Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 1
imUöM 16 siður 42. árgangur 241. tbl. — Laugardagur 22. október 1955 Prentsmiðja Mergunblaðsint Nýjar farfiegaf lugvélar Mænuveikin hefir verið skæðari í Evrópu í sumar en stundum áður Finnar í Norður- landaráðið HELSINGFORS, 21. okt. — " lagði utanríkisnefnd finnska þingsins fram þingsályktunartil- lögu þess efnis, að Finnar gangi í Norðurlandaráðið. Var enginn ágreiningur í nefndinni og sam- þykkti hún samhljóða að bera þingsályktunina fram. — NTB. E Skipta Gunnar Gunnars* son og Halldór Kiljan Nóbelsverðlaununum Er víðasf hvar í rénun — Hluffallslega færri lömunarfilfelli en cff áður NN er talsvert um mænuveiki í Evrópu og Norður-Ameríku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun S. Þ. (WHO) hefur mænuveikifaraldurinn náð hámarki í Norður-Ameríku, en í Englandi og Wales dró lítið úr honum í byrjun mánaðarins. Aftur á móti er veikin í rénun í flestum öðrum löndum Evrópu. Veikin hefur verið skæðari í Evópu í ár en í fyrra, en aftur á móti hefur hún farið hægar yfir í Bandaríkjunum. Minna hefur borið á mænu- veiki í Svíþjóð og Danmörku en á s.l. ári. MINNA EN ÁBUR í Kanada eru færri lömunar- veikitilfelli það sem af er þessu ári en í fyrra. Hinn 10. sept. s.l. höfðu 612 tekið veikina (þar af höfðu 295 lamazt) og er það fjór- um sinnum minna en meðaltal siðustu fjögurra ára. milli sin Tvær nýjustu gerðir þrýstilofts farþegaflugvéla. — Á efri mynd- inni er BOAC 707, en á neðri myndinni Douglas DC-8. — Þegar farið verður að taka vélar þessar í notkun um 1960 styttist flug- tíminn til muna. Þannig tekur aðeins 6 klst. og 35 mín. að fljúga milli New York og Parísar, en nú er þessi leið flogin á 11 klst. í farþegaflugvélum. m nokkrar gréður! Nýtur island góSs af! AMERÍSKUR prófessor og veðurfræðingur, Charles Franklín, hefir sýslað við þá hugmynd að auka hitastig sjávar í Norður- íshafinu. Heltlur hann því íram að sjórinn þurfi ekki að hitna neraa tiltölulega mjög lítið til þess að gjörbreyta siglingamögu- leikum um íshafið norðan Rússlands og Asiu. Um leið myndu gróðrar- og lífsskilyrði í löncium þeim, sem að hafinu liggja breyt- ast stórlega. Nú, þegar atomorkan er komin til sögunnar er þetta talið framkvæmanlegt. STOKKHOLMI — United Press- fréttastofan segir, að Halldór Kiljan Laxness hafi meiri mögu- leika á að hreppa Nóbelsverð- launin í ár en nokkru sinni fyrr. ÆSKILEG OG SANNGJORN Fylgir það fréttinni, að einnig komi til mála, að verðlaununum verði skipt milli tveggja helztu rithöfunda íslands, Halldórs Kiljans Laxness og Gunnars Gunnarssonar. Eru margir bók- menntafræðingar í Stokkhólmi þeirrar skoðunar, að sú lausn á málinu væri bæði æskileg og sanngjörn. ÁÆTLANIR GERDAR týr ætli að draga „landið okkar Rússar hafa nýlega sett fram suður í sjó", og biður þá að lauslegar áætlanir um að fram- kvæma þessi „straumhvörf" í standa fast og halda „Hornið í". | Á myndinni hér að ofan er höfunum. Þeir hugsa sér að koma sýnt hvernig Stavanger Aften- upp tveggja miíljóna kílóvatta blad hugsar sér dælu-fram- atomorkustöð við Beringssund, kvæmdir þessar, en sennilega þar sem það er mjóst, milli hyggja Norðmenn gott til glóð- | &' y. Alaska og Asiu, eða um 57 km' arinnar, ef hafið fyrir norðan á breidd. Með fleiri hundruð Norður-Noreg hitnar eitthvað! risadælum ætla þeir svo að dæla I heitum sjó úr Kyrrahafi inn í Norður-íshafið. NÆR HÚN HtNGAD Nú er eftir að vita hvort þessi blessun nær alla leið vestur til okkar hér á hólmanum íslandi. Ef til vill rætist það sem segir í alþingisrímunum, þegar llann- es Hafstein er iátinn hræða Hornstrendinga með því að Val- Kosnmsát PARÍS, 21. okt. — í dag var ákveðið, að þingkosningar fari fram í Frakklandi um miðjan desember næstkomandi. Álítur stjórn landsins, að ekki sé hægt að leysa ýmis vandamál sem að steðja nema kanna hug kjósenda áður. — Reuter. Vesturveldin veröa ú fara styrk og sameinuð til Genfarfundarins STRASSBOURG, 20. okt. — í dag ræddi ráðgjafaþing Evrópu- ráðsins á fundi í Strassbourg samskipti landanna í austri og vestri. Kom þar greinilega fram, að fulltrúarnir álitu, að Vestur- veldin yrðu að sýna einingu og styrkleik á Genfarfundi utan- rikisráðherranna, sem nú stend- ur fyrir dyrum. Hafði stjórn- málanefnd þingsins gefið skýrslu um málið, og var komizt þar að þeirri niðurstöðu, að markmið Ráðstjórnarríkjanna væri að draga úr spennunni í alþjóða- málum til að koma til leiðar hlutleysi vestrænna þjóða í Evrópu. —Reuter-NTB. Háskólahátíðiíi HÁSKÓLAÁRIÐ 1955—56 hefst í dag, er háskólarektor setur Há- skóla íslands á háskólahátíðinni, sem hefst í hátíðasal skólans kl. 2 síðd. Fjölmennum hópi háskóla- borgara verður afhent háskóla- borgarabréf sitt í hátíðasal. Saitað áfram SAMKOMULAG hefir náðst ¦milli rikisstjóvnarinnar og Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi um gmndvöll fyrir áframlialdandi sóltun Suðurlandssíldar. Búið er að salta í gerða sam- inga, en Síldarútvegsnefnd. vinnur að frekari sölum. Viðbót við Hvítu bókina ••* I EVROPURAÐINU sem nú situr á rökstólum í Strass- bourg var í gær lögð fram við- bót við hina „Hvítu bók" um hina þrigffja ára gömlu deilu íslend- inga og Breta út af röðstöfunum til verndar fiskistofninum hér við Iand. _^ ••• Mál þetta hefur sem kunn ugt er þegar verið rætt í Evrópu- ráðinu og mun koma til frekari umræðna á þessu haustþingi ráðs ins. ••• Hvítu bókar-viðbótinni verður gerð nánari skil í blaðinu á morgun. OF SNEMMT AD SEGJA UM ÁRANGUR Hinn 10. sept. höfðu 18.215 Bandaríkjamenn fengið mænu- veikina og þar af hafa 6220 lam- azt. Af þeim sem lömuðust voru 213 börn sem bólusett voru með Salkbóluefninu. En er þó ofsnemmt að segja um ár- angur bólusetningarinnar. 56% lömunarveikisjúklinga í Bandaríkjunum á þessu ári eru frá norð-austur hluta landsins, t. d. 19,5% í Nýja Englandi á móti 3,7% í fyrra. ÓVEN.TU HÁ TALA Eins og fyrr getur hefur skæð- ur mænuveikifaraldur geisað í Englandi og Wales og veiktust 350 sjúklingar á viku hverri all- an ágústmánuð. — Einkum hefur mænuveikin verið skærð í Lund- únum. Þar hafa 15 af hverjum 100 þús. íbúum tekið veikina. Seg- ir í skýrslu heilbrigðisstofnun- arinnar, að það sé óvenjuhá hlutfallstala. 50% HAFA LAMAZT Þá má loks geta þess, að lömunartilfelli hafa verið hlutfallslega færri í mænu- veikifarcHrunum í sumar en oft áðui'. Má segja, að nærri láti, að helmingur sjúklinga hafi lamazt. Mikið hefur verið rætt um mál Margrétar prinsessu og Townsends flugforingja. Hafa þau haft mörg stefnumót upp á síðkastið og hefur verið fjallað mikið um mál þeirra í öllum stærstu blöðum heims — nema Alþýðublaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.