Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. okt. 1955 Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 22 aði hann algerlega ráðþrota, að því er bezt varð séð. „Gerið svo vel, Mousieur le Curé .. Þér hafið hjálpað mér drengilega — gerið nú svo vel að samþykkja. Þér komuð mér til hjálpar, svo að ég gat greitt þessa fjörutíu þúsund franka, en yið það gat ég dregið andann rólega um sinn og séð sómasamlega fyr- ir útför og greftrun móður minn- ar. Allt þetta þakka ég yöar af einlægu hjarta. En samtímis og þér gerið þetta, þá þjakið þér mig með tortryggni yðar og grun- semdum. Þér biðjið fyrir mér .. það er of mikið, eða þá ekki nóg.“ Og nú var rödd hans bæði reiði leg og ógnandi. 1 „Ég ætlaði fyrst að fá þessar upplýsingar, án þess að M.- igret umsjónarmaður væri viðstaddur. Nú er ég hinsvegar glaður yfir því, að hann skuli vera hérna hjá okkur, einmitt á þessari stundu. Því meira sem ég hugsa um þetta, þeim mun sterkara hugboð fæ ég um væntanlegar áhyggjur og and streymi. „Monsieur le Comte, ég grát- bæni yður um að kvelja mig ekki öllu lengur. .“ „Monsieur le Curé, ég læt yður vita það, að héðan úr þessu her- bergi farið þér ekki fyrr en þér hafið sagt mér sannleikann. — allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.“ Hann virtist alveg gerbreyttur maður — hann hafði loks slitið j af sér öll bönd. Og eins og allir veikgeðja, dagfarshægir menn, varð hann yfirdrifið æstur og grimmur. Hróp hans hljóta að j hafa heyrzt inn í herbergið, þar sem látna konan lá, en það var beint uppi yfir bókasafninu. „Þér voruð í innilegu vinfengi i við móður mína .. Ég tel alveg víst, að Jean Métayer hafi verið í söfnuði yðar líka. Hvort þeirra * var það, sem sagði eitthvað? Móðir mín, var ekki svo?“ Maigret minntist orðanna, sem hann hafði heyrt daginn óður: „Leyndarmál skriftastólsins“. Hann skyldi alveg þjáningar prestsins og angist, píslarvættis- svipinn, sem hann setti upp und- ir þrumandi orðum greifans af Saint-Fiacre. „Hvað gæti hún hafa sagt yð- ur? .. Hirðið ekkert um slíkt, ég veit það fullkomlega .. Segja má að ég hafi verið nærverandi, þeg- ar hrunið byrjaði. Við erum á meðal fólks, sem veit allt sem hægt er að vita um líf.. “ Hann leit í kringum sig með sársaukablöndnum gremjusvip: „Sú var þó tíðin, að fólk hélt niðri í sér andanum, þegar það kom inn í þetta herbergi, vegna þess að faðir minn, húsbóndinn, var að vinna .... Þá var ekkert viskí geymt í skápunum. En hill- urnar voru fullar af bókum, eins og sellurnar í vaxköku eru full- ar af hunangi" Maigret mundi þetta líka. „Greifinn er að vinna ....“. Og þessi orð nægðu til þsss að láta bændur bíða i tvær khikku- stundir frammi í forsí lnum. „Greifinn kallaði mig inn í bókasafnið.... “ „Hann eyddi ekki viðari.ubb- um, heldur gerði sig ánægðan með oliuofn, til þess að bæt 1 upp miðstöðvarhitunina“, sagði 'Maur- ice de Saint-Fiacre, en sncri sér svo aftur að prestinum: „Þér kynntust þessu aldrei .. Þér hafið aðeins þekkt höllina í hnignun sinni og niðurlægingu. Þér kynntust fyrst móður minni, er hún var orðin ekkja og átti einn son, sem lifði lastafullu ónytjungslífi í París og kom að- eins heim til hennar, þegar hann þurfti að heimta af henni pen- inga .... Síðar komu svo þessir skrifarar til sögunnar.... “ Augu hans voru svo skær, að Maigret átti þá og þegar von á því, að sjá stór tár blika í þeim og renna niður kinnarnar. „Hvort þeirra var það, sem sagði yður eitthvað? Var það ekki mamma? Hvað sagði hún yður? Hún var hrædd um að ég myndi allt í einu skjóta upp kollinum hérna, var hún það ekki? .. Hún vissi, að það myndi verða ný hýt sem þyrfti að fylla með pen- ingum, eitthvað myndi þurfa að selja til þess að ég gæti fengið cinhverja peninga". „Þér verðið að stilla yður“, sagði presturinn, daufum og angr uðum rómi. „Ekki fyrr en ég fæ að vita hvort þér hafið grunað mig frá byrjun, án þess að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut.... “ Nú blandaði Maigret sér í sam- ræðurnar: „Monsieur le Curé faldi bæna- bókina", sagði hann hægt. Hann var þegar búinn að skilja og reyndi nú að gefa greifanum vís- bendingu. Hann gat hugsað sér greifafrúna, þar sem hún barðist á milli syndar og iðrunar .... Kannske hafði hún kviðið því, að sér myndi verða refsað fyrir hin- ar drýgðu syndir .. og e.t v. hafði hún líka skammast sín ofurlítið í návist sonarins? Hún var áhvggju full og veik. Gat hún þá ekki líka hafa sagt í skriftastólnum hjá prestinum, einhvern daginn: „Ég er hrædd við son minn-“ Augljóslega hlaut hún að hafa verið hrædd. Þeir peningar, sem runnið höfðu í vasa Jeans Métay- er voru raunverulega réttmæt eign Maurice de Saint-Fiacre. | Kannske myndi hann svo koma, einhvern góðan veðurdag og heimta reikninginn? { Maigret gat næstum fundið, hvernig þessar hugmyndir giöggv uðust og skýrðust í auga unga mannsins og hann reyndi að koma þar til hjálpar: „Monsieur de Curé má ekkert segja af því sem greifafrúin kann að hafa skriftað fyrir honum.. “. Þetta var alveg auðsætt mál og Maurice de Saint-Fiacre batt snöggan endi á samræðurnar: „Fyrirgefið mér, Monsieur le Cure. Ég var alveg búinn að gleyma barnaspurningunum, sem þér nefnduð áðan. Ég bið yður innilega afsökunar.... “ Hann snéri lyklinum í skráar- gatinu og lauk upp dyrunum. „Ég þakka yður innilega fyrir hjálpinu og mun greiða yður þessa fjörutíu þúsund franka eins fljótlega og ég hef nokkra mögu- leika til þess .... Enda geri ég ekki ráð fyrir því, að þér hafið átt þessa peninga sjálfur.“ „Ég fékk þá að láni hjá Ruinard, hún er ekkja eftir um- boðsmanninn sálaða. ..." „Þökk fyrir .. aú revoir. .. .“ Greifinn skellti aftur hurð- inni, en reyndi þó að stilla skap sití, hvessti augun á Maugret og hreytti út úr sér: „Þetta var nú ljóti grikkurinn". „Hann vildi . ...“ „Já, hann vild.i bjarga mér, ég veit það ósköp vel. Hann reyndi að afstýra hneyksli og vildi breiða yfir ógæfu og glötun hinn- ar görnlu Saint-Fiacre greifaætt- ar. Er ekki svo....“ Hann hellti viskíi í glasið sitt, drakk í botn og hélt svo áfram máli sínu: Litla stulkan IMyane 8 honum var gifting dótturinnar vöruviðskipti ein, þar sem hann fékk borgunina. . j Enn liðu nokkur ár. Nze var síðasta árið í skólanum. Hann var orðinn 20 ára. Hann hafði lært margt og ætlaði að verða kennari. Nyane var 16 ára gömul. Næstum á hverjum degi hafði Nze heimsótt vini sína. Eitt kvöld kom Nze, eins og venjulega. Þau sátu öll þrjú í kringum eldinn, en töluðu ekki margt, því þau voru hrygg, vegna þess, að skilnaðarstundin nálgaðist óðum. Allt í einu lítur Nze feimnislega til Besile og segir: — Það er nokkuð, sem mig langar til að tala um. Eg hefi talað við trúboðann, og hann er því samþykkur. Eg hætti nú í skólanum og fer heim til þorps míns. Síðan ætlar trúboðinn að senda mig til næsta þorps til að verða kenn- ari þar. En ég get ekki farið einn. Það er langt síðan, að mér fór að þykja vænt um Nyane, og ég held, að ég geti gert hana hamingjusama, ef hún vildi verða konan mín. Bæði viljum við þjóna Drottni. Hvað segir þú urh það, Besile? Mamma Nyane leit mjög ánægjulega til hans og sagði: — Fyrir löngu fór ég að skilja, að þú elskaðir litlu Nyane mína, og ég veit, að hún elskar þig. Þá verður þú sonur minn. Nze og Nyane horfðu hvort á annað og Nyane tók hina framréttu hönd Nze. Þau voru mjög hamingjusöm. Einhver kom í dyrnar. Það var trúboðinn. Þegar hann sá þetta, sagði hann: —• Börnin mín, við skulum biðja til Guðs. Öll fjögur beygðu þau kné í hinum litla kofa. Trúboðinn bað Guð að blessa þessa ungu ástvini sína og framtíðarstarf þeirra í víngarði Guðs. Hann þakkaði einnig Guði fyrir hina undursamlegu lækningu hennar Besile. Hjá þeim fannst nú engin hræðsla eða kvíði. Nei, Guð hafði fyllt hjörtu þeirra friði og gleði, von og kærleika. Þau höfðu tekið á móti því, sem Guð gefur, og vildu nú þjóna Guði af heilum hug. Sögulok. NY SENDING: Mynstruð gluggatjaldaeíni Veið frá kr. 35.00 línlitt satlxa margir litir Einnig kvilierall satln í sömu litum Tilbúin slufgntföld í úrvali Frönsk kjólaeSni faíiegt úrval Feldur h.f. Bankastræti 7 NÝ SENDING Utlendar vetrarkápur Laugavegi 116 nmm HAFNARSTRÆTI LAUFÁSVECI ■nim Þurrkaðir ávextir tijpeúxil SVESKJUR 70^80 BLANDAÐIR EPLI 25 og 50 lbs. kassar JJyyert ^Kriótjánóóon Co. h.f. nmmummmmni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.