp og rótin niður. — Hve djúpt á að planta hin- um ýmsu laukum? — Túlípanalaukarnir eiga að fara um 10 cm niður með 12—15 cm millibili, páskaliljur og hya- cintur 14 cm með sama milli- bili. — Gott er aðplanta nokkrum krókusalaukum sam- an með 5—8 cm dýpi. At- hugið að smáiaukum og hyacint- um má planta í gras. — Hvernig hefur gróðursetning lauka gefist hér? — Hún hefur gefist mjög vel, jafnvel við hin frumstæðustu skilyrði. LAUKAR ÁJÓLABORÐIÐ — Gaman er að hafa ýmsar Jaukjurtir á jólaborðinu, en um jólaleytið eru blómlaukar mjög dýrir. Húsmæður geta því plant- að þeim sjálfar núna, sagði Haf- liði. — Með því að setja laukana niður í mold, í endaðan október, geyma þá annað hvort úti eða í köldum kjallara, láta laukana síð an inn í stofuhita þrem vikum fyr ir jól, fá húsmæður blómstrandi blómlauka ú jólaborðið. — Þá má einnig hafa laukana í vatni í þar til gerðum skálum, en bæði er að vatnið fúlnar og verður leiðin- legt og tafsamt er að vera alltaf að skipta um, að alveg er eins gott að láta þá í sand og hafa hann vel rakann. Með því móti má búast við blómum eftir 5—6 vikur. UM GEYMSLU REYNIBERJA — í sambandi við skreytingu á jólunum, hvernig er hægt að geyma reyniber, þannig að þau haldi sinum fallega rauða lit — Það má gera með því að bræða hreint parafinva, dýfa berjunum ofan í það og geyma greinarnar síðan á köldum stað. Ekki má þó geyma þau þar sem trekkur er, því þá þorna þau inn. — A. Bj. ★ ★ ★ Allar frekari upplýsingar um gróður og gróðursetningu er að finna í bókinni Garðagróður. Bfúnduefni eru mjög í fízku ÞÆR fregnir bárust mér nýlega sunnan úr Vestmannaeyjum, að nú ætti að fara að k.rukka að nýju í höfuðprýði eyjanna, Helgafell Þar á að gera iþrótta- völl, og íþróttafulltrúi ríkisins krefst þess, að ofaníburður í völl- inn verði tekinn úr hlíður Helga- fells. íþróttafulltrúinn, sá ágæti maður, var mér kunnur að öðru fremur en áráttu til náttúru- spjalla og því innti ég hann eftir ástæðunni til þess, að hann vildi fórna fegurð Helgafell fyrir fóta- Karen Juiía Júiíus- Blúnduefnin bera nú hæst í tízku himninum. Myndin sýnir kvöld- kjói úr biúnduefni. Kjóll þessi var á haustsýning-um í París. Svo lifa sérhver á. Sem sálast eigi. — Og andast eins og sá. Sem aldrei deyi. Elskulega vinkona! Áður en ævisól lífs þíns var komin í hádegisstað, varst þú kölluð burt frá eiginmanni þín- um og börnum, frændum þínum og vinum. i Þú varst okkur öllum kær, enda einkenndist framkoma þín við al)a ástvini þína af ástúð og góðvilja. -— Engir nutu þessa í jafn ríkum mæli, sem eiginmað- ur þinn og börn. En einnig við, ! sem stóðum þér fjær, fengum að njóta þessarar ástúðar þinnar og vináttu. 1 Þú barst þinn þungbæra sjúk- dóm með stillingu og miklu þol- ATHUGIÖ AÐ FJARLÆGJA allar rafmagnsinnstungur og' Straumrofa og einnig alla hurð- arhúna o. þ. h. þegar þér málið íbúðina hjá yður. Það er miklu fljótlegra að fjarlægja slíka hluti, sem málningin má ekki fara á, heldur en að hreinsa hana af eftir á. Og fátt gerir íbiiðina eins ,,ruslulega“ og málningar- slettur. Heitar tertur of sjaldgæfar SÍTRÓNUTERTA í hana fer mördeig úr: 200 gr. smjörl., 225 gr. hveiti, 75 gr. sykur eða sigtaður flórsykur. Sítrónukrem: 2 eggjarauður, 5 matsk. sykur, rifinn sitrónubörk- ur af einni sítrónu, safi úr tveim sítrónum, 3 tsk. hveiti, og vatn þar til þér hafið 2Yz dl. af kremi. Marengsstrimlar úr: 2 eggja- hvítum, 100 gr. sykri, 2 tsk. af ediki. Mördeigið er búið til fyrst. það má reyndar gera það mörgum dögum áður en baka á kökuna, en einungis að athuga að geyma það á vel köldum stað. — Smjör- Jíkið er mulið saman við hveitið, ' sykurinn er látinn saman við og síðan er deigið hnoðað vel. Það er því næst flatt út og vel smurt springform er klætt innan með því og með méluðum fingrunum er deiginu þrýst, að börmum formsins. Kakan er bökuð við góðan hita, 225 gráður, í 10—15 mínútur. Á meðan hún bakast skulið þér búa til kremið. Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt vel, síðan er sítrónubörkurinn, safinn, og vatnið látið saman við ásamt hveitinu. Að lokum er suðan lát- in koma upp á kreminu og hrært vel í á meðan. — Það er síðan látið kólna, og látið á kökuna, sem tekin hefur verið úr form- ínu og ýtt varlega aftur á bök- unarplötuna. Þá skulið þér búa til marengs- strimlana. Þeyta eggjahvíturnar vel (þær fáið þér úr kreminu). Þá er helmingnum af sykrinum bætt út í, það er síðan þeytt vel Sífrónuferla og Parísarterfa II *• v?ir ■■■ r; ,, HEIMABAKAÐAR kökur freista okkar allra, en það er alltof sjaldan sem við fáum heitar tertur, en þær eru sérlega Ijúf-- fengar. Hægt er að hafa þær tilbúnar er gestirnir koma, en eiga rétt eftir að láta síðustu höndina á verkið og það er vanalega gert í bakarofninum. Hér er uppskrift af tveimur slíkum „heitum tertum". aftur og að lokum er afganginum af sykrinum og edikinu baett i. — Marengsdeiginu er siðan sprautað í strimla yfir sitrónu- kremið (úr sprautupoka) og nú er kakan látin aftur inn i ofninn og nú við vægari hita eða um 175—200 gráður og eftir 15 mín- útur er kakan tilbúin að fara á kaffiborðið. Gott er að láta aðeins slá af henni áður en hún er (mjög varlega) látin á kökufatið. PAPJSARTERTA 3 góðir tertubötnar, vanillu- krem og sultumauk. Marengs, sama uppskrift og í sítrónutert- unni. Botnarnir eru lagðir saman með ■ vanillukreminu og sultu- maukinu. Síðan er marengsi smurt á alla kökuna, einnig hlið- arnar og kakan látin í ofninn í ca. 20 mínútur. gæði, og sýndir í því sem öðru, hvíiíkum mannkostum þú varst búin. Þessi þín hinzta barátta, sem og margt annað í lífi þínu, má verða nákomnum ástvinum þínum, sem og öðrum frændum og vinum til hvatningar og upp- örfunar, þegar lífið gjörist þeim andstreymt. Fyrir þetta, og margt annað fagurt í fari þínu, viljum við þakka þér nú, þegar samferð- inni er lokið. — Minningu þína munum við geyma í hjarta okk- ar, sem helgan dóm, og þannig lifir þú meðal okkar, sem ljúf minning, enda þótt hinn „slyngi sláttumaður“ hafi numið þig í burt frá okkur. Ljúflingur íslenzkra Ijóða — Jónas Hallgrímsson — kemst svo að orði í einu sínu ódauðlegu ljóða: Háa skilur hnetti. — Himin- geimur. — Blað skilur bakka og egg. — En anda sem unnast fær aldregi. — Eilífð aðskilið. — í þessari björtu lífstrú, kveðj- um við þig með ástúðar þökk fyrir samverustundirnar. — Frá vinum. mennt eyjaskeggja. Svar hans var, að honum þætti síður en svo go+t að þurfa að skemma fjallið, en sér væri kunnugt um, að stækka þyrfti bráðlega flug- völlinn í Eyjum, og mvndu þeir, sem þar um réðu, ekki hika við að taka gjall úr Helgafelli, og væri því ekkert unnið við það að taka ofaníburð í íþróttavöllinn annars staðar. Þa, er e. t. v. eitt- hvað til í þessu, því miður. En seint verður nokkrum náttúru- verðmætum bjargað með svona lógík. Og eitthvað er einnig ■undarleg lógíkin í því, að auð- velda fólki ferðalög til Eyja með því að spilla því, sem er aðal- aðdráttárafl eyjanna, náttúru- fegurðinni. Líklega eru ýmsir þeirrar skoðunar, að nóg sé af eldfjöll- um í þessu landi, þótt einu sé mokað út í velli. En Helgafell er c ’ stakt fjall í sinni röð. Það er eitt af formfegurstu fjöllum landsins, eina keilufjallið hér- lendis, sem ekki er jökli hulið. Margar eru þær útlendu ferða- bækurnar um fsland, sem geta þessa íjalls, og alls staðar -er fegurð þess dáð. Ég veit og, að mörgum Vestmannaeyingum þyk ir vænt um þetta fjall og þeir spyrja sömu spurningar. og ég: Er þetta nauðsynlegt? Ég er ekki mjög kunnugur í Vestmanna- eyjum, en með tilliti til jarð- fræðilegrar byggingar Heima- eyjar þykir mér undarlegt, ef ekki er hægt að fá þar ofaníburð í velli utan Helgafells. Hvernig fara þeir að því að bvggja flug- velli í beim mörgu löndum, sem engin liafa eldfjöllin? Vera má það satt, að ofaní- burðurinn úr Helgafelii sé ódýr- •astur. En enginn skyldi halda, að fegurðarverðmætum verði bjarg- að, án bess að einhverju sé fyrir það fórnað. Mér segir hugur um, að komandi kynslóðir Vestmanna eyja myndu heldur kjósa, að nú- verandi kvnslóð hefði eftirlátið þeim nokkrar fjárskuldir til greiðslu en að hún hefði eyðilagt Helgafell „A thing of beauty ,is a joy for ever“. Það er meira en hægt er að segja um íslenzku krónuna. En sé það nú svo, sem ég trúi þó vart að óreyndu, að ekki verði hjá því komizt, að viturra manna yfirsýn, að krukka í Helgafell, þá ættu þó allir að geta verið sammála um, að þannig skuli grafið úr þessu fjalli, að sem minnst lýti verði að, Það ætti ekki að þurfa að kosta mikið fé. Gætu ekki Vestmannaeyingar skipað nefnd manna með óbrjál- aðan fegurðarsmekk til að vera með í ráðum um þetta, áður en farið er að grafa í fjallið þeirra að nýju. Það er nefnilega ekki sama, hvar í Helgafell er grafið. Sízt af öllu má spilla svip þess frá höfninni og~bænum séð. Og svo er það Tjörnin í Reykja vík. En það er víst önnur saga. Sigurður Þórarinsson. ttlniiingarspjölá fÁrabbameinsícI. sslsætife fást hjá öllum pðstafgvsfðalnk Redaina, lyfjabúönai í Reykjavft Hafnarfirði (neme, L»ug*reg» :g Iteykj avíkur-apétetrwB.), — <s«dia, Elliheimilinu Grond og -trifstofn krabbametenfélagami*, Blóðbankannm, Barð:ia«tí*, símJ 1047. — Minr.ingalcorttc ern tdb {Tcldd gegnnm sinsa Wft Reiðhjól Höfum til sölu reiðhjól með Ijósaútbúnaði og bögglabera, sem seljast ódýrt. Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.