Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. okL 1955 Útg.: H.í. Arvakurs Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábjrrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgui Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: ÁLrni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftar<dald kr. 20.00 é mánuði innanlanda í lausasölu 1 krónu eintakið. Fræðilegur tyrirlesiur um brezka þingið N ámsbókaútgáfan FRÁ því lögin um ríkisútgáfu námsbóka voru sett árið 1936, hefur rikt einskonar ríkiseinok- un á lestrarefni barna í barna- skólunum. Tilgangurinn með þessu hefur verið sá áð lækka námskostnað skólabarna fyrir aðstandendur þeirra og má segja, að þeim til- gangi hafi verið náð, þar sem aðstandendurnir hafa aðeins greitt furðu lágt námsbókargjald á hverju ári. Þess ber þó að geta, að upplýs- ingar hafa nýlega verið veittar um það, að á fáeinum undanförn- um árum hafi ríkissjóður styrkt útgáfuna með 1,5 milljón króna, sem eru að sjálfsögðu ekki sparað fé, heldur tekið úr sameiginleg- um sjóði okkar allra. Þá verður sú staðreynd held ur ekki sniðgengin, að sparn- aður sá, sem hér um ræðir hefur orðið á kostnað náms- bókanna, sem munu nú e.tv. hvergi vera eins óvandaðar að öllum frágangi, úreltar og göt- ugar eins og hjá hinni íslenzku ríkiseinokun námsbóka. Þarft umbótaverk Við minnumst þess, að s.l. vet- ur tók núverandi menntamála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, sér fyrir hendur, að endurskoða starf og stöðu almenningsbóka- safnanna, sem þá voru komin viða í hina mestu óreiðu. Það er ekki síður þakklátt og þarft verk að nú hefur menntamálaráðherra í samráði við sr. Jónas Gíslason, tekið sér fyrir hendur að reyna að vekja námsbókaútgáfuna til lífs. Vinstri flokkarnir, kommúnist- ar og jafnaðarmenn hafa jafnan þótzt bera ríkisútgáfuna mjög fyrir brjósti. Stafar það af ein- hverju leyti af því, að þeir verða að jafnaði mjög viðkvæmir og grátklökkir ef minnst er á ýmis- konar ríkiseinokanir. En undarlegt er, að fram yfir það hafa þeir lítt harmað það, þótt bókaútgáfan væri í slíku áátandi, að mjög vafasamt er hvort af henni hefur stafað holl- um uppeldisáhrifum fyrir æsk- una. Er það nú einkennandi fyrir rökhyggju þessara manna, að nú vilja þeir og gera tillögur um að þenja rikisútgáfuna helzt yfir alla skólamenntun í landinu, án þess að gera nokkuð til að bæta gæðin og menningargildi bókanna. Slíkt myndi þýða ennþá víðtækara andlegt ógeð nemenda á náms- bókum og menntun almennt. Nei, ríkisútgáfa námsbóka hefur sætt harðri gagnrýni og allir vita, að undir þeirri gagn- rýni er ekki að sinni neinn tími til útvíkkunar á lélegri þjónustu. Þvert á móti er nú kominn tími til að líta innávið og sýna hvort þetta ríkisfyrir- tæki á rétt á sér og getur unn- ið hlutverk sitt svo að vel sé. Það er ekki svo þýðingarlítið hlutverk, það snertir uppeldi æskunnar, síðan velferð allrar þjóðarinnar. Ef til vill snertir það hið stóra vandamál hvort unglingar landsins fá ást á fræðslu og menntun eða hvort sorpblöðin sigra í samkeppni við góða siði. Frumvarp menntamálaráð- herra miðar að þvi að styrkja fjár hagslegan grundvöll útgáfunnar og hafa hvetjandi áhrif á hana til sjálfsgagnrýni og umbóta. Það er ákveðið með lögum, að bækur ríkisútgáfunnar eru hið fyrsta menntaprik litla barnsins. í mörg þroskaár eiga börnin síð- an að sækja alla bókmenningu sína í þessa ríkisútgáfu og er þá ekki lítið sagt, því að við íslend- ingar höfum ætíð verið þjóð bók- menningar umfram aðrar þjóðir. Útlit og efni I Bækurnar hljóta að verka á tvennan hátt á unglingana. í fyrsta lagi hefur útlit bóka tals- verð áhrif. Hver bók hefur sína ytri persónugerð, sem ýmist lað- j ar að eða hrindir frá. En í öðru ' lagi er náttúrlega aðalatriðið, efni bókanna, hvort það er til menn- ingarauka og hversu rismikið það er. Fyrir börnin að minnsta kosti skiptir það stórfelldu máli, að efnið sé vel og skemmtilega sett fram og að það sé smekklega myndskreytt. Þegar um námsbæk ur er að ræða, verður og að krefj- ast þess, að í þeim sé að finna heilsteyptan kjarna alls þess fróðleiks, sem nútímamaður þarf að vita og gullkorn þess mann- vits, sem ætla má að bæti mann- giidið. Það fer sannarlega tvennum sögum af því, hvernig ríkisútgáf- I an hafi rækt þetta hlutverk af hendi. Víst er að ytra útlit bóka hennar hefur verið mjög ólysti legt. Þær hafa verið heftar í stað þess að vera í sæmilegu bandi. Meðan útgefendur allra venjulegra barnabóka hafa gefið þær út í litsterkum og myndprýddum kápum, er Varla hægt að ímynda sér svip lausara og andlausara útlit á nokkrum bókum, en þeim sem ríkisútgáfan hefur látið frá sér fara. Er þetta þeim mun alvarlegra þar sem heftin eru ætluð sem lesefni barna. Jyrir nokkrum árum gerði námsbókaútgáfan tilraun með að senda frá sér landakortabók, eða Atlas. Enda þótt vitað væri, að engin tækni væri fyrir hendi hér á landi til að gera slíkt sæmilega úr garði, var hún prentuð hér og varð til lítils sóma. Þetta gerðist á sama tíma og öll landabréf af íslandi handa fullorðna fólkinu, eru prentuð erlendis og flutt inn. Hversvegna mega börnin nú ekki fá innflutt og góð landabréf eins og full- orðna fólkið. Er það eingöngu vegna þess, að ríkið einokar alla skólabókagerð barnaskólanna. Og það þótt útlendar iandakortabæk ur snilldarlega gerðar, kosti sára . lítið. ) Um efni bókanna mætti og margt segja. T.d. það sem nefnt hefur verið og vekur furðu, að börn læri lítið sem ekkert um sig- ur íslands í sjálfstæðisbaráttunni og hina stóru daga íslands nú- tímans, þegar framfarasporin á öllum sviðum hafa verið stórtæk- ust. Hið nýja frumvarp stefnir markvíst að því að bæta úr ágöllunum. Fram til þessa hef- ir framkvæmdastjórn náms- bókaútgáfunnar verið unnin í hjáverkum prentsmiðjustjóra. Ekki er neitt verið að kasta rýrð á hans starf, þótt stað- hæft sé, að til þess að vel megi vera, þarf námsbókaútgáfan óskerta krafta hugkvæms og framtakssams stjórnanda, og er stefnt að því í frumvarpinu. ENSKI þingmaðurinn Mr. Vane, hélt í íyrrakvöld fróðlegan fyr- irlestur á fundi í Félaginu Anglía, sem hann kallaði „Brezka þing- ið í 350 ár“. - ★ - Fyrirlesarinn bar saman skipan þingsins nú og fyrir 350 árum. Benti á að margt væri líkt nú og þá, þrátt fyrir hina miklu breytingar sögunnar. Margar ættir hefðu átt mann á þingi mestan hluta þessa tímabils. Þá rakti hann þróunina í átt til hins þingbundna konungsdæmis, sem nú vævi í Bretlandi, og svo að segja allir íbúar landsins vildu viðhalda. En brezka lýðræðið taldi ræðumaður reist á þrem hornsteinum: í fyrsta lagi: Þjóð- höfðingmn væri óflokksbundinn með öllu. í öðru lagi: Ríkisstjórn- in væri bundin af vilja þingsins og í þriðja lagi embættismenn ríkisins væru algerlega hlutlaus- ir í stjórnmálum. — ★ — Loks ræddi Mr. Vane um fram- tíðarskipari brezka þingsins. Sagðist hann álíta að fleiri Eng- lendingar vildu að Lávarðadeild- in starfaði áfram en erfitt væri að ná samkomulagi um skipu- lagsbreytingar, sem þó eru tald- ar nauðsynlegar. í því sambandi kvaðst ræðumaður vona að fund- in yrði leið til þess að tryggja að nokkrir óháðir þingmenn sætu jafnan í Neðri málstofunni. Reynslan sýndi að þeir væru ómetanlegir fyrir frjálst þing- ræði, en nú er svo komið að allir þingmenn í Bretlandi eru flokksbundnir. — ★ — Nú er nokkuð um það rætt, að til greina komi, að nokkrar ný- lendur Englendinga sendi menn á þing í London. Hafa Malta- búar farið fram á það nú þegar, en óvíst er, hvort úr því verður. — Mennlaskélinn Framh. af bls. i ast fyrir framgangi þess. Hefði menntamálaráðherra sýnt málinu skilning, í viðræðum um það. Rektor ávarpaði nemendur sína með mjög ágætri og athygl- isverðri ræðu, þar sem hann m.a. minnti á þá alvöru, sem í nám- inu er fólgin. Hina nýju nemend- ! ur skólans bauð hann hjartan- j lega velkömna í skólann. Bað þá minnuga þess að þeim sem vilja vinna geti skólinn hjálpað til nokkurs þroska. j Þá bauð rektor velkomna til starfs fjóra nýja kennara skól-1 ans, þá Jón Júlíusson, sem verið hefur stundakennari við skólann og Þórhall Vilmundarson, sem I einnig hefur verið stundakenn- ari. Hinir tveir eru þeir Magnús Magnússon eðlisfræðingur, og Ottó Jónsson. Þá koma að skól- anum tveir nýir stundakennarar Guðrún Helgadóttir og Sigur- björn Guðmundsson, en af starfi láta sem aukakennarar fimm menn. Þeim þakkaði rektor fyrir samstarfið á liðnum árum. ( Að svo mæltu sagði rektor , skólann settan. uu andi álrij'ar: Til athugunar. TVEIR feður hafa skrifað mér og kvartað mjög yfir því, hversu erfitt sé oft og tiðum að fá varahluti í barnaleikföng. Þeir benda réttilega á, að mörg barna- leikföng eru mjög dýr og ástæðu- laust að kaupa heilar hjólbörur, þótt hjólið brotni undan þeim. Börnin láta sér það ekki lynda, að leikfangið sé skemmt og er það kannski engin furða: Æ, pabbi, það er ekkert gaman að leika sér að þessum hjólbörum lengur síð- an hjólið brotnaði, segja blessuð ,3- ' % 1. ... . . .. börnin; og auðvitað linna þau ekki látunum, fyrr en pabbi kem- ur heim með nýjar hjólbórur. Aftur á móti gæti pabbi losnað við óþarfa útgjöld, ef varahlutir væru til í leikföngin og finnst mér, að bæði innflytjendur og leikfangasmiðir ættu að athuga þetta. I . . Góð málalok. ÞAÐ virðist vera gott að heita á Slysavarnafélagið. Nýlega sendi kona nokkur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund pakka til dóttur sinnar sem búsett er vestan hafs. Pakki þessi glatað- ist samt á leiðinni vestur, en þá ' datt gömlu konunni í hug gott ráð: hún hét á Slysavarnafélagið. Kom þá pakkinn með góðum skil- um á afmælis- og silfurbrúð- baupsdegi dótturinnar og þótti öllum það góð málalok. Sendir gamla konan félaginu kveðjur sínar. Skilaðu úrinu! DÖNSK kona nokkur hefir skrif að mér pisil og ber sig heldur ilia, þar sem sonur hennar týndi úrinu sínu ekki alls fyrir löngu á Austurvelli. Þykir honum það mjög leitt, einsog skiljanlegt er. Hann auglýsti eftir því en án árangurs og biður nú konan þann sem fann úrið að skila drengn- um því. Snáðinn fékk það í ferm- ingargjöf frá foreldrum sínum og heidur því mikið uppá það. — Kem ég þessu á framfæri við rétta aðila. Engu tauti hægt að koma við þjófana. ANNARS virðist það orðið undir hælinn lagt, hvort menn fá aftur glataða muni hér á þessu blessaða landi okkar. Það er einsog fólk haldi, að það eigi þá muni sem það finnur, en auð- vitað er það siðferðileg skylda þess að reyna eftir megni að koma þeim til réttra eigenda. Á þessu er oft misbrestur og verð- ur að bæta hugsanagang þeirra sem láta undir höfuð leggjast að skila fundnum munum. Aftur á móti verður engu tauti komið við þá sem eru ákveðnir í að stela þvi sem þeir finna. Þeir verða bara að sitja uppi með þýfið. án þess að hægt sé að aðhafast neitt. Góðir kostir. HyiER dettur í hug í þessu sam- 1*1. bandi, að ljósmyndari Morg- unblaðsins fór nýlega niður að Tjörn að taka ljósmyndir. Þegar hann kom aftur, varð hann þess var, að hann hafði tapað litglerj- um sem kosta munu í verzlunum nokkur hundruð krónur. Blaðið auglýsti eftir þessum týndu mun- um, og sama morguninn kom ung ur piltur, Sturlaugur Grétar Filippusson að nafni, hingað nið- urá blað og skilaði glerjunum. Fékk hann auðvitað þakkir fyrir | og fundarlaun. En af þessu má | sjá, að enn eru heiðarlegir ungl- i ingar í þessum bæ, og vissum við ■ það raunar áður. Ungt fólk (og gamalt raunar lika) ætti að taka Sturlaug sér til fyrirmyndar, því að hann er bæði skilvís og heið- arlegur piltur og eru það góðir kostir. MerkfS, gem klæSlr landil — Frlðun fhki- miðanna Framh. af bld 1 þótt þeir gætu þá veitt allt inn að þriggja mílna landhelgi. Þannig er það ljóst, að stærstu árgcngar þorsks á vorum tímum, stórfelldar veiðiaðgerðir og vægð arlaus veiði upp að þriggja mílna landhelgi hafa ekki gefið eins mikinn afla eins og meðalstórir árgangar, og miðlungs veiðiað- gerðir fyrir utan fjögurra mílna landhelgi árið 1953. Það er enga skýringu hægt að finna á þessu aðra en þá, að uppeldisstöðvar þorsksins voru friðaðar að nokkrum hluta 1950 og enn frekar 1952. UNGVIÐINU VAR ÁÐUR MOKAÐ UPP Alveg sama sagan er með ýsu- stofninn. Honum fór hrakandi fyrir víkkun landhe’ginnar, þótt hann næði sér að vísu aftur á strik í báðum heimsstyrjöldun- um. Ástæðan til þess, hve gekk á ýsustofninn var að ungviðið fékk ekki að vera í friði. Meginhluti ýsuaflans var alltof ungur fiskur 1—3 ára. Það er engin ástæða til að ætla að ýsuárgangarnir 1949 og 1950 hefðu ekki sætt sömu ör- lögum, að vera mokað upp sem ungviði, ef friðunaraðgerðirnar hefðu ekki komið fram. AUKNING ÝSUAFLANS Árið 1953 ollu friðunaraðgerð- irnar því að árgangarnir frá 1949 og 1950 sem nú voru vaxnir upp voru mjög síórir. Til sönnunar þessu er skýrt frá togveiðirann- sóknum, sem gerðar hafa verið síðustu 30 ár í Faxaflóa og sem enn eru gerðar sem tilraun utan við gömlu landhelgislínuna, en innan við þá nýju. Á einum stað var aflatala af ýsu í klukkustundar togi 1341 stk. í maí 1953. Hafði verið mest áður á sama tíma árs og sama stað 66 stk. í ágúst 1953 veiddust 765 ýsur á sama stað í klukkustundar togi. Hafði verið mest áður á þessum tíma árs 70 stk. í nóvcmber 1953 veiddust 580 ýsur á s;ma stað í klukkustundar togi. Haiði verið mest áður 104 stk. ÝSUSTC; FNINN HEFÐI ILLA FARIÐ ÁN FRIÐUNAR Þessar tölur sem og margt annað bendir greinilega til þess hvílíkt gagn hefur orðið af frið- uninni. Nú vitum við að Bretar juku mjög fiskveiðiaðgerðir við ísland 1953. Ef þeir hefðu enn mátt veiöa um allar uppeldis- stöðvar ýsunnar með hinum aukna flota og moka ungviðinu upp, er ljóst hvernig farið hefði. Ýsustofninn hefði ekki aukizt, heldur farið alvarlega og stöðugt minnkandi. KOLAAFLI ÍSLENDINGA MINNKAB Næst er komið að kolaveiðun- um. Þar sýna skýrslur að eftir útvíkkun landhelginnar hefur kolaveiði íslendinga minnkað mjög. Stafar þáð af útilokun dragnótabátanna og einnig af því að brezki markaðurinn hefur lokazt, en þangað seldu íslend- ingar einkum þessa fisktegund. EN ÞRÁTT FYRIR ALLT EYKST KOLAAFLI BRETA Kolaafli Breta við ísland jókst lítillega 1952—1953 og stórlega frá 1953 til 1954. Þegar þess er gætt að sum beztu kolamiðin (með ungum fiski) hafa nú lok- azt togurum, þá verður hinn aukni kolaafli á veiðisvæðunum, sem nú eru mjög takmörkuð ekki skilin öðruvísi en að kolastofn- inn hafi aukizt stórlega 1951—54 vegna friðunarráðstafana íslend- inga. Hinn aukni fiskafli hefur líka komið þannig í ljós, að þrátt fyrir það þótt stórum fiskimiðum væri lokað hefur afli r.f íslandsmiðum numið 32% af heildarafla brezkra togara árin 1953—54, en var áður aðeins 21%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.