Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. okt. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Híjóðfæraleikar- ar í verkfalli — Dansað eflir grammófón NÝLKGA auglýstu hljóðfæra- leikarar í veitingahúsum nýjan kauptaxta, en samkvæmt honum áttu laun þeirra að hækka um fjórðung. Veitingahúsaeigendur buðu þeim þá sömu hækkun og aðrar stéttir hafa fengið, en því tilboði var svarað með verkfalls- Fulltrúar á Iðnþingi beimsóttu vélsmiðjuna Héðin í gær. Mynd boðun. Krefjast hljóðfæraleikar- þessi er þaðan og sýnir, ‘er forseti sambandsins, Björgvin Frederik-1 alÁ ° ,auna æ unnar °S 71 J ’ 213 kr. a timann. Fiillar hlöður eftir þurrka- sumar en mikið sandfok Samfal við Julíus Havsfeesi sýslumann Þingeyinga sen, flytur ræðu. Ljósm. Ó. J. /ðnjb/ng íslendinga situr á rökstólum Þingið hófst s.l. laugardag 17. IÐNÞING íslendinga var sett í Tjarnarkaffi s.l. laugardag. Viðstaddir þingsetninguna var iðnaðarmálaráðherra Ingólfur Jónsson, og nokkrir aðrir gestir. Forseti Landssambandsins Björgvin Frederiksen, setti þing- ið með ræðu. Minntist hann lát- inna iðnaðarmanna og vottaði þingheimur þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þá rakti hann í stuttu yfirliti gang ýmissa hagsmunamála iðn- aðarsamtakanna, sem Landssam- bandið hefir haft til meðferðar, síðan síðasta Iðnþing var háð. — Kæddi hann um Iðnaðarmála- stofnun íslands, um lög um iðn- fræðslu, um 50 ára starf Iðnskól- ans í Reykjavík, en hann var stofnaður fyrir réttum 50 árum. Þá taldi hann nauðsyn bera til að koma á fót ýmsum námsskeiðum fyrir verðandi iðnaðarmenn, svo og hæfnisprófum. Þá minntist hann með nokkr- um orðum 10 ára afmælis stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna. í lok ræðu sinnar mælti for- setinn á þessa leið: Iðnaðarmenn hugsa sér ekki að nema staðar, heldur sækja á brattann. Margt er vel gert, en margt er ógert, og mikið þarf til þess að hægt sé að viðhalda þró- uninni og halda þeim lífskjörum, sem þjóðin býr nú við. Að lokum sagði hann 17. Iðn- þing íslendinga sett. ÁVARP IÐNAÐARMÁLA- RÁÐHERRA Ingólfur Jónsson, iðnaðarmála- ráðherra, ávarpaði þingið og ræddi meðal annars hina öru þróun iðnaðarins í landinu. Sagði hann að íslenzkir iðnaðarmenn, sem þó hefðu aðeins 50 ára þró- ’unarsögu iðnaðarins að baki sér, stæðu fyllilega jafnfætis starfs- bræðrum sínum erlendis, er þó hefðu jafnvel mörg hundruð ára þróunarsögu iðnaðar að baki sér. Ráðherrann ræddi nokkuð þýð ingu iðnaðarins fyrir þjóðina, en nú væri svo komið að hvarvetna þyrfti á þjónustu þeirra að halda. Væri t.d. svo um byggingariðn- aðinn, að ekki væri enn hægt að byggja svo vel færi, nema allar starfsgreinar byggingaiðnaðarins legðu þar hönd á plóginn. Ráðherrann ræddi nokkuð hin nýju lög um iðnskóla, er sam- þykkt voru á síðasta Alþingi, og kvað þau nógu rúm til þess að skapa skilyrði til vaxtar og þrcska á sviði iðnfræðslunnar Að lokum árnaði hann iðnað- armönnum og Iðnþinginu allra heilla. Forseti þingsins var kjörinn Guðm. H. Guðmundsson, fyrsti varaforseti Steingrímur Bjarna- son. Ritarar voru kosnir: Jón Ágústsson og Halldór Þorsteins- son. Kosið var í fastanefndir og málum þingsins vísað til þeirra til meðferðar. Samþykkt var að senda forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirs- syni, kveðju þingsins og árnaðar- óskir. Þessi eru helztu mál á málaskrá þingsins: Innflutningur iðnaðar- vara og iðnaðarvinnu, Iðnaðar- bankinn og lánaþörf iðnaðarins, iðnfræðsla, lög og reglugerð um iðnskóla, Iðnaðarmálastofnunin, skatta- og toliamál, skipulagsmál byggingariðnaðarins og iðnaðar- skýrslur. | ★ ! Þingfundir héldu áfram á sunnudag. Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík og Iðnaðarmannafélag ' Fljótsdalshéraðs höfðu sótt um upptöku í Landssamband iðnaðar mann og var samþykkt að taka bæði þessi félög inn í sambandið. Mættir eru til þings 60 full- trúar. Samþykktir voru reikningar Landssambands Iðnaðarmanna og gengið var frá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Lögð var fram skýrsla stjórnar Landssambandsins yfir störf þess frá því er síðasta Iðnþingi lauk. Tannsmiðafélag íslands hafði sótt um að tannsmíði yrði viður- kennd og löggilt sem iðngrein. Samþykkt var að fresta því máli til næsta Iðnþings, þar sem full- nægjandi upplýsingar lægi ekki fyrir. IÐNSKÓLI OG IÐNFRÆÐSLA Rætt var um lög og reglugerð um iðnskóla og eftirfarandi álykt un samþykkt: • 17. iðnþing fslendinga fagnar setningu laga og reglugerðar um iðnskóla, og telur ekki ástæðu til athugasemda í því sambandi, á meðan ekki er komin reynsla á framkvæmd þeirra. 1 Þó telur þingið að æskilegt hefði verið, að reglugerðin hefði verið látin ná til iðnskólanna ein- göngu, sbr. 44. gr. hennar. j Þá var og rætt um iðnfræðsl- una og eftirfarandi álýktun sam- þykkt: 17. Iðnþing fslendinga telur æskilegt, að smíði iðnskólahúss- ins í Reykjavík verði hraðað eftir því, sem frekast eru föng á, til þess að unnt verði að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum, sem framundan eru og mest að- kallandi, svo sem að koma á fót við Iðnskólann í Reykjavík a: Forskólum b: Meistaraskóla c: Tækniskóla (framhalds- skóla) d: Verklegum námskeiðum í ýmsum iðngreinum. Felur þingið sambandsstjórn að veita bygginganefnd hússins og Frh. á bls. 12. Þar sem hljóðfæraleikarar hafa nú boðað vinnustöðvun, mun nú tekin upp grammófónmúsík á öll- um veitingahúsum bæjarins. — Hafa veitingamenn ákvéðið að greiða ekki hinn nýja taxta hljóð færaleikara, sem eru nú þegar tekjuhæstu launþegar landsins. Þar sem hljóðfæraleikarar hafa neitað að fallast á sömu prósentu- hækkun og áðrar stéttir, sem í krónutölu er þó margfalt hærri en hækkun annara stétta, má bú- ast við iöngu verkfalli. Veitinga- menn hafa gert með sér samkomu lag, þar sem þeir skuldbinda sig allir til að nota ekki hljóðfæra- leikara á hinum nýja taxta og ieigja ekki hús sín til þeirra, sem hyggjast nota hljóðfæraleikara. Eru veitingamenn nú í óða önn að koma sér upp góðri grammó- fónmús’k, og verður gaman að sjá, hvernig fólk skemmtir sér án hljóðfæraleikaranna. ÁrsháJð Sjálfsiæðis- fél. á Akranesi SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi halda árshátíð sína næstkomandi laugardags- kvöld. Meðal ræðumanna verður Pétur Ottesen alþingis maður. Þá mun Karl Guð- mundsson kennari skemmta og tvöfaldur kvartett úr fé- lögunum syngja. Ýmislegt ann að verður og til skemmtunar. Að þeim loknum verður dans- að. Haustslátrun ekki lokið HAUSTSLÁTRUN, sem eins og kunnugt er af fyrri fréttum, mun verða mjög mikil á þessu hausti, er enn ekki að fullu lokið. T.d. er slátrun ekki lokið í Borgar- firði og Dalasýslu. Siáturfélag Suðurlands vinnur nú að því að fá upplýsingar frá bændum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum, um hve miklu af nautgripum bændur hafi hugsað sér að farga á þessu hausti. Mun slátrun hefjast áður en langt um líður, enda aðkall- andi fyrir allan þorra bænda, sem með tilliti til hins litla hey- forða, hafa verið hvattir til að farga af bústofni sínum svo sem fært væri hverjum bónda. Allir Vesfmannaeyja báfar hæffir VESTMANNAEYJUM, 24. okt.: Allir bátar héðan, sem hafa verið á reknetjaveiðum við Suðvestur- land eru nú hættir veiðum. Alls stunduðu þessar veiðar 17 bátar. Afli var ákaflega misjafn, frá 700 til 2700 tunnur. Mestan afla hafði Ófeigur III, skipstjóri Ólaf- ur Sigurðsson. Netatjón af völdum illhvelis var yfirleitt mikið, en þó ákaf- lega misjafnt. Tilfinnanlegast mun það samt hafa verið hjá bátunum Þórunni og Leó. — Bj. Guðm. FRETTAMAÐUR Mbl. hitti Júlíus Hafsteen sýslu- mann Þingeyinga á förnum vegi og spurði hann tíðinda og í hvaða erindum hann væri nú hér í bænum. Hann kvaðst fyrst og fremst vera kominn til að sitja hér fund héraðsdómara, sem haldinn er annaðhvert ár, en Júlíus er í stjórn þessa félagsskapar, sem hefur mikla þýðingu fyrir dóm- ara bæði til að kynnast og ráða ráðum sínum. HELZTA J&ANDAMÁL HÉRAÐSDÓMARANNA — Hvaða mál eru helzt rædd þar? — Ja, frekar vildi ég að þér rædduð um það við formann okkar Jón Steingrímsson sýslu- mann í Borgarnesi. En nokkuð get ég nefnt. Það eru launamálin og skattamálin, sem eru mjög þýðingarmikil, því að alltaf er verið að hækka skatta á fast- launamönnum, ekki sízt eftir verkfallið s.l. vetur og ekki bætir það úr skák, þegar stærstu verzl- unarfyrirtæki landsins eru nú úr- skurðuð útsvarsfrí. Lögreglumál- in hljóta og að verða mjög ofar- lega á teningnum, því að ástand- ið er að verða óviðunandi. Þola þessi mál raunverulega enga bið, sérstaklega að tekin sé upp ríkis- lögregla og lögregluvarðstöðvum komið upp á þeim stöðum þar sem síldarútgerð er mest á sumrin. Þá er og nauðsynlegt að takist fullkomin samvinna milli toll- gæzlumanna og lögregluvarða, en á þessu hefur verið hinn mesti misbrestur, sem kostar ríkið of' fjár. VEÐURBLÍÐA — AUKIÐ SANDFOK i — Hvað er helzt tíðinda heim- an úr héraði? — Þetta sumar sem nú er að líða hefur verið bezta sumarið hvað veðurblíðu snertir, sem ég man eftir í Þingeyjarsýslu. Eru nú allar hlöður fullar af góðu heyi, því að það mátti heita að hægt væri að hirða undan lján- um. Var heyskap lokið í allri Þingevjarsýslu í fyrstu viku september. Þó er hætta á einum vágesti í svona þurrkasumri og það er sandfokið frá öræfunum, sem er stöðugt að leggja meira og meira land undir sig og ógnar nú eink- um Axarfirðinum, sem er ein- hver fegursta sveitin í norður- sýslúnni. Ásbyrgi er líka í hættu, en það er efst í Kelduhverfinu. UPPGANGSSTAÐUR | — Það var mikil síldarsöltun á Húsavík í sumar? — Já, Húsavík hefur verið uppgangskaupstaður, sem betur fer. Þar er gott að vera, segir [ sýslumaðurinn. Sildarsöltun var óvenjulega mikil, eða rúmar 14 þús. tunnur og þorskafli var góð- ur allt sumarið svo trillubátum og stærri vélbátum gekk vel. — Hraðfrystihúsinu á Húsavík vegnar vel og hefur alltaf haft nógan fisk, aðallega frá bátun- um. MIKIL AUKNING OG EFLING HAFNARINNAR — Hvað líður Húsavíkur-höfn, yðar mikla áhugamáli? — Henni líður nú ágætlega á þessu ári og yfirleitt hefur hafn- armálunum vegnað vel. Ég lét af reikningshaldi hafnarsjóðs i fyrra og afhenti það bæjarstjóra. Þá voru tekjur hafnarinnar 345 þús. kr. En fyrir rúmum 30 árum voru þær á fyrsta reikningsárinu 1135 kí. og haía hafnarmannvirkin í Húsavík c mnarlega borgað sig. í ár verða íekjurnar sérlega mikl- ar, vegno hinnar miklu síldar- söltunar og hækkandi hafnar- og vörugjalda, sem nauðsynlegt var orðið til þess að hægt væri að Júlíus Havsteen, sýslumaður. auka mannvirkin. Er ég nú kom- inn hingað til þess að ræða um þau mál við vitamálastjóra og til þess að kaupa nauðsynleg tæki fyrir höfnina og Húsavíkurbæ, ef innflutningsleyfi fæst. Þá vil ég minnast á það, að nú loks er búið að reisa góðan vita á Húsavíkur- höfða og ve: jur nú sett í hann rafljós eftir áramót. Hef ég orðið var við að þessari vitabyggingu er fagnað ekki einungis af Hús- víkingum, he dur af öllum, sem um Skjálfanda sigla. RAFMAGN T EGGJA MEGIN EYJAFJARÐAR Fyrir sýsluna er ég aðallega að herða á raforkumálunum og vona fastlega að annað hvort nú um jólin eða ekki síðar en á næsta vori sé komið rafmagn í Grýtubakkahrepp, en þá er Evja- fjörður orðinn raflýstur bæði að austan og vestan. Því miður er Norðursýslan enn mjög útundan, en ég vona, að ráð verði fundið til að bæta úr þörfinni þar, sem er orðin mjög mikil. — Hvað líður yðar mikla á- hugamáli næst höfninni, hita- veitu Húeavíkur? — Já, það hefur verið mikið áhugamál mitt, að við fengjum heitt vatn frá hverunum og not- uðum ieiðslu miili hveranna í Reykjahverfi og Húsavíkur, því að með því væri hægt að byggja nýbýlahverfi cg hefði verið sjálf- sagt af nýbýlastjóra að hefja slík- ar framkvæmdir. En þetta hefur ekki orðið enn og veit ég ekki, hvað dvelur orminn langa í hita- veitumálinu, cn mikið tómlæti þykir mér hafr verið sýnt í því máli, hjá þeim aðilum, sem áttu þar að ganga á undan og undan- felli ég þar ekki Alþingi og ríkis- stjórn. BRÚARGEREIR Á SKJÁLF- ANDAFLJÓT OG JÖKULSÁ — Jæja, það var verið að ljúka við smíði glrjsilegrar brúar á Skjálfandafljct? — Jú, það er mjög glæsileg brú frammi í Bá ðardal, 112 metra hengibrú hjá Stóru Völlum og skildist mér að vígsluathöfnin myndi fara fram þar á næsta vori. Eru þá k imnar þrjár miklar brýr yfir Skj-'lfandafljót og þýk- ir mér sem sýslumanni vænt Um því að mikið hagræði er að þeim fyrir Þingeýinga. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.