Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 2
2 MORGl'NBLAÐIÐ Laugardagur 22. okt. 1955 ^ Bréf; F G S É í Morgunblaðinu í dag, að herra bakari Hermann Bridde svarar grein minni frá 6. þ. m. í henni ræddi ég um sóðaskap og smithættu sem af því gæti hlot- izt að handleika samtímis brauð- mat og skítuga peninga úr ó- hreinum höndum. Ég vissi, að mjög mikil óánægja var meðal húsmæðra út af þessu fyrirkomu- lagi, sem átt hefir sér stað í ýmsum brauðbúðum borgarinn- ar. En að óánægjan væri svo megn og almenn, jafnt meðal karla og kvenna, vissi ég ekki fyrr en nú. Mikill fjöldi fólks sem ég ekkert þekki hefir hringt til mín og þakkað greinina, — finnst hún orð í tíma töluð. Er ég hafði lokið við að lesa grein bakarans, datt mér í hug málshátturinn: „Af sannleikan- um verður hver sárreiðastur“. Mér finnst grein hans vera und- arlega óraunhæf og kinduglega samansett, og sumt af því sem hann skrifar um, er utan við um- ræðuefni mitt, eins og t. d. sam- anburður hans á heimili mínu og brauðgerðarhúsum bakaranna. Hr. Bridde segir að sér þætti nú fróðlegt að vita, hvort ég við- hefði slíkt hreinlæti á heimili mínu, sem bakararnir viðhafa í atvinnufyrirtækjum sínum. Á heimili mínu er ekki starfrækt- ur atvinnurekstur í þágu al- mennings og ætti það því að standa fyrir utan þessar umræð- ur. En ef bakaranum er mjög hugleikið að athuga hjá mér þvott á kirnum, gólfum, kústum og sleifum, þá skal ekki standa á mér að sýna honum heimili mitt. Og að sjálfsögðu má hann ekki gera boð á undan sér! Grein hr. Hermanns Bridde virðist mér vera skrifuð í þeim tilgangi einum, að mæla bót ó- þrifnaði í afgreiðsluháttum. Bak- aranum finnst það hreinasta fá- sinna af mér að halda því fram, að tengur við afgreiðslu á kaffi- brauði dragi úr smithættu. Bak- arinn ætti að koma þessum „vís- indum“ sínum áleiðis til starfs- bræðra sinna á Norðurlöndum, sem skoða það sem sjálfsagða skyldu gagnvart almenningi, að fara sem þrifalegast með brauð- matinn, — brauðin pökkuð inn áður en þau eru látin í búð- irnar, tengur notaðar við af- greiðslu á kökum, og umbúðar- pappír látinn liggja þar sem kaupendur geta alls ekki snert við hcnum, eða lagt á hann pen- inga og ýmislegt dót. Hr. Her- mann Bridde gæti líka látið ljós sitt skína hjá Bretanum. Ég kom í margar matvörubúðir í Lundúna- borg slðastl. vor. Öll brauð, þar eem ég sá til, lágu innpökkuð í hillujn eða kössum. Á umbúðar- pappírinn var letrað nafn fyrir- tækis þess sem bakaði brauðin. Kökur afgreiddar með spaða eða töngum. Hr. Hermann Bridde segir að ég hefði átt að láta mér nægja að ganga á fund hr. borgarlæknis Jóns Sigurðssonar og starfsliðs hans og bera fram óskir mínar þar, Ég hefi nokkkrum sinnum rætt þessi mál og önnur við borgarlækni. Ég efast auðvitað ekki um góðan vilja hr. Jóns Sigurðssonar. Fyrir nokkrum ár- um tjáði hann mér, að verið væri að smíða tengur, sem ætti að nota í brauðbúðunum. En það leið og beið, og óvíða sáust teng- vmar notaðar, og mun það á- reiðanlega ekki hafa verið borg- ariækni að kenna. Ég hitti hann að máli síðar. Mér skildist þá, að erfitt væri að fá alla viðkomandi aðila til að nota þetta þarfa áhald •— það væri þannig með ýmsar nýjungar, sumir tækju þeim feg- íns hendi, en aðrir streyttust á móti. Ég er sannarlega ekki að áfeliast borgarlækni. Hann hefir vnmð ómetanlegt starf í þrifn- aðarmálum borgar okkar. En það er erfitt starf og ekki alltaf þakk- að sem skyldi, né því sýndur fullur skilningur af ýmsum. Ef ég þekki hr. Jón Sigurðsson rétt, I þá veit ég að honum er greiði| irnar enn --------1 'ger með því að húsma:ðurnar J bendi á ýmislegt það, sem bet- ur mætti fara, og styrki hann með því í hinu mikilsverða starfi hans, sem miðar að heill og heilsu fjöidans. Bakarinn virðist ákaflega hneykslaður yfir fyrirsögn á grein minni, — að ég skuii bendla skítuga peninga við þá ósvinnu að nefna þá smitbera — í gæsilöppum. Hann um það. En slík viðkvæmni er lítt skiljan- leg. Að lokum þetta: — Ég hefi komið á framfæri óskum fjölda húsmæðra, sem annt er um að fjölskyldur þeirra leggi sér til munns hreina og holla fæðu. Þær óska þess, að breyting megi verða til bóta í þeim brauðbúðum, þar sem ýmislegt er ábótavant um þrifnað. Ef ekki verður tekið tillit til þessara óska okkar, mun- um við annaðhvort baka heima eða skifta við þær brauðbúðir eingöngu, sem gæta fyllsta hrein- lætis í hvívetna. Og eftir því sem ég hefi frétt, mun brauðgerðar- hús Alexanders Bridde vera eitt af þeim. Þar kvað vera notaðar tengur, brauð innpökkuð í brauð- gerðarsal og afgreiðslustúlkurnar í tandurhreinum sloppum. Verða því skrif Hermanns Bridde, son- ar bakarameistarans, í undarlega miklu ósamræmi við hinar sjálf- sögðu hreinlætisráðstafanir þessa vinsæla brauðgerðarhúss. 19. okt. 1955. Bjarnveig Bjarnadóttir. íeiL I c PALL KR. PALSSON efndi til organtónleika í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Lék v SENDIHERRA Ítalíu á íslandi, Paolo Vita Finzi, sem hefur að- setur í Osió, fer héðan í dag áleiðis til Noregs. Hingað kom sendiherrann til þess að afhenda forsetanum skilríki sín. Áður var sendiherrann fyrir land sitt í Helsingfors. Mjólkurskorturinn í Rvík: Aðeins Akureyri' er aflögufær á Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir trá í GÆR kom Mbl. að máli við Stefán Björnsson, forstjóra Mjólkursamsölunnar, í sambandi við umræður þær og ályktun er gerð var á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag, vegna mjólkurskortsins hér í bænum, og úrbótum í þeim efnum, með flutningi á mjólk til bæjarins úr fjarlægari sveitum. Um þetta mál bað Stefán Björnsson Mbl. að birta svohljóð- andi grein: SKÖMMTUN OHJAKVÆMILEG Þegar mjólkurframleiðslan á sölusvæði Mjólkursamsölunnar var orðin of lítil til að fullnægja eftirspurninni, töldum vér það nauðsynlegt og sjálfsagða þjón- ustu við neytendurna að hefja skömmtun á mjólkinni, til að koma í veg fyrir, að einstök heimili yrðu útundan og fengju enga mjólk. Skömmtunin var undirbúm og hafin með sam- þykki og í samráði við úthlut- unarskrifstofu Reykjavíkurbæjar og skömmtunarstjóra. Úthlutun- arskriístofan úthlutaði góðfús- lega skömmtunarseðlunum. •— Stærð mjólkurskammt.sins og öll tilhögun skömmtunarinnar er eins og verið hefur undanfarin ár, þegar mjólk hefur verið skömmtuð. Vér töldum, að út- hlutunarskrifstofa Reykjavíkur- bæjar, væri sá aðilinn, sem færi með skömmtunarmálin í umboði bæjaryfirvaldanna, og að vér því, í raun og veru, stæðum 1 sam- bandi við bæjaryfirvöldin, þegar vér stóðum í sambandi við þá skrifstofu. * [JÓLKURFLUTNINGUR Ð NORÐAN Um möguleika á að flytja jólk til Reykjavíkur frá öðrum mjólkursölusvæðum er í stuttu máli það að segja, að frá Blöndu- ósi, sem næst iiggur, fengust ekki nema 3600—3800 lítrar á dag, þótt ailt væri tekið, sem afgangs er, þegar þörfinni heima hefði verið fullnægt. Þetta er of lítil mjólk. Skömmtuninni yrði ekki aflétt við þetta. Þar nyrðra er mjólkin sótt til bænda aðeins þrem sinnum í viku, og fullnæg- ir hún því, frá fyrstu hendi, hreint ekki þeim heilbrigðiskröf- um, sem gerðar eru til neyzlu- mjólkur. Þótt slakað væri á heil- brigðiskröfunum verður það samt að vera tryggt, að mjólkin sé nothæf, þegar á markaðinn kemur. Svipaða sögu ei að segja frá Sauðárkróki. Þar ev mjólkin mjög lítil á þessum tíma árs, og yrði lítill fengur að henni. Það yrði ekki komizt hjá því að sækja mjólkina til Akureyrar. Það er flutt daglega frá bændum og þar mundi fást nokkurt magn af mjólk. Sagan er sú, að Mjólkur- samsalan heggur stórt skarð í mjólkuimagn samlaganna fyrir norðan, með því að taka frá þeim skyr og rjóma. Samlögin hafa meiri áhuga á að senda þær vörur hingað á markað en neyzlu mjólkina, þar eð flutningur henn- ar er svo dýr og áhættusamur, þegar flytja verður í brúsum svo langa 'eið. ♦ • ♦ Menn geta svo hugleitt það, hve erfitt það kann að verða að flytja mjólk norðan úr landi, þegar þessi tími er kominn, og snjóa getur verið von. En það skal að lokum tekið fram, að i línum þessum felst engin spá um það, hvort slíkir mjólkurflutn- ingar verði reyndir eða ekki. Málið hefur ekki enn verið at- hugað fy'llilega. hann nú í fyrsta sinn, eftir vígslu orgelsins, á hið ágæta hljóðfæri kirkjunnar. Orgelið er smíðað af Walker í Lu.dwigsborg í Þýzka- landi, ágætri orgelsmiðju, og er það í alla staði hið vandaðasta. Þessir tónleikar voru mjög ánægjulegir og vel til þeirra vandað í alla staði. Efnisskráin var fjölbreytt og lék Páll verk eítir Hándel, Bach, Pietro Yon, W'hitlock, Williams og Widor, og eitt íslenzkt orgelverk: Sálm eft- ir Leif Þórarinsson. Var fróðlegt að heyra þetta verk hins unga ísi. tónskálds og margt í því bendir á miklar gáfur. i Páll Kr. Pálsson er prýðílegur organleikari og mjög vandvirk- ur. Var leikur hans áferðarfagur og vel yfirvegaður og val registra mjög smekklegt. Þannig nutu öll verkín sín prýðilega í meðferð hans, og hið ágæta orgel hljóm- aði fagurlega með öllum sínum margvíslegu hljóðbreytingum í hinni fögru kirkju. Áheyrendur voru margir. For- seti íslands og forsetafrúin ásamt biskupi landsins og konu hans, heiðruðu listamanninn með nærveru sinni. Að loknum tón- leikunum mælti biskupinn nokk- ur orð og þakkaði tónleikana og óskaði söfnuði kirkjunnar til hamingju með hinn ágæta organ- ieikara og hið nýja orgel. Undir þau orð vil ég taka og lýsa gleði minni yfir þessum tónleikum og því, að nú flytjast mörg ágæt pípuorgel inn í landið, en það mun hafa mikil og heillavænleg áhrif á tónlistarlífið innan kirkj- unnar á íslandi, og einnig á músiklífið í heild. P. í. Píanótónleikar Ásgeirs Beinteinssonar NÍUNDU tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessu ári voru haldnir í Austurbæjarbíói síðastl. mánu- j dag og þriðjudag. Kom þar í fyrsta sinni fram ungur píanó- * leikari, Ásgeir Beinteinsson frá, Hafnarfirði. Hann er sonarsonur sr. Bjarna Þorsteinssonar tón- skálds. Verkefni voru eftir Bach, Beethoven, Debussy og Chopin. Fyrst lék Ásgeir hina frægu Chaconnu Bachs, er hann samdi fyrir einleiksfiðlu á meistara- legan hátt en nú var leikin í píanóbúningi Busonis. Tókst hin- um unga píanósnillingi ótrúlega vel að töfra fram stórfengleik verksins og ríka fegurð þess, og hefði þó leikur hans orðið enn J áhrifameiri ef hann hefði notað hinn stóra Bliithner-flygil, þó ' hann sé orðinn slitinn og úr sér genginn, í stað lítils Steinway- flygils, sem var of hljómlítill fyr- ir hinn stóra sal. Næst lék Ásgeir Waldstein- sónötu Beethovens, eitt af erfið- ustu píanóverkum meistarans og sem aðeins er á færi hinna stærstu snillinga að gera full skil, svo að t. d. sjálfur Busoni taldi sónötuna með vandleiknustu verkum. Það sé þó fjarri mér að átelja það er ungur maður fær- ist slíkt í fang, og var leikur hins • unga píanóleikara (þótt sumsstaðar gætti nokkurs ó- s styrks) svo mikill og tilþrifa- ■ ríkur, að hann þarf alls ekki að j beiðast afsökunar. Ásgeir legst1 djúpt í list sinni, hvað sem hann 1 leikur. Þannig voru verk De- bussys og Chopins leikin af mikl- um myndugleik og sannfæringar- krafti, sem spáir miklu og góðu og framtíð þessa listamanns. Það sem einkennir þennan pianóleikara er ekki tilhneiging til afburða ytri leikni, þó leikni hans sé þegar mjög mikil, held- ur leggur hann sýnilega höfuð- áherzluna á það að túlka inni- hald þess, sem hann flytur. Hér er á ferðinni ungur, glæsilegur listamaður á réttri leið. Honum var tekið með. miklum fögnuði TJARNARBIO: ALFRED HITCHCOCK er án ef* einn af allra snjöllustu kvik- myndastjórum Bandaríkjanna, enda eru kvikrnyndir hans eftirn sóttar og vinsælar rneðal bíógesta iim allan heim. Eitt af snilldar- verkum þessa mikilhæfa leik- stjóra, „Glugginn á bakhliðinni", er sýnt í Tjarnarbíó um þessas mundir. — Kvikmynd þessi fjall- ar að vísu um morð, en á þó 1 raun og veru lítið sameiginlegt með venjulegum glæpamyndum. Við sjáum ekki glæpinn, aðeina tilburði bófans, er benda til sekt- ar hans. — Slasaður blaðaljós- myndari, sem verður að hafast við í hjólastól, drepur tímanrs með því að athuga það út um giuggann sinn hvað fram fer I næstu íbúðum við hann, sem eina og hans íbúð, vita út að húsa- garðinum. Kennir þar margrai grasa. Hver ibúð er lítill heimutl fyrir sig, með sorg og gleði og ótal önnur tilbrigði hins daglega lífs. En athygli blaðamannsina beinist einkum að einní íbúðinni, þar sem búa miðaldra maður og eiginkona hans rúmliggjandi. —- Einn góðan veðurdag sér blaða- maðurinn konuna ekki lengur, ert maður hennar fer furðumargat ferðir úr íbúðinni með lokað^ handtösku. Þetta vekur grurt blaðamannsins og hefst nú bar- átta hans til þess að komast fyrifi hið sanna í málinu. Er sú saga öll afar spennandi og hvert atriðl þar vel úr garði gert og frábær- lega sett á svið. Myndatakan ejJ og sérstaklega góð og leikurinnj afbragð. — James Stewart, hinrt góðkunni ameríski kvikmvnda- leikari fer með aðalhlutverkið, Jeff, blaðaljósmyndara, en unn- ustu hans Lisu Fremont, leikuij Grace Kelly. — Er leikur þeirra beggja hinn prýðilegasti. Gracrt Kelly er glæsileg, ung leikkonrt og hækkandi stjarna, enda efl leikur hennar jafnan mjög góður, og þá ekki sízt í því hlutverki, sem hér ræðir um. Af öðrum hlutverkum seira nokkuð kveður að og vel eru leik- in, má nefna Thomas J. Doyle, bófann, sem Wendell Corey leik- ur og Stellu, hjúkrunarkonu, serrt Thelma Ritter leikur. Mynd þessi er einstök í sinnl röð og snilldarverk að allri gerð, — ósvikin Hitchcock’s-mynd. Ego. Leiðréíting VEGNA misskilnings og slæmrai hlustunarskilyrða á þingpalli, sagði þingfréttaritari Mbl. í gætf rangt frá ummælum Gísla Jóns- sonar þingmanns Barðstrendinga um vélanotkun við vegagerð, Skal það leiðrétt hér með nokkr- um orðum. í frásögninni var sagt að þing- maðurinn hefði mótmælt þv| hvernig viðhald á gömlum og slitnum vegavinnuvélum legðist á hinar strjálbýlli og fátækari sveitir. Þetta sagði þingmaður- inn ekki, enda er viðhaldi á vél- um vegagerðarinnar hagað svrt að vélastofnunin kostar hana, erj hinar mismundandi vélar era leigðar mismundandi vegum og leigan ákveðin með tilliti til þesg hversu stórar vélarnar eru, góðaij og afkastamiklar. Það er þess vegna iangt í frál að kvartað hafi verið yfir a'ð viðhaldskostnaður leggist á sveit- irnar. Hinsvegar kvartaði GíslS Jónsson þingmaður yfir því, a<3 hinar afskekktari sveitir nyttj ekki jafnmikils vélakosts og þætf þéttbýlli. seinkað JÆJA, nú á að seinka klukkunnl í nótt. Seinkunin nemur einni 1 siLrlr HtílinH .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.