Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 23. okt. 1955 ] MORGUNBLAÐIÐ • i • lemensson sjötuyur í IJAG er kunnur borgari Í.Hafri- arfirði sjötugur, — ÞorbjÖrn Klemensson er ekta Suðurnesja- maður, fæddur í Stapakoti í Inni i-Njarðvík 23. okt. 1885, son- ur Klemensar Þórðarsonar, bónda og útvegsmanns, og Maríu Jónsdóttur, er þar bjuggu um þær mundir. — ræða, heldur miklu frfenritír hið! gagnstæða, og á þessum tímamót- ; um viljum við hjónin senda þér, ; — sjötugum atorku- og dugnað- I armanni — okkar hjartanlegustu afmælisóskir, og biðjum þér og þinni fjölskyldu allrar blessun- ar. — Lifðu heill. Nb. Ákrancsbáiar snn að . i AKRANESÍ, 20. okt. — Atta rfeknetjabátar kornu hingað í dag með 855 .tunnur síldar. Hsestir voru Guðmundur Þor'lákur með 145 og Ásbjörn 140. Síldin var söltuð. Sex trillubátar voru á sjó í gær og sama ta!a í dag. Voru þeir með langa línu, og var afl- inn 400—1200 kg. á bát. —Oddur.- gy! gærea!| Tónlistarkynufiing i M'áskólxanum i dag Þorbjörn ólst upp við alla al- genga vínnu, — var hann snemma bæði stór og sterkur, og hraust- menni hið mesta, enda hefur hann aila ævi verið atorkusamur dugnáðarmaður, að hverju sem hann hefur gengið. Eftir aldamótin síðustu lærði Þorbjörn skipa- og húsasmíði hjá Sigurði Árnasyni, skipa- og húsa- smiðameistara í Reykjavík og út skrifaðist árið 1906, og hefur það, ásamt bryggjusmíði, síðan verið hans æfistarf. — Ekki kann ég að greina frá tölu þeirra húsa, sem Þorbjörn hefur smíðað, — þau eru orðin mörg, — né önnur mannvirki, sem hann hefur unn- ið víð um dagana, en hafskipa- bryggjurnar í Keflavík, Hafnar- firði og Akranesi eru hans handa verk, svo aðeíhs fátt eitt sé nefnt. Sama ár og Þorbjörn lauk námi, kvæntist hann sinni ágætu konu, frú Ágústu Jónsdóttur frá Itey kjavík, föðursystur Krist- jnsnns Guðmundssonar skálds, og fluttust þau til Hafnarfjarðar árið 1908, og hafa búið þar síðan í farsæu og ástúðlegu hjónabandi, eignast 7 börn, og eru 5 þeirra á lífi, öll uppkomin og myndar- fólk. — Er Þorbjörn fyrir löngu orðinu afi, — ég held hann sé líka orðinn iangafi, — því tíminn líð- ttr. Þrátt fyrir annríki og vinnu- semi, hefur Þorbjörn ávallt gefið sér tima til að lyfta sér upp og fá sér snúning, enda dansmaður mikill, eins og oft má bæði sjá og heyra í útvarpi og blöðum: „Gömlu dansarnir í Gúttó í kvöld Þorbjörn Klemensson stjórnar", og það gerir hann vel, með að- stoð sinnar góðu konu, sem ávallt hefur verið honum samtaka í því sem öðru. — Dansinn hefur verið Þorbirni ekki aðeins hin bezta skemmtun, heldur líka hið bezta meðal, enda hefur hann ekki enn þá fundið til gigtar, þótt sjötug- ur sé, og unnið hörðum höndum alla æfi, og ekki kæmi mér það á óvart, þótt hjónin fengju sér einn „Óla skans“ í kvöld í vina- hópi í sínum rúmgóðu húsakynn- um og fagra heimili, því að áreiðanlega verður þar gest- lcvæmt í dag, og margir munu heilsa upp á afmælisbarnið, og njóta góðvildar og gestrisni þeirra hjónanna. Þorbjörn hefur starfað í ýms- um félögum, svo sem Góðtempl- arreglunni, og Iðnaðarmannafé- láginu, og átthagatryggð hans hefur lýst sér fagurlega á ýmsan hátt, — hefur hann stutt að menn íngar- og framfaramálum sinnar fæðingarsveitar með virkri þátt- töku. : Mér er skammtað rúm, enda ekki ætlunin, að þetta verði æfi- eiga, heldur aðeins nágranna- Lveðja. — Við Þorbjörn höfum verið nábúar í tæp 30 ár, og aldfei um neinn nágranna-krit að ÞEGAR Isaac Stern fiðluleik- ari var hér í hljómleika- ferð á síðastliðnum vetri, til- kynnti hann háskólanum, að hann 'myndi gefa honum fullkomin hljómpiötutæki og safna af hljóm plötum í því skyni að efla áhuga stúdenta á góðri hljómlist. Tæki þc-ssi bárust háskólanum á síð- astliðnu sumri fyrir rnilligöngu sendiráðs Bandaríkjanna, og eru þau af hinni fuilkomnustu gerð (high íidelity). Hafa þau verið isett upo í hátíðasal háskólans. ITækjunum fvlgdi einnig hið vand aðasta hljómplötusafn. Er ætlun- in að cfna til tónlistarkynninga í hátiðasalnum einu sinni í mánuði vetrarmánuðina. Munu þá tón- listarmenn flytja skýringar á verkum þeim, sem leikin verða. i Sendú'áð Bandaríkjanna hefur einnig aefið háskólanum venju- legt hljómplötutæki, sem komið mun verða fyrir í setustofu Nýja stúdentagarðsins og mun plötu- safnið verða til afnota fyrir stúd- enta. Fyrsta tónlistarkynníngin verð- ur í dag ('sunnudág. 23. okt.) kl. 5 í hátíðasalnum. ' Verður þá fluttur fiðlúkonsert Mendels- sohns, leikinn af Isaac Stern með undirleik hljómsveitar undir stjórn Eugenes Ormandys og 7. Sinfónía Beethovens leikin af Fílharmónísku sinfóníuhljóm- sveitinni í New York undir stjórn Brunos Walters. Dr. Páll ísólfs- son mun kynna verkin. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Minnismerkið Sjómaðurinn eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Konan á myndinni er Guðrún Gísladóttir, móðir listamannsins, sem afhjúpaði minnismerkið. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Minnismerki um íslenzko sjó- mnnninn nfhjúpoð í gær Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gaf DAS það fil minningar um föður sinn IGÆRDAG var afhjúpað minnismerki við Dvalarheimili aldraðra sjómanna, sem nefnist Sjómaðurinn og er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Gaf hann það til minningar um föður sinn, Ólaf Árnason sjómann frá Eyrarbakka. EKKI ENN VALINN STAÐUR Henry Halfdanarson, formaður Fulltrúaráðs Sjómannadagsins, flutti ávarp við þetta tækifæri og veitti minnismerkinu mót- toku fyrir Dvalarheimilið. Gat hann þess, að nú væri rétt ár liðið frá því er listamaðurinn ákvað að gefa heimilinu minnis- meekið. í dag væru 100 ár liðin frá fæðingu föður listamannsins, og minnismerkið því afhjúpað þann dag, þótt ekki væri búið að finna því varanlegan stað, en þangað til yrði það í anddyri heimilisins. Henry gat þess m.a., að minnis- merkið Sjómaðurinn væri ekki mynd af neinum sérstökum sjó- manni eða mannsmynd í bezta skilningi, öllu heldur steinvarða, sem höggin væri og reist sjó- mannastéttinni til heiðurs. Hún ætti að endurspegla starf sjó- mannsins og sýna hvernig kjör- in setja á manninn mark, meitla svip og stæla kjark. Að lokum bað hann móður listamannsins, Guðrúnu Gísla- dóttur, sem er 88 ára að aldri, að afhjúpa minnismerkið um ís- lenzka sjómanninn. HAFIÐ er 110. skólaár Mennta- skólans í Reykjavík. í gær- dag setti Pálmi Hannesson rektor skólann í hátíðasalnum, að við- stöddum kennurum og nemend- um. Eru nú liðin 110 ár frá því skólinn fluttist í sitt gamla hús | við Lækjargötu, frá Bessastöðum, MÓTI FRESTUN SKÓLANS í upphafi máls síns gerði rekt- or að umtalsefni frestun þá er orðið hefur á því að skólinn tæki til starfa. Vék hann fyrst að þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að fresta skóianum vegna áskorunar Stéttarsambands bænda þar um, vegna hinna miklu óþurrka. Þessa ráðstöfun átaldi rektor mjög harðlega í ræðu sinni og taldi hana ekki hafa komið að neinu liði, því að- eins 20 nemendur skólans hefðu verið við landbúnaðarstörf í sum- ar er leið og hafi þeir verið komnir hingað til bæjarins fyrir síðustu mánaðamót og hefðu þeir ekki horfið til þessara sumar- starfa. Ekki hefði verið leitað álits skólans um þessa frestun og hefði það verið lítilsvirðing við skólann, að svo var ekki gert, sagði rektor. Þá minntist rektor á mænu- veikifaraldurinn, sem einnig hefði orsakað frestun. Hvattl hann nemendur til að fara var» lega. Rektor gat þess að leyfi menntamálaráðherra hefði feng- izt til þess að kennsla gæti hafizt í 6. bekk skólans á tilsettum tíma. NEMENDUM FÆKKAR í vetur verða 413 nemendur í skólanum og hefur beim faricS fækkandi frá því árið 1952, ep þeir voru 510. Það sem m. a. hefur valdið þessari fækkun er hinn nýi menntaskóli að Lauga- vatni, svo og það að þeim fækkac sem leggja leið sína í mennta- skólana að landsprófi loknu. SKÓLUNUM MISMUNAÐ Rektor vék að miklu hagsmuna máli skólans nefnilega endur- vakningu gagnfræðadeildarinnar, sem lögð var niður með lögunum frá 1946. — En heimilað var fyrip nokkrum árum frávik og fékk Menntaskólinn á Akuveyri þá að endurvekja sína gagnfræðadeild, — Pálmi rektor kvaðst hafa bar* izt mjög fyrir því við fræðslu- yfirvöldin, að þessi heimilcl skyldi einnig ná til Menntaskól- ans, en ekki hefðu tilraunir sínac til þess borið árangur, enn sem komið er. Rektor taldi mál þetta þvílíkt stórmál fyrir skólann, aði hann myndi halda áfram að berj- Framb á bls. 8 kristinn Hjartsson ára MÁNUDAGINN 24. þ. m. er vin- ur minn Kristinn Hróbjartsson frá Akri á Eyrarbakka 65 ára gamall. Gamalt orð segir svo, að sum- ir menn verði frægir af feðrum og sumir af sonum, en það er líka.vitað, að sumir verða fræg- ir af sjálfum sér, það er, af eigin afrekum, og í þeim flokki manna er Kristinn Hróbjartsson. Við gömlu Eyrbekkingarnir: munum það vel, að þegar frost-' hörkur ög' fannkingi lokuðu leið- um til aðdrátta lífsnauðsynja frá Reykjavík til litla þorpsins okk- ar við hafnlausa ströndina, þá var ekki gott í efni. Það var j heldur ekki þægilegt í þá daga,1 ef senda þurfti hraðboða til höfuð borgarinnar í nauðsynlegum erindum. Maðurinn, sem oftast var leitað til þegar svo stóð á, sem nú hefir sagt verið var Krist- inn Hróbjartsson. Hann var brynjaður þeirri karlmennsku og I þreki, sem allir vissu, að nægja mundi til þess að sigra þá erfið- leika, sem á veginum voru. Þær hafa víst aldrei verið taldar þær ferðir, rem hann hefir farið yfir Hellisheiði, þegar skammdegis- nóttin hafði lokað öllum leiðar- merkjum og auðnin var ein ís- hella, eða þá, að stórhríðin lamdi allt lifandi og dautt. Sjálfum verður honum þó sennilega minnisstæðust nóttin, sem hann lá úti á heiðinni, þeg- ar hríðin var svo dimm og veð- urofsinn svo mikill samfara tuttugu stiga frosti, að hann missti sjónar af hestinum, sem rölti á undan honum. Þá gekk hann viltur eftir auðninni þar til að hann kom að kletti, sem stóð upp úr klakanum og þar lét hann fyrirberast um nóttina. Félagi hans þessa löngu nótt var svip- ur látins manns sem orðið hafði úti á heiðinni nokkru áður. Á Kolviðarhóli vissu menn um ferðir hans og allir töldu það óhugsandi að nokkur maður hefði lifað af slíka nótt upp á Hellisheiði Það var afráðið að tilkynna það í símanum austur á Eyrarbakka, að Kristinn Hró- bjartsson hefði orðið úti um nóttina. Sigurður á Kolviðarhóli, sá afbr.agðsmaður, var lángt kom inn með að búast til ferðar að leita að líkinu austur á heiði, þegar Kristinn kvaddi dyra ál Kolviðarhóli og bauð góðan dag. Allir þóttust hann þá úr helju heimt hafa. Þeir, sem nú furða sig á því, að vegir lokist bifreiðum dag og dag austur yfir heiðina um há- veturinn, þekkja ekki til þrek- rauna þeirra manna, sem héldu uppi samgöngum á þessari leið að vetrarlagi fyrir nokkrum ára- tugum. Þegar getið er vetrarferðsi Kristins, væri sagan ekki nema hálfsögð, ef ég gleymdi þarfasta þjóninum, hestunum hans. En það er ekki rétt, að kalla þessa traustu og fallegu gripi þjóna, Þeir voru vinir hans og félagap og aldrei mun Kristinn hafa komið svo í náttstað á ferðurn sínum, að hann kæmi ekki klár- unum að fullum stalli áður en hann sjálfur nyti matar eða hvíldar. Kristinn hefir nú átt heimill sitt í Reykjavík í mörg ár og stundar nú innheimtustörf a| sömu trúmennsku og allt annað, sem hann hefir gert um ævina, Slarkið úr vetrarferðunum geym ir hann í minningunni um þá daga, sem hann vildi sízt missa úr lífi sínu. Gamli vinur, til_hamingju með afmælisdaginn. Aron Guðbrandsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.