Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ókt. 1955 1 < 1 Bússneskir listamenn | í |>ióðieikhúsinu HINGAÐ til bæjarins eru komnir nokkrir rússneskir listamenn á vegum MÍR, og gafst bæjarbúum kostur á að heyra þá og sjá í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Fóru J>ar fram tónleikar, einsöngur og listdans. Nokkur undanfarin ár hafa komið hingað til landsins rússn- «skir listamenn, skáld og rithöf- undar á vegum MÍR. Hafa þeir flestir verið afburðasnjallir hver á sínu sviði, enda eiga Rússar mörgum afburðamönnum á að skipa í flestum listgreinum, en þó einna ágætustum í ballett. Að þessu sinni sýndu tveir ungir listdansendur, þau Ljúd- miia Bogomolova og Stanislav Vlassoff þætti úr ballettunum Hnotubrjóturinn eftir Tsækovski, Álfaskógurinn eftir Drigo, þrjú atriði úr síðasta þætti óperunnar Fást eftir Gounod og Vals eftir Dúnaévski. — Þessir ungu dans- «ndur eiga yfir að ráða mikilli tækni og mýkt, enda nutu hinir fögru dansar sín til fullnustu í meðferð þeirra. — Ég hef ekki J>á þekkingu á þessari fögru list að ég sé þess umkominn að gera ítarlega grein fyrir frammistöðu ■dansendanna, en hvað sem því líður þá var unun að horfa á dans þeirra, enda var þeim tekið með •niklum fögnuði af áhorfendum. Þá vakti hinn ungi fiðluleikari Edvard Gratsj geisimikla aðdáun «g undrun manna með leik sín- um. Viðfangsefni hans voru sex, <en auk þess lék hann aukalög. Fyrsta. og veigamesta verkið var Chaconne eftir Vitali, mikið verk cg afár erfitt. Lék Gratsj |>að af frábærri leíkni og ríkri tilfinningu. Var öll meðferð hans á þessu verki með þeim ágætum, að óhætt er að fullyrða að hann sé í fremstu röð fiðlusnillinga. — Þá var og undraverð leikni hans í flutningi Capriccio nr. 23 eftir Paganini, er hann lék án undir- leiks. — Segja má að efnisskráin hafi verið þannig úr garði gerð að hún hafi sýnt nokkuð einhliða hæfileika listamannsíns, og stund um virtist mér hann fuli tilfinn- ingasamur í túlkun sinni. en um það verður ekki deilt að hér er um mikinn tónsnilling að ræða. Sergei Sjaposnikoff, —■ tenor- bariton, söng þarna einsöng, aðal- lega rússnesk lög en einnig lög eftir Schubert (úr Vetrarferð- inni) og Leoncavallo. Er hann fastur einsöngvari við Mali- óperuna í Leningrad. Sjaposni- koff hefur mjög þjálfaða rödd, sem hann beitir af öruggri smekk vísi og kunnáttu, en röddin er ekki mikil og skarar að engu leyti fram úr því, sem við höfurn oft heyrt hér áður. Bezt söng hann rússnesku lögin, sem teljast má eðlilegt, en lög Schuberts virtust ekki vera eins við hans hæfi. Sérstaka athygli vakti píanó- leikarinn Sofia Vakman með frá- bærum undirleik sínum. Var auð- heyrt að hún er hámenntuð tón- listarkona, enda er hún dósent í píanóleik við tónlistarskóla Leningradborgar. Hefði verið gaman að fá að hevra hana hér á sjálfstæðum píanótónleikum. Húsið var þéttskipað og var listamönnunum að lokum fagnað ákaft með lófataki og blómum. Sigurður Grímsson. Ráðgjafaþing A-banda- lagsins samþykkt Genfar stefnuskrá þriveldanna Críski utanríkisráðherrann iýsir yfir hoUustu Grikkja við A-bandalagið PARÍS, 25. okt. RÁÐGJAFAÞING Atlantshafsbandalagsins lýsti í dag yfir fullu samþykki sínu við þá stefnu, er Vesturveldin þrjú hyggjast fylgja á Genfarráðstefnu utanríkisráðherra fjórveldanna, sem hefst n. k. fimmtudag. Urðu miklar umræður um mál^ t>au, er koma á dagskrá á Genf- ■aríundinum: öryggismál Evrópu, eameining Þýzkalands og sam- ekipti landanna í austri og vestri. Eýsti Dulles yfir því að fundinum loknum, að ýmsar athugasemdir ráðgjafaþíngsins yrðu teknar til greina, er endanlega yrði gengið frá stefnuskrá þríveldanna. ★ Bandaríski utanríkisráðherrann Dulles tók fyrstur til máls í morg tm og ræddi stefnu Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands í Þýzkalandsmálunum og öryggis- xnálum Evrópu. Fjallaði brezki utani'íkisráðherrann síðan um af- vopnunarmálin og kvað tilgang- inn rneð umræðum um afvopnun é Genfarráðstefnunni vera að veita nýjum áhrifum inn í við- ræður Undirnefndár áfvopnunar- nefndar S. Þ. Þáð kom í hlut Pinays, franska utanríkisráðherr- ans, að ræðá samskipti austurs og vesturs — og fjállaði hann ■einnig um aukin viðskipti milli landanna í austri og vestri. Ekki vannst tími til að ræða ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Undanfarið hafa verið á lofti fregnir um, að Grikk ir hyggðust segja sig úr A-banda- laginu vregna Kýpur-deilunnar. En gríski utanríkisráðherrann, Spiros Theotokis, sagði á fundin- tim í dag, að hann vildi af hálfu etjórnar sinnar „staðfesta holl- ustu Grikklands við A-bandalag- ið.a ‘ Úfför Þorsfeins Víglundssonar í gær JARÐARFÖR Þorsteins Víglunds sonar frá Höfða fór fram frá Hafn arfjarðarkirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Séra Garðar Þorsteinsson flutti húskveðju, en líkræðu í kirkjunni Sigurbjörn Einarsson prófessor. Mynd sú, er hér birtist af hinum látna, átti að fylgja minningargreinum hans hér í blaðinu í gær, og biður Mbl. aðstandendur að afsaka þau mis- tök. Siyiia af Héöni Valdiinarssyni afhjúpuð \ Mikiö af rjúpu 1 fyrir norðan ] ASUNNUDAGINN var minnis- merki Héðins Valdimarsson- ar forstjóra, afhjúpað á barna- leikveliinum við verkamanna- bústaðina við Hringbraut. Það var Byggingafélag alþýðu sem lét gera þennan minnisvarða, en Héðinn varð aðalhvatamaður- inn að stofnun byggingafélagsins. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði varðann. Ekkja Héðins, frú Guðrún Pálsdóttir, afhjúpaði minnisvgrð ann og flutti við það tækifæri þakkarorð til 3yggingafélagsins, og annarra er átt hafa að því hlut, að stytta Héðins var reist. Við þetta tækifæri flutti for- ] maður Byggingafélagsins ræðu, þar sem hann sagði frá Héðni Valdimarssyni og störfum hans í þágu Byggingafélagsins. Athöfn < þessari stjórnaði Guðgeir Jónsson J gjaldkeri Byggingafélagsins. —' Lúðrasveit verkalýðsins lék. Að fótstalli styttunnar voru lagðir J þrír fagrir blómsveigar, er hún hafði verið afhjúpuð, og var einn frá Verkamannafél. Dagsbrún, | annar frá Olíuverzlun íslands og hinn þriðji frá starfsfólki fyrir- tækisins. Framh. -f hie < á bak aftur, var að undirlagí sænsku stjórnarínuar send sendinefnd á fund Hitlers og Görings, og ncfndina skipuðu Svíar, er hlynntir voru Þjóð- verj'im — Tamm aðmíráll, Dahlerus verkfræðingur, Sven Tunberg prófesscr og stjórnar erindrelcarnir Hagiylöf og von Heidenstam. Það var ckki fyrr en þessi sendinefnd kom, að Göring gerði scr ljóst, hvaða ! kröfur Þjóðverjar gætu sett fram — og að Svíar mundu verða við þeim. ★ ! Andersson segir einnig frá ýmsu öðru athyglisverðu svo sem áformum um að steypa samsteypu stjórninni, meðan á finnsku vetr- arstyrjöldinni stóð. Ýmsir Finn- landsv.inir hugðust — að stoðS konungsins — steypa stjórn Per Albin Hanssons og skipa í stjórn í staðinn „áhrifamikla menn úr stjórnmála- og viðskiptalífinu". i í forsæti slíkrar stjórnar átti að setja bankafrömuðinn Gustav Söderlund eða fyrrverandi utan- ríkisráðherra Sandler. Og í stjórn inni áttu m. a. að sitja Fredrik Ström, Thörnell hershöfðingi og ; þáverandi ritstjóri „Sænska dag<« Ii blaðsins", Ivan Andersson. ★ Ekkert varð úr þessari „stjórn- arbyltingu“ — en eftirylgjurnar í frásögn Anderssons vekja áreið anlega heitar umræður í Svíþjóð. Frsnih af blg I Hekla og Gegory, að þeir væru búnir að fá samtalá 1100 kit. Frá 1. september til 17. október hafa verið 39 markaðsdagar i Grimsby. Af þeim hefur vericS boðið fram meira en 1000 kits af kola 27 daga og segir Fishing News: SKÚTUSTAÐIR, 21. okt.: — ís er kominn á allt Mývatn og dálítill snjór. Mikið er af rjúpu og sum- ar rjúpnaskytturnar hafa nokkuð á annað hundrað á dag, þegar bezt er. — Jóhannes. - EirfeManrerS bók Samsalan fær 56 þús. mjólkurlítra á day en þarfnast 62 þúsund Sífra Mjólkurísgerð úr mjólkurdufti ALMENNINGI verður all tíðrætt um mjólkurskömmt- unina. Láta mun nærri að um 6000 lítrar mjólkur vanti upp á til þess að hægt sé að fullnægja hinni dagiegu þörf hér á sölu- svæði Mjólkursamsölunnar, sagði forstjóri Samsölunnar Mbl. í gær. Frá mjólkurbúunum fær Sam- salan nú daglega um 56.000 lítra mjólkur fyrir Reykjavík, Kópa- vog, Hafnarfjörð og Keflavík. Ef næga mjólk væri að fá frá bænd- unum, til þess að hægt væri að fullnægja daglegri þörf, myndi þurfa um 62.000 lítra mjólkur, sagði Stefán Björnsson forstjóri Samsölunnar. DREIFING MJÓLKURÍNNAR Mestur hluti mjólkurinnar er sem kunnugt er seldur gegn skömmtunarseðlum. Mjólkin hef- ur ekki verið takmörkuð . til sjúkrahúsa, og ekki hefur verið j tekið fyrir mjólk handa matsöl- j um og veitingahúsum, sem selja . máltíðir, en dregið hefur verið ' úr sölu mjólkur til þeirra, og j teknir skömmtunarseðlar þar ■ sem því hefur verið við komið. < Sála mjóikur til ísgerðár hefur verið stöðvuð, og er allur ís nú framleiddur úr mjólkurdufti. | Fyrstu dagana, sem mjólkur- skömmtun er framkvæmd, er j hún oft fremur þung í vöfum. En þegar frá líður, er reynslan oft sú, að lítið eitt meira af mjólk verður aflögu handa almenningi. Má því búast við, að hægt verði að selja daglega svolítið meira af mjólk þegar í þessari viku en hægt var síðastliðna viku. MINNST UM ÞETTA LEYTI Venjulega er mjólkin minnst j um þetta leyti árs, en fer að aukast úr þessu, en hvernig þetta verður nú, skal ekkert fullyrt um. Það er eftir að slátra tölu- verðu af kúm, en kýr eru líka að bera á þessum tíma, en hvort felldar verða fleiri mjólkandi kýr en þær, sem bera, er ekki vitað, og loks það, hvernig kýrn- ar fóðrast á hinum hröktu heyj- um. En mér virðist ástæða til að vona, að mjólkin minnki ekki verulega úr þessu, og ef svo yrði er skorturinn ekki meiri en svo, að hann mundi varla verða lang- varandi, sagði Stefán Björnsson forstjóri að lokum. — ÞAÐ ER EKKI NEMA RÉTT AÐ VíBURKENNA Aö MIKILL HLUTI ÞESSA AFLA ER AF ÍSLANDS- MIDU.M. 1 VEDURLAGIÐ „KRAFTAVERK“!!! Eftir þessa frásögn sér Fishing News að illa er komið máistað brezku togaraeigendanna, sem barizt hafa gegn friðunarráð- stöfunum íslendinga. Ræðir það við Croft Baker, sem virðist 3 mestu vandræðum með að skýra aflaaukninguna. Þó skulum við sjá hvaða tilliástæður þeitl finna: — Brezku togaraeigendumií hafa lagt sig alla fram við a<3 auka veiðarnar. Sérstakir tog- arar eru gerðir út á kolaveiðar, með æfðum skipstjórum. Þð minnast þeir ekki á að sörms skipin með sömu skipstjórumi hafa einnig verið á kolaveiðuns undanfarin ár, en árangurinn orðið lítill. — Þá segja þeir að þetta sS vegna þess að veðrið hefuT vcrið svo gott á íslandsmið- um í haust að nálgist krafta- verk. — „Phenomenal spell oí fine weather“. Er ckki hægt að segja ann- að en það að slíkar skýringae sýna að hinir brezku togara- eigendur hafa ekki góða sam- vizku. PARÍS, 25. okt.: — Forsætisráð- herra ísraels, Moshe Sharett, mun á morgun ræða við utanríkisráð- herra Vesturveldanna og komm- únisku landanna. ísralska þingið hefir þegar samþykkt þingsálykt- un um þessi mál, og er vopnasölu samningurinn þar íordæmdur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.