Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 4i árgangur 242. tbl. — Sunnudagur 23. október 1955 PrentsmiÖjdi Morgunblaðsint Friðun uppelcíisslöðva fisksins heíir begar haf t heillarík áhrif við Mand unpiðinu moksð upp en núna fiskurinn þroska, svo að aflinn hefir slórlega vaxið Sjónmmið íslands skýrð fyrír Evrópuráðinu ¥>AÐ er enginn efi á því að fiskmagnið í hafinu umhverfis *? ísland hefur aukizt 1953 og síðar. Það er augljóst að hið aukna fiskmagn stafar ekki af neinum sveiflum í fisk- stofninum. Sýna rannsóknir á þýðingarmestu fiskitegund- unum það. Eina skýringin á hinu aukna fiskmagni er frið- unaraðgerðir íslendinga, sem hafa verndað ungviðið fyrir ránveiði. Mikil áherzla er lögð á þessar staðreyndir í viðbótargreinargerð, sem íslenzka ríkistjórnin hefur lagt fyrir Evrópuráðið í sambandi við umræður sem þar munu fara fram um landhelgisdeiluna milli Breta og Islendinga. Því miður er ekki víst að friðunarráðstafanir íslendinga komi að fullu haldi á næstu árum, vegna þess hve erlendir togarar hafa stórfelldlega aukið veiðarnar við ísland. Árið 1952 toguðu þeir 17,8 þús. klst. við ísland. En árið 1953 toguðu þeir 263 þús. klst. og árið 1954 toguðu þeir 26'3 þús. klst. Þessi aukning ásamt með fjölgun annarra erlendra togara er svo mikil, að fiskistofninum er hætt þrátt fyrir friðunaraðgerðirnar. Og hefði ástandið sennilega verið mjög slæmt, ef friðunaraðgerðirnar hefðu ekki komið til fram- kvæmda 1950 og 1952 og öll hin gífurlega ásókn togara hefði verið um allar hrygningarstöðvar og uppeldisstöðvar fisksins. FRIDUN UPPELDISSTOÐVA ÞORSKSINS FYRIR NORÐURLANDI 1950 f viðbótarskýrsiunni er getið ýtarlega rannsókna íslendinga á fiskistofninum. Þar segir m. a.: Hinn aukni þorskafli 1953 er fyrst og fremst árangurinn af friðun uppeldisstcðvanna fyrir Norðurlandi 1959. Síð- ustu rannsóknir hafa greini- lega sýnt sambandið milli hins óþroskaða fisks, sem heldur sig við Norðurströndina og þroskaða fisksins, sem hrygnlr fyrir Suður og Suðvestur- landi. Allar rannsóknir benda eindregið í þá átt að fiiðun - ungviðisins hafi verið mjög holl ráðstöfun. Þannig er það staðreynd að fiskur á fyrsta hrygningarári hefur verið 57% af heildarfiskmagninu ár- - in 1951—54, en var aðeins 28% árin 1946—50. Þetta er ekki hægt að skýra á annan hátt en að þetta séu holl áhrif friðun- arinnai. ENGIN RÖK FYRIR STOFNSVEIFLUM Aldursskipting þorsk-stofnsins í hafinu umhverfis ísland 1952 tij 1953 gaf ekki ástæðu til neinna eðlilegra sveiflna. Þar er enginn árgangur framúrskarandi, heldur margir góðir árgangar, sem bend- ir til almennra framfara. Margir góðir árgangar hafa komið í þorskstofninum á þess- ari öld, sumir þeirra framúr- skarandi, en þeir hafa verið veiddir takmarkalaust á öllum aldursstigum, þ. á. m. hefur ung- víðinu verið mokað upp, svo að hinir beztu árgangar gáfu ekki eins mikið af sér eins og hinn verndaði meðal-góði árgangur gáf af sér 1953. ÞÝÐING FRIÐUNARINNAR Þannig er það tekið sem dæmi að árgangurinn frá 1922 var 70% af aflanum 1930, eða þegar hann var átta ára. Árgangurinn frá 1945 var 34% af aflanum 1953. Samt fengu brezku togararnir ekki eins mikinn heildarafla 1930 og 1953 og það enda þótt þeir toguðu þá 316 þús. klst. móti 263 þús. klst. 1953 og einnig enda Framh. á bls. 8 Segja Samhfinr já eða nei Saarbrúcken, 22. okt. Reuter. í DAG á hádegi var lokað landamærum Saarhéraðsins, og f á engir að f ara ínn í hérað- ið nema stjórnarerindrekar og blaðamenn. Verða landamær- in lokuð til kl. 6 á mánudags- morgun. . Á morgun fer fram í hérað- inu atkvæðagreiðsla um Saar- sáttmálann, sem gerir ráð íyr- ir því, að Saar verði sett und- ir stjórn Evrópulandanna. í Reutersfregn segir, að þess megi vænta, að Saarbúar hafni sáttmálanum. Hinn belgiski formaður eft- irlitsnefndarinnar, Fernand Dehousse, flutti í dag útvarps- ræðu í Saarbriicken. Skýrði hann nákvæmlega i hverju sáttmálinn væri fólginn. Hvatti hann Saarbúa til að sýna stillingu bæði á undan og eftir atkvæðagreiðslunni. í gær ákvað Fathmi Ben Sliame, fyrrverandi pasha af Fez, að verða við tilmælum ríkisstjórnarráðsins og reyna að mynda stjórn í Marokkó. Kvaðst hann ekki mundu formlega hefja viðræður við leiðtoga flokkanna, fyrr en ríkisstjórnarráðið hefði búið svo um lmútana, að stjórnin „hefði frjálsar hendur". Myndin sýnir fjögra manna ríkisstjórnarráðið. Talið frá vinstri eru: Mohammed Bekkai, Mohammed ben Haj Taibi, el Mokri, hinn 108 ára gamli stórvezír og Si Tahar Ouasson. PARÍS — Rússar og Spánverjar hafa nú lagt fjandskapinn á hill- una, og hafa stjórnarerindrekar þeirra í París undanfarið rætt um möguleika á viðskiptum milli þessara tveggja landa. Sagt er, að Rússar bjóði mjög hagstæð kjör, og ætli þeir sér þannig ekki aðeins að ná efnahagslegri fót- festu á Spáni — heldur hafi þeir einnig í huga möguleika á við- skiptasamningum við Suður- Ameríku löndin. lakra norrænna bió 173 nýjum slúdentum ufhent borgarakéf PRÓF. Þorkell Jóhannesson rektor setti Háskólann í gær við hátíðlega athöfn. Viðstaddir voru forseti landsins, ráðherrar og erlendir sendiherrar. Við lok athafnarinnar afhenti rektor ný- stúdentum háskólaborgarabréf, en nýir stúdentar eru 173. Kaupmannahöfn, 22. okt. — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. IDAG hófst fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta í Norðurlandaráði í „Stóru krá" í Fredensborg. Boðaði danski forsætisráðherrann H. C. Hansen til fundarins, er mun fjalla um undirbúning að fjórða þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í janúar næsta ár. Einnig verður rædd aukin norræn samvinna —¦ einkum hugmyndin um sameiginlegan norrænan markað. Sigurður Bjarnason alþingismaður situr fundinn fyrir hönd forsætisráðherra íslands. ÞRIR GOÐIR STARFS- MENN LÉTUST í upphafi máls síns minntist rektor háskólakennara, sem lát- izt hafa á þessu ári, en þeir eru: Dr. Einar Arnórsson, dr. Jóhann Sæmundsson og dr. Jón Hjaltalín Sigurðsson. Rakti hann nokkuð störf þessara manna í þágu há- skólans, en bæði Einar Arnórs- son og Jón Hj. Sigurðsson störf- uðu við Háskólann frá stofnun hans. Kvaðst rektor nefna nöfn þessara manna með þakklæti og virðingu. — Þá gat hann þess, að í lok síðasta kennslumisseris lét próf. Ólafur Lárusson af störfum, en hann átti mikinn þátt í að auka styrk og hróður Háskólans. FYRIRLESTRAR HINNA FRÓÐUSTU MANNA Próf. Þorkell kom fram með uppástungu um það, að þegar Háskólaprófessorar hefðu náð hámarksaldri opinberra starfs- manna, þá yrðu þeir áfram fastir kennarar, flyttu fyrirlestra um tiltekin efni, sem þeir veldu sér. Þetta væru þeir menn, sem byggju yfir djúptækasta' fróðleik í sinni sérgrein og því væri mikils vert fyrir Háskólann að njóta starfskrafta þeirra enn um sinn, þótt þeir gegndu ekki fullum kennarastörfum. BYGGINGAMÁL Próf. Þorkell Jóhannesson vék að ýmsum málefnum skólans. — Nú eru innritaðir í Háskól- ann 774 stúdentar. Þeir skipt- ast þannig milli deilda: í guð- fræðideild 43, læknadeild 240, lagadeild 100, viðskiptadeild 96, heimspekideild 256 og verkfræðideild 41. EINSTAKLINGURINN SKIPTIR MESTU MÁLI Rektor bauð hina nýju stúdenta velkomna, en þeir eru 173. Hann ræddi um þann árekstur, sem getur orðið milli sérfræðiþekk- ingar og almennrar þekkingar. Minnti hann á orð skáldsins William Faulkners um að mað- urinn sem einstaklingur skipti mestu máli. Þetta má ekki gleym- ast þótt nútiminn krefjist sér- menntunar. Forsætisráðherrarnir og próf. Herlitz, forseti Norðurlandaráðs, fluttu ávörp í upphafi íundarins í dag. Voru bæði danskir og er- lendir olaðamenn viðstaddir, og var upphafi fundarins bæði út- varpað og sjónvarpað. í* VERKEFNI NORÐUR- | LANDARÁDS OG NOR- RÆNNAR SAMVINNU í ávarpi sínu drap Sigurður Bjarnason á þau bönd, er tengja íslendinga öðrum Norðurlanda- þjóðum — þó að ísland hefði j nokkra sérstöðu vegna þess, hve fjarlægt það væri. Skýrði hann nokkuð, hvert væri verkefni Norðurlandaráðs og norrænnar samvinnu frá sjónarhóli íslend- inga. Væri það í stuttu máli sagt: 1. Að færa norrænar þjóðir nær hvor annarri. auka þekk- ingu þeirra og skilning á hög- um hver annarrar og stuðla að sameiginlegu menningar- starti. 2. Að beita sér fyrir áframhaldandi aðgerðum til sköpunar félagslegs öryggis og gagnkvæmra réttinda allra norrænna manna hvar, sem þeir dvcljast á Norðurlöndum. 3. Að Rtt^a efnahasrsleg við- sHpti þjóðanna. 4. Að stuðla að lausn ágreiningsmála ein- stakra Norðurlandaþjóða. Hér er ekki tóm til að ræða hvert einstakt þessara atriða, sagði Sigurður. En þess má geta, að meðal íslendinga hefir orðið vart nokkurrar tortryggni gagn- vart norrænni samvinnu, þar sem enn hefir ekki tekizt að leysa einstök ágreiningsmál okk- ar við sumar norrænar frænd- þjóðir okkar. Við eriim þess að vísu full- vissir, að viðunandi lausn fyr- ir báða aðila mun finnast með tímanum, en í bili valda þau þátttöku okkar i norrænu sam starfi nokkrum erfiðleikum. Þetta breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að íslendingar lita fyrst og fremst á sig sem norræna þjóð og vilja ekki fjar- lægjast uppruna sinn, þó að ger- brevttar aðstæður hafi óhjá- kvæmilega leitt til stóraukinnar þátttöku þeirra í alþjóðlegri samvinnu. Persónleg skoðun mín er, aS Norðurlandaráðið megi gjarna gera meira af því en til þessa að taka til meðferðar mál, sem allir eru ekki sammála um — ágreiningsefni, sem norrænu þjóðirnar þurfa að jafna sín á milli. Það þarf ekki að spilla vináttunni, þótt við seum ekki alltaf sammála. Að lokum flutti Sigurður kveðjur frá forsætisráðherra ís- lands, sem ekki gat sótt fundinn vegna anna. Lét hann einnig í Ijósi gleði íslendinga yfir vænt- anlegri aðild Finna að Norður- landaráðinu.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.