Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 16
Veðarúflit í éaj: SV- eða V-kaldi. Dálítil rigning með kvöldinu. fHwpgttttMðMfr 239. tbl. — Fimmtudagur 20. október 1955 Grein um Saar Sjá blaðsíðu 9. Jorundur nieð 51600 síldarkörfur AKUREYRI, 19. okt. — Togarinn Jörundur héðan frá Akureyri, sem stundar síldveiðar í Norð- ursjónum um þessar mundir, seldi í gserdag í Hamborg. Var togarinn með nær 51600 körfur af Norðursjávarsíld og seldi fyr- ir 51.577 mörk. Er þetta allgóð sala miðað við aflamagn. Und- anfarið hefur verið stormasamt á síldarmiðunum í Norðursjón- um og afli verið í tregara lagi. Þrír memi og ein kona O Slys í frystihúsinu á Þórshðfn ARGEDIS í gær varð mikil sprenging í hraðfrystihúsinu í Þórs- höfn. Þrír karlmenn og ein kona, sem í frystihúsinu unnu, slösuðust. — Varð að flytja einn hinna slösuðu hingað til Reykja- víkur. Hraðfrystihús þetta er eign kaupfélagsins á Þórshöfn. Þegar sprengingin varð, var þar all- margt fólk að vinnu í fiskflök- unarsal. Sprengingin varð í vélahúsi hraðfrystihússins, en inn í það er gengið úr fiskaðgerðarsalnum. Þar inni voru þrír menn og brenndust þeir allir mikið. í and- Jiti, á höndum og handleggjum. Hið eitraða loft komst ofan í lungu eins hinna slösuðu, Vil- mundar Þorsteinssonar, annars vélstjóra. ★ ★ ★ Læknirinn á Þórshöfn, taldi öruggara að senda Vilmund í sjúkrahús hér í Reykjavík. Björn Pálsson, flugmaður, fór norður á sjúkraflugvélinni og sótti Vil- mund. Hafði Björn meðferðis súr efnistæki. Varð Vilmundur að vera með súrefnisgrímuna á leið- inni í flugvélinni, sem kom til Reykjavíkurflugvallar klukkan 5,15 í gærdag. Vilmundur var samstundis fluttur í Landsspítal- ann. ★ ★ ★ Hinir mennirnir tveir sem brenndust voru fluttir heim til sín er læknirinn hafði búið að sárum þeirra. Stúlkan sem slas- aðist var við vinnu í fiskaðgerð- arsalnum og mun hún ekki hafa hlotið mikil meiðsl. Svo krafmikil varð sprenging- in, að allar rúður í frystihúsinu brotnuðu og nokkrir glugga- karmar gengu úr skorðum undan hinum mikla þrýstingi frá spreng ingunni. Ókunnugt er hvers konar bilun á frystikerfinu orsakaði spreng- inguna. Úrslit fegurðarsamkeppninnar í Lundúnum verða birt í dag Verður Arna Hjörleiísdóttir ein af sex cístu? 1 ““oLE.vovS »"^3 V DAG verða í Lundúnum birt úrslit fegurðarsamkeppninnar um fm8rama'- ^nnar^ var m'-r 1 titilinn „Miss WorJd 1955“. Þátttakendur eru frá 20 þjóðum. s^S^’jög eftir"1þW afc^fáaö Tekur Island nú í fyrsta skipti þátt í þessari keppni. Fegurðar- vera j herbergi með Örnu. drottning íslands, ungfrú Arna Hjörleifsdóttir, tekur þátt í feg- 1 .>||| urðarsamkeppninni fyrir ísland og hefur hún nú dvalizt í Lund- HVERNIG FER í DAG? únum um nokkurt skeið. Hún hefur vakið mikla athygli á sér, Á laugardagskvöld kom Arna og hefur víða verið minnzt á hana í brezkum blöðum. Sú stúlka sem kosin verður „Miss World 1955“ fær m. a. bifreið í verðlaun, en hinar sex hlutskörpustu fá allar ein- hver verðlaun. Hefur því verið spáð, að Arna verði ein þeirra. Framsóknarmenn ýta undir íaiskar von- ir um eyðing minks Biðskákin jafntefli f GÆRKVÖLDI lauk biðskák þeirra Guðmundar Pálmasonar og Argentínumannsins Pilniks, með því að þeir sömdu um jafn- tefli eftir nokkra leiki. í gærkvöldi var og lokið bið- skák Jóns Einarssonar og Ás- mundar Ásgeirssonar úr 6. um- ferð og varð hún jafntefli. Bið- skák Jóns Þorsteinssonar og Þóris Ólafssonar lauk með sigri Þóris. Loks lauk með jafntefli hiðskák Ásmundar Ásgeirssonar og Jóns Þorsteinssonar, úr 8. um- ferð. Þegar blaðið hafði síðast fregn- ir af skákmótinu, voru þeir að tefla biðskák sína nafnarnir Guðmundur Pálmason og Guðm. Ágústsson. Við að biðskák Pilniks og Guð- mundar lauk með jafntefli, er Pilnik kominn með 6 vinninga af 8 mögulegum. Og fyrir utan miðskákina, sem Guðm. Pálma- son var að tefla er blaðið fór í prentun, var hann kominn með S'/i vinning. Þá þótti fyrirsjáan- legt að Guðmundur Pálmason myndi a.m.k. ná jafntefli, sem þýði sami vinningafjöldi og hjá Pilnik eftir 8 skákir. í þriðja sæti var Ingi R. Jóhannsson með 5 vinninga. ★ Fjórir framsóknarmcnn hafa komið fram á Alþingi með tillögu um að ríkisstjórn- in láti rannsaka, hvort ekki er hægt að taka upp nýjar að- ferðir við eyðingu refa og minka. Munu þeir eiga við það að koma af stað sjúkdóm- um meðal dýranna, með sama hætti og gert hefur verið með rottur og kaninur o. fl. dýr. ★ Þessir Framsóknarmenn, sem flytja þessa tillögu munu vita það að dr. Björn Sigurðs- son á rannsóknarstofu Háskól- ans á Keldum, er einmitt að gera slíkar rannsóknir og hann mun einnig fylgjast ná- kvæmlega með slikum rann- sóknum erlendis, en ekki telja timabært að segja frá þeim, af því að þetta hefur ekki enn gefið góða raun og illa farið að vekja upp vonir manna með tillögum, sem alls óvíst er, hvort koma að nokkru gagni. ★ Þrátt fyrir betta víla þess- ir bingmenn Framsóknar- flokksins ekki fyrir sér að koma með slíkt í tillöguformi á Alþingi. Þeir vita ekkert nema að með þessu séu þeir að gefa algerlega falskar von- ir og það sem enn verra er, að þeir eru með tillögu um að rannsókn fari fram á því, sem þeir vita að ágætur vís- indamaður er þegar að rann- saka. FEGURÐ, GREIND OG GÓÐ FRAMKOMA Sumir halda kannski, að keppnin sé í því fólgin, að kepp- endur sýni sig einu sinni á sund- bol. Þetta er mesti misskilning- ur, því að keppnin stendur yfir í marga daga, stúlkurnar verða að klæðast ýmsum fötum, þær verða að koma fram opinberlega, vera í síðdegisboðum, þar sem „njósnarar“ eru á hverju strái til þess að ganga úr skugga um, hvort þær hafa eitthvað í koll- inum. Það er nefnilega fleira en fegurð sem til greina kemur, en auðvitað er bezt, að fegurð, greind og góð framkoma fylgist að. — VEL TEKIÐ Njáll Símonarson sem fór með fegurðardrottningunni til Lund- úna hefir skrifað Einari Jóns- syni, forstjóra Tívolis" bréf um dvöl þeirra Örnu í Lundúnum og kemst hann m.a. svo að orði: Ferðin að heiman gekk prýðilega. Á London Airport var hópur ljós- myndara og blaðamanna til að taka á móti Örnu og virtist koma hennar vekja talsvert mikla eft- irtekt. Hún var auðvitað mynduð þarna í alls konar stellingum með fangið fullt af blómum, sem henni voru afhent, þegar hún steig á land. Fulltrúi Mecca (sem stendur fyrir keppninni) var mættur á bílnum sem er 1. verðlaun í „Miss WorId“-keppn- inni og var Arna mynduð í hon- um. — Við höfum búið á Coburg Cover Hotel og farið sérstaklega vel um okkur, því þjónusta öll hefur verið fyrsta flokks. — Á laugardag flutti Arna yfir á Howard Hotel, þar sem allur feg- urðardísirnar eru geymdar. Þær eru frá þessum þjóðum: Ástralíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, íslandi, ísrael, Hollandi, Belgíu, Venesúela, Austurríki, Banda- rílcjunum, Monte Carlo, Frakk- landi, Ítalíu, Svíþjóð, Grikk- landi, Tyrklandi og Ceylon. FEI.T.UR VEL INN í HÓPINN Miklar myndatökur hafa verið að undanförnu og fiöldi mynda birzt af Örnu í blöðum, bæði einni og svo með hinum dömun- um. Arna hefir staðið sig vel fram að þessu. Hún er hressilega frjálsmannleg í framkomu, og ég held, að hún falli mjög vel í hóp- fram í sjónvarpi með nokkrum öðrum dömum og stóð hún sig vel. Fram að fimmtudegi verða þær í alls konar boðum og kynnisferðum. — Þetta segir | Njáll um ferðir fegurðardrottn- inn. Arna er í herbergi með ingar okkar í Lundúnum. Nú er „Ungfrú Belgíu“, en sá er bara , bara að vita, hvernig henni vegn- gallinn á, að hún talar ekkert ar á „dómsdegi“. Sap breika jiingsins sögð Brezkur þingmaður í boði Anglia I FYRRAKVOLD kom hingað til lands í nokkra daga heimsókn, brezkur þingmaður, Mr. D.M.F. Vane, að nafni. Hann er hingað kominn á vegum félagsins Anglía. — Á fundi í félaginu í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishús- inu, mun þingmaðurinn flytja fyrirlestur um brezka þingið og starfshætti á liðnum 350 árum. Mr. Vane er þingmaður úr í- haldsflokknum fyrir kjördæmið Westmorland, sem er nyrzt í Englandi. Hann hefur ekki áður maðurinn ekki þekkja það mál, m.a. af þeim sökum, að enn hefði málið ekki komið til kasta innan íhaldsflokksins. Sér væri aftur á móti kunnugt um, að nú nýverið hefðu Frjálslyndir látið það mál til sín taka, en Verkamannaflokk urinn ekkí. | Mr. Vane er skógarbóndi og á um 500 ekrur lands, er timbur- framleiðsla hans nokkrir tugir þúsunda kúbímetra árlega. —• Þingmaðurinn gat þess að mikill og vaxandi áhugi væri fyrir auk- inni ræktun á nytjaskógi á Bret- landseyjum öllum. Þegar blaðamennirnir frá Reykjavíkurblöðunum voru á ferð i Bretlandi fyrir nokkrum vikum, komu þeir á heimili þing- mannsins, en það er nokkuð fyrir norðan hin fögru vatnasvæði J Norður-Englandi. Þar býr hann. á landsetri ættar sinnar, miklu húsi, sem byggt var á 17. öld. VöruskipfajöMur- D.M.F. Vane. komið til íslands og skýrði blaða- mönnum frá því í gær í stuttu viðtali, í skrifstofum brezka sendiráðsins, að honum léki einkum hugur á þá stuttu stund er hann hefði hér viðdvöl, að kynnast landbúnaði liér á landi. Mun þingmaðurinn bregða sér austur fyrir Fjall þeirra erinda áður en hann heldur för sinni áfram, áleiðis til Bandaríkjanna, Þar mun hann einnig halda fyr- irlestra. Aðspurður um kunnugleika af deilumáli Breta og íslendinga: Löndunarbanninu, kvaðst þing- inn onagstæour um 2Í2Á mi!!j. kr. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN hefir orðið óhagstæður um 262,6 millj. kr. fyrstu níu mánuði árs- ins samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar. Inn hefir verið flutt fyrir 848,3 millj., en út fyrir 585,7 millj. Á sama tíma í fyrra var jöfn- uðurinn óhagstæður um 224,3 millj. Innflutningurinn nam þá 798,7 millj. kr., en útflutningur- inn 574,4 millj. í september nam útflutningur- inn 86,8 millj. kr., en innflutning- urinn 97,8 millj., þannig að vöru- skiptajöfnuðurinn var þá óhag- stæður um 11 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.