Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1955, Blaðsíða 16
Veðorúflif í éig: SV-stormur með skúrum. Ferðamálasfofnun Sjá frétt á blaðsíðu 8. orðið af völdum vatns. — Kvikn- Málverk eftir Þorvald Skúlason Sölyr fogaranna í Þýzkalandi hafa verið mjög óhagsfæöar ISLENZKU togararnir sem siglt hafa í haust til V-Þýzkalands með afla sinn, hafa verið mjög óheppnir með sölur sínar þar vegna þess hve fiskmarkaðurinn hefur verið lágur. Skrifstofa Fél- ísl. botnvörpuskipaeigenda skýrði blaðinu frá þessu í gær. Lét hún þess gétið, að ísfisksalan til Þýzkalands í septembermánuði hefði aðeins numið um 2,6 milljónum króna. 3 FERDIR í septembermánuði fóru togar- arnir alls 9 söluferðir til Þýzka- iands. Tveir togaranna náðu yfir 100.000 marka sölu, en lægsta salan var 48000 mörk, sem jafn- gildir um 192.000 krónum. Úthaldskostnaður íslenzku tog- aranna er nú kominn upp í 22.000.00 krónur á dag og á ís- fiskveiðum eru togararnir um og yfir 20 daga í veiðiför. á saltfiskveiðum. Hafa nokkrir togarafarmar verið seldir til Es- bjerg og hafa togararnir flutt fiskinn þangað sjálfir. að hafði í út frá rafmagni. SÍÐAST þegar fréttist af haust- skákmótinu, var engri skák lok- ið. Jón Einarsson sem hafði hvítt á móti Pilnik, hóf kóngssókn í byrjun skákarinnar og fórnaði manni. Staðan varð mjög tvísýn en Pilnik „endurfórnaði“ mann- inum og átti allgóða varnarstöðu og peð framyfir. Þórir Ólafsson, sem hafði hvítt á móti Guðmundi Pálmasyni, tefldi vel, en Guðmundur virtist samt mundu vinna skákina. Líklegt er, að Baldur Möller geri 9. jafnteflið móti Inga R. Um aðrar skákir verður ekki fullyrt. ■ isharna- skóla hefsl i dai Á KARFAVEIÐUM í þessum mánuði hafa 7 tog- arar selt í V-Þýzkalandi og tveir eru á leiðinni þangað Harðbakur og Karlsefni, sem selja mun um miðja næstu viku. Flestir togararnir eru nú á karfaveiðum á miðunum milli ís- lands og Grænlands. Nokkrir eru Leyfi til þess fékkst í gær í GÆR veitti ríkisstjórnin leyfi fyrir byggingu barna- skólans, sem standa á við Breiðagerði og hefst bygging hans þegar í stað. Beðið hefur verið eftir fjár- festingarleyfinu alllengi. Full- trúi Framsóknar á Innflutn- ingsskrifstofunni neitaði um leyfið eins og getið hefur ver- ið um áður, en neituninni var áfrýjað til ríkisstjórnarinnar, sem nú hefur veitt það. Nýjar reglur um ábyrgð á prentuðu máli Nafnleynd er ekki allsstaðar nauðsynleg DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Bjarni Benediktsson hefur borið fram á Alþingi frumvarp til faga um prentrétt. Felur frumvarp þetta aðallega í sér ábyrgðarreglur, það er hverjir skuli bera ábyrgð á prentuðu máli. Fram til þessa hefur um það gilt að mestu leyti tilskipun um frentfrelsi frá 9. maí 1855. En þann 19. maí 1954 fól éómsmálaráðherra Árna Tryggvasyni hæstaréttardómara að undir- búa nýja löggjöf um prentrétt. Hefur hann unnið að samningu frumvarpsins. Ráðherra hefur síðan haft frumvarpið til athugunar og nokkrum atriðum verið skipað í samræmi við óskir hans. BELGISKA ABYRGÐAR- KERFIÐ Samkvæmt ákvæðum tilskip- unarinnar frá 1855 hvílir ábyrgð á efni rita, aðallega á höfundi þess, enda hafi hann nafngreint sig. Ef slíkur höfundur hefur ekki nafngreint sig, hvílir ábyrgð in til vara með sömu skilmál- um á útgefendum ritsins, því næst á þeim er hefur ritið til sölu og dreifingar og loks á þeim er annazt hefur prentun þess. Þetta ábyrgðarkerfi, sem hér hefur verið nefnt, er kall- að belgíska ábyrgðarkerfið. Er því ætlað að slá vörð um prentfrelsið, þannig að lög- regluyfirvöld grennslast ekki fyrir um það, hvaðan nafn- laus grein er komin, eða hvað- an heimild og upplýsingar eru, heldur ganga beint að ábyrgðarmanni rits. Þannig er t. d. vernduð nafnleynd höf- undar og heimildarmanns. NAFNLEYND ER ÞÝÐINGARMIKIL Heimild til nafnleyndar, segir í greinargerð frumvarpsins, telst með réttu eitt veigamesta skil- yrðið fyrir fullnægjandi starf- rækslu blaða í lýðræðisþjóðfélagi og nafnleyndarrétturinn því mikiivægur fyrir prentfrelsi í reynd. Þess er hinsvegar ekki að dyljast, að nafnleyndin hefur sín- ar skuggahliðar. í skjóli hennar geta óhlutvandir aðilar valdið einstaklingum og almenningi stórfelldu tjóni, svo sem er birt- ar eru á prenti ósannar frásagn- ir og æsifregnir, ærumeiðingar eða skýrt er frá einhverju, sem leynt á að fara að lögum. Klettur kaupii* tvo togara FYRIR nokkru hafa orðið eigendaskipti á. tveim togar- anna, sem gerðir era út héðan frá Reykjavik. Hintféiagið Mjölnir sem átti togarann Hvalfell og Hlutafélagið Hrönn sem áttí tagarann Gcir, hafa selt þessi skíp sín. Hefur Hlutafélagið Kfettar, sem rek- ur fiskimjölsverkstniðjuna á Köllunarklettí, keypt þessa togara báða. Blaðameim ALMENNAR REGLUR UM REFSIÁBYRGÐ í frumvarpinu, sem nú er lagt fram er reynt að gæta þessara sjónarmiða, eftir því sem kostur hefur verið. Virð- ist réttur til nafnleyndar studdur mestum rökum að því er varðar birtingu efnis í dag- blöðum, vikublöðum og öðrum þessháttar blöðum og tímarit- um, sem koma út samfleytt á mismunandi löngu bili. Eru hinar belgísku ábyrgðareglur því áfram látnar ná til þeirra. Hinsvegar þykir engin ástæða( til að láta þær ná til útgáfu sakamálarita og óþrifnaðar- j rita. Þar skulu gilda almennar reglur um refsi og skaðabóta- ábyrgð og má þá hefja réttar- rannsókn og eftirgrennslan eftir hvaða efnið hefur komið og hverjir hafa unnið að samn ingu þess. INNFLUTNINGUR A RITUM í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að venjulegar reglur um refsi- ábyrgð gildi varðandi innflutn- ing á ritum. Þar eru ákvæði um að lögreglustjóri skuli fá til at- hugunar eitt eintak af öllum þeim ritum undir 6 örkum að stærð sem prentuð séu hérlendis og flutt inn í landið. í frumvarpinu er einnig ákvæði um leiðréttingarskyldu útgefanda eða ritstjóra. T. d. að honum sé skylt að birta í ritinu endurgjaldslaust tilkynningu um málshöfðun út af frásögn. Þá eru einnig ýtarleg ákvæði um upptöku, bann við sölu og dreif- ingu o. s. frv. í flugferð FLUGFÉLAGIÐ Loftleiðir hef-ur nú tekið upp reglubundnar ferðir til Bergen. í tilefni af því, býður ílugfélagið blaðamönnum frá Reykjavíkurblöðunum og Út- varpinu til Björgvinjar í dag með einni af flugvélum félagsins og verða blaðamennirnir átta. Þeir koma heim aftur á mánudags- kvöld. í GÆRKVÖLDI fóru brunaverðir upp að Álafossi og um líkt leyti, en þetta var milli kl. 10 og 11, kom upp eldur í gamla biskups- húsinu, Tjarnargötu 26. Á báð- um þessum stöðum urðu nokkrar skemmdir. Þegar slökkviliðsmenn komu í Tjarnargötu 26, en það er timb- urhús, var eldhúsið, sem er á neðri hæð, orðið alelda. Þarna býr Egill Benediktsson, veitinga- maður með fjölskyldu sinni. — Kona hans hafði lítilli stundu áð- ur verið uppi á lofti í húsinu, fundið sviðalykt leggja upp og er hún kom niður var eldhúsið alelda orðið. — Húsið fylltist á skömmum tíma af reyk. Slökkvi- stöðin er þarna steinsnar frá og voru brunaverðir fljótir að ráða niðurlögum eldsins, en allir vegg- ir eldhússins voru þá sviðnir og svartir. Á Álafossi hafði komið upp eldur í íbúðarhúsi, sem stendur við gömlu sundhöllina þar. Var eldur í rishæð hússins þegar slökkviliðið kom. Þá var búið að bera alla innanstokksmuni út. Á húsinu urðu ekki miklar skemmd ir af völdum eldsins, en þó nokkrar skemmdir munu hafa Málverk eftir Gunnlaug Scheving. ilslaifieiin opna álverkasýningy í Lisfa- mannaská Á sýnipnni eru yfir 60 málvcrh og vatnslifa- myndir auk höggmynda IDAG kl. 2 verður opnuð í Listamannaskálanum mjög sérstæð málverkasýning og taka þátt í henni auk Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara 5 þjóðkunnir listmálarar, frú Kristín Jóns- dóttir, Gunnlaugur Scheving, Snorri Arinbjarnar, Svavar Guðna- son og Þorvaldur Skúlason. — Eru þessi nöfn trygging fyrir fjöl- , breyttri og skemmtilegri sýningu, enda eru á henni bæði hiutlægar og óhlutlægar myndir. Listaverkin hafa flest eða öll verið unnin á síðustu tveimur árum, og ekkert þeirra verið sýnt áður nema 2—3 höggmyndir Ásmundar sem hafa verið á sýningum erlendis. YFIR 60 MYNDIR Á sýningu þessari eru yfir 60 myndir og 6 höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Myndirnar skiptast svo á milli listamann- anna: 12 málverk eru eftir frú Kristínu, 4 eftir Scheving (auk nokkurra vatnslitamynda), 7 eftir Snorra Arinbjarnar, 15 eftir Svavar Guðnason og 9 eftir Þor- vald Skúlason. í OPIN TIL 7. NOV. Sýningin verður opin frá kl. 1—10 dag hvern og er í ráði, að hún standi yfir til 7. nóv. n.k. Á ráðherrafund 1 DR. Kristinn Guðmundsson utan- ríkisráðherra, fór í morgun til Parísar til að sitja ráðherrafund Norður-Atlantshafsráðsins, sem haldinn verður á mánudag og þriðjudag. Utanríkisráðherra Is- lands er formaður Norður- Atlantshafsráðsins þetta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.