Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. okt. 1955 Framhaldssagan 21 „Væri yður sama þótt við frest uðum þessum umræðum, þangað til við höfum ræðst við?. . . .“ Maurice brbsti aftur. Það var kalt í hinu stóra herbergi, þar sem allar beztu bækurnar fund- ust ekki lengur. Greifinn laut niður að arninum og kveikti á eldspýtu. En presturinn leit til Mamrets, dapurlega og eins og biðjandi. „Jæja“, sagði greifinn, er hann hafði rétt sig upp aftur og kom vfir gólfið til mannanna tveggja: „Ég hefi nú ákveðið að varpa Ijósi yfir allar aðstæður, með sem fæðstum orðum. Af einhverjum ástæðum, sem mér eru alveg ó- kunnar, þá álítur Monsieur le Curé, sem er maður fullur góð- vilja, að ég hafi .. hversvegna skyldi ég vera hræddur við orð- in? .... drepið móður mína .. Vegna þess að það var morð, eða eru ekki allir sammála um það atriði, jafnvel þótt það heyrði ekki undir neitt lagalegt hug- tak....“ Presturinn stóð hreyfingarlaus eins og líkneski, líkastur dýri, sem finnur hættuna nálgast, en veit ekki í hvaða átt er bezt að flýja og stendur því ráðvana í sömu sporum. „Monsieur le Curé hlýtur að hafa verið móður minni mjög ein- lægur og hollur .... Eflaust hef- ur hann viljað koma í veg fyrir það, að nokkurt hneyksli setti blett sinn a greifasetrið eða grúfði sem myrkur skuggi yfir höllinni. í gærkvöldi sendi hann meðhjálp ara sinn til mín með ávísun, sem hljóðaði upp á fjörutíu þúsund franka og stutta persónulega orð sendingu“. „Vesalingur .. Þú ert glataður" sagði svipur og augnaráð prests- ins, svo greinilega að ekki varð misskilið. „Hérna er orðsendingin", sagði greifinn, í beinu framhaldi af áður töluðum orðum sínum og Maigret ias, í lágum rómi: „Verið þagmælskur .. Ég bið fyrir yður“. Það var eins og hreint og hress andi loft hefði allt í einu blásið um stofuna. Skyndilega fann Maurice de Saint-Fiacre greinilega, að hann var ekki lengur troðinn nicur í svaðið eða dæmdur til aðgerða- leysis. Og sömuleiðis hvarf skyndilega alvörugefnin, sem var svo óskild hinu sanna eðli hans og upplagi. Hann fór að ganga fram og aft- ur um gólfið og talaði í léttari tón: „Þessvegna var það, umsjónar- maður, sem þér sáuð mig á flæk- ingi í nánd við kirkjuna og prests setrið, núna í morgun. Eins og ég sagði yður áður, þá tók ég við þessum fjörutíu þúsund frönk- um, sem vitanlega vorða fyrst um sinn að skoðast sem lá.i, til þ'ess að losa mig við hjákonuna, á meðan ég dveldi hér á setrinu. Auk þess hefði það verið í hæðsta máta leiðinlegt, að láta flytja sig beint í tugthúsið, núna þegar allt er eins og raun ber vitni um. ... En, við stöndurn hér allir uppá endann ein:; og .... Blessaðir, gerið þið svo vel að taka ykkur sæti“. i Hann gekk fram að dyru .um, * lauk þeim hljóðlega upp, gægðist ? fram á ganginn og hlustaði „Skrúðgangan er byrjuð“, taut aði hann. „Ég ætti líklega að j hfingja til Moulins og biðja um.. “ En svo hætti hann við það, sem hann hafði ætlað að segja og vék aftur að því, sem áður var frá horfið: „Nú býst ég frekar við því, að þér séuð farinn að skilja .. Þeg- ar ég nú einu sinni hafði veitt þessum peningum móttöku, þá varð ég að vinna eið að sakleysi mínu, frammi fyrir Monsieur le Curé. Það var erfitt að gera það fyrir augum yðar, umsjónarmað- ur, án þess að auka tortryggni yðar.... Það er allt og sumt .. En það var engu líkara en þér hefðuð lesið hugsanir mínar. Þér létuð mig aldrei einan þann morgun, neinstaðar í nánd við kirkjuna. Monsieur le Curé kom hingað, raunar veit ég ekki ennþá, hver var orsök þeirrar heimsóknar, því hann var rétt að komast að efninu þegar þér komuð inn. ...“ Svipur hans myrkvaðist, en hann rak upp þvingaðan og óeðli legan hlátur, til þess að reyna að evða hinni vaxandi gremju: „Virðist yður þetta e.t.v. ekki liggja í augum uppi? Hafi maður lifað léttúðugu lífi og falsað ávís- anir .. Gautier gamli forðast mig, hann heldur sennilega líka að ég.•• Skyndilega leit hann undrandi á prestinn: „Hvað er þetta, Monsieur le Curé, gengur nokkuð að yður?“ Og vissulega var það sorgleg sjón að sjá prestinn. Hann vildi ekki mæta aúgnaráði greifans og leit undan hvössu tilliti hans. Maurice skildi hugrenningar hans og hrópaði, enn beizkari en fyrr: „Þarna sjáið þér sjálfur. Hann trúir ekki lengur einu einasta orði af því sem ég segi. Og einmitt t sá maðurinn, sem vill hjáipa mér j til að sleppa, heldur að sé sé, sekur....“ Hann gekk til dyra og opnaði þær aftur, gleymdi í svipinn ■ návist hinnar látnu og hrópaði: j „Albert. Albert .. Reyndu nú; einu sinni að vera svolítið snar í snúningum. Færðu okkur eitt- hvað að drekka." Kjallarameistarinn kom inn, gekk yfir að skáp í herberginu og tók var út viskíflösku og glös. Þeir horfðu þegjandi á hann og Maurice de Saint-Fiacre sagði um leið og hann brosti kynlega: „Á uppvaxtarárum mínum var aldrei til neitt sem hét viskí hér á heimilinu". „Það er Monsieur Jean..“ „Nú, einmitt það já“. Hann slokaði í sig úr fullu glasi og læsti svo dyrunum á eft- ir kjallarameistaranum. „Margt hefur breytzt", tautaði hann lágt við sjálfan sig. En hann hafði ekki augun af prestinum, sem stamaði og varð sífellt órólegri og órólegri: „Afsakið mig .... en ég verð að fara og spyrja börnin..“ „Bíðið andartak .. Þér eruð alltaf jafn sannfærður um það, að ég sé sekur, Monsieur le Curé. Nei, nei. Reynið ekki að bera á móti því. Prestar hvorki geta né mega segja ósatt. Það eru aðeins nokkur atriði, sem ég vil skýra út, vegna þess að þér þekkið mig ekkert. Þér voruð ekki hér á upp- vaxtarárum mínum. Þér hafið bara heyrt talað um mig og senni lega miður vel, oftast. Þér hafið engar verulegar sann- anir . . Umsjónai’maðurinn, sem var viðstaddur þegar allt þetta skeði, veitt eitthvað um það....“ „Ég bið yður....“, stamaði presturinn. „Nei .. Má ekki bjóða yður eitt hvað að drekka? Yðar skál, um- sjónarmaður“. Svipur hans dökknaði og hann hélt, áfram miskunnarlaust og kuldalega: „Það er fjöldi manns, sem hægt væri að gruna um að hafa framið þennan svívirðilega glæp .. En nú grunið þér mig, og aðeins mig. Og ég er að furða mig á því, hvers vegna þér lítið mig svo illu auga. Ég varð andvaka í nótt og hugs- aði um þetta, allt til morguns. Ég hefi hugsað um allar mögu- legar orsakir og ég held að nú sé ég loks búinn að finna rétta svar- ið. Hvað sagði móðir mín við yður?“ Við síðustu orð greifans, sem sögð voru ákveðið og hörkulega, varð presturinn fölur sem nár. „Ég veit ekki neitt....“ stam- '-5- NÝ SENDING: Mynstruð gluggatjaídaefni Verð frá kr. 35,00 Einlitt satin margir litir Einnig kvilterað satin í sömu litum Tilbúin gfluggatiöld í úrvali Fröcisk kjólaeini fallegt úrval Feldur h.f. Bankastræti 7 NÝ SENDING Utlendar vetrarkápur Laugavegi 116 utnfnar?? aiif Litla stulkan Nyane 7. Árin liðu. Nyane var orðin heilbrigð og glöð ung stúlka. Hún hafði lært að lesa, skrifa og sauma. Vegna sinnar stilli- legu framkomu, var hún elskuð af öllum. Besile var heil- brigð og var farin að vinna ýms létt verk. Bæði hún og dóttir hennar höfðu tekið á móti Jesú og öðlast frelsið og áttum bráðum að skírast í vatni. Einig var Nze orðinn stór og elskaði Guð af öllu hjarta. í sumarfríinu sínu fór hann heim til Akaba-þorpsins, til þess að dvelja þar tveggja mánaða tíma. Hann kom þá með fréttir frá Besile og Nyane. Faðir Nyane hafði ekki hugsað neitt um konu sína í mörg ár, enda hafði hann tekið sér aðrar konur. En er hann heyrði, að Nyane var orðin stór, þá fór hann, eins og aðrir Fang-feður, að hugsa um að gifta dóttur sína — það er að segja, að selja hana einhverjum ríkum höfðingja. Þess vegna kom hann einu sinni til trú- boðans og krafðist þess að fá stúlkuna aftur. Trúboðinn hafði búizt við þessu. En hann sagði, sem satt var, að Nyane væri allt of ung til að giftast ennþá. Faðirinn hafði samt aðra skoðun á því, en þá sagði trúboðinn, að ef hann ætlaði að taka stúlkuna til baka, þá yrði hann fyrst að borga fæði konunnar sinnar og dóttur fr£ þeim tíma, er þær komu til stöðvarinnar. Hinn vonsvikni faðir gat ekkert haft á móti því. En þá sagði trúboðinn rólega, að þar sem hann þó væri faðir stúlkunnar, þá skyldi hann fá þær vörur, sem hinn tilvonandi maður Nyane myndi gefa, er tíminn væri kom- inn, að hún giftist. En enginn vissi ennþá, hver maðurinn mundi verða. Með þetta loforð fór faðir Nyane heim. Fyrir Svörtu Nylon slankbeltií? eru komin á markaðinn 3 stærðir. Mjúkir smáteinar halda beltinu örugglega uppi, svo það situr vel. Lady h.S. lífstykkjaverksmiðja Barmahlíð 56 — sími 2841.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.